Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 21 Stúdentaráð út úr fílabeinstuminum eftir Arnar Jónsson Hvers vegna hafa stúdentar lítinn áhuga á störfum Stúdenta- ráðs? Er það ekki bara vegna þess að þú getur ekki haft áhuga á því sem þú veist ekki að er til? Til þess að stúdentaráð sinni hlutverki sínu, sem er að aðstoða deildarfélögin í félagslífi og vera virkt tæki í hreinni hagsmunabaráttu, þarf að veita því nauðsynlegt aðhald. Þetta aðhald á að vera stúdenta sjálfra og því þarf stúdentaráð að hoppa út úr fíla- beinstuminum og sýna sig meðal okkar stúdenta. En hvernig skal þetta framkvæmt? Jú, með því að sýna niðurstöður mála og afdrif til- lagna í Stúdentafréttum þar sem sagt skal satt og rétt frá en ekki með útúrsnúningi þess afls sem er í meirihluta. Birta fundardagskrá ráðsins fyrir fundi á göngum skól- ans þannig að við getum séð hvað er á döfinni og vakið athygli ráðs- ins á nýjum flötum á málum ýmist beint eða í gegnum formenn deild- arfélaganna. í hvað fer innritunar- gjaldið þitt? Af innritunargjaldi stúdenta renna 43% til Stúdentaráðs og á síðasta ári velti það 6 milljónum. Vissir þú það? Sex milljóna velta og við vitum ekki í hvað þær fóru, því er það krafa okkar að fjár- hagsáætlun ráðsins verði birt í Stúdentafréttum. Formannafundir ráðsins hafa einkennst af einhliða upplýsinga- flæði frá stjóminni og mönnum tæpast gefist leyfi til meltingar á málum og því síður fengið umræður um sín hjartans mál. Því er það sjálfsagt að einn fulltrúi deildarfé- lags geti setið stúdentaráðsfundi ef þurfa þykir með bæði málfrelsi og tillögurétt. Það er nauðsynlegt að slíkt ákvæði sé skýlaust í lögun- um en ekki veikt orðaður möguleiki eins og nú er, því það tryggir að meirihlutinn geti ekki þaggað niður óþægilegar umræður. Eins og áður sagði er annað meginhlutverk Stúd- entaráðs að styrlqa og efla fé- lagslíf innan HÍ og í því skyni starfa tveir sjóðir, þ.e. félagsmálasjóður og stúdentaskiptasjóður. í tíð fyrr- verandi meirihluta var ákveðið að færa fé úr þeim sjóði sem minni eftirspum var eftir fé úr, þ.e. stúd- entaskiptasjóði, í félagsmálasjóð. Af þessu leiddi aukið fé til deildarfé- laganna sem þá gátu greitt niður sína starfsemi stúdentum til hags- bóta. Þetta var náttúrlega eiturupp- lagt til þess að rækja lögbundið hlutverk Stúdentaráðs, en allt er í heiminum hverfult. Svo bar við á haustmánuðum að ágætir en mis- vitrir menn skertu lágmarkstekjur sjóðanna til þess að setja hluta í byggingu hjónagarða. Gott fyrir hjónagarða en vont fyrir deildarfé- lögin. En verst var að á þeim fundi er þetta var ákveðið hafnaði meiri- hlutinn öllum málamiðlunartillög- um fulltrúa þriggja deildarfélaga og það án umræðu. Svona „ég ræð" ákvarðanir em ekki til þess fallnar að auka og bæta samskipti deildar- félaga og Stúdentaráðs. Því má segja að meirihlutinn sé firrtur frá hinum almenna stúdent. Aukin umræða = aukið aðhald Því er niðurstaða þessa að aukin umræða um málefni SHÍ á meðal stúdenta ætti að veita því aðhald og stuðla að vandaðri vinnubrögð- um en jafnframt verður að krefjast þess að upplýsingum um starf þess sé dreift á áhrifaríkari hátt en nú er. Þessi aukna umræða um Stúd- entaráð ætti um leið að skila sér í aukinni kosningaþátttöku en sú litla kosningaþátttaka sem hefur við- gengist skrifast ekki síst á reikning veru Stúdentaráðs í sínum fílabeins- tumi. En hvemig á að bæta innra starf Stúdentaráðs? Ekki dugar aðhald stúdenta eitt sér heldur verða að koma til róttækar skipu- lagsbreytingar á starfsháttum. Fundarsköp em tæki til þess að hafa fullkomna stjórn á afgreiðslu mála. Leiðinlegur fundarstjóri án fundarskapa er jafnt og leiðinlegur fundur og leiðinlegur fundur er jafnt og slæm athygli fundarmanna sem skilar sér í slælegri fram- kvæmd mála. Nefndarskipanin er hangandi á horriminni þar sem ein mikilvægasta nefndin, hagsmuna- nefnd, er ofhlaðin störfum sem hlýt- ur að þýða slæleg afgreiðsla mála. Þeir sem hafa tekið þátt í nefndar- störfum vita að þar gefst tóm til að ígmnda og velta upp nýjum flöt- Arnar Jónsson „Til þess að stúdenta- ráð sinni hlutverki sínu, sem er að aðstoða deild- arfélögin í félagslífi og vera virkt tæki í hreinni hagsmunabaráttu, þarf að veita því nauðsyn- legt aðhald. Þetta að- hald á að vera stúdenta sjálfra og því þarf stúd- entaráð að hoppa út úr fílabeinsturninum og sýna sig meðal okkar stúdenta.“ um á málum. Nefndarstarf er því sá vettvangur sem skilar ferskustu hugmyndunum og markvissustu niðurstöðunum. Reglulegir nefnd- arfundir skila vandaðri forvinnu og í mörgum tilfellum ætti Stúdenta- ráð að geta afgreitt fundargerðir nefnda með litlum en þó nauðsyn- legum umræðum. En erum við eitthvað betur sett með slíkt kerfi? Auðvitað emm við það, við þurf- um ekki að líta á margar sveita- stjómir til þess að taka eftir slíku kerfi sem ráðandi aðferð og miðað við flölda umbjóðenda er Stúdenta- ráð sambærilegt við miðlungsstórt sveitarfélag. Hvað varðar Félagsstofnun stúd- enta ber að taka fram að 57% af innritunargjaldinu renna þangað og stúdentar eiga sinn fulltrúa í stjóm hennar. Vaka hefur lagt áherslu á það að rekstrareiningar skuli standa undir sér. í sjálfú sér sjálf- sagt skilyrði. Hver rekur heimili sitt með halla? Það er því hags- stefna hinnar hagsýnu húsmóður. Þetta hafa menn svo tekið sem dærni um stórhættulegan „kapít- alískan" hugsunarhátt sem stefni að því að gera Félagsstofnun að fjárhagslegu stórveldi sem okri á stúdentum. Einhveijir tala um það að Félagsstofnun skuli reka á fé- lagslegum gmndvelli, en þeir hinir sömu hafa lítið fyrir því að skýra út hvað það er. Er það kannski hallarekstur? Við verðum að'gera okkur ljóst að við lifum í ákveðnum félagslegum vemleika en ekki kenningarlegum óraunvemleika. Útgáfudeild Félagsstofnunar var stofnuð sl. haust og hana ber að efla enda mögulegur vísir að Há- skólabókaforlagi sem í framtíðinni leysti okkur undan sífelldum ljósrit- uðum bráðabirgðaútgáfum. Nú er mál að linni og hvet ég alla stúdenta til þess að fylgjast grannt með framvindu mála og umfram allt kynna sér innihald sekkjanna svo þeir kaupi engan kött. Höfundur er efsti maðurá lista Vöku til Stúdentaréðs HÍ. IAZ/. KAUPIÐ ÓOÝRAR OG GÓÐAR PLÖTUR í HAGKAUP Skeifunni - Kringlunni - Akureyri ÓDÝRT í HAGKAUP! MARSTILBOÐ - JOHNNY HATES JAZZ Lang-, lang-, langvinsælasta platan á ís- landi í dag á tilboðsverði út marsmánuð kr. 549.- Nú er ekkert því til fyrirstöðu að þú grípir með þér uppáhalds tónlistina þína um leið og þú gerir helgarinn- kaupin í Hagkaup. Þar er aukið og bætt úrval af plötum á Hagkaupsverði Hér eru nokkur dæml: Hagkaups- verð: 1 JOHNNY HATES JAZZ -Turn Backthe Clock kr. 549.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629,- kr. 629.- kr. 629,- kr. 629,- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629,- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629.- kr. 629,- 2 T’PAU - Bridge of Spies 3 DAVID LEE ROTH - Skyskraper 4 INXS - Kick 5 GEORGE MICHAEL - Faith 6 LUNDÚNASINFÓNÍAN - Classic Rock 7 TERENCE TRENT D’ARBY - Introducing 8 COCK ROBIN - After here ... 9 STRANGLERS - All Live 10 AC/DC - Heatseeker 11 LEONARD COHEN - l’m your man 12 ROBERT PLANT - Now and Zen 13 ÚR MYND - Betty Blue 14 FOREIGNER - Inside Information 15 ÚR MYND - Dirty Dancing 16 ÚR MYND - La Bamba 17 TOTO - The Seventh One 18 BELINDA CARLISLE - Heaven on Earth 19 MICHAEL JACKSON - Bad 20 HOOTERS - One Way Home
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.