Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 27 36. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO Norræni fíárfestingarbankinn: Tapið vegna Kongs- bergs afskrifað HAGNAÐUR Norræna fjárfest- ingarbankans (NIB) á síðasta ári nam 34 milljónum SDR, sem er nokkurn veginn sama tala og árið þar á undan. Þetta er eftir að afskrifaðar hafa verið 6 millj- ónir SDR vegna fyrsta lánstaps í sögu bankans, en það var vegna Kongsberg Vápenfabrikk í Nor- egi. • Kongsberg Vápenfabrikk A/S í Noregi stöðvaði greiðslur til lána- drottna í júní 1987. Bankinn átti inni hjá fyrirtækinu sem svarar 76 milljónum norskra króna vegna tveggja lána sem veitt voru árin 1977 og 1984. Þær 6 milljónir SDR, sem nú eru afskrifaðar, sam- svara um 70% af útistandandi lán- um hjá Kongsberg Vápenfabrikk. Útlán Norræna fjárfestingar- bankans voru umfangsmikil á síðastliðnu ári en útborguð lán námu samtals 572 milljónum SDR. Upphæð útistandandi lána hækkaði um 33% og er nú 1,9 milljarðar SDR. Grunnfé NIB var tvöfaldað í ágúst 1987 og er nú 1.600 milljón- ir SDR. Um leið tvöfaldaðist hinn almenni útlánarammi bankans og er nú 4.000 milljónir SDR. Að auki hefur bankinn 700 milljóna SDR lánaramma til alþjóðlegra lána. Bankinn greiddi eigendum sínum, Norðurlöndunum, arð fyrir árin 1985 og 1986 en enginn arður verð- ur greiddur fyrir árið 1987. Sam- kvæmt samþykktum bankans verð- ur varasjóður hans að nema að minnsta kosti 10% af grunnfé til að hægt sé að greiða arð. Varasjóð- ur nemur nú 109 milljónum SDR. Ekki minnst á hvalveiðar HVALIR og þá sér í lagi hvalveið- ar íslendinga hafa oft orðið að harðvítugu deiluefni á Norður- landaráðsþingum. Ekki þó á þessu þingi því varla hefur verið minnst á hvali, hvað þá hvalveið- ar. Það hefur aðallega verið Márga- rete Auken, þingmaður vinstrisósí- alista í Danmörku, sem hefur fett fingur út í hvalveiðar Islendinga og stundum rifist hárkalega við íslensku fulltrúana á Norðurlanda- ráðsþingum. í þetta skipti lét hún sér þó nægja að geta þess í al- mennu umræðunum að hvalir og fuglar hefðu sama tilverurétt hér á jarðkringlunni og við mannfólkið. Og þó að Auken hafi talað mikið og oft þegar umhverfismál komu til umræðu lét hún vera að minnast á hvali á þeim vettvangi. í sumar er ráðgert að stofna samnorrænan sjóð, Norræna þróun- arsamvinnusjóðinn, sem starfa á í tengslum við NIB. Sjóðsupphæðin á að nema 100 milljónum SDR. Sjóðurinn er liður í norrænni þróun- arsamvinnu og á að stuðla að efna- hagslegum og félagslegum fram- förum í þróunarlöndunum. Sjóðurinn á að veita lán til verk- efna í norræna þágu til fátækari þróunarlanda. Lánin verða greidd samkvæmt IDA-kjörum Alþjóða- bankans, þ.e. vaxtalaus og greidd til lengri tíma. Sjóðurinn á að taka þátt í fjármögnun verkefna með NIB og helstu alþjóða þróunarbönk- unum. Þegar Norðurlandaráð hefur fjallað um sjóðinn mun Norræna ráðherranefndin taka endanlega ákvörðun um stofnun hans. Þingslitídag Þingi Norðurlandaráðs, sem fram hefur farið í húsakynnum norska Stórþingsins í Ósló, lýkur í dag. Var myndin tekin við setningu þess en þá þóttu bekkimir heldur þunnskipaðir. Ekki náðist sainkomulag’ um TELE-X á þinginu Reynt verður að f inna lausn á næstu tveimur mánuðum Ósló, fi NO )sló, fr^ Steingrfmi Sigurgeirssyni. IRRÆNU sjónvarpsráðherr- unum tókst ekki að ná samkomu- lagi um framtíð TELE-X-sjón- varpssamstarfsins í gær. Sænski, finnski og norski ráðherrann ræddust við og varð niðurstaðan af fundi þeirra, að málinu var frestað en reynt verður að ná samkomulagi innan tveggja mán- aða. Það em aðallega Finnar sem em mótfallnir þeim hugmyndum sem uppi em, en þeir vilja fjár- magna útsendingarnar með aug- lýsingum en á það geta Svíar ekki fallist. „Ég held að þessi samþykkt, sem var gerð á milli landanna árið 1985 um tvær rásir, sem senda áttu end- ursýnt efni, sé ekki við lýði lengur. Danir og íslendingar voru ekki aðil- ar að þessu samkomulagi," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið. „Finnar, Norðmenn og Svíar hafa hins vegar verið að reyna að ná samkomulagi um samvinnu en það hefur ekki enn tekist. Ráð- herramir funduðu um þetta mál en treystu sér ekki til að taka ákvörð- un. Málinu var frestað en reynt verður að ná niðurstöðu innan tveggja mánaða.“ TELE-X-hnötturinn er nánast til- búinn og hafa Svíar og Norðmenn ákveðið að skjóta honum upp í maí 1989. Upphaflega var ætlunin að inga virðist því endanlega vera spmngin. Ef Finnar ganga nú út úr þessu samstarfi standa Svíar og Norðmenn einir eftir og þá fer að verða hæpið að tala um norræna samvinnu í þessum efnum. Nýrri hugmynd hefur skotið upp í þessu máli á þinginu og hefur Carl Bildt, formaður sænska Hægri flokksins, verið einn helsti talsmað- ur hennar. Hann telur hugmyndina um tvær rásir, þar sem sjónvarpað yrði endursýndu efni, vera orðna úrelta. Nær væri að stefna að því að TELE-X yrði fyrsti hnötturinn í stóru norrænu sjónvarpskerfi. Hægt væri að ná mjög hagstæðum kaupum á bandarískum gervihnött- um sem gætu tekið allt að 8 rásir. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að tveggja rása hugmyndin væri bæði vond og dýr. Sjónvarps- samstarf Norðurlanda væri stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda. Ef það gengi ekki upp myndu menn líklega fara að líta á möguleika norrænnar samvinnu sem frekar takmarkaða. Birgir ísleifur sagði þessa hug- mynd hafa verið rædda en sér virt- ist hún væri ekki alveg í myndinni á þessu fyrsta stigi. Þetta væri frek- ar dýr lausn. Hreinn rekstrarkostn- aður yrði 400—450 sænskar krónur á ári fyrir utan þýðingarkostnað og dagskrárgerð. Þess má geta að fram að þessu hefur TELE-X kost- að 1.500 milljónir sænskra króna. Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins. hafa þriggja ára reynslutímabil á sendingunum en síðan gætu Danir og íslendingar hugsanlega komið inn í þessa samvinnu. Það er þó orðið nokkuð ljóst að Danir hafa lítinn sem engan hug á því að taka þátt í þessari samvinnu. Birgir Isleifur sagði það útilokað fyrir okkur að vera með þó ekki væri nema vegna þess að sendingarnar myndu ekki ná til íslands. Hug- myndin um víðtækt samstarf Norð- urlandanna á sviði sjónvarpsútsend- Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Mótmæla fyrirhug- uðum breytingum THOR Vilhjálnisson er efstur á lista nokkurra listamanna, sem í norskum dagblöðum í gær mót- mæltu þeim breytingum sem fyr- irhugað er að gera á tónlistar- verðlaunum Norðurlandaráðs. Áformað er að útvíkka verðlaun- in þannig að einrfig verði hægt að verðlauna t.d. flytjendur. Auk Thors eru m.a. á listanum Félag norskra tónskálda. Listamennimir mótmæla því að verðlaunum sé breytt á þenn- an hátt án þess að fjölga verðlauna- veitingum. „í dag eru það tónskáld- in. Hveijir koma næst?“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Róstur * í Panama í gær fóru stjórnarandstæðingar i Panama í mótmælagöngu um götur Panama-borgar, en áður en þeir höfðu lengi gengið skarst lög- regla í leikinn og leystist gangan þá upp en óeirðir tóku við. Notaði lögregla einkum táragas og öflug- ar vatnsbyssur á fjöldann, en skutu einnig öðru hverju á fólkið. Ekki var greint frá þvi hvort mannfall hefði orðið. Nicaragua: Herskip tók rækjutog- ara frá Costa Rica San Jose, Costa Rica. Reuter. HERSKIP úr sjóher Nicaragua skaut í fyrradag að rækjutogara frá Costa Rica og neyddi hann til að sigla til hafnar í Nic- aragua, að sÖgn yfirvalda á Costa Rica. í yfirlýsingu yfirvalda á Costa Rica í gær sagði að rækjutogarinn, sem heitir Eduja, hafi verið rænt. Ekki kom fram hvort hann hafr verið að veiðum í efnahagslögsögu Costa Rica, Nicaragua eða á al- þjóðlegri siglingaleið, þegar að hon- um var skotið. Áhafnir annarra báta, sem voru í nágrenninu og urðu vitni að töku rækjutogarans, sögðu að svo virtist sem engan í áhöfn hans hefði særst í árásinni. Yfírvöld á Costa Rica sögðust hafa sett sig í samband við yfírvöld í Nicaragua til þess að fá bátinn og áhöfnina lausa úr haidi. Engin viðbrögð höfðu borist frá Managua í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.