Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 VEÐUR Eitt af elstu húsunum rifið EKKERT er eillft undir sólu og það fengu menn að sannreyna sl. miðvikudag, þegar Hafnarbraut 4, eitt af elstu húsunum á Blönduósi, utan Blöndu, var rifið. Byggðin útan við á, eða austan við Blöndu, þróað- ist mun seinna en byggð austan árinnar. Hafnarbraut 4 byggði Ágúst Andrésson á árunum 1945 og 1946 eða í stríðslok og sagði Ágúst í samtali við Morgun- blaðið að á sínum tíma hefði þetta þótt vitlaus fram- kvæmd og dýr en það hefur komið á daginn að bygg- in hélt áfram að þróast austan Blöndu í kringum versl- • unina. Ágúst Andrésson, sem verður 89 ára á þessu ári, sagði að innviðir hússins væru allir úr úrvals viði, oregon pine, og væru þeir ættaðir úr hermannaskálum seinni heimsstyrjaldarinnar. - Jón Sig. Blönduós: Morgunblaðið/J6n Sigurðsson I/EÐURHORFUR í DAG, 11.3.88 YFIRLIT f gær: Á Grænlandshafi er ennþá 1.013 mb heldur minnk- andi lægð sem á að þokast austur en vaxandi háþrýstisvæði yfir Grænlandi. SPÁ: Á morgun verður norðan- eða norðaustanátt á landinu, víðast gola eða kaldi og 1 til 6 stiga frost. Dálítil él verða norð-austan- lands og ef til vill einnig á stöku stað við suðvesturströndina, ann- ars bjart veður að mestu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG og SUNNUDAG: Austan- eöa norðaust- anátt og talsvert frost um mestallt land. Dálítil ól viö noröur- og austurströndina og ef til vill vestur með suðurströndinni en víða bjart veður inn til landsins. m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hhi 0 +1 veður skýjaö snjóól Bergen 2 skúr Helslnki +2 komsnjór Jan Mayen +17 skýjaó Kaupmannah. 7 skýjað Narssaroauaq +12 skýjað Nuuk +6 skýjað Osló +1 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 3 lóttokýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 8 skýjað Aþena vantar Barcelona 12 alskýjað Boriín 2 mistur Chlcago +3 léttskýjað Foneyjar 8 heiöskírt Frankfurt 2 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 4 rlgning Las Palmas 21 heiðskfrt London 8 skýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 3 slydda Madrfd 13 heiðskfrt Malaga 17 skýjað Mallorca 10 rlgnlng Montreal +3 láttskýjað New York 7 alskýjað Paría 8 skýjað Róm 11 heiöskfrt Vln 4 léttskýjað Washlngton 8 skúr Wlnnlpeg 1 rigning Valencia 14 mistur DNG rafeindaiðnaður hf. á Akureyri: Ein færavinda seld til Perú 650 alsjálfvirkar færavindur seldar 1 fyrra KRISTJÁN E. Jóhannesson, f ramkvæmdastjóri DNG raf- eindaiðnaðar hf. .á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði selt 650 al- sjálfvirkar færavindur i fyrra, aðallega innanlands. Fyrirtækið hefði þó fengið fyrirspurnir um vindumar frá öllum heimshorn- um og töluvert margar hefðu verið seldar til Færeyja, nokkrar til Noregs, Kanada og Frakk- lands og ein til Perú. „Við höfum þó fyrst og fremst einbeitt okkúr að innanlandsmark- aðinum, því hann mettast ekki á næstunni," sagði Kristján. „Við leggjum gífurlega áherslu á að fylgja okkar vöru eftir með leið- beiningum og þjónustu og halda þannig sambandi við viðskiptavini okkar. Reksturinn hefur gengið betur en við þorðum að vona og ég reikna með að við seljum jafn marg- ar færavindur á þessu ári og í fyrra. Við höfum einnig framleitt til dæm- is hitamæla, raðteljara, álagsstýri- kerfí, afkastamæla og viðvörunar- kerfí sem fylgjast með hita, reyk og vatni. Við settum til dæmis upp viðvörunarkerfi í lúðueldisstöð á Hjalteyri, en við eigum hlut í þeirri stöð,“ sagði Kristján. Skoðanakönnun HP og Skáíss: Kvennalistinn festir sig í sessi Fylgi Borgaraf lokksins hrunið KVENNALISTINN hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í al- þingiskosningunum i apríl í fyrra, ef marka má skoðana- könnun Helgarpóstsins og Skáiss, sem gerð var um síðustu helgi. Kvennalistinn fær 19,5% fylgi þeirra sem afstöðu tóku í könnunihni, en í sambærilegri könnun í janúar var listinn með 15,6% fylgp. Samkvæmt könnun- inni hefur orðið fylgishrun hjá Borgaraflokknum, sem í könnun- inni hlaut 2,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku, en flokkurinn var með 10,9% fylgi í kosningunum í fyrra og 7,3% í janúar síðastlið- inn. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í janúarkönnuninni úr 26,9% í 31,8% og hefur bætt við sig 4,6% fylgi frá því í alþingiskosn- ingunum í apríl í fyrra. Fylgi Fram- sóknarflokksins hefur minnkað úr 19,6% í 16,6% frá því í janúarkönn- uninni, en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 18,9% atkvæða. Al- þýðuflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í janúar úr 12,9% í 14,5%, en flokkurinn var með 15,2% atkvæða í kosningunum í fyrra. Alþýðu- bandaíagið eykur fylgi sitt lítillega frá því í janúar úr 12,3% í 12,7%, en fékk 13,4% í síðustu kosningum. Fylgi annarra flokka og samtaka er óverulegt og fer sífellt minnk- andi ef marka má þessa könnun. Samkvæmt könnuninni styðja 46% kjósenda ríkisstjómina en 54% ekki og virðist því staða hennar heldur hafa styrkst frá því í janúar- könnuninni, en þá studdu 44,4% kjósenda stjómina en 55,6% ekki. Steingrímur Hermannsson nýtur enn sem fyrr mestrar hylli íslenskra stjómmálamanna þótt hlutfallsleg- ur styrkur hans hafí minnkað úr 22,6% frá því í janúar í 19,3% nú. Jóhanna Sigurðardóttir er í öðru sæti samkvæmt könnuninni, en var í því 5. í janúar og Þorsteinn Páls- son er sem fyrr í 3. sæti samkvæmt þessari könnun. Kristín JennýJakobs- dóttír, formaður Póst- 7 * mannafélags Islands, látín KRISTÍN Jenný Jakobsdóttir, formaður Póstmannafélags ís- lands, lést á heimili sínu, Neðsta- bergi 7, Reykjavík, mánudaginn 7. mars, 56 ára að aldri. Jenný var fædd í Reykjavík 14. apríl 1931, dóttir hjónanna Jakobs Jónassonar rithöfundar og Maríu Jónsdóttur frá Reykjanesi í Ámes- hreppi. Hún var næst elst 5 systk- ina. Jenný bjó í Reykjavík alla ævi að undanskildu hálfu þriðja ári er hún bjó í Tanzaníu ásænt eigin- manni sínum, Gunnari Á. Ingvars- syni, endurskoðanda, sem starfaði þar við þróunarstörf. Þau hófu sam- búð í áirslok 1948 og eignuðust 4 böm. Jenný helgaði sig uppeldis- störfum framan af, en vann þó löng- um úti, meðfram heimilisstörfum. Árið 1966 hóf hún störf hjá póst- þjónustunni og. starfaði þar til dauðadags, lengst sem gjaldkeri í aðalpósthúsinu. Jenný var kjörin ritari í stjóm Póstmannafélags íslands árið 1980 og formaður þess snemma árs 1986. Hún var fyrsta konan sem gegndi því embætti. Jenný var lengi í stjóm Póstmannaskóla Islands og lét sér mjög annt um fræðslumál póstmanna þó svo kjaramálin hafí tekið mest af tíma hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.