Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 7 Listasafin ASÍ: Sýning á lista- verkagjöf Margrétar Jónsdóttur Sýning á listaverkagjöf Margrét- ar Jónsdóttur verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands ís- lands í kvöld, föstudagskvöld. Sýningin verður opnuð klukkan 20 og verður þá lesið úr verkum Þórbergs Þórðarsonar. Umsjón með upplestrinum hefur Jón Hjartarson, leikari. í frétt frá ASÍ vegna sýningar- innar segir: „Margrét Jónsdóttir, ekkja Þór- bergs Þórðarsonar, færði Listasafni ASI stórglæsiiega listaverkagjöf sumarið 1973. Þar var um að ræða á fimmta tug verka eftir nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinn- ar. Meðal þeirra má telja Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og marga fleiri, segir meðal annars í frétt frá Listasafni ASÍ. Margrétt fæddist 3. september 1899 og lést 28. janúar í ár og vill safnið sýna Margréti sinn hinsta þakklætisvott með sýningunni." Sýningunni stendur aðeins stutt yfír og henni lýkur á mánudaginn kemur 14. mars. Safnið verður opið laugardag og sunnudag frá 14-20 og á mánudag frá 16-20. Loðnumiðin: Gott veður og góð veiði NÚ ER gott veður og góð veiði á loðnumiðunum, sérstaklega á austursvæðinu við Hrollaugseyj- ar, þar sem 14 af 18 bátum sem tilkynnt höfðu um afla í gær héldu sig. Hinir bátarnir, sem taka loðnuhrogn til frystingar, eru að veiðum 10-15 mílur vestan við Vestmannaeyjar. Alls veiddust 5.590 tonn á mið- vikudaginn. Auk þeirra báta sem áður hefur verið getið tilkynntu eftir- farandi bátar um afla þá: Guðmund- ur VE 840 tonn, Sjávarborg GK 740, Gísli Ámi RE 620, Albert GK 730, Pétur Jónsson RE 1.050, í gær höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Helga III. RE 430, Galti ÞH 460, Eskfirðingur SU 600, Fífill GK 640, Sighvatur Bjarnason VE 600, Kap II. VE 680, Svanur RE 600, Hilmir SU 1.000, Þorleifur Jón- asson EA 680, Harpa RE 500, Huna- röst ÁR 600, Þórshamar GK 550, Erling KE 650, Sigurður RE 1.400, Börkur NK 1,000, Gullberg VE 620, Guðmundur Ólafur ÓF 590, og Höfr- ungur AK 900. Söluskattskilin valda áhyggjum SAMBAND íslenskra viðskipta- banka hefur nú til athugunar til- mæli Seðlabankans um að inn- lánsstofhanir taki upp dagvexti í stað dráttarvaxta sem reiknist af heilum mánuði, en þessi til- mæli eru hluti af efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar. Stefán Pálsson formaður sam- bandsins segir að verið sé að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Ein hliðin, og sú stærsta, sé söluskatt- skil fyrirtækja um hver mánaða- mót. Ríkið hefði þær reglur að fyrstu fimm daga hvers mánaðar eru 4% dagsektir, alls 20% meðan dráttarvextir banka eru um 3,85%. Stefán sagði að verslanir fái inn mikið af sinni veltu 3. hvers mánað- ar gegnum krítarkort og ljóst sé að ef bankar ættu að vera með dagvexti myndu verslanir auðvitað brúa bilið með yfírdrætti í bönkum. Stefán sagði að svo virtist sem ríkis- stjómin hefði ekki gert sér grein fyrir þessu vandamáli og þetta væri m.a. ein ástæðan fyrir að bankar vildu fara varlega í sakirnar og skoða málin vel. 1 i < to I < Viltu njóta lífsins við fagurt vatn í friðsælu tjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbrettanámskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vel völdum vatnsbakka, grilla þig í sóiinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"? Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskalandi, Walchsee, Zell am See og St. Gilgen í Austurríki staðir fyrir þig Þú getur haft bflaleigubfl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunarferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spuming hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bíl. Spumingin er bara: Hvar viltu byija? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bflaleigubflarnir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrif- stofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalar- staðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið, ræddu málin við fjölskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. LUXEMBORG: Flug+bíll í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki. Viltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað WALCHSEE: Flug+íbúð í llgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst. ZELL AM SEE: Flug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 26.800 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX. BIERSDORF: Flug+íbúð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.* Flogið til Luxemborgar. Tímabflið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX. ST. GILGEN: Flug+íbúð í Irlreith í 2 vikur frá kr. 27.930 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 9. júlí til 27. ágúst. ’Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja-ll ára. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR -fyrírþíg- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. .......... '•'/......... " '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.