Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988
25
Grindavíkursamningur:
Svona uppákomur
móta ekki afstöðuna
1 kjarasamningum
- segir Þórarinn V. Þórarinsson
„ÞESSI samningur var felldur
af Vinnuveitendasambandinu og
hefur enga þýðingu lengur. Það
hafa engar hugmyndir komið
upp um að visa mönnum úr VSÍ
vegna þessa, en við munum ekki
láta svona uppákomur móta af-
stöðu okkar I kjarasamningum,"
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, er hann
var inntur álits á því, hvaða af-
leiðingar Grindavikursamning-
urinn hefði.
Þórarinn sagði það blasa við, að
það væri betri afkoma í saltfísk-
vinnslunni í Grindavík en í freð-
fiskinum. „Á móti kemur, að laun
í þessari grein eru augljóslega lægri
en í frystihúsunum í kring,“ sagði
hann. .„Næsta skrefíð ætti því að
vera að endurskoða bónuskerfíð.
Það er alltaf óskaplega dapurlegt
þegar menn í fijálsum félagasam-
tökum kljúfa sig út úr, en það breyt-
ir engu um afstöðu VSÍ þó nokkrir
saltfiskverkendur semji við tvö
hundruð manns."
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Loðnulöndun á Höfn
Loðnuskipið Helga III RE landar fullfermi í Fiskmjölsverksmiðju Hornarfjarðar, en góð veiði er
um þessar mundur á svæðinu við Hrollaugseyjar.
Yfirvinnubann
Framsóknar:
Kemur sér
mjög illa
- segir Brynjólf-
ur Bjarnason
framkvæmdastjóri
Granda
ÍVerkakvennafélagið Fram-
sókn hefúr boðað yfirvinnu-
bann á Granda hf. frá og með
næsta miðvikudegi. Bryryólfur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Granda sagði í samtali við
Morgunblaðið að yfirvinnuban-
nið kæmi sér mjög illa fyrir
rekstur Granda.
Yfírleitt kæmi mikill afli að
landi á þessum árstíma og yfir-
vinna því mikil. Einnig væri til
dæmis hafín vinnsla á loðnuhrogn-
um í fyrirtækinu.
Brynjólfur sagði að í fyrra hefðu
18 þúsund tonn verið unnin í
frystihúsum Granda en 16.500
tonn árið 1986. „Afli togaranna
okkar sjö,“ sagði Brynjólfur, „var
hins vegar um 26 þúsund tonn
bæði í fyrra og 1986,“ sagði Brynj-
ólfur.
Þórarinn var inntur eftir því,
hvort hann óttaðist ekki að þessir
samningar hefðu fordæmisgildi.
„Guð minn góður, við látum auðvit-
að ekki svoleiðis uppákomur marka
almenna afstöðu okkar til launa-
mála, það er af og frá,“ svaraði
hann. „Þetta hefur hins vegar vak-
ið rækilega athygli okkar á því, sem
ekki hefur legið fyrir áður, að það
er brýn þörf á að endurskoða launa-
kerfín í saltfiskvinnslunni. Það er
merkilegt að það hefur ekki komið
upp alvarleg umræða um þetta efni
við verkalýðshreyfinguna frá 1980.
Það má segja að við höfum sofíð á
verðinum."
Þórarinn kvaðst ekki óttast að
hætta væri á klofningi innan VSÍ.
„Það hefur verið tekið af einurð á
þessu máli og það hefur komið fram
mjög ákveðinn stuðningur við þá
stefnumörkun, til dæmis á §öl-
mennum stjómarfundi Sambands
fiskvinnslustöðvanna í gær. Félagar
okkar í Grindavík eru sammála
þessari málsmeðferð, en það kann
vel að vera að einhveijir sem hér
eiga hlut að máli kjósi að fram-
kvæma það sem þeir hafa gert. Ég
á þó von á því, að meginþorri fisk-
verkenda í Grindavík sé sammála
því, að betur athuguðu máli, að það
sé skynsamlegra að skoða þetta
mál í heild. Það breytir því ekki,
að þeir telja sig þurfa að nálgast
þau launakjör, sem eru í frystihús-
unum í kring, meira heldur en ver-
ið hefur,“ sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, frámkvæmdastjóri VSÍ.
Allsherj arverkfall ekki
endilega eina rétta leiðin
— segir Björn Grétar Sveinsson for-
maður verkalýðsfélagsins Jökuls
VIÐ ERUM með kröfugerð til-
búna, sem við munum kynna á
Egilsstöðum á föstudag á fundi
með sáttasemjara og vinnuveit-
endum,“ sagði Björn Grétar
Sveinsson, formaður verkalýðs-
félagsins Jökuls á Höfn í Horna-
firði og varaformaður Alþýðu-
sambands Austurlands í samtali
við Morgunblaðið. Um innihald
hennar vildi Bjöm ekkert segja
en öll verkalýðsfélög á Austur-
landi hafa feUt nýgerða samn-
inga.
Vinnuveitendur hafa snúið sér til
sáttasemjara og bjóst Bjöm við því
að öllum fulltrúum þeirra félaga
sem fellt hefðu samninginn, yrði
stefnt í hús sáttasemjara. Nýgerðir
kjarasamningar voru felldir á
Homafirði með 83 atkvæðum gegn
3. Fullgildir félagar í Jökli em um
420 og þar af eru 303. innan verka-
mannasambandsins. Á milli 80 og
90% þeirrra eru fískvinnslufólk.
Morgunb!aðið/Ámi Sæberg
Bjöm Grétar Sveinsson, formað-
ur verkalýðsfélagsins Jökuls og
varaformaður Alþýðusambands
Austurlands hefur haft í nógu
að snúast að undanförnu.
Samstarfshópur um húsnæðismál:
Uppbygging félagslega íbúða-
kerfisins hefur verið vanrækt
í YFIRLÝSINGU frá samstarfs-
hópi um húsnæðismál segir m.a.
að stjórnvöld hafi bmgðist þeim
loforðum sem veitt hafi verið
þegar samið var um breytingar
á húsnæðislánakerfinu árið
1986. í því felist veraleg kjarar-
ýmun þjá launafólki og svo virð-
ist sem það sé ætlun stjórnvalda
að velta byrðum lánakerfisins
yfir á lífeyrissjóðina. Á sama
tíma sé. uppbygging félagslega
húsnæðiskerfisins vanrækt.
Hún mæti jafnvel beinni and-
stöðu, samanber viðtökur þær
sem kaupleiguframvarpið hafi
hlotið þegar það var lagt fram
á Alþingi fyrir skömmu. í sam-
starfshópnum era m.a. Oryrkja-
bandalagið, Sjálfsbjörg, Þroska-
hjálp, Samtök aldraðra, Stúd-
entaráð, Bandalag íslenskra sér-
skólanema, Búseti og Leigjenda-
samtökin.
Reynir Ingibjartsson frá Búseta,
landssambandi húsnæðissam-
vinnufélaga, sagði á blaðamanna-
fundi sem samstarfshópurinn
gekkst fyrir, að íslenska húsnæði-
skerfið væri í upplausn. Hér væru
hæstu þjóðartekjur í heimi en fleiri
þúsund fjölskyldur á biðlistum eft-
ir húsnæði og það gengi ekki leng-
ur.
^ieSigurður T. Sigurðsson, stjóm-
armaður í Verkamannabústöðum
í Hafnarfirði, sagði að fjölskylda
ein byggi í þremur bæjarfélögum
en hún hefði ætlað að búa saman
í fjórða bæjarfélaginu. Einnig sitji
margir foreldrar uppi með böm og
tengdaböm í allt of litlu húsnæði.
Kristbjöm Ámason, formaður
Verkamannabústaða í Garðabæ,
sagði að það væri skynsamlegt að
minnka hlut sveitarfélaganna í fé-
lagslega íbúðakerfinu því áhugi
þeirra á félagslegum íbúðum væri
misjafnlega mikill. Til dæmis væru
175 félagslegar íbúðir á ísafirði
en innan viú 10 í Mosfellsbæ.
Kristín Jónsdóttir, frá Sjálfs-
björgu, landssamtökum fatlaðra,
sagði að fatlaðir stæðu höllum
fæti í húsnæðismálunum. Þeir yrðu
að reiða sig á lífeyrisgreiðslur og
hefðu þvi hvorki efni á að leigja
né kaupa húsnæði. Um 400 fatlað-
ir væm á biðlistum eftir húsnæði
og um 200 í húsnæði sem hentaði
þeim ekki.
Ásgerður Ingimarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags-
ins, sagði að þeir sem ættu við
geðræn vandamál stríða ættu í
erfíðleikum með að fá húsnæði.
Margir hefðu fordóma gagnvart
þessum hópi en margt ungt fólk
hefði bæst við hann á undanföm-
um árum.
Kristinn H. Einarsson, frá
Bandalagi íslenskra sérskólanema,
sagði að engin íbúð stæði sérskóla-
nemum til boða og því væri þeim
vísað á almennan leigumarkað.
Námslánin væru 27.530 krónur á
mánuði en húsaleigan væri hins
vegar 15 til 20 þúsund krónur á
mánuði. Meðalaldur sérskólanema
væri 23 ár og því væru margir
þeirra fjölskyldumenn. Það sé ekki
nóg að byggja skóla það verði líka
að byggja húsnæði fyrir náms-
menn.
Ómar Geirsson, formaður Stúd-
entaráðs Háskóla íslands, sagði
að einungis 4% háskólanema
fengju inni á Stúdentagörðunum
en verið sé að bæta við íbúðum á
Hjónagörðunum. 85% af bygging-
arkostnaðinum séu fengin að láni
en afgangurinn til dæmis tekinn
af innritunargjöldum stúdenta. 5
milljónir króna hafí verið greiddar
í gatnagerðargjöld til Reykjavíkur-
borgar en hún hefði einungis lagt
500 þúsund krónur til byggingar
íbúðanna.
Siguijón Þorbergsson, formaður
Leigjendasamtakanna, sagði að
það tæki mörg ár að ná því tak-
marki, sem Alþingi hefði sett, að
þriðjungur ibúða yrði byggður á
félagslegum grundvelli. Reykjavík-
urborg sé með 1.000 leiguíbúðir
en hún hafi nýverið hækkað leig-
una á þeim um allt að 200%. Það
sé óþolandi niðursetningshugsun-
arháttur hjá borgaryfirvöldum að
þau geti breytt leiguupphæðinni
hvenær sem er.
Aðspurður um hvort stofnun
samtaka fískvinnslufólks hefði verið
til umræðu, sagði hann svo vera.
Þær umræður væru þó samninga-
viðræðunum óviðkomandi. „Skoðun
fískvinnslufólks hér er að slík sam-
tök eigi eftir að koma því til góða
og sú skoðun fékk byr undir báða
vængi í liðnum kjarasamningum."
Jökull var fyrsta verkalýðfélagið
til að afla sér verkfallsheimildar.
Það var gert þann 14. janúar síðast-
liðinn á fundi sem um 100 manns
sóttu. Skoraði sá fundur á stjom
félagsins að hika ekki við að beita
verkfallsvopninu ef sýnt þætti að
samningar næðust ekki. „Menn
hafa nokkrum sinnum áður aflað
sér verkfallsheimildar en það er
mjög langt síðan islenskt verkafólk
hefur nýtt sér þá heimild. Það sýn-
ir okkur hversu alvarlegt ástandið
er nú, fólk veður ekki út í svona
aðgerðir að vanhugsuðu máli. Þetta
er fólk með lágar tekjur og langan
skuldaklafa, nú á tímum greiðslu-
korta og alls kyns afborgunarskil-
mála. Verkfalli fylgir óskaplegur
peningabaggi. Þetta fólk skrimtir
frá degi til dags þó að einhver út-
reikningur á meðalkaupmætti sýni
annað. Vinnutíminn í fiskvinnslunni
er yfírleitt frá kl.8 - 19 og á salt-
fískvertíð eru unnar 14 tíma tamir,
að mestu á nætumar. Það segir sig
sjálft að svokallaðar ráðstöfunar-
tekjur heimilanna hafa aukist en
ég held að menn ættu einnig að
líta á hvemig heimilislíf þessa fólks
er.
Verkfall Snótar sýnir okkur að
það er baráttuhugur í mönnum en
útlitið er vissulega slæmt. Við mun-
um byija á því að hlusta á hvað
vinnuveitendur hafa að segja, síðan
munum við ákveða hvaða leið verð-
ur farin. Við höfum vikufrest á
verkfallsboðun en allsheijarverkfall
er ekkert endilega eina rétta leiðin.
Hugsanlegt er að sett verði á yfír-
vinnubann eða staðbundin verkföll
svo eitthvað sé nefnt.
Hluti fískvinnslunnar er í krögg-
um, t.d. frystingin en þeir þurfa
ekki að hrína svo hátt í saltfískverk-
uninni. Tónninn í þeim grátkór er
ekki eins hreinn og hjá þeim sem
frysta. Saltfiskvinnslan hér er
geysilega stór, sú stærsta á landinu.
Þeir hafa alveg efni á að borga
laun þar.“
Er Bjöm var inntur eftir áliti
hans á samningunum í Grindavík,
sagði hann þá engan veginn full-
nægjandi. Hann vildi þó óska
Grindvíkingum til hamingju með
að hafa rekið fleyg inn í raðir
Vinnuveitenda í Garðastræti. „Við
vitum vel við hveija er að eiga. Þó
að vinnuveitendur út á landi vilji
borga sínu verkafólki mannsæm-
andi laun þá stöðvar hvítflibbaliðið
í Reykjavík þá.“