Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ' 1988 15 Kosningabaráttan gengur skref i of langt Hugleiðingar um baráttuaðferðir stúdenta eftir Valborgu Snævarr Það er yfírlýst stefna Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, að kosningar eigi að gánga út á mál- efni en ekki skítkast. Greinar- höfundi er skv. því ekkert um blaða- deilur og opinbert hnútukast. Svo ósmekklega var þó að mér vegið, sem manneskju, í tveimur Morgun- blaðsgreinum vinstri manna, sem birtust 2. mars sl., að ekki verður látið ósvarað. Greinar þessar fjöll- uðu um meðlagsmálið svokallaða. . Persónuárásir af því tagi sem vinstri menn hafa beint í minn garð, rangfærslur á orðum mínum og hvemig þau eru tekin úr samhengi ganga einum of langt sem aðferð í kosningabaráttu stúdenta. Svo ekki sé minnst á ósannindin sem upp á mann eru borin. Í fyrrnefnd- um greinum er mér m.a. gefið eftir- farandi að sök: 1) Að vera ekki fýlgjandi tillögum um afturvirka leiðréttingu til þolenda meðlagsreglu LÍN. 2) Að hafa fagnað því að tillaga þar um væri felld í stjórn LÍN. 3) Að hafa tapað mér í pólitískum hráskinnaleik. 4) Að hafa stillt mér upp við hlið fulltrúa ríkisvaldsins. 5) Að beijast nú hatrammri bar- áttu gegn sameinuðum náms- mannahreyfingum. 6) Að vetja pólitíska samheija í stjóm LÍN. 7) Að réttlætiskennd minni sé stór- lega ábótavant, og því geti ég ekki skilið baráttuna fyrir lítil- magnann. 8) Að ég finni ekki til samkenndar með meðbræðmm mínum. 9) Að ég hagi seglum eftir vindi og skari eld að eigin köku. Þetta em allt mjög alvarlegar persónulegar aðdróttanir, sérstak- lega gagnvart konu sem er einstæð móðir, stúdentaráðsliði, fóstra og laganemi sem að auki hefur ekki verið virk í stjórnmálastarfi í neinum flokki. Þær em þó svo þmngnar skítkasts-sjónarmiðum og svo ósannar að ekki em þær svara- verðar að meginstefnu til. Aðeins einu vil ég svara. Árásinni á réttlæt- iskennd mína og einstaka persónu- leikaþáttum, liðum 7, 8 og 9. Rétt- lætiskennd mín gerði það að verk- um að ég hóf vinnu að meðlagsmál- inu, lagði lögfræðilegan gmnn að því og kom því máli á skrið. Rétt- lætiskennd mín sagði mér að halda þeirri vinnu áfram og leggja málið fyrir Lagastofnun, til að stjórn LÍN tæki mark á þeirri skoðun minni, að meðlagsreglan ætti ekki stoð í lögum um LIN. Réttlætiskennd mín sagði mér að ég og aðrar ein- stæðar mæður þyrftum leiðréttingu okkar mála gagnvart LÍN. Ásakan- ir af þessu tagi særa mig meira en orð fá lýst. Að öðru leyti vil ég aðeins segja að vinstri menn hafa ítrekað og ekki aðeins í þessum Morgunblaðs- greinum sínum reynt að gera undir- ritaða og hennar skoðanir í með- lagsmálinu tortryggilegar. Eins og öllum er ljóst sem vilja vita voru það aðferðir vinstri manna við tillöguflutninginn sem undirrit- uð gagnrýndi, því ég taldi þær ekki þjóna hagsmunum umbjóðenda Stúdentaráðs. í þeirri gagnrýni setti ég aðeins fram vel rökstudda skoð- un mína. Grein mín í Morgunblaðinu var skrifuð af fullri yfirvegun og án allrar reiði. Hún var skrifuð til að láta stúdenta, og aðra sem láta sig hagsmuni stúdenta varða, vita hvað gerst hefði bak við tjöldin í meðlagsmálinu. Efnislega hefur alla tíð verið full samstaða í stúdentaráði um með- lagsmálið, þ.e. að breyta beri regl- unni og leita beri afturvirkrar leið- réttingar fyrir þolendur hennar. Þettá vita vinstri menn fullvel. Það er því undarlegt að sjá hvernig meðlagsmálið hefur farið. Það byij- aði með samstarfi mínu og fyrrum ^ fulltrúa SHÍ í LÍN. Það samstarf'’ var allt í mesta bróðemi, má segja til fyrirmyndár. Sömu sögu má reyndar segja um samstarf okkar Vökumanna við fleiri einstaklinga úr röðum vinstri manna, t.d. varð- andi menntamálin. En því miður virðist ómögulegt að eiga nokkurt samstarf við helstu forystumenn þeirra, því árangurinn vill verða einns og dæmið um meðlagsmálið sýnir — tóm leiðindi. Rétt fyrir kosningar er vaðið áfram, án sam- ráðs við þá sem áður þóttu nógu góðir til að leggja grunn að málum og einfaldlega valtað yfír samstarf og lýðræðisleg vinnubrögð. Undir- ritaðri líður eins og notaðri gólf- tusku. Ástæðan fyrir framkomu vinstri manna og árása þeirra í minn garð er einfaldlega sú, að ég er Vöku- maður sem vann of mikið, að of góðu máli. Því varð að gera mig og aðra Vökumenn tortryggilega með öllum ráðum. Það var þó óþarfi að ganga svona langt. Það er von mín, og eflaust flestra stúdenta að persónulegar árásir, á borð við þær Valborg Snævarr „Það er von mín, og eflaust flestra stúd- enta, að persónulegar árásir, á borð við þær sem birtust í Morgoin- blaðinu 2. mars sl., verði framvegis látnar vera sem innlegg í stód- entakosningar og raun- ar í hagsmunabaráttu stúdenta yfirleitt.“ sem birtust í Morgunblaðinu 2. mars sl., verði framvegis látnar vera sem innlegg í stúdentakosn- ingar og raunar í hagsmunabaráttu stúdenta yfirleitt. Áhrif persónuárása og rangfærslnaá hagsmunabaráttu stúdenta Aðferðir eins og vinstri menn hafa beitt í máli þessu hljóta að fæla allt almennilegt fólk frá þátt- töku í stúdentapólitík, sem hlýtur síðan að koma niður á hagsmuna- málum stúdenta.. Ég og félagar mínir í Vöku höfum trúað því að við stúdentaráðsliðar gætum unnið saman að góum málum, án tillits til stjómmálaskoðana. Alveg eins og fólk getur gert t.d. í Slysavama- félaginu, sóknamefndum og í deild- arfélögum Háskólans. í þeim mál- um sem ég hef unnið að með vinstri- mönnum upp á mitt eindæmi, t.d. meðlagsmálinu, undirbúningi að lagabreytingum SHÍ og dagvistar- málum hef ég fengið rýting í bakið og samvinnan verið notuð gegn mér af þeim þegar upp er staðið. I mínum huga em miklar efasemdir um hvort maður geti vegna sjálfs- virðingar sinnar og mannorðs setið áfram í Stúdentaráði undir stjóm vinstri manna. Meðan þeir em við stjómvölinn getur hagsmunabarátt- an aldrei orðið fagleg og þver- pólitísk, alveg sama hvaða nafni þeir nefna sig hveiju sinni. Röskva er ekkert annað en Félag vinstri manna kryddað örfáum vinstri sinn- uðum Umbum, Vilja stúdentar vinnubrögð vinstri manna? Að lokum vil ég beina því til stúd- enta sem þessar línur lesa, að láta ekki stefnubreytingar vinstri manna og snyrtilega prentaða stefnuskrá þeirra blekkja sig, held- ur láta faglegt, málefnalegt mat ráða förinni í komandi stúdenta- kosningum. Ég ætla ekki að segja „Kjósið Vöku“ þótt slíkt sé freist- andi. Ég vil frekar segja: Kynnið ykkur málin, berið saan stefnu- skrámar og athugið á hvern hátt þið teljið hagsmunabaráttunni best borgið. Hvernig ná megi faglegri, málefnalegri, árangursríkri hags- munabaráttu, byggðri á rökum í stað frekju. Vilja menn skítkast og persónuárásir eða rök og ábyrgð? Um þetta snúast kosning- amar núna meðal annars. Aðalat- riðið er þó að sem flestir stúdentar taki afstöðu og mæti á kjörstað, því annars er lýðræðið lítils virði. - Höfundur er fulltrúi Vöku, f.l.s. í Háskólaráði. nauðsyn og réttlætismál að allir nemendur Háskólans sitji við sama borð í þeim efnum. Fráhvarf nemenda frá Háskó- lanum er geysihátt og þarfnast könnunar við, í leit að leiðum til úrbóta. Þegar um helmingur inn- ritaðra nýnema hverfur frá námi, eftir eitt ár, án þess að uppfylla námskröfur, þá er einhvers staðar brotalöm í menntakerfinu sem all- ir tapa á. Fjöldatakmarkanir tíðkast sem meginregla í vissum deildum og er slíkt slæmt. Þó að hugsanlega megi réttlæta þær í undantekning- artilfellum vegna séraðstæðna þá eru þær í eðli sínu rangar. Háskól- inn er vísinda- og fræðistofnun með það að markmiði að mennta nemendur sína. Standist þeir eðli- legar fagkröfur eiga þeir rétt á frekara námi. Húsnæðisskortur eða atvinnumöguleikar eru ekki rök sem samræmast eðli háskóla- náms. í húsnæðismálum skólans er allvíða hængur á. Bæði er kennslu- húsnæði óhentugt, þröngt og illa* útbúið á sumum stöðum, auk þéss sem kennslustaðir eru dreifðir á 36 staði víðs vegar um borgina. Enn er ekki búið að ganga frá endanlegu skipulagi háskólasvæð- isins en slíkt er orðið bráðnauðsyn- legt ef ráðast á í úrbætur og byggja upp fyrir framtíðina. A þessu strandar nú dagvistarheim- ili stúdenta auk ýmissa kennslu- og vísindastofnana. Öskubuskuáráttan Næg eru því verkefnin og hvergi nær tæmandi talið það sem betur má fara. Ráðamenn og aðrir verða að gera sér grein fyrir því að efl- ing atvinnulífs og nýsköpun er tengd Háskólanum. Þaðan mun koma sú þekking sem slíkt grund- vallast á. Af þessum sökum verður að hleypa Háskólanum út úr ösku- buskuhlutverkinu. Skólinn þarf á auknu fjármagni að halda, bæði frá hinu opinbera og einkaaðilum. Háskólinn getur boðið upp á mikla þekkingu auk rannsóknarstarf- semi sem einkaaðilar gætu nýtt. sér, báðum aðilum til hagsbóta. Með auknu fjármagni mætti bæta úr húsnæðisvandanum og efla rannsóknir en slíkt tekur auð- vitað nokkum tíma. Bætt náms- gögn em einnig nauðsynleg og því væri stofnun háskólaútgáfu til mikilla bóta. Slík útgáfa ætti að vera sjálfstæð stofnun í eigu Há- skólans og sjá um útgáfu náms- efnis, fræðilegra ritgerða og niður- staðna rannsókna. Næg eru verk- efnin fyrir hendi. Á fleira mætti'minnast og væri þá enn margt ónefnt. Háskóli ís- lands er tiltölulega ung stofnun og því enn í mótun. Það býður upp á sveigjanleika til breytinga sem er styrkur í örri þróun tækniþjóð- félagsins. Að sjálfsögðu er auðvelt að gagnrýna, en ef slík gagnrýni er rökstudd og bent á leiðir til úrbóta er hún af hinu góða og kemur í veg fyrir stöðnun. Stúdentar við Háskóla íslands hafa mikil áhrif á stjórnun og mótun þessarar mikilvægu stofn- unar, meiri en víða erlendis. Þess- um áhrifum fylgir einnig sú ábyrgð að stúdentar sýni þessum málum áhuga, standi við bakið á sínum fulltrúum i Háskólaráði og láti vita um þau hagsmunamál sem brýnt er að leysa. Menntunin er veitt í þeirra þágu, til gagns fyrir þjóðfélagið í heild og því geta stúd- entar hiklaust bent á það sem betur má fara eða að hveiju beri að stefna. Höfundur er frambjóðandi Vöku til Háskólaráðs. Helgi Hálfdanarson: Af einræðisherrum og öðrum herrum Eitthvað ætlar mér að ganga bössulega að losna úr blessaðri ráðhús-umræðunni, svo sem ég hafði ætlað mér. Það er kannski jafn-gott að þeir sem hafa ekki hemil á tungu sinni, hitti sjálfa sig fyrir. Nú hefur minn vesaling- ur orðið fyrir þeirri raun, að leið- arahöfundur Morgunblaðsins 8. þ.m. hendir á lofti þau glannalegu ummæli mín, að einræðisaðfarir ráðhúsgerðarmanna væru slíkar, að Kastró myndi blöskra. Út af þeim texta er svo lagt í lær- dómsríkum samanburði á Kastró og Davíð Oddssyni og aðförum þeirra hvors um sig. Niðurstaðan virðist mér vera sú, að lýðræði sé snöggtum betra stjómarform en einræði; og kannski kom mér það ekki svo mjög á óvart. Leitt þykir mér hvað stuðnings- mönnum þessa ráðhúss er gjamt að láta svo sýnast, sem lítt sé um annað deilt en „stærð, kostnað og staðsetningu“, þegar þetta „litla og snotra ráðhús" er til umræðu. Það sem máli skiptir er ekki aðeins það, að „Tjömin lifi“, heldur er allur Gamlibær í húfi sem merkilegar menningarminjar til varðveizlu handa síðari kyn- slóðum. Því valda þær stórbreyt- ingar bæði á byggingum og um- ferð, sem ráðhúsinu hljóta að fylgja og ekki sér fyrir endann á. Og svo má ekki gleyma því, að mjög margir bera umfram allt fyrir brjósti forgangsröð brýnustu verkefna, sem í þessu þykir fara allfjarri hagsmunum almennings. Af greininni, sem ég gat um, má skilja, að svo ágætt sé vort reykvíska lýðræði, að sá meiri- hluti bæjarbúa, sem er andvígur ráðhúsi við Tjömina, geti bara látið ógert að kjósa Davíð Odds- son í næstu borgarstjómarkosn- ingum; þá sé öllu réttlæti full- riægt. Það má vel vera, að ýmsum þætti þjóðráð að losa sig við Davíð Oddsson, þó aldrei hafi ég lagt það til. Gallinn er bara sá, að enda þótt Davíð hyrfi úr borgar- stjóm, hyrfi ráðhúsið ekki úr Tjörninni, og yrði aldrei kosið þaðan í neinum borgarstjómar- kosningum framar, hversu lýð- ræðislega sem að þeim yrði staðið. Auðvitað fer það eftir smekk hvers og eins, hve bókstaflega hann vill taka glettnis-tilgátu um viðbrögð Kastrós við vinnubrögð- um Davíðs í þessu ráðhúsmáli, og hversu kærkomið tilefni hún skal vera til þess að gera vendilegan samanburð á aðstöðu og aðgerð- um þessara tveggja manna, Davíð Oddssyni til verðugs lofs að öðm leyti. Kjami málsins er sá, að í lýðræðislegum kosningum era menn kjömir til þess að fram- kvæma það sem meiri hluti kjós- enda vill að þeir geri. Og nú ætla lýðræðislega kjömir ráðamenn að vinna verk, sem þeir vita að meiri hluti kjósenda vill að þeir vinni ekki. Og reyndar er það dálítið sérkennileg mynd af lýðræði. Kastró þykist lítið þurfa að spyija sitt fólk um forgang og framkvæmd verkefna þar í sveit. Og ef hann frétti af einhveijum, sem spyrði fyrst og gerði síðan einmitt það sem hinir spurðu vilja að sé ekki gert, þá er eins víst að honum kynni að blöskra, þó fyrst af öllu ræki hann sennilega upp stóran hlátur. Hvort hann fengi þar nægilega góða lexíu í lýðræðislegum stjómarháttum er annað mál. Kannski það verði eftir allt saman Bakkabændum til afsök- unar að láta sitja við þá vissu, sem fæst af skoðanakönnunum, en neita að efna til fullkominnar at- kvæðagreiðslu, og vera að því leyti líkari Kastró en ella. Það verða mér vonbrigði, ef Morgunblaðið ætlar allt í einu að fara að styðja þetta staðarval undir ráðhús, gegn vilja Reyk- víkinga. Satt að segja var ég að vona, að úr þeirri átt yrði leynt eða ljóst reynt að koma vitinu fyrir þá sem þess þurfa helzt með, áður en orðið er um seinan. Að vísu hefur mér þótt sem Reyk- víkingar hafi þegar tapað þessu máli, svo kannski má einu gilda hvað sagt er eða gert héðan af. En margir era þeir, sem telja ekki ástæðu til að örvænta, og kannski svo fari, að skynsamleg sanngimi fái sigur um síðir, þrátt fyrir allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.