Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Valin lög úr Rokkóperunni Jesus Christ Superstar, sem fræg varð í upphafi áttunda ára- tugarins, eru flutt í veitingahús- inu Evrópu á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Jón Ólafsson tónlistarmaður setti saman klukkustundar langa dagskrá með lögunum og sá um æfingar. Frumsýning á Jesus Christ Superstar í Evrópu var síðastlið- inn föstudag og hlaut að sögn Jóns ljómandi undirtektir. Höfundar rokkóperunnar eru þeir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber, sem samið hefur fleiri vinsæla söngleiki. Nefna má Cats, Evitu, Song and Dance, Starlight Express og The Phan- tom of the Opera, sem nú er sýndur í Lundúnum við feikigóða aðsókn. Sýningar á The Phantom of the Opera eru einnig nýhafnar á Broadway í New York. Söngleikurinn Jesus Christ Superstar var frumsýndur hér- lendis fyrir fimmtán árum á sviði Austurbæjarbíós. „Við viljum kynna þessa tónlist fyrir þeim sem þá voru böm,“ segir Jón Ólafsson og bætir við að þeir sem j egar eru aðdáendur söngleiksins hafi eflaust gaman af að bregða sér í Evrópu. Að sögn Jóns er ekki reynt að setja á svið söng- leikinn í heild eða segja söguna. Þekktustu lög rokkóperunnar eru hins vegar flutt af fjórum söngv- urum og hljómsveit. Söngvararnir eru Eyjólfur Kristjánsson, sem syngur hlut- verk Jesú, Stefán Hilmarsson syngur hlutverk Júdasar, Elín Ólafsdóttir er í hlutverki Maríu Magdalenu og Arnhildur Guð- mundsdóttir syngur bakraddir. Hljómsveitina skipa auk Jóns Ólafssonar þeir Rafn Jónsson, Haraldur Þorsteinsson og Guð- mundur Jónsson. Jón Ólafsson hefur verið með- limur Bítlavinafélagsins í tvö ár, en hann er einnig þekktur sem útvarpsmaður á Rás tvö. Jón tók þátt í fyrstu útsendingu rásarinn- ar, hefur verið viðloðandi hana síðan og lætur nú í sér heyra vikulega. Hann sér einnig um tónlistarþáttinn Poppkorn í sjón- varpinu. Jón var við nám í píanóleik í Hollandi síðastliðinn vetur og er nú að bæta við sig klassískri tækni hjá Halldóri Haraldssyni í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hann stjórnaði Verslunarskóla- kórnum fyrst fyrir sex árum og hefur gert það síðan með nokkr- um hléum, en söngkonurnar í Jesus Christ Superstar eru ein- mitt úr kómum. Sálin hans Jóns míns heitir ný hljómsveit sem skipuð er sömu mönnum og spila í uppfærslunni í Evrópu auk Stefáns Hilmars- sonar söngvara. Jón segir þá fé- laga ætla að leika reglulega í Bíókjallaranum, en veitinga- staðnum Café Rosenberg hefur verið breytt í öldurhús með því nafni. Hljómplata með Sálinni hans Jóns míns er væntanleg á næstunni. Bítlavinafélagið er einnig að taka upp plötu um þessar mund- ir í hljóðveri hljómsveitarinnar, Glaðheimum. „Við lítum á okkur sem sagnaritara íslenskrar bítla- tónlistar," segir Jón. „Á plötunni verða eingöngu íslensk bítlalög sem nú eru flest öfáanleg. Þetta eru lög eins og Glugginn, Gulli á Eyrinni, Ertu með, Eg er frjáls óg ýmis fleiri.“ Áð auki má búast við að út komi hljómplata með tónlist eftir Jón Ólafsson einhvern tíma á árinu. „Rafn Jónsson trommu- leikari ætlar að spila með mér á plötunni,“ segir Jón. „Tónlistin er meðal annars afurð Hollands- dvalarinnar. Hún er alvarlegs eðlis, ólík kátínupoppinu sem ég spila sjálfur og af plötum hvunndags. Þessi hljómplata er sem sagt ekki líkleg til vinsælda.“ , . s Evrópu hlusta á söngva um superstaorn ingahússins Evrop SKEMMTANIR Súpersljarnan í Evrópu Arnhildur Guðmundsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Eyiólfur Krisf , r-woltur Kristinsson og Stefán Hilm Jón Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.