Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 KNATTSPYRNA Mm FOLX ■ ÚTLITIÐ er ekki bjart hjá portúgölsku meisturunum Benfica sem mæta Arnóri Guðjohnsen og félögum hjá Anderlecht á miðviku- daginn í Evrópukeppni meistara- liða. Benfica sigraði að vísu í fyrri leiknum, 2:0, en nú eru fjórir af sterkustu leikmönnum liðsins meiddir. Það eru Brasilíumennimir Elzo og Chiquinho, Svíinn Mats Magnusson og vamarmaðurinn Vqloso. ■ MATTI Nykaanen, finnski skíðastökkvarinn sem vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíu- leikunum í Calgary, mun nú birt- ast á frímerki sem gefið verður út í Finnlandi í næsta mánuði. Mynd- in á frímerkinu sýnir Nykaanen í síðara stökkinu af 70 mejtra palli og á merkinu em einnig Ólympíu- hringimir og þrenn gullverðlaun sem Nykaanen vann á leikunum. ■ ANTON Polster, frá Aust- urríki mun ekki leika með Tórínó um helgina. Hann er í tveggja leikja banni. Hann fór á kostum í síðustu viku og skoraði sigurmark Tórínó gegn Napólí. Ástæðan fyrir því var. að sögn Polster, sú að hann hafði borðað íslenskan fisk daginn fyrir leik. Tórino mætir AC Milanó um helgina sem leikur án hollenska landsliðsmannsins Marco van Basten og Angelo Colombo sem hefur verið lykilmaður í vöm Mílanó. Þá munu Zbigniew Boni- ek og Lionello Manfredonia ekki leika með Róma gegn botnliðinu Como á útivelli. ■ ÍSLANDSMÓTIÐ í golfhermi hefst um helgina í Keilusalnum i Öakjuhlíð. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verð- laun em í boði m.a. utanlandsferð- ir. Þátttaka tilkynnist í síma 621599. ■ WATFORD keypti í gær markahæsta leikmann Englands, Stuart Rimmer frá Chester fyrir 200.000 pund. Chester leikur í 3. deild og Rimmer hefur skorað 24 mörk fyrir liðið í vetur, en það em flest mörk sem einn leikmaður hef- ur skorað í vetur í öllum deildunum §ómm. Chester hefur skapað sér orð fyrir að ala upp góða marka- skorara, m.a. velsku landsiiðsmenn- ina Ron Davies, sem nú er hættur og Ian Rush sem leikur nú með -Viventus á ftalíu V GARY Bannister er nú kom- inn aftur heim til Coventry, en lið- ið keypti hann í gær fyrir' 300.000 pund af Q.P.R. Bannister lék fyrst með Coventry áður en hann fór til Sheffield Wednesday, en þaðan fór hann til Q.P.R. 1985. Larry Bird lék kinnbeinsbrotinn Pétur og félagar réðu ekkert við hann LARRY Bird er engum Ifkur. Hann lœtur ekkert hindra sig frá því að leika með Boston Celtic. Það sýndi hann sl. mið- vikudagskvöld þegar Ceitic lék gegn San Antonio Spurs. Fáir áttu von á að Bird, sem kinn- bsinsbrotnaði um sl. helgi, léki með Celtic. ird var á annari skoðun - hann mætti galvaskur til leiks og skoraði 36 stig þegar Boston vann sigur, 118:117, yfír Pétri Guð- mundssyni og félögum í æsispenn- y/ruji leik. Fyrir leikinn var ákveðið að Bird léki með grímu fyrir andlit- inu, til að vetja það. Hann þvertók fyrir það, en lék aftur á móti með sérhönnuð gleraugu og var mjög vígalegur. Ekki er langt síðan að Bird lék nefbrotinn. Pétur Guðmundsson, sem skoraði þrettán stig og hirti átta fráköst, og félagar hans veittu leikmönnum Celtic harða keppni. Þeir réðu þó ekkert við Bird. Þegar aðeins fimm sek. voru til leiksloka brunaði Alvin Robertson að körfu Celtic og stökk upp til að skjóta. Dennis Johnson sá við Alvin og.náði að „stela" knettinum frá honum. Knötturinn barst til Larry Bird og voru þá þrjár sek. til leiksloka. Leikmenn Spurs geystust að honum qg ætluðu sér greinilega að hlaupa hann niður - þannig að Celtic myndi fá aukakast og upp úr því ætluðu leikmenn Spurs að reyna að ná knettinum. Bird sá við þeim - hann sló knött- inn út á völlinn, þar sem hann hopp- aði um gólfíð um leið og leiktíminn rann út. Já, hann var fljótur að hugsa í stöðunni. Los Angeles Lakers lagði New York Knicks að velli, 104:99 og New Jersey Nets lagði Los Angeles Clip- pers, 97:93. Þetta var fjórði sigur New Jersey í fímm leikjum eftir að Willis Reed tók við liðinu á dögun- Snillingurinn Jordan lékk rauða lopapeysu fvá íslandi Valur og FHáfram í bikar- keppninni Tveir leikir voru spilaðir í 1 .deild kvenna á þriðjudag. Haukarunnu KR 26:13 og Víkingur sigraði Þrótt létt 30:11. Frískar Haukastúlkur tóku leik- inn strax í sínar hendur. Þær höfðu örugga forystu f hálfleik 13:6. Leiknum lauk sem fyrr segir 26:13. Mðrk KR: Karóllna Katrín Jónsdóttir 4/2, Birthe Fríöríksen Bitch °K Sigurbjörg Sig- skrífar þórsdóttir 3 mörk hvor, Snjólaug Benjaminsdótt- ir, Bryndís Harðardóttir og Áslaug Friðriks- dóttir eitt mark hver.. Mðrk Hauka: Margrét Theódórsdóttir 8/5, Ragnheiður Júliusdóttir 7/5, Steinunn Þor- steinsdóttir 4, Halldóra Mathiesen, Hrafn- hildur Pálsdóttir og Brynhildur Magnús- dóttir 2 mörk hver og Inga Kristjánsdóttir eitt mark. Blkarlnn Tveir leikir voru spilaðir í 8-Iiða úrslitum bikarsins. Valur sigraði ÍBK 27:20 eftir að staðan f leikhléi hafði verið jöfn 10:10. í liði ÍBK var Una Steinsdóttir markahæst með 11/5 mörk en hjá Val skoraði Katrín Friðriksen 8 og Ema Lúðvíksdóttir 7/4. Þá áttust við Þór og FH og lauk leiknum með sigri FH 24:14. Staðan í leikhléi var 10:9 fyrir FH. Þær Valdís Hallgrímsdóttir og Sólveig Birgisdóttir skoruðu 4 mörk hvor fyrir Þór og Eva Baldursdóttir og Inga Einarsdóttir voru markahæst- ar hjá FH með 6 mörk hvor. Nú er ljóst að Fram, Valur og FH eru komin í undanúrslit bikarkeppn- innar. Fjórða liðið verður annað hvort KR eða Stjaman. Halldór ekki til Brann Lairy Blrd mætti til leiks kinnbeins- brotinn. sem hann ræddi við, hafí spurt hvort að hann mætti ekki hringja aftur til hans í Hollandi, þar sem Halldór verður næstu daga í æf- ingabúðum með ólympíulandslið- inu. „Það breytir engu þó að þeir hringi í mig f Hollandi. Ákvörðun minni verður ekki breytt," sagði Halldór. Þetta em gleðifréttir fyrir stuðn- ingsmenn Þórs. Halldór hefur ver- ið lykilmaður Þórsliðsins undan- farin ár. Jabbar fékk trefil og húfu úr íslenskri ull. Stöð 2 tók viðtal við Jabbar í nótt í Chicago Fyrir leikinn tók Stöð 2, Heimir Karlsson og Einar Bollason, viðtal við Jabbar. Það er mjög tor- sótt að fá viðtal við hann. Yfirleitt þarf að panta viðtal við Jabbar með löngum fyrirvara. Stöð 2 fékk að vita á sl. miðvikudag, að Jabbar hafí samþykkt að ræða við starfs- menn stöðvarinnar í fímm mín. fyr- ir leikinn í Chicago. HALLDÓR Áskelsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu frá Akureyri, hefur haft samband við norska félagið Brann og tilkynnt forráðamönnum fé- lagsins að hann taki ekki til- boði félagsins. Eg er ekki tilbúinn að fara út eins og er. Mun leika með Þór hér heima,“ sagði Halldór Áskelsson í viðtali Morgvnblaðið í gær. ___________________ Halldór sagði að forráðamaðurinn Halldór Áskelsson KÖRFUKNATTLEIKSKAPP- ARNIRfrægu Michael Jordan og Kareem Abdul-Jabbar áttust við í nótt í Chicago. Margir íslenskir körfuknattleiksunn- endur og starfsmenn Stöðvar 2 voru mættir á staðinn til að sjá Chicago Bulls og Los Ange- les Lakers leika. Fyrir leikinn færðu þeir köppunum gjafir. Jordanfékk rauðalopapeysu, sem var prjónuð hjá Hildu hf. og Jabbar fékk ullartrefil og húfu. Antonio Spurs í Chicago. Þá ræða þeir félagar einnig við Pétur Guð- mundsson, sem leikur með Spurs. Körfuknattleiksunnendur fá að sjá viðtölin við þessa frægu körfuknatt- leikskappa flótlega eftir að starfs- menn Stöðvar 2 koma heim - að öllum líkindum í næstu viku. Vlðtöl við Jordan og Pétur Jordan sést hér skora ! leik. Heimir og Einar taka svo viðtal við Michael Jordan á laugardaginn. Fyrir leik Chicago Bulls og San Jabbar verður örugglega vígalegur með ullarhúfuna. KORFUKNATTLEIKUR / NBA DEILDIN KÖRFUKNATTLEIKUR / BANDARÍKIN HANDBOLTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.