Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 47 Friðrik B. Halldórs son — Minning Fæddur 19. desember 1929 Dáinn 15. febrúar 1988 Þegar mér var sagt að afí minn, Friðrik Baldur Halldórsson, væri dáinn vildi ég fá að véra einn dá- litla stund. Ég fór að hugsa um að nú væri hann kominn upp í himin- inn til Guðs, mér fannst það skrítið því kvöldið áður hafði ég farið í heimsókn á sjúkrahúsið og þá var hann að horfa á sjónvarpið og tal- aði við okkur. Mamma hefur sagt mér að þegar ég var skírður hafi afi tárfellt af gleði. Honum þótti svo gaman að vera búinn að fá lítinn nafna. Ég var ekki hár í loftinu þegar afí gaf mér fyrsta lambið sem ég eignaðist. Við vorum báðir miklir sveitamenn í okkur, því mér líður best þegar ég er farinn að vasast í verkunum í sveitinni og eins var afa farið. Hann átti alltaf kindur, þó hann byggi í kaupstað. Ég var svo heppinn að afi kom oft til okkar í Laxagötuna, sérstak- lega eftir að hann hætti að vinna. Hann varð veikari og veikari, en var samt kátur og gerði að gamni sínu við okkur, svo fór hann á sjúkrahúsið. Ég heimsótti hann síðasta kvöldið, svo ég gat kvatt afa minn. Þó vildi ég helst hafa afa lengur hér hjá okkur. Hann var eini afinn sem ég þekkti. Vissi ég þó að það var best fyrir hann að fara til Guðs þar sem enginn er veikur. Mamma segir að afi fylgist samt með mér og hinum krökkunum, sjái okkur stækka og þroskast. Ég sakna afa míns og kveð hann með versinu sem sungið var í kirkj- unni þegar við kvöddum hann. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að-þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ Með þakklæti fyrir allt, afi minn. Friðrik Baldur Gunnbjörnsson Minning: Ragnar Konráðsson frá Hellissandi Ragnar Konráðsson, sjómaður, vandist snemma hörðum bátum, lét heldur ekki mikið á sjá undan þeim til síðustu stundar. Hann var fæddur í Stykkishólmi 10. nóvember 1899. Konráðs nafnið lét allsterkt í eyrum á þeim tíma. Minnist ég þess frá bemsku og ekki laust við stolt, á Norður- og Vesturlandi. Allir könnuðust vel við nöfnin og ég allt frá bemsku þar eð einn bræðra minna var skírður Bjöm Konráðs, eins og afi okkar. Leiðrétting í minningargrein þriðjudaginn 8. mars um Jón Jónsson fyrrver- andi skólastjóra misritaðist föð- urnafn Jóns. Faðir hans hét Jón Sigtryggur Jónsson, sem var bóndi á Ufsaströnd. Flest börn Jóns eru búsett á Dalvík. En f Reykjavík býr Kristján Tryggvi verkstjóri. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæiis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast siðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Hafði hann jafnan stytt undirskrift sína er hann þakkaði fyrir sig með stöku, eins og margir' gerðu þá, ef þeir töldu sig geta. Þetta má sjá í ýmsum gömlum bréfum. Því" er þetta tíundað hér að þessi bróðir minn mun hafa verið eini maðurinn á landinu sem var skírður Bjöm Konráðs. Ekki fetaði hann í spor Gísla Konráðssonar eins og margir aðrir ættliðir með ljóðhæfni. Móðir Ragnars Konráðssonar var Kristín Friðriksdóttir. Ragnar Konráðsson átti sex systkini og em ijögur þeirra á lífi. 16 ára fluttist hann með föður sínum til Hellis- sands til sjóróðra, og varð sjó- mennska ævistarf hans. Snemma á ævi hóf hann sjálfstæðan atvinnu- rekstur með vini sínum, Sigurði Sveini, og gerðu út marga báta um langt árabil. Síðar stundaði hann vertíðar heima á eigin báti, afla- sæll og mjög lánsamur í sínum sjó- ferðum, léttur í lund og vinmargur hvar sem hann var. Síðar fór hann á vetmm í siglingar á togurum. Árið 1924 giftist hann Hólmfríði Ásbjamardóttur Gíslasonar og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Bjuggu þau allan sinn búskap á Hellissandi. Þeim varð sjö bama auðið. Þau misstu rétt tvítugan pilt í sjóslysi. Er aldur og lúi sagði alvarlega til sín fluttust þau hjón til Reykja- víkur, fyrst í hús til Guðrúnar, dótt- ur sinnar, þar til Hólmfríður lést 1983. Hann fluttist á Hrafnistu hér í borg og háði þar sitt harða þján- ingastríð þó vel væri að honum búið. Þar lést Ragnar 29. febrúar sl. og var óneitanlega öllum nánustu léttir, er þrautum linnti, þó borið hefði hann þær með þrotlausri karl- mennsku. Aldrei kvartað undan neinu og fékk haldið sinni reisn til loka. Minningarathöfn verður í dag, föstudag 12. mars, kl. 13.30 í Foss- vogskapellu, en síðar jarðsunginn við hlið eiginkonu sinnar í Ingjalds- hólskirkjugarði, laugardaginn 13. mars. Þökk sé þessum dugnaðarhjón- um fyrir langt og strangt ævistarf og megi þau hvílast hlið við hlið í Skaparans friði og kærri þökk samtíðarinnar fyrir löng og góð ævistörf. Ingþór Sigurbjs. t Eiginmaður minn, ÞÓRARINN HAFBERG, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 9. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Ó. Hafberg. t Jarðarför móður okkar, ‘ INGUNNAR BJÖRNSDÓTTUR, Svfnafelli, Öræfum, fer fram frá Hofskirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Laufey Lárusdóttir, Magnús Lárusson og aðrir vandamenn. t Móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JASONARDÓTTIR, Grænumörk 3, Selfossl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Slgurður Eiríksson, Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir. t Kveðjuathöfn um SIGURVEIGU GUÐBRANDSDÓTTUR frá Loftsölum, Kúrlandi 13, Reykjavik, sem lést þann 4. mars síðastliöinn, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Jarðsett veröur frá Víkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Margrét Þorsteinsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Halla Valdimarsdóttir, Örn Ævarr Markússon, Sigrún Valdimarsdóttir, Björn Dagbjartsson og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir, EGGERTTH. JÓNSSON, Háaleitisbraut 155, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. mars kl. 13.30. Lára Petrfna Bjarnadóttir, Birna M. Eggertsdóttir, Pétur E. Eggertsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Jón Ólafsson, Unnur I. Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur Axfjörð. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR INGVARSSON, verður jarðsettur i Hvammi í Dölum laugardaginn 12. mars kl. 13.00. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni sama dag kl. 8.00. Systkinin. + Sonur minn, bróðir, mágur 'og frændi, LEIFUR GÍSLI RAGNARSSON, Fremri-Hundadal, verður jarðsunginn frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 12. mars kl. 15.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 8.00 laugardagsmorgun. Málfríð Kristjánsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Hanna Baldvinsdóttir, Soffía Ragnarsdóttir, Hörður Björnsson, Ólafur Ragnarsson, Snæbjörg Bjartmarsdóttir, systkinabörn og vandamenn. + Faðir okkar, RAGNARKONRÁÐSSON frá Hellissandi, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju i dag, föstudag- inn 11. mars, kl. 13.30. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR EGGERTSDÓTTUR, Skúlagötu 76, Reykjavík. Bjarni Jónsson, Birgir Jónsson, Eggert Jónsson, RúnarJónsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Jón Daníel Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og Kristfn B. Sigurbjörnsdóttir, Halla Steinsdóttir, Aðalheiður Úlfsdóttir, Elsa Olsen, Jón Frfmannsson, barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, VALGERÐAR EINARSDÓTTUR frá Kalmanstungu. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Landa- kotsspítala fyrir góða umönnun. Ólafur Stnfánsson, Kalman Stefánsson, Jóhanna Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.