Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 60
 | ALHLIÐA PRENTÞJÖNUSTA :il GuðjónÓLhf. I / 91-27233 I wgtmtfiifrlfe FOSTUDAGUR 11. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Dagsbrún: Landarekki úr Eyjabátnm Verkalýðsfélagið Dagsbrún hefur ákveðið að afgreiða ekki fisk úr bátum frá Vestmannaeyjum, að sögn Guðmundar J. Guðmundsson- ar, formanns Dagsbrúnar. Sagði hann þetta gert í samúðarskyni við verkfall Snótar í Eyjum og byggt á áratuga hefð um að verkalýðs- félög leyfðu það ekki að vinna sem félli niður vegna verkfalls yrði flutt á annan stað. Guðmundur sagðist hafa gert Samtogi í Vestmannaeyjum, útgerð Breka VE, og Fiskmarkaðinum í Reykjavík grein fyrir þessari ákvörðun Dagsbrúnar eftir að hann hefði heyrt að til stæði að Breki landaði í Reykjavík á sunnudag. Hann sagðist vita af einum bát úr Vestmannaeyjum sem hefði landað 30-40 tonnum af fiski í Reykjavík eftir að verkfall Snótarkvenna hófst, en í framtíðinni yrðu hafðar góðar gætur á að ekki yrði landað úr Eyjabátum. Guðmundur sagðist telja ólíklegt að Eyjabátum yrði leyft að landa nokkurs staðar á landinu. Hjörtur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Samtogs, sagðist vilja sem minnst segja um málið, það kæmi bara í ljós hvað gerðist. Hann sagðist ekki hafa heyrt að Dagsbrún hefði gefíð út neina sam- úðarvinnustöðvun ennþá. Landris við Kröflu: Vaxandi goshætta HÆGT landris hefur verið við Kröflu síðan í lok janúar og fer land þar enn hækkandi. Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings fer goshætta á svæðinu því heldur vaxandi á meðan þetta ástand varir, þótt ekki væri ástæða til að gera meira úr þeirri hættu nú en í fyrravetur, þegar Áhuginn á stærðfræði minnkandi „SKORTUR á kennurum, sem hafa tilskilda menntun til að kenna stærðfræði er orðinn mjög mikill. Frá þvi um 1980 hafa að meðaltali tveir út- skrifast árlega með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla ís- lands og fáir þeirra farið í kennslu," sagði Ragnar Sig- urðsson, formaður íslenska stærðfræðafélagsins, í sam- tali við Morgunblaðið „Nærtækasta skýringin er sú“ sagði Ragnar, „að laun kennara séu of lág en ég held að ástæðumar séu fleiri. Margir þeirra sem hafa útskrifast með BS-próf í stærðfræði á undan- fömum ámm tóku hagnýta stærðfræði eða tölvufræði sem aukagrein og það hefur verið auðvelt fyrir þá að fá vel borg- aða vinnu við tölvur. Fáir þeirra em með próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólan- um og hafa því ekki réttindi til að kenna stærðfræði í fram- haldsskólunum. Áhugi á hreinni stærðfræði virðist hafa farið minnkandi í heiminum undan- farinn áratug, ef til vill vegna tölvanna, en einnig gæti verið að stærðfræði sé ekki sett nógu skemmtilega fram í framhalds- skólunum," sagði Ragnar. hægt landris var á Kröflusvæð- inu allt frá því í október 1986 og fram í apríl 1987. Páll sagði að greinilegt væri að aðstreymi kviku undir eldstöðinni hefði nú byijað aftur með vaxandi þrýstingi í kvikuholunum. Aðspurð- ur um hvort búast mætti við gosi á næstunni af þessum sökum sagði Páll að ómögulegt væri að spá fyr- ir um slíkt þótt slíkar kvikuhreyf- ingar væm oft undanfari gosa. '„Raunar hafa menn verið að búast við Kröflugosi í nokkur undanfarin ár,“ sagði hann. „Þegar þrýstingur- inn fer upp fyrir það sem hann hefur verið áður má alltaf búast við gosi, þótt það þurfi ekki endi- lega að koma á næstu dögum, vik- um eða mánuðum. Þetta getur líka alveg eins hætt, eins og raunin varð á í fyrra," sagði Páll. Hann sagði að þessu ástandi fylgdu spmngubreytingar og jarð- skjálftar, en síðan í byijun febrúar hefðu mælst frá 5 og upp í 20 skjálftar á dag. Þeir væm hins veg- ar svo vægir að þeir fyndust ekki heldur kæmu eingöngu fram á mælum. Morgunblaðið/Kr.Ben. Þorskurinn kominn á þurrt ÞEIR á Hraunsvíkinni GK róa stíft í Röstina og Víkurnar vestan Grindavíkur enda er þar boltafisk- ur ef hann gefur sig. Gísli Jónsson skipstjóri var að taka á móti löndunarmálinu eftir einn róður á dögunum en var ekkert alltof hress með fiskiriið. Menn lifa þó lengi í voninni um að það batni. Fólkið fær peningana eins og um var samið - segja fiskverkendur í Grindavík Grindavík. „HÉR er ennþá traust á milli manna eftir þennan fund í kvöld og fólkið fær þá peninga sem fól- ust f samkomulaginu frá því f fyrradag,“ sagði Guðmundur Þor- björnsson formaður Vinnuveit- endafélags Grindavikur eftir að fundi lauk með samninganefndum vinnuveitenda og verkafólks f Grindavík f gærkvöldi. „í fram- haldi af þessu hafa orðið þau við- brögð þjá fiskverkendum í landinu að þeir ætla að fjölmenna til viðræðna við fiskvinnslufólk hjá ríkissáttasemjara og er það gffurlega stórt skref fram á við fyrir fiskvinnsluna og fiskvinnslu- fólk,“ sagði hann. Á fundinum í gærkvöldi ræddu samningsaðilar kaupauka og premíu í saltfiskverkun í framhaldi af „Grindavíkursamkomulaginu" frá því í fyrrinótt. Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfélagsins var mjög sáttur við þessar viðræður og sagði að málið væri á góðri leið með að verða viðunandi, sérstaklega hvað varðaði bónusinn. „Það er stórmál fyrir verkafólk í saltfiski að vinnu- veitendur hafi nú viðurkennt að full þörf er fyrir lagfæringu á bónusn- um,“ sagði Benóný. Fundurinn í gærkvöldi var haldinn í beinu framhaldi af fundi fiskverk- enda í gærmorgun er þeir funduðu um þá stöðu sem upp var komin eft- ir að framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands íslands felldi Grindavíkursamkomulagið. Á fund- inn mættu menn frá framkvæmda- stjóminni og Sambandi fískvinnslu- stöðvanna. Grindvíkingamir vom reiðir vegna þeirrar afgreiðslu sem mál þeirra höfðu fengið. Kr. Ben. Sjá viðbrögð við Grindavíkur- samningunum og umfjöllun um kjaramálin á bls. 24 og 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.