Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Ráðstefna sjávarútvegsráðuneytisins um gæðamál og ímynd íslensks sjávarútvegs: „Goð þjónusta við kaup- endur og raunsæi í verð- lagningu nauðsynlegt“ Undirtónninn í ræðum frum mælenda á ráðstefhunni um gæðamál og ímynd íslensks sjáv- arútvegs var þungur. Menn voru sammála um, að miklar breyting- ar hafa orðið til góðs, hvað varð- ar húsakost fiskvinnslunnar og aðbúnað starfsfólks. Þó væri langt i iand enn, til þess að ná æskilegum markmiðum um gæði. Framsögumenn sögðu frá ástandinu í dag og mátti af máli sumra þeirra skilja, að víða er pottur brotinn enn, einkum hvað varðar sölumál og þjónustu við markaðina. Ahersla var lögð á, að gæðamál snerta ekki einungis vinnu fólksins í vinnslusölunum og um borð í skipunum. Gæði eru ekki síður mikilvæg í stjórnun rog markaðssetningu vörunnar. Á ráðstefnunni var níu frystihúsum veitt viðurkenning fyrir gott ástand gæðamála. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra setti ráðstefnuna og rakti tildrög hennar.. Hann sagði miklar umræður hafa farið fram í þjóðfélaginu um fiskveiðistjómun og kjör fólks í fiskvinnslu. Það væri fyllilega tímabært að taka nú til alvarlegrar umræðu gæðamál og ímynd okkar út á við. Hann sagði Islendinga verða að gera sér grein fyrir, að afli gæti dregist saman og ýmsar blikur væru nú á lofti í markaðsmálum. „Það þarf að ræða í futlri hreinskilni, að ekki má taka sem gefíð, að við höldum okkar hlut á mörkuðum okkar," sagði hann. Halldór sagði ennfremur að auka þyrfti verðmæti sjávaraflans á sama tfma og afli dregst saman. Hugsanlega þyrfti að draga úr út- flutningi á ferskum físki, það væri þó háð markaði og gengisskrán- ingu. Hann kvað ljóst, að aðhald þarf í framleiðslunni til þess að tryggja gæðin. „Þá þarf að vera Hiuavik. SÝSLUMÓT skákkeppni skól- anna i Suður-Þingeyjarsýslu fór fram á Húsavík 28. febrúar en hún er árviss viðburður, haldin að tilhlutan Skáksambands ís- lands. Keppninni er þannig hagað, að fyrst fer fram keppni í tveim aldurs- flokkum innan hvers skóla, yngri flokkur böm í 1.—6. bekk og eldri flokkur 7.-9. bekkur. Sigurvegarar hvers skóla mæta svo til keppni á sýslumóti og urðu úrslit á Húsavík- urmótinu þau, að í yngri flokki sigr- aði Henry Júlíus Indriðason, Barna- skóla SvaJbarðsstrandar, og annar Ijóst hvað gæðin kosta okkur og hvað fæst í staðinn," sagði Halldór Asgrímsson. Höfum skaðað markaði okkar Benedikt Sveinsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Sambandsins flutti erindi um orðspor íslenskra sjávarafurða. Hann skipti því í fjóra þætti, sem orðsporið fer af. Þeir eru: Rétt gæði afurða, áreiðanleiki, þjónusta við kaupendur og rétt verðlagning. Hann sagði okkur vera „...alveg þokkalega stödd hvað gæði varð- ar.“ Hann benti þó á, að margt væri að varast í þeim efnum, reynsl- an sýndi, að þegar eftirspum færi fram úr framboði, þá vildi gæðum hraka. Við gætum misst markaði þess vegna sagði Benedikt. Þá sagði hann mjög mikilvægt að halda áreiðanleika í viðskiptunum, cið kaupandinn geti treyst á, að gerðir samningar séu uppfylltir. Hann nefndi dæmi um, að ekki var af- greidd síld á Rússlandsmarkað þrátt fyrir ákvæði samninga. Þá var hægt að fá betra verð annars staðar og Rússar vom sviknir, nú væri það að koma okkur í koll. „Við höfum oft verið að selja vömr úr takti við markaðinn, farið illa með viðskiptavininn," sagði Bene- dikt. Þetta sagði hann hafa skaðað Bandaríkjamarkað, þar hafí verið dregið úr viðskiptum, seinkað af- greiðslum o.s.frv. vegna þess, að í svipinn er hærra verð að fá á öðmm mörkuðum. Hann líkti þessu við olíuviðskipti: „Þegar verð á olíu er lágt, dettur engum í hug, að við fáum ekki afgreidda olíuna, við verðum að haga okkur eins og menn og uppfylla samninga og ekki svína inn á markaði vöm, sem er dýrari en hjá keppinautunum. Allt varð Ámi Guðmundsson, Bama- skóla Húsavíkur. í eldri flokki sigr- aði Kristinn Halldórsson, Fram- haldsskóla Húsavlkur, og annar varð Þórir S. Þórisson, Skútustaða- skóla. Sigurvegaramir ú sýslumótinu, Kristinn og Henry Júlíus, mæta svo á svokölluðu Kjördæmamóti og sig- urvegarar þar fara á landsmót Skólaskákmóta. Hin miklu skákmót undanfarið hafa aukið ntyög áhuga meðal skák- manna hér og þá sérstaklega þeirra yngri. — Fréttaritari sem maður gerir ljótt þegar maður hefur undirtökin, kemur aftur í hausinn á manni, þegar maður hef- ur þau ekki lengur," sagði Benedikt og bætti við, að það væri mun erfíð- ara að vera á markaði og hafa undirtökin, heldur en að þurfa að beijast fyrir sínu, það væri svo auðvelt að falla í þá gryfju að mis- nota aðstöðu sína. Þá tók Benedikt dæmi af upp- sprengdu verði sem skaðaði mark- aðinn, þegar rækjuverð tvöfaldað- ist. Hann sagði menn hafa tekið hagnaðinn út fyrirfram á góðum markaði í stað þess að eiga hann inni. „Það fór út yfír mörkin, verð- ið var svínað svo hátt, að neytendur hættu að kaupa. Þá sló þetta okkur aftur,“ sagði Benedikt og bætti við, að þá hefði ekki verið hægt að kippa að sér hendinni, því að búið var að dreifa arðinum með hærra verði til sjómanna og hærri launum til verkafólks. Benedikt sagði að iokum, að við yrðum að gæta raunsæis í verðlagn- ingu og láta kaupendur njóta sann- mælis, veita þaim góða þjónustu. Hann lagði áherslu á, að með auknu frelsi í útflutningi þyrfti meiri og betri stjórnun. „Frelsi þurfa að fylgja leikreglur," sagði hann, „við verðum að gæta þess, að skemma ekki það sem hefur verið byggt upp.“ Frystihúsin eru í samræmi við ímyndina Halldór Arnason fískmatsstjóri fjallaði um ímynd íslensks sjávarút- vegs og spuminguna: Er fiskvinnsla á Islandi til fyrirmyndar? Hann sýndi dæmi um þá ímynd, sem Is- lendingar kynna erlendis með myndum af auglýsingum í tímarit- um. „Þessi ímynd stenst ef við skoð- um hús í fískvinnslu," sagði hann og greindi síðan frá úttekt Ríkis- mats sjávarafurða á frystihúsum í landinu. Þar voru um 300 atriði skoðuð á kerfisbundinn hátt. Hvert hús fékk niðurstöðumar og í mjög mörgum tilvikum var brugðið við hart og lagfært það sem aflaga fór, sagði Halldór. Hann lagði áherslu á, að ímyndin verður að eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þá sagði hann mikilvægt að breyta hugarfari gagnvart gæðum og ímynd fískvinnslunnar. Þrifalegt og gott umhverfi fískvinnslunnar efldi gæðavitund starfsfólksins. Auka þarf viröingu fískvinnslustarfa Þóra Hjaltadóttir, Alþýðusam- bandi Norðurlands, ræddi um físk- vinnslu sem vinnustað. Hún ræddi fyrst um virðingu fiskvinnslustarfa og sagði þar vanta mikið á, að þjóð- félagið sýndi jákvæða afstöðu. Al- gengt væri, að fólk segðist „bara“ vinna f fiski. „Erfiðleikar fiskverk- enda við að fá fólk til starfa og eins til að stoppa í atvinnugreininni ráðast meðai annars af kröfum fólksins til vinnustaðarins og hvem- ig fiskvinnslan inætir þeim kriifum. En þessi atriði eru samhangandi, virðingin fyrir atvinnugreininni og aðhúnaður á vinnustað," sagði Þóra og bætti við: „Miðað við hreykni okkar íslendinga yfír besta fiski í heimi, ætti að vera eftirsóknarvert að vinna við þessa undirstöðuat- vinnugrein og hugurinn til hennar að vera í samræmi við það.“ Þóra ræddi um aðbúnað starfs- fólks og taldi ekki nóg að tala um fískinn þegar gæði bæri á góma, fólkið skipti ekki minna máli og vinnuaðstaða þess. Hún sagði frá Kristinn t.v. og Þórir t.h. MorKunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Skólaskákmót S-Þingevjarsýslu Pollock Fijiets Ufsaflökum pakkað fyrir Bandaríkjamarkað ástandi í frystihúsum og kom m.a. fram, að víðast hvar hefur gengið heldur illa að laga aðstæður að því fólki sem þar vinnur. Svo virtist sem starfsfólkið ætti allt að vera af staðlaðri stærð, 165 sentimetrar á hæð. Hún sagði vanta t.d. borð með stillanlegri hæð og hentugri vinnu- föt. „Það er trúlega í öðru eins íjár- fest eins og að koma þessum hlutum í lag,“ sagði hún. Þá sagði þóra að gæðamál væru ekkert einkamái stjómenda frystihúsanna, gera þyrfti fólkinu á gólfínu ljóst, hvað gæði em og hvers vegna sóst er eftir þeim. Hún gagniýndi launa- kerfí frysthúsanna og lauk máli sínu á þessa leið: „Án fólksins verður aldrei fískvinnsla til fyrirmyndar." Hagsmunaárekstrar eru víða vandamál Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri talaði um samskipti fisk- vinnslunnar og bæjaryfirvalda. Hann ræddi um þau vandamál sem verða, þegar fiskiðja er stærsta og oft nánast eina atvinnufyrirtækið í litlu byggðarlagi. Sveitarfélagið neyðist þá oft til að breyta skuldum fyrirtækisins í hlutabréfaeign, þeg- ar illa árar og fiystihúsið getur ekki staðið í skilum með gjöld. Þetta sagði Sigfús oft ieiða til hags- munaárekstra, þegar jafnvel sömu menn sem stjóma frystihúsinu og eiga það eru einnig í sveitarstjóm og hafnarstjóm. Þá ætti fiskvinnsl- an einnig við annað hliðstætt vandamál að glíma, þ.e. eignaraðild utanaðkomandi viðskiptaaðila. „Dæmi eru um að ýmsir viðskipta- aðilar, t.d. kaupféiög, vélsmiðjur, olíufélög og umboðsmenn hvers- konar eigi hluti í fiskvinnslufyrir- tækjum og útgerð á móti sveitarfé- lögum og geri f staðinn kröfu um viðskipti við sig. Sala á fóðrinu í „mjólkurkúna" verður því aðaiatrið- ið en arðurinn af hlutafénu, þ.e. mjólkin úr spenunum, aukaatriðið," sagði Sigfús. Skaðleg ríkisforsjá? Svavar Svavarsson framleiðslu- stjóri þjá Granda hf flutti erindi um gaeðastjórnun sem þátt í fram- leiðslustjómun. Hann sagði fram- leiðslustjómun mikilvægan þátt í rekstri allra fyrirtækja og hafa þann tilgang að tryggja arðsemi rekstursins. „En við þurfum líka að tryggja að afurðimar sem skila eiga okkur hagnaðinum standist þær kriifur sem um var samið við kaupandann til að komast þjá verð- falli eða að vömnni verði hreinlega hafnað. Þess vegna viþum við hafa áhrif á gseðin,“ sagði Svavar. Hann sagði gaeðastjórnun fara fram á gólfinu þar sem framleiðslan á sér stað, „það er reynsla okkar hjá Granda að gæðastjórnun er fyrst og fremst samskipti við fólk, en ekki pappír...Varast, ber að ofgera gæðaþættinum á kostnað annarra framleiðsluþátta til dæmis afkasta eða nýtingar sé þess ekki þörf. Ein- föld vinnsla með vægar gæðakröfúr ætti ekki að fá sömu meðferð og flókin vinnsla fyrir kröfuharða markaði." Svavar sagði flest okkar fyrir- tæki til fyrirmyndar hvað varðar framleiðslugæði og hreinlæti. Hann bar síðan íslenska fískvinnslu sam- an við erlenda. Rekstrarskilyrði em hér ólíkt erfíðari en erlendis t.d. í Englandi og í Frakklandi em mun minni gæðakröfur gerðar til þar- lendra vinnslustöðva, heldur en Frakkar gera til íslenskra stöðva, þegar við seljum þeim físk. Þá kom Svavar inn á opinbera gæðastjóm- un og forsjá í því efni. Hann sagði m.a. um það: „Spyija má hvort sú forsjá sem sjávarútvegurinn á ís- landi býr við á mörgum sviðum...sé nauðsynleg eða jafnvel skaðleg." Hann taldi þróunina hafa verið til réttrar áttar undanfarið og gæða- eftirlit væri best komið í vinnslu- stöðvunum, en hið opinbera ætti fremur að einbeita sér að upplýs- ingaþjónustu. Það ætti einnig að gerast f fyrirtækjunum sjálfum: „Þar er gæðastjómunin fyrst og fremst form upplýsingaþjónustu sem fram fer á gólfínu þar sem framleiðslan á sér stað og þar sem fólkið stjómar sjálft gæðunum," sagði Svavar Svavarsson. Gæðastjórnun tryggir arðsemi Gunnar H. Guðmundsson rekstr- arráðgjafi flutti erindi um arðsemi gæðastjómunar. Hann sýndi dæmi um góð áhrif gæðastjómunar á er- lend fyrirtæki og fór yfír tæknilega þætti gæðastjórnunar með tilliti til fiskvinnslunnar. Hann sagði mikil- vægt í allri gæðastjómun, að taka tillit til þeirra leikreglna, sem gilda á mörkuðunum, fyrir okkur á þetta sérstaklega við um erlenda mark- aði. Gunnar sagði ennfremur frá helstu skilyrðum þess, að gæða- stjómun skilaði árangri. Fyrst og fremst þarf jákvætt viðhorf stjórn- enda fyrirtækisins. Þá þurfa kerfis- bundin vinnubrögð að koma til, Þjálfa þarf starfsfólk og fræða það, veita jafnan upplýsingar um árang- ur og í heild þarf starf að gæða- stjómun að vera markvisst og skipulagt. „Ég vil hvetja menn til að gera úttekt á gæðum, ekki bara veiðum og vinnslu, og stefna að því, að hafa af því sem mestan arð,“ sagði Guimar H. Guðmundsson að lokum. Þurfúm að fara vel með auðlindir okkar Að loknum framsöguerindum voru umræður og fyrirspurnir. Síðan sleit Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra ráðstefnunni. Við það tækifæri sagði hann, að við ættum tvær auðlindir, fískinn og tnarkaðina, „við þurfum að fara vel með þær, sem misbrestur er þó á. Við ættum að standa upp og hafa frumkvæði að því að vinna okkur út úr þessum vanda og leggja allar deilur til hliðar,“ sagði sjávar- útvegsráðherra að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.