Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 31 orbat- sríkin gæðaflokki, pylsur og fleira er al- mennt og yfirleitt ekki fáanlegt. Eistland virðist vera „fyrirheitna landið“ í hugum margra Rússa því lífskjörin í öðrum hlutum Sovétríkj- anna eru einfaldlega ennþá ömur- legri en þar. Samkvæmt opinberum sovéskum heimildum bjuggu 46.100 Rússar í Eistlandi áður en landið var hertekið og innlimað árið 1940. Nú búa þar rúmlega 600.000 Rússar og talið er að um næstu aldamót verði Eistlendingar orðnir minnihlutahópur í eigin landi. Aðkomufólkið nýtur forréttinda á sviði húsnæðismála og því eiga innfæddir Eistlendingar enga möguleika á að fá betra húsnæði þó svo að margir þeirra hafi verið á biðlista í aldarfjórðung. Sam- kvæmt skýrslum hins opinbera fjölgaði Eistlendingum um 182.400 manns á tímabilinu 1971-1986. 55 prósent þeirra voru aðfluttir Rúss- ar. Af þeim 45 prósentum sem eft- ir standa voru innan við 20 prósent börn Eistlendinga. Rúmlega 1,6 milljón manna býr nú í landinu en Eistlendingar eru innan við ein milljón. Næstum allir, jafnt embættis- menn sem andófsmenn, eru andvíg- ir áætlun ráðamanna í Moskvu um stórfellda fosfórvinnslu í norðaust- urhluta Eistlands. Svo virðist sem „Erkiengillinn við hafið“. Minnismerki þetta var reist árið 1902 í Tallinn og er eitt fárra sem Sovétmenn hafa ekki eyðilagt frá því þeir lögðu Eistland undir sig árið 1940. Þekktasti eistneski andófsmaðurinn, Mart Niklus, (t.v.) er hann sótti andófsmanninn Andrei Sakharov heim í Moskvu á síðasta áratug. Síðar var Sakharov sendur í útlegð til borgarinnar Gorkí. Þann 8. janúar 1981 var Niklus öðru sinni dæmdur til 10 ára vist- ar í fangabúðum í Síberíu þar sem hann sætir óvenju harðneskjulegri merðferð. landi heldur mun það marka þátta- skil í samskiptum ráðamanna í Moskvu og sovétlýðveldanna á sviði efnahagsstjómunar. Gagnrýni og „glasnost“ Kremlveijar heimila nú um stundir gagnrýni á skrifræði og ómarkvissa stjóm efnahagsmála en jafnvel hógværar athugasemdir um frammistöðu flokksins em ekki liðnar. Aðeins þeim sem standa efst í valdastiganum leyfíst að gagnrýna háttsetta embættismenn. Þann 22. janúar á þessu ári gagnrýndi Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, Karl Vaino, ritara eistneska kommúnistaflokksins, og „forsætisráðherrann" Bmno Saul fyrir að hafa mistekist að uppræta þjóðemishyggju í Eistlandi. Enginn vafí leikur á að þessar athugasemd- ' ir komu beint frá Kremlarbændum og nú er spumingin aðeins sú hve- nær þessir tveir menn hverfa end- anlega af sjónarsviðinu. Vísindamaðurinn Mart Niklus, sem er fæddur árið 1934, er þekkt- astur eistneskra andófsmanna. Hann er enn í fangabúðum í Síberíu og sætir þar einstaklega harð- neskjulegri meðferð. í janúar á þessu ári sýndi Míkhaíl Gorbatsjov hversu umhugað honum er um framgang „glasnost“-stefnunnar er hann hitti andófsmanninn þekkta Andrei Sakharov að máli. Þetta er í fyrsta skipti sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins ræðir við þekktan andófsmann. Sakharov var leyft að snúa úr útlegð árið 1986 og á fundi sínum með Gorbatsjov afhent hann aðalritaranum lista með nöfnum 200 pólitískra fanga, sem hann krafðist að yrðu leystir úr haldi. Þar var meðal annars að úst á síðasta ári. Mynd þessi var tekin nærri háskólabænum Tartu í Eistlandi og sýnir herflugvöll Sovétmanna. Fjöldi*" MiG-orrustuvéla og annars konar herflugvéla er þar geymdur í neðanjarðargöngum. Sá sem tekur mynd- ir sem þessa á yfir höfði sér margra ára fangelsisdóm í Sovétríkjunum. framkvæmdir þessar geti haft í för með sér gífurleg umhverfísspjöll í landinu og einnig skaðað gjörvallt vistkerfí Eystrasalts. Samkvæmt skoðanakönnun sem framkvæmd var á vegum Tartu-háskóla er meirihluta íbúa á námasvæðinu al- gjörlega andvígur áætlun þessari og ríkir gífurleg heift í röðum þeirra. í skýrslu háskólaráðsins er lagt til að námavinnslu á þessum slóðum verði frestað þar til frekari rannsóknir hafi farið fram. „Mál þetta mun hafa mikil áhrif á trú- verðugleika þeirra pólitísku umbóta sem flokkurinn hyggst beita sér fyrir," segir í skýrslunni. Ekki verður betur séð en að and- óf íbúanna hafi haft einhver áhrif. Bruno Saul, formaður ráðherra- nefndar Eistlands, en það embætti er sagt jafngilda stöðu forsætisráð- herra, tilkynnti óvænt í apríl á síðasta ári að ákveðið hefði verið að fresta fosfórvinnslu í norðaustur- hluta landsins fram á síðari helming þessa árs til að unnt væri að kanna til fullnustu hveijar afleiðingar hennar yrðu. Takist að koma í veg fyrir þessa ógnvænlegu áætlun verður það ekki einungis stórsigur fyrir umhverfísvemdarsinna í Eist- finna nafn Marts Niklus. Heilsu hans fer ört hrakandi og er ólíklegt að hann haldi lengur lífí við þær ómannúðlegu aðstæður sem honum eru búnar. Höfundur er eistneskur rithöf- undur búsettur í Cardiff á Bret- landi. ^sskap til valda. Viðskipti eru viðskipti, ekki síst fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá er ennþá óljóst hversu margir þegna Mexíkó, Argentínu eða Tans- aníu hafí áhyggjur af kjarnorku- vánni þegar hungur, fátækt og stríðsfómir innan eigin fjölskyldu er nærtækara vandamál. Svíar hafa einfaldlega lent í slæmum félags- skap. Kuldalegar viðtökur Sú goðsögn, sem endurtekin var á fundinum í Stokkhólmi, að friðar- fmmkvæði þjóðarleiðtoganna sex væri nauðsynlegt til að brúa bilið milli austurs og vesturs, hefur einn- ig hlotið kuldalegar viðtökur í sænskum Qölmiðlum. Jafnvel á svo- kölluðum kuldakaststímum, á ámn- um 1983 og 1984, var sambandið milli stjómvalda í Washington og Moskvu nánara en það hefur nokk- um tíma verið milli stjómvaldanna í Stokkhólmi og í þessum tveimur höfuðborgum stórveldanna. Einföld athugun sænska utanrík- isráðuneytisins ætti að hafa leitt í ljós að embættismenn og sendiherr- ar stórveldanna tveggja ræddust við á þessum ámm, að bandarískir þingmenn og sovéskir sendimenn héldu viðræðuleiðum opnum. Sú hugmynd að Svíar geti haft meðal- göngu í helstu hagsmunamálum stórveldanna er beinlínis fjarstæðu- kennd, að áliti þeirra sem dómbær- astir em á utanríkismál. Þess vegna er einnig sú hugmynd að samstarfshópurinn um friðar- fmmkvæði, með stuðningi Samein- uðu þjóðanna, fylgist með hugsan- legu banni við kjamorkuvopnatil- raunum dæmd til að mistakast. Almenn stöðvun kjarnorkuvopnatil- rauna til langs tíma getur ekki orð- ið að vemleika þar sem Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland, svo ekki sé minnst á Frakkland, hafa ekki í hyggju að hætta þessum tilraunum. Ef svo ólíklega vildi hins vegar til myndu stórveldin, með sín gerfí- tungl og njósnara, sín radarkerfi og skjálftamæla, ömgglega ekki geta hugsað sér að fela eftirlitið óháðri stofnun Sameinuðu þjóðanna með takmarkaðan tæknilegan út- búnað. Gætu Bandaríkjamenn hugsað sér að fela Miguel de la Madrid eða Julius Nyerere að meta öryggis- hagsmuni sína? Það væri harla ólík- legt. Á villig’ötum Þjóðarleiðtogamir sex lentu strax í byijun á villigötum þegar þeir kröfðust frystingar kjamorku- vopna. Það var tilefnislaus íhlutun í innanríkis- og öryggismál Vestur- Evrópu, þar sem deilan varðaði uppsetningu kjamorkueldflauga í fímm ríkjum Vestur-Evrópu. Algjör frysting hefði leitt til þess að Sovét- menn hefðu haft meira en þúsund kjamorkuodda sem miðað hefði verið á Vestur-Evrópu, án þess að Vesturlönd hefðu nokkurt svar við þeim. Hvaða hag hefðu stjórnvöld í Moskvu þá haft af núll-lausninni? Nýja Stokkhólsyfírlýsingin geng- ur enn lengra. Þrem dögum eftir að sovéski utanríkisráðherrann, Eduard Shevardnadze, lagði til að að horfið yrði frá endumýjun skammdrægra kjamorkuflugskeyta í Evrópu lögðu leiðtogar þjóðanna sex fram sömu tillögu. Og þótt sænska ríkisstjómin hafi haldið því fram að markmiðið sé að Evrópa verði kjamorkuvopnalaust svæði hefur hún aldrei áður stutt raun- vemlega tillögu í þá átt. Hvernig yrði ástandið í Evrópu ef svo ólík- lega vildi til að stefnuyfirlýsing samstarfshópsins um friðarfmm- kvæði væri tekin alvarlega, Svíum til mikillar gleði, ef ekki til skelfing- ar, og engin skammdræg kjam- orkuflugskeyti væm í Evrópu? Allar bandarískar hersveitir hefðu þá auðvitað yfírgefið Vestur- Evrópu þar sem bandarískar her- sveitir í Evrópu án kjamorkuvopnfv- em óhugsandi. Þar með væri Atl- antshafsbandalagið ekki eins trú- verðugt sem vamarbandalag; án bandarískra kjamorkuvopna yrði NATO einfaldlega ekki til. Spum- ingin væri þá gagnvart hveijum Svíar væm hlutlausir. Gagnvart Sovétríkjunum og Danmörku eða Noregi, sem ættu aðild að kjarn- orkuvopnalausu Atlantshafsbanda- lagi? Þetta er glæsileg afstaða í öryggismálum, eða hitt þó heldur. Stokkhólmsyfirlýsingin vanmet- ur raunsæi sænsku þjóðarinnar og getu hennar til að greina milli til- stands frægra manna og alvarlegr- ar stefnu í utanríkis- og öryggis- málum. Kuldaleg, ef ekki hæðnisleg, við- brögð sænskra fjölmiðla tala ským máli. Höfúndur starfar við rann- sóknastofnun sænska ríkisins' í varnarmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.