Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988
VEÐUR
Eitt af elstu húsunum rifið
EKKERT er eillft undir sólu og það fengu menn
að sannreyna sl. miðvikudag, þegar Hafnarbraut
4, eitt af elstu húsunum á Blönduósi, utan Blöndu,
var rifið.
Byggðin útan við á, eða austan við Blöndu, þróað-
ist mun seinna en byggð austan árinnar. Hafnarbraut
4 byggði Ágúst Andrésson á árunum 1945 og 1946
eða í stríðslok og sagði Ágúst í samtali við Morgun-
blaðið að á sínum tíma hefði þetta þótt vitlaus fram-
kvæmd og dýr en það hefur komið á daginn að bygg-
in hélt áfram að þróast austan Blöndu í kringum versl-
• unina.
Ágúst Andrésson, sem verður 89 ára á þessu ári,
sagði að innviðir hússins væru allir úr úrvals viði,
oregon pine, og væru þeir ættaðir úr hermannaskálum
seinni heimsstyrjaldarinnar. - Jón Sig.
Blönduós:
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
I/EÐURHORFUR í DAG, 11.3.88
YFIRLIT f gær: Á Grænlandshafi er ennþá 1.013 mb heldur minnk-
andi lægð sem á að þokast austur en vaxandi háþrýstisvæði yfir
Grænlandi.
SPÁ: Á morgun verður norðan- eða norðaustanátt á landinu, víðast
gola eða kaldi og 1 til 6 stiga frost. Dálítil él verða norð-austan-
lands og ef til vill einnig á stöku stað við suðvesturströndina, ann-
ars bjart veður að mestu.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG og SUNNUDAG: Austan- eöa norðaust-
anátt og talsvert frost um mestallt land. Dálítil ól viö noröur- og
austurströndina og ef til vill vestur með suðurströndinni en víða
bjart veður inn til landsins.
m
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavfk hhi 0 +1 veður skýjaö snjóól
Bergen 2 skúr
Helslnki +2 komsnjór
Jan Mayen +17 skýjaó
Kaupmannah. 7 skýjað
Narssaroauaq +12 skýjað
Nuuk +6 skýjað
Osló +1 skýjað
Stokkhólmur 0 snjókoma
Þórshöfn 3 lóttokýjað
Algarve 16 þokumóða
Amsterdam 8 skýjað
Aþena vantar
Barcelona 12 alskýjað
Boriín 2 mistur
Chlcago +3 léttskýjað
Foneyjar 8 heiöskírt
Frankfurt 2 skýjað
Glasgow 8 skýjað
Hamborg 4 rlgning
Las Palmas 21 heiðskfrt
London 8 skýjað
Los Angeles 14 heiðskfrt
Lúxemborg 3 slydda
Madrfd 13 heiðskfrt
Malaga 17 skýjað
Mallorca 10 rlgnlng
Montreal +3 láttskýjað
New York 7 alskýjað
Paría 8 skýjað
Róm 11 heiöskfrt
Vln 4 léttskýjað
Washlngton 8 skúr
Wlnnlpeg 1 rigning
Valencia 14 mistur
DNG rafeindaiðnaður hf. á Akureyri:
Ein færavinda
seld til Perú
650 alsjálfvirkar færavindur seldar 1 fyrra
KRISTJÁN E. Jóhannesson,
f ramkvæmdastjóri DNG raf-
eindaiðnaðar hf. .á Akureyri,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að fyrirtækið hefði selt 650 al-
sjálfvirkar færavindur i fyrra,
aðallega innanlands. Fyrirtækið
hefði þó fengið fyrirspurnir um
vindumar frá öllum heimshorn-
um og töluvert margar hefðu
verið seldar til Færeyja, nokkrar
til Noregs, Kanada og Frakk-
lands og ein til Perú.
„Við höfum þó fyrst og fremst
einbeitt okkúr að innanlandsmark-
aðinum, því hann mettast ekki á
næstunni," sagði Kristján. „Við
leggjum gífurlega áherslu á að
fylgja okkar vöru eftir með leið-
beiningum og þjónustu og halda
þannig sambandi við viðskiptavini
okkar. Reksturinn hefur gengið
betur en við þorðum að vona og ég
reikna með að við seljum jafn marg-
ar færavindur á þessu ári og í fyrra.
Við höfum einnig framleitt til dæm-
is hitamæla, raðteljara, álagsstýri-
kerfí, afkastamæla og viðvörunar-
kerfí sem fylgjast með hita, reyk
og vatni. Við settum til dæmis upp
viðvörunarkerfi í lúðueldisstöð á
Hjalteyri, en við eigum hlut í þeirri
stöð,“ sagði Kristján.
Skoðanakönnun HP og Skáíss:
Kvennalistinn
festir sig í sessi
Fylgi Borgaraf lokksins hrunið
KVENNALISTINN hefur nær
tvöfaldað fylgi sitt frá því í al-
þingiskosningunum i apríl í
fyrra, ef marka má skoðana-
könnun Helgarpóstsins og
Skáiss, sem gerð var um síðustu
helgi. Kvennalistinn fær 19,5%
fylgi þeirra sem afstöðu tóku í
könnunihni, en í sambærilegri
könnun í janúar var listinn með
15,6% fylgp. Samkvæmt könnun-
inni hefur orðið fylgishrun hjá
Borgaraflokknum, sem í könnun-
inni hlaut 2,3% fylgi þeirra sem
afstöðu tóku, en flokkurinn var
með 10,9% fylgi í kosningunum
í fyrra og 7,3% í janúar síðastlið-
inn.
Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi
sitt frá því í janúarkönnuninni úr
26,9% í 31,8% og hefur bætt við
sig 4,6% fylgi frá því í alþingiskosn-
ingunum í apríl í fyrra. Fylgi Fram-
sóknarflokksins hefur minnkað úr
19,6% í 16,6% frá því í janúarkönn-
uninni, en í síðustu kosningum hlaut
flokkurinn 18,9% atkvæða. Al-
þýðuflokkurinn eykur fylgi sitt frá
því í janúar úr 12,9% í 14,5%, en
flokkurinn var með 15,2% atkvæða
í kosningunum í fyrra. Alþýðu-
bandaíagið eykur fylgi sitt lítillega
frá því í janúar úr 12,3% í 12,7%,
en fékk 13,4% í síðustu kosningum.
Fylgi annarra flokka og samtaka
er óverulegt og fer sífellt minnk-
andi ef marka má þessa könnun.
Samkvæmt könnuninni styðja
46% kjósenda ríkisstjómina en 54%
ekki og virðist því staða hennar
heldur hafa styrkst frá því í janúar-
könnuninni, en þá studdu 44,4%
kjósenda stjómina en 55,6% ekki.
Steingrímur Hermannsson nýtur
enn sem fyrr mestrar hylli íslenskra
stjómmálamanna þótt hlutfallsleg-
ur styrkur hans hafí minnkað úr
22,6% frá því í janúar í 19,3% nú.
Jóhanna Sigurðardóttir er í öðru
sæti samkvæmt könnuninni, en var
í því 5. í janúar og Þorsteinn Páls-
son er sem fyrr í 3. sæti samkvæmt
þessari könnun.
Kristín JennýJakobs-
dóttír, formaður Póst-
7 *
mannafélags Islands, látín
KRISTÍN Jenný Jakobsdóttir,
formaður Póstmannafélags ís-
lands, lést á heimili sínu, Neðsta-
bergi 7, Reykjavík, mánudaginn
7. mars, 56 ára að aldri.
Jenný var fædd í Reykjavík 14.
apríl 1931, dóttir hjónanna Jakobs
Jónassonar rithöfundar og Maríu
Jónsdóttur frá Reykjanesi í Ámes-
hreppi. Hún var næst elst 5 systk-
ina. Jenný bjó í Reykjavík alla ævi
að undanskildu hálfu þriðja ári er
hún bjó í Tanzaníu ásænt eigin-
manni sínum, Gunnari Á. Ingvars-
syni, endurskoðanda, sem starfaði
þar við þróunarstörf. Þau hófu sam-
búð í áirslok 1948 og eignuðust 4
böm. Jenný helgaði sig uppeldis-
störfum framan af, en vann þó löng-
um úti, meðfram heimilisstörfum.
Árið 1966 hóf hún störf hjá póst-
þjónustunni og. starfaði þar til
dauðadags, lengst sem gjaldkeri í
aðalpósthúsinu.
Jenný var kjörin ritari í stjóm
Póstmannafélags íslands árið 1980
og formaður þess snemma árs
1986. Hún var fyrsta konan sem
gegndi því embætti. Jenný var lengi
í stjóm Póstmannaskóla Islands og
lét sér mjög annt um fræðslumál
póstmanna þó svo kjaramálin hafí
tekið mest af tíma hennar.