Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 RögnvaldurK. Guð- mundsson - Bolung- arvík—Minning Fæddur 12. janúar 1934 Dáinn 2. mars 1988 Okkur langar að kveðja föður okkar, tengdaföður og afa með nokkrum orðum. Það er erfitt að sætta sig við að pabbi skuli vera dáinn, en nú er hin langa þraut liðin. Fyrir átta árum dró ský fyrir sólu, hann veiktist og sjúkdómur sá átti eftir að gera honum margar og þungar skráveifur, það sem eft- ir var ævinnar, gaf sjaldan frið. Pabbi var þannig skapi farinn að honum lét lítt að kvarta. Alltaf var hann léttur í viðmóti og við- ræðugóður og gafst ekki upp þótt á móti blési, en það var æði oft. Það er margt sem kemur fram í hugann þessa dagana. Sjórinn átti sterk ítök í honum og ekki var maður hár í loftinu þegar byrjað var að fara á Bijótinn að hjálpa til við. að landa og fá að veiða. Stór var sú stund þegar maður fékk að fara með á sjó og veiða eins og hinir um borð. Þá var hann í essinu sínu, og oft varð honum að orði: „Þú hefðir átt að vera strák- ur.“ Þau mamma þurftu oft til Reykjavíkur að fara í þessum veik- indum og dvelja þar lengi í einu. Þá var tómlegt í Víkinni, en birti upp þegar þau komu heim. Þá var oft glatt á hjalla þegar barnabömin vora að skipuleggja hver ætti nú nóttina hjá þeim. Þær vora fáar nætumar sem ekkert af systkinun- um var hjá þeim. Hann var mikill pabbi og gaf sér góðan tíma með okkur. Hann var stórkostlegur afi og mátti vart af bamabömunum sjá. Alltaf var hann með þeim og oft meira af vilja en getu. Hann átti auðvelt að miðla sinni lífsreynslu til þeirra og fræða þau um gamla tímann. Það er erfitt að taka einhveija minningu umfram aðra og festa á blað, þær era allar í einu sam- hengi, fallegar og góðar minningar sem við munum bera áfram til okk- ar bama. Nú þegar hann er lagður af stað í sína hinstu för viljum við þakka fyrir allt sem hann gaf okkur. Elsku mamma, tengdamamma og amma, góður guð styrki þig og varðveiti á þessari erfiðu stundu. Við vitum að pabbi er nú í öragg- um höndum og líður vel. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himna til þig aítur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Margar fagrar minningar koma fram í hugann er ég minnist bróður míns Rögnvaldar. Hann hét fullu nafni Rögnvaldur Karstein í höfuð á þeim heiðurshjónum Rögnvaldi Jónssyni, skipstjóra á ísafírði og Karen konu hans. Við voram fjórir bræðumir: Sævar, Geir, Gunnar og Röggi eins og við bræður kölluðum hann en hann var ynstur okkar. Fjögur ár aðskildu þann elsta og yngsta. Foreldrar okkar vora Guð- mundur Siguijón Ásgeirsson, fædd- ur á Fjallaskaga 21. september 1894, dáinn 29. ágúst 1972 og Jensína Ólöf Sólmundsdóttir, fædd í Hjarðardal 24. júní 1901, dáin 23. ágúst 1986. Foreldrar okkar vora bæði fædd í Dýrafirði en fluttust ung til Bolungarvíkur ásamt for- eldrum sínum og áttu þar heima til dauðadags. Ennfremur eigum við eldri hálfsystur, að föðumum, Svandísi sem ólst upp í Bergsbæ í Bolungarvík. Röggi var fæddur í „'búðinni" okkar en svo vora þau hús kölluð er stóðu á kambinum á Bolung- arvíkurmölum og höfðu áður gegnt hlutverki verbúða. Kamburinn og fjaran vora leikvöllurinn. Flestir leikjanna tengdust því sjónum og sjómennsku á einhvem hátt. Flestir bolvískir drengir þessa-tíma fylgd- ust með störfum sjómannanna og gáfu sér tíma til að taka eftir vinnu þeirra. Þar sem við bræður voram fjórir á svipuðu reki sótti til okkar mikill fjöldi drengja úr þorpinu og var oft glatt á hjalla. Það kom snemma fram að Röggi þótti snar og liðugur, þótt hann væri ekki hár í loftinu. Það fylgdist líka að, að hann hafði gott skap og lét sér lítt bregða,' þó eitthvað kæmi upp á. Þessir eiginleikar .hans áttu eftir að hjálpa honum mikið þegar sá bölvaldur fór að heija á hann er að lokum dró hann til dauða. Foreldrar okkar vora vinnusamt fólk og lærðum við bræður að lifa eftir því. Röggi var ungur er hann fór í sveit að Rana í Hvammi í Dýrafirði til Ólínu og Þórðar Jóns- sonar. Hann átti góðar minningar úr Hvammi enda var þar þá blóm- leg byggð og mörg böm á hans reki. Eins og áður er komið fram beindist hugurinn snemma að sjón- um og Röggi valdi sér sjómennsku að ævistarfi. Ungur byijaði hann að róa með föður okkar á árabát sem vél hafði verið sett í. Síðan lá leiðin á stærri báta. Þar kynntist hann flestum greinum sjómennsk- unnar. Um margra ára skeið reri hann með tengdaföður sínum, Sig- urgeir Sigurðssyni á Húna. Röggi var ýmist háseti hjá honum eða formaður á bátnum um lengri eða skemmri tíma. Þessi vera hans á Húna mun hafa staðið í um það bil átta ár og er það svipaður tími og faðir okkar reri með Sigurgeir á Húna, að vísu á minni bát sem bar það nafn. Röggi átti bát er hét Stígandi með Hreini Eggertssyni og stóð samvinna þeirra í nokkur ár. Síðustu æviárin vann Röggi hjá Orkubúi Vestfjarða eftir því sem heilsa hans leyfði. 24. ágúst 1956 kvæntist Röggi Erlu Sigurgeirsdóttur. Foreldrar hennar era Margrét Guðfinnsdóttir frá Litlabæ í Skötufirði og Sigur- geir Sigurðsson frá Folafæti í Seyð- isfirði. Þau Margrét og Sigurgeir fluttust til Bolungarvíkur árið 1934 og hafa átt hér heima síðan. Erla og Röggi áttu fallegt heimili að Völusteinsstræti 24 í Bolungarvík, sem þau í sameiningu sköpuðu sér. Listrænir hæfíleikar Rögga og vandvirkni komu þar glöggt fram. Þessir hæfíleikar veittu honum margar ánægjustundir, ekki síst eftir að veikindin fóra að Segja til sín. Dætur Erlu og Rögga era: Aldís, fædd 29. mars 1956 og Kol- brún, fædd 2. febrúar 1964. Þær systur vora mjög hændar að pabba sínum enda var hann viljugur að sinna þeim og áttu þær ófáar gleði- stundir með honum, ekki hvað síst þegar farið var á skíði eða til ann- arrar útivera, eftir því sem tími og aðstæður leyfðu. Aldís er gift Kristni H. Gunnars- syni, bókara, og eiga þau flögur börn. Þau era Dagný níu ára, Erla átta ára, Rögnvaldur Karstein sex ára og Rakel þriggja ára. Börnin vora sólargeislar í lífí afa sins og var hann alltaf mjög ánægður þeg- ar þau vora í kringum hann. Hann vissi að hann átti aðeins skamma stund eftir og var því hver sam- verastund svo dýrmæt. Sambýlis- maður Kolbrúnar er Gunnar Njáls- son matsveinn. Þeir Kristinn og Gunnar reyndust Röggu tryggir og sannir vinir og félagar. Átta ár era nú liðin síðan Röggi kenndi sér þess meins er að lokum dró hann til dauða. Allan þann tíma hefur Erla ásamt fjölskyldu sinni, foreldram, systkinum og fjölskyld- um þeirra veitt honum styrk í hans erfiða veikindastríði. Við bræður og fjölskyldur okkar kveðjum elskulegan bróður og þökkum samfylgdina. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktu bróður okkar í veikindum hans og biðjum blessunar til handa fjöl- skyldu hans og öllum ástvinum. Blessuð sé minning Rögga bróð- ur. Geir Guðmundsson „Ég get svo fátt sem býr í bijósti sagt, það bindur tungu sterkur hugartregi en aðeins kærleiksblómin blessuð lagt, á bleikan hvarm þinn, vinur elskulegi." (Guðm. Guðmundsson.) Góður drengur, mágur minn, Rögnvaldur K. Guðmundsson, verð- ur til moldar borinn frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Hann lést löngu fyrir aldur fram þann 2. mars sl. eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm. Rögnvaldur fæddist í Bolungar- vík þann 12. janúar 1934, sonur hjónanna Jensínu Sólmundsdóttur og Guðmundar Ásgeirssonar sjó- manns. Eins og alsiða var með unga menn á þessum áram hóf Rögnvaldur ungur sjómennsku. Hann gat sér alltaf gott orð enda tápmikill og duglegur þegar á unga aldri. Það var því ekki tilviljun að Rögnvaldur var í skiprúmi með mörgum góðum skipstjóram. Má úr þeirra hópi nefna Leif Jónsson á Hugrúnu og Hálfdán Einarsson á Einari Hálfdáns. Síðustu árin sem faðir minn, Sig- urgeir Sigurðsson, reri á Húna, var Rögnvaldur með honum. Veit ég vel að föður mínum fannst það mikið öryggi að hafa tengdason sinn með sér. Enda fór það svo að eftir að hann fór í land tók Rögn- valdur við bátnum og var með hann fýrstu árin á eftir. Um tíma gerði Rögnvaldur út bát með Hreini Eggertssyni. Var það Stígandi sem margir minnast. Um miðjan síðasta áratug fóra skuttogarar að koma í mörg sjávar- plássin á íslandi. Eins og allir vita breyttust mjög atvinnuhættir við tilkomu þeirra og var Bolungarvík þar engin undantekning. Rögn- valdur réði sig á bv. Dagrúnu ÍS-9 og var þar um borð um nokkrarra ára skeið. Með okkur Rögnvaldi var alla tíð mjög mikið vinfengi og á þá vináttu bar aldrei neinn skugga. Ekki síst styrktust vináttubönd okkar er hann kvæntist systur minni, Erlu Sigurgeirsdóttur. Oft fóram við, fjölskylda mín og Rögnvaldar, sam- an í sumarfrí og á ég frá þeim stundum afar ljúfar endurminning- ar. Það var líka gaman að vera samvistum við Rögnvald og Erlu. Samband þeirra var innilegt og ástríkt. Sjálfur var hann strákur í sér, eins og stundum er sagt. Hress t Eiginkona mín, INGA BERGRÓS BJARNADÓTTIR, Hringbraut 79, Keflavik, er látin. Bjarni Skagfjörð. t Konan mín, KRISTÍN LIUA BERENTSDÓTTIR, Eskihlíð 20a, lést á Hvítabandinu miðvikudaginn 9. mars. Snorri Brynjólfsson. t Maöurinn minn, ÓLAFUR KONRÁÐ SVEINSSON rafvirkjameistari, Nökkvavogi 12, Reykjavik, lóst f Borgarspítalanum miðvikudaginn 9. mars. Dóra Magnúsdóttir. t SIGURJÓN JAKOBSSON frá Sogni varð bráðkvaddur á heimili 'sinu miðvikudagskvöld 9. þ.m. F.h. aöstandenda, Guðlaugur Jakobsson. t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLURLEÓSSON verslunarmaður, Hvassaleiti 56, Reykjavlk, lést á Hrafnistu 8. mars. Steinunn Ásgeirsdóttir og börn. og kátur, en um leið einstaklega trygglyndur og góður drengur. Fyrir átta áram veiktist Rögn- valdur af sjúkdómi sem síðar meir dró hann til dauða. Fyrir okkur öll kom þetta sem mikið reiðarslag. Rögnvaldur hafði fram til þess tíma verið einstaklega hress. Á yngri áram var hann knár íþróttamaður eins og bræður hans. Það var því erfítt að ímynda sér að hann gæti orðið fómarlamb sjúkdóma. Á þeim áram sem í hönd fóra kom einkar vel í ljós hvílíkt karl- menni hann var. Þrátt fyrir að sjúk- leikinn hetjaði grimmt bar hann sig vel. Með æðraleysi sínu blekkti hann þannig marga sem ekki gerðu sér grein fyrir að hann átti í höggi við ægilegan sjúkdóm. í þessum erfiðleikum átti hann þó mikinn bakhjarl sem var eiginkonan. Hún stóð með honum í blíðu og stríðu. Styrkti hann á alla lund. Fylgdi honUm suður til lækninga og bjó honum gott heimili. Þá var það honum líka mikils virði að alla tíð átti hann gott atlot hjá dætranum tveimur, en þær era Aldís, sem gift er Kristni Gunnars- syni skrifstofumanni, þau eiga fjög- ur böm, og Kolbrúnu sem býr með Gunnari Njálssyni sjómanni. Barna- bömin vora afa sínum einkar kær og veittu honum mikið yndi. Eins og ég hefi þegar sagt, þá ríkti alla tíð mikil vinátta með okk- ur Rögnvaldi. Átti sú vinátta eins við um fjölskyldur okkar beggja. Því var það árið 1985 er togarinn Dagrún, sem Víðir sonur minn er annar skipstjóri á, fór til Þýska- lands í söluferð og slipp, að það varð að ráði að Rögnvaldur færi með. Mér er kunnugt um að sú ferð varð honum til mikillar ánægju. Veður og loftslag var gott og átti vel við hann. Naut hann og útiver- unnar og þeirrar tilbreytingar sem ferðin bauð upp á. Var það okkur öllum mikil ánægja að hægt var að haga svo til að Rögnvaldur komst í þessa ferð á sínu gamla skipi. Veit ég líka af frásögnum samferðamanna að Rögnvaldur var þar hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir að hinn skelfilegi sjúkdómur hefði þá fyrir löngu sótt hann heim. Nú þegar komið er að kveðju- stund fínnum við vinir hans fyrir tilfinningu tómleika og söknuðar. Endurminning um góðan vin og glaðsinna félaga lifir hins vegar. Ég votta Erlu systur minni og dætram þeirra, bræðram Rögn- valdar og ástvinum öllum innilegrar samúðar. Megi guð styrkja þau á erfíðri stundu. Jón Eggert Sigurgeirsson Þegar ég sest niður og ætla mér að skrifa nokkrar línur um Rögga, manninn sem mér þótti svo vænt um, er margt sem kemur upp í huga mínum og yljar mér um hjartarætumar. Röggi var giftur Erlu Sigurgeirsdóttur, móðursystur minni, og vora þær ófáar ferðirnar sem þau hjónin komu til Reykjavík- ur til þess að leita lækninga vegna veikinda hans, og gistu þau þá stundum hjá okkur í Víðigrandinni, okkur til mikillar ánægju. ’Þó að Röggi væri oft mikið veikur átti hann alltaf sitt góða og létta skap, og sló þá gjaman á létta strengi og kom öllum í létt skap sem í kring- um hann vora. Eitt er mér þó ofar í huga en nokkuð annað þegar ég lít til baka. Það var þegar við systk- inin fermdumst, fyrir um það bil átta áram. Þá var Röggi hér í Reykjavík, og var hann hjá okkur á okkar gleðidegi og gladdist með okkur, þrátt fyrir erfíða tíma. Elsku Erla mín, Aldís, Kolbrún og fjöl- skyldur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar senda ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi guð hjálpa ykkur á þessari sorgarstundu. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Hvíli hann í friði. Þóranna Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.