Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. IvlARZ 1988 57 KNATTSPYRNA „Ég fer með skólatöskuna með mér til Hollands og Jamaíku“ - segir Ingvar Guðmundsson, æm verðurá ferð og Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ingvar Guðmundsson og Heimir Guðmundsson, Akranesi, sjást hér ganga af æfingu í Corcavelos í Portugal sl. haust, þegar Ólympíulandsliðið lék gegn Portugal. INGVAR Guðmundsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr Val og fólagi hans Jón Grétar Jóns- son, verða á ferð og flugi nœstu þrjár vikurnar. Þeir félagar fara í dag til Hollands með ólympíulandsliðinu í knattspyrnu, þarsem það verður í æfingabúðum til 18. mars. Ingvar og Jón Grétar halda síðan með Valsliðinu Jamaíku daginn eftir að þeir koma heim frá Hollandi. Þaðan koma þeir síðan 29. mars. Eg kem rétt heim til að setja hrein föt niður í tösku," sagði Ingvar Guðmundsson í viðtali við Morgvnblaðiðí gær. Ingvar stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Koma þessar ferðir ekkert niður á námi hans? „Jú, auðvita koma þessi ferðalög niður á.námi, en ég er orðinn vanur þessum þeyt- ingi. Ég tek skólatöskuna með mér og les námsbækumar þegar tími gefst til - í flugvélum og í frítímum sem leikmenn fá milli æfínga," sagði Ingvar. Þýðlngarmlkll ferð Ingvar sagði að ferðin til Hollands væri mjög þýðingarmikil fyrir ólympíulandsliðið. „Leikmenn liðs- ins komast í góða æfíngu með því að æfa tvisvar á dag undir stjóm Siegfrid Held í Hollandi. Við leikum einnig þrjá leiki. Þessi ferð er góður undirbúningur fyrir þá fjóra Ólympíulandsleiki sem framundan eru.“ Ein breyting hefur orðið á ólympíu- hópnum. Pétur Amþórsson úr Fram komst ekki. Sæti hans tók félagi hans Kristján Jónsson úr Fram. Ólympíulandsliðið leikur gegn áhugamannafélaginu SDW Amsterdam á sunnudaginn, síðan gegn 1. deildarliðinu Haarlem á þriðjudag og þá gegn áhugamanna- félaginu WS Schoten á fimmtudag. Leikurinn gegn Schoten kemur í staðinn fyrir leik gegn Spörtu Rott- erdam. ÍÞRÖmR FOLK ■_ KR-ingar halda árshátíð sína í Átthagasal Hótel Sögu laugar- daginn 19. mars nk. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér miða geta haft samband við formenn deild hjá KR eða húsvörðinn í KR-heimilinu. ■ BANDARÍKJAMENN, sem eru mótheijar íslendinga í hand- knattleikskeppninni á Ólympíu- leikunum í Seoul, eru nú 'á— keppnisferðalagi um Evrópu. Þeir léku landsleik gegn Dönum á mánudaginn og máttu þola stórtap, 18:28. Sigur Dana var mjög auð- veldur, þrátt fyrir að leikmenn þeirra hafí verið að leika deildar- leiki á sunnudag. ■ Það voru ekki þeir Ólafur Ö. Haraldsson og Stefán Arnalds- son sem dæmdu leik Víkings og Breiðabliks í 1. deildarkeppninni í handknattleik, eins og við sögðum frá í gær. Hákon Siguijónsson og Guðjón Sigurðsson dæmdu leik- inn. ■ SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari íslands í knattspymu, fékk ekki tækifæri til að sjá Ólympíu- leik Hollands og Ítalíu í Hollandi á miðvikudagskvöldið. Leiknum var frestað vegna Evrópuleiks Ajax og Young Boys í Sviss. ■ ÁRSENAL mætir Notting-: ham Forest í bikarkeppninni á Highbury á laugardaginn. Félögin hafa tvisvar áður leikið í bikar- keppni á undanfömum ámm og hefur Arsenal unnið í bæði skiptin. Þess má geta að Arsenal hefur leikið nítján bikarleiki undir stjórn George Graham og tapað aðeins einum leik. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Sigurður Gunnarsson aftur á toppinn Markahæstur þegar þrjár umferðir eru eftir af íslandsmótinu SIGURÐUR Gunnarsson er að nýju kominn í efsta sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deild- arinnaríhandknattleik. Hann skoraði sex mörk þegar Víking- ar sigruðu Breiðablik í fyrra- kvöld og hefur því fimm marka forskot á Hans Guðmundsson sem er í 2. sæti. Það em 18 leikmenn sem hafa skorað fleiri en 60 mörk og a.m.k. einn frá hverju liði deildar- Slgurður Gunnarsson innar. FH-ingar eiga þó flesta full- trúa, en þeir eiga fjóra leikmenn á listanum, þar af tvo í fímm efstu sætunum. Valsmenn koma næstir með þijá leikmenn sem hafa skorað fleiri en 60 mörk. Þijú lið státa af tveimur leikmönnum á listanum: Víkingur, KR og Stjaman, en Fram, Þór, ÍR, KA og Breiðablik eiga aðeins einn fylltrúa meðal markahæstu manna. í lok keppnistímabilsins mun Morg- unblaðið heiðra markahæsta leik- Hsns Guðmundsson mann íslandsmótsins í handknatt- leik. Markahæstu menn: Sigurður Gunnarsson, Víkingi......90/22 Hans Guðmundsson, Breiðbliki.....85/21 Héðinn Gilsson, FH...................84 Stefán Kristjánsson, KR...........84/28 Þorgils Óttar Mathiesen, FH..........83 Valdimar Grímsson, Val.............80/6 Konráð Olavsson, KR...............75/16 Júlíus Jónasson, Val...............75/29 Gylfí Birgisson, Stjömunni.........74/7 Erlingur Kristjánsson, KA.........71/20 Sigurpáll Aðalsteinsson, Þor......70/33 Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni.......69 Guðjón Ámason, FH..................68/13 ÓlafurGylfason, ÍR.................67/19 Bjarki Sigurðsson, Vtkingi...........63 Jakob Sigurðsson, Val...............62/1 Óskar Armannsson, FH...............62/26 Birgir Sigurðsson, Fram...............60 Trimmnefnd ÍSÍ efnirtil námskeiðs fyrir almenning um nauðsyn hreyf- ingar á líkamann, laugardaginn 12. marsnk. kl. 10.00-16.00 Leiðbeinendur verða: Anton Bjarnason, íþróttakennari: Bókleg fræði. Kristín Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari: Líkamsbeiting og bakverkir. Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir: Ganga og skokk. Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari: Verkleg fræði. Þátttökutilkynningar ásamt námskeiðsgjaldi kr. 1000,- berist skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöð- inni, Laugardal, fyrir fimmtudaginn 10. mars nk. Allar nánari upplýsingar í síma 83377. SPÁÐU Í LIÐiN SPILAÐU MEÐ Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta erveittalla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. ~ . Síminn er 688 322 llá ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini iukkupotturinn þarsem þekking margfaldar vinningslíkur. iVlKA Lelkir 12. mars 1988 K 1 X 2 1 Arsenal - Nott’m Forest1 2 Luton - Porstmouthi 3 Wlmbledon - Watlord1 4 Charlton - West Ham2 5 Chelsea - Everton2 6 Man. United - Sheff. Wed.- 7 Southampton - Coventry'- 8 Aston Villa - Leeds3 9 Barnsley - Leicester-'1 »«0 10 Ipswich - Hull'1 11 Millwall - Crystal Palace:i «12 Oldham - Swindon3 lJ > L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.