Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 33 Útivistardagur í Hlíðarfjalli SKÍÐASTAÐIR í samráði við Skíðaráð Akureyrar ætla að halda útivistardag í Hliðarfjalli nk. laugardag. Lyftugjöld verða felld nið- ur þennan dag. Ókeypis barnagæsla verður frá kl. 13-15 og ókeypis skíðakennsla verður frá 12-15. Þá verða leiðbeiningar um smurningu gönguskíða og fulltrúar frá Hjálparsveit skáta í Reykjavik kynna fjallaskíði og annan búnað frá Skátabúðinni. Þá fer fram bikarmót 15 og 16 ára unglinga og er það síðasta bik- armót sem Skíðaráð Akureyrar heldur á þessum vetri fyrir utan Skíðamót íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli 14.-17. apríl. Almenn- ingi gefst kostur þennan dag að kynnast framkvæmd mótsins. ívar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða sagði á blaðamanna- fundi er haldinn var til kynningar útivistardeginum að búast mætti við um 2.000 manns í fjallið á uti- vistardaginn verði veður eins og best verður á kosið. Ef hinsvegar illa viðrar má búast við að útivistar- dagurinn verði haldinn á sunnudag í staðinn. ívar sagði að aðsókn í Hlíðarfjall hefði verið mjög góð bæði í janúar og febrúar og sýndi sala lyftukorta þessa mánuði um 60% aukningu frá því í fyrra. Þess- ari góðu aðsókn mætti þakka snjó- leysi í nágrannabyggðunum og fyr- ir sunnan, en þar hefur Bláfjalla- svæðið nær eingöngu verið opið. Skálafell hefur aldrei opnað í vetur og Hamragil aðeins stöku sinnum. Skíðaráð Akureyrar undirbýr nú ýmis mót. Öldungamót íslands verður haldið í Hlíðarfjalli dagana 9. og 10. apríl, Skíðamót íslands fer fram 14.-17. apríl og er þetta í fyrsta skipti sem mótið fer ekki fram um páska. Þá fara Andrésar andar-leikamir fram í fjallinu dag- ana 21.-23. apríl og stefnir í metað- Dansleikur laugardagskvöld Hljómsveitin Karlmenn leikur fyrir dansi. HótelKEA. GFTIR flRTHUR ÍT1ILL£R Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. 3. sýning föstud. 11. mars kl. 20.30. 4. sýning laugard. 12. mars kl. 20.30. MIÐASALA IA 96-24073 lOKFÉLAG AKUR6YRAR sókn á þá vinsælu leika, eða um 500 þátttakendur. Ólafur ísleifsson efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar á fundi á Akureyri. Morgunblaðið/GSV Horfur í efnahagsmálum: Hjöðnun verðbólgu hafi forgang sagði Ólafur ísleifsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar á fundi á Akureyri „MENN kynnu að standa frammi fyrir vali um hvaða markmið beri að leggja áherslu á. Eigi verð- bólga að nást verulega niður á árinu þarf að horfast i augu við nokkurn , viðskiptahalla," sagði Ólafur ísleifsson efnahagsráð- gjafi ríkisstjómarinnar á fjöl- mennum hádegisfundi er Kaup- þing Norðurlands gekkst fyrir í vikunni á Akureyri. Hann sagði að í upphafí árs hefðu tvö mikilvæg verkefni á sviði efna- hagsmála beðið úrlausnar. Annars vegar hefði róður útflutnings- og samkeppnisgreina verið orðinn þungur og ljóst að fyrirtækin tækju ekki á sig aukinn launakostnað nema tekjur ykjust á móti. Á hinn bóginn sýndi uppgjör þjóðhagsreikninga að halli á viðskiptum við útlönd á árinu 1987 hafði reynst mun meiri en áætlað hafði verið. Góðærið virtist vera að renna sitt skeið eftir að þjóð- artekjur á mann hefðu aukist um tæpan fímmtung sl. tvö ár. „Reynsl- an sýnir að yfirleitt hefur ekki tek- ist að kalla fram nauðsynlega aðlög- un nema henni hafí fylgt mikil verð- bólga, og er skemmst að minnast áranna 1982 og 1983 í því sam- bandi. Þá varð þjóðarbúskapurinn fyrir áfalli, sem fólst í miklum afla- samdrætti, raunar miklu meiri en horfur eru á að verði nú. Verðbólga magnaðist svo að stefndi í algert óefni á fyrri hluta árs 1983. Við- leitni ríkisstjómarinnar nú beinist að því að kalla fram nauðsynlega aðlögun samfara hjöð'nun verð- bólgu." Olafur sagði um efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar, að mestu munaði um að rekstur ríkissjóðs hefði verið styrktur og hallanum eytt á einu ári í stað þriggja. Stefnunni í peninga- og vaxtamálum væri ætlað að örva spamað og draga úr útgjöldum, m.a. til fjárfestingar. Aðhaldsað- gerðir ríkisstjómarinnar á sviði ríkis- fjármála og peningamála gengju all- ar í rétta átt, en æskilegt hefði ver- ið að slíkar aðgerðir hefðu komið til mun fyrr, á árinu 1986 eða í síðasta lagi í upphafí árs 1987. Ólafur sagði að samningum væri að sönnu ekki lokið og virtist and- staða ríkja við þá. Þó væri athyglis- vert að samningamir hafí verið felld- ir með atkvæðum innan við 10% félagsmanna Verkamannasam- bandsins. „Mestu skiptir samt að bila ekki nú þegar á ríður og láta undan óraunhæfum kröfum. Út- flutningsgreinamar geta með engu móti tekið á sig meiri launakostnað en samningamir fela í sér, enda myndu frekari kauphækkanir ekki færa launafólki aukinn kaupmátt heldur aukna verðbólgu." Hann sagði að áhrifa síðustu efna- hagsaðgerða væri ekki farið að gæta og ekki lægju fyrir' neinar haldbærar tölur um utanríkisvið- skipti það sem af væri árinu. „Frá tæknilegu sjónarmiði er varla nema um þrjá meginkosti að ræða, eða einhverja blöndu slíkra kosta við að draga úr viðskiptahalla. Þeir em hækkun skatta, einkum þá beinna skatta, aðgerðir til að draga úr út- gjöldum, sem fæli meðal annars í sér hækkun vaxta og loks gengis- felling. Skoðun mín er sú að mjög óheppilegt væri og raunar óverjandi að breyta álagningu beinna skatta þegar komið er fram á árið. Reynsla verður að fást á staðgreiðslukerfið í a.m.k. eitt ár áður en ráðlegt er að beita því í sveiflujöfnunarskyni. Vextir em háir vfða um lönd um þessar mundir og einnig hér á landi. Enda þótt raunvextir séu síst hærri hér en t.d. annars staðar á Norður- löndum orkar tvímælis að hækka vexti frekar. Gengislækkun verður að telja mjög óheppilegan kost sök- um þess slík ráðstöfun leiddi til þess að markmiðinu um hjöðnun verð- bólgu væri kastað fyrir róða.“ Olafur sagði að enda þótt myndar- lega væri komið til móts við undir- stöðugreinamar með þessum að- gerðum, blandaðist engum hugur um að rekstrarvandi fyrirtækja hefði ekki verið leystur í eitt skipti fyrir öll og yrði vitaskuld aldrei. Hinsveg- ar væri líflínu kastað til fyrirtækj- anna svo þau megi sjálf fínna bjarg- ráð. Viðleitni fyrirtækjanna í þessu efni kemur þó fyrir lítið nema lát verði á kostnaðarhækkunum." Ólafur ítrekaði að lokum að hjöðn- un verðbólgu hlyti að vera fremsta markmið stjómvalda og sameigin- ,- legt keppikefli atvinnufyrirtækja og launafólks. Þijár hljómsveitir halda hljómleika í Borgarbíói ROKK- og popptónleikar verða haldnir í Borgarbíói á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 16.00. Þijár akureyrskar hljóm- sveitir koma fram, Lost, Rock- brothers og N. ánýrómantík. Hljómsveitimar leika allar fmms- amda tónlist í rokk- og poppstíl. Verkmenntaskólinn fær frysti- og kæliklefa að gjöf Verkmenntaskólanum á Akur- eyrd hefur borist að gjöf frysti- og' kæliklefi og var gjöfinni veitt formleg viðtaka í gær. Gjöfin er til minningar um Signrð Ölvi Bragason frá Sauðárkróki sem fórst með ms. Suðurlandi á jóla- nótt 1986. Foreldrar Sigurðar Ölvis, þau Sig- urlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sig- urðsson, gáfu skólanum á síðasta ári háa flárupphæð til tækjakaupa fyrir vélstjómarkennslu til minningar um son sinn. Þá ákváðu jafnframt starfs- menn kælideildar vélsmiðjunnar Odda að hanna slíkan klefa og gáfu þeir skólanum jafnframt alla vinnu og uppsetningu við búnaðinn. Torfí Guðmundsson framkvæmdastjóri Odda sagði við tækifærið að starfs- menn kælideildar fyrirtækisins væru mjög hreyknir af verkinu og hefðu þeir lagt á sig mikið og gott starf í nætur- og helgarvinnu við verkið. Elías Þorsteinsson hannaði búnaðinn og aðrir þeir sem unnu við smíðina eru Smári Ámason, Tryggvi Aðal- bjömsson, Bragi Kristinsson og Hljómsveitin Lost hefur tvisvar áður komið fram á tónleikum, þar af einu sinni með Sykurmolunum. Einnig hefur N. ánýrómantík komið lítillega fram. Miðaverð á tónleikana er 300 krónur og rennur allur ágóði til plötu- gerðar Lost, en hljómsveitin er á næstu dögum að fara að taka upp tólf tommu plötu. Platan verður tek- in upp hjá hljóðupptökuverinu Hljóðakletti í Reykjavík og hefur hljómsveitin hug á að halda tónleika sunnan heiða í leiðinni. Lost skipa þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassi, Sigurjón Baldvinsson gítar, ívar Öm Eðvarðsson trommur, Jó- hann Ásmundsson söngur og Kristj- án Pétur Sigurðsson söngur. Morgunblaðið/GSV Siguriaug Sveinsdóttir, Bragi Þ. Sigurðsson og Bernharð Haraldsson skóiameistari Verkmenntaskólans. Hannes Haraldsson. Elías sagði að lagðir hefðu verið um 500 tímar í verkið og ef meta ætti búnaðinn til Qár nú myndi það kosta um 800.000 krónur. Fyrir hönd skólans tók Bemharð Haraldsson skólameistari við gjöfínni og sagðist vonast til að Verkmennta- skólinn gæti staðið undir gjöfínni sem þiggjandi. Verkið bæri með sér mikinn hlýhug þeirra hjóna Sigur- laugar og Braga og eins starfsmanna Odda og myndi tækið bæta mögu- leika skólans á að mennta unga, menn sem vélstjóra. Sigurður Ölvir hafði verið tvo vetur í Verkmennta- skólanum er hann fórst og hafði lok- ið öðru stigi þar. Sýning á verkum í umboðssöku OPNUÐ verður sýning i Glugga- num galleríi á morgun, laugar- dag, kl. 14.00 á verkum þeim sem Glugginn hefur f umboðssölu í salarkynnum Gluggans, Glerár- götu 34. Með sýningu þessari vill Glugginn vekja athygli á því að galleríið er ekki einvörðungu rekið sem sýning- arsalur, þar er einnig rekin umboðs- sala. Á boðstólum em málverk, vatnslitamyndir, grafík og högg- myndir eftir fjölmarga listamenn. Sýningin stendur til sunnudagsins 20. mars og er opin daglega milli klukkan 14 og 18, en lokað er á mánudögum. i H UftHKK ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bpstu Opnunartimi TVTrFrÍTr^r^ U OP'* um helgar fró ki 11.30-03.00 XtYLiZjVJIK Virka daga frá kl. 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.