Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 BUXUR STÍGANDI AFSLÁTTUR AF ÖLLUM STÖKUM BUXUM SNORRABRAUT Saltfiskvinnslan: Brýnt að endur- skoða launakerfin - segir Ólafur B. Ólafsson, vara- formaður framkvæmdastj órnar VSI Morgunblaðið/Sverrir Víglundur Þorsteinsson á fundi með Hvatarkonum á Gauki á Stöng'. Víglundur Þorsteinsson: Stefnir í hörðustu vinnudeilur í 30 ár V erkalýðshreyfingin vill fela kaup- máttarskerðingu í verðbólgu „ÞVÍ hefur verið lýst yfir af hálfu Vinnuveitendasambands- ins, að það sé vandi óleystur varðandi launakerfi i saltfisk- vinnslu og að hann sé brýnt að leysa. í gær var skipuð nefnd á fundi Sambands fiskvinnslu- stöðva til að fjalla sérstaklega um þau mál og viðrseður hófust í Grindavík i gærkvöldi," sagði Ólafur B. Ólafsson, varaformað- ur framkvæmdastjórnar VSÍ. Ólafur sagði, að ekki hefði verið fjallað um launakerfí í saltfísk- vinnslu í samningum undanfarinna ára. „Atvinnurekendur í Grindavík eiga sæti í nefndinni, sem fjalla á um þessi mál nú og ég tel að það sé ekki til umræðu lengur hjá þeim að fylgja samningnum, sem sam- þykktur var í Grindavík á miðviku- dag,“ sagði Ólafur. „Það hefur ver- ið urgur í fiskvinnslufólki um allt land, þar sem það hefur ekki notið sama iaunaskriðs og fólk í öðrum stéttum og því er brýnt að endur- skoða launakerfín. I nýafstaðinni samningalotu var það ósk Verka- mannasambands Islands að um- „OKKUR Snótarkonum líst ekki nógu vel á þessa Grindavíkur- samninga, því við viljum fá hækkun á tímakaupi, en ekki ein- hveijar óöruggar aukagreiðslur, sem hægt er að taka af okkur ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Elsa Valgeirsdóttir, varaformað- ur Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum. Elsa sagði, að sér virtist sem aðalkjarabótin, samkvæmt Grindavíkursamningunum, fælist í svokallaðri vertíðaruppbót. „Þessi uppbót er bundin við vinnuframlag, en við viljum fá hreinar launahækk- anir,“ sagði hún. „Við viljum ekki fá einhver refsiákvæði með. Sam- ræða um kaupaukakerfi yrði ekki tekin fyrir í tengslum við samn- inga. Astæða þess var sú, að nú eru í gangi tilraunir með hópkerfí og VMSÍ fannst eðlilegast að sú þróun fengi að halda áfram, enda eru misjafnar aðstæður á hveijum stað.“ Ólafur var inntur eftir því, hvers vegna VSÍ hefði ekki getað sam- þykkt Grindavíkursamninginn, en væri í staðinn hlynnt því að gera öðruvísi samninga, vitandi það, að ofan á þá bætast gjaman ýmsar aukagreiðslur. Var Grindavíkur- samningurinn ekki staðfesting á rílcjandi ástandi? „Allar yfirborganir og launaskrið undanfarin tvö ár eru vissulega staðreynd, en Vinnuveit- endasambandið getur á engan hátt haft þar áhrif á,“ sagði Ólafur. „í okkar kerfí eru þetta tveir ólíkir hlutir. Annars vegar eru samningar við verkalýðsfélög, sem verða að hljóta samþykki VSÍ. Hitt er svo annað mál, sem ekki kemur VSÍ við, hvaða aukagreiðslur hver og einn telur sig geta greitt sínu starfs- fólki." kvæmt Grindavíkursamningunum þarf að skila 500 vinnustundum á þremur mánuðum til að fá sex þús- und króna uppbót. Full dagvinna í þijá mánuði eru 520 tímar, svo ef meira en hálfa viku, eða tuttugu tíma, vantar upp á, fæst uppbótin ekki. Það má aldrei neitt út af bregða og það líst okkur ekki nógu vel á. Við erum harðar á því að fá grunnhækkanir, en ekki launaupp- bót, sem hægt er að taka burt ef svo ber við. Við erum ekkert að miða við Grindavíkursamningana í okkar kröfugerð og þeir mega sigla sinn sjó okkar vegna," sagði Elsa Valgeirsdóttir, varaformaður Snót- ar. VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, sagði á hádegisverðar- fundi hjá Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna, í gær að nú stefndi í hörðustu vinnudeilur i 30 ár. Víglundur sagði að 3-5% kaup- máttarrýrnun á þessu ári hefði verið óhjákvæmileg, en verka- lýðshreyfingin vildi ekki horfast í augu við staðreyndir og reyndi því að ná sem hæstri prósentu- hækkun nú til að „fela“ þessa rýrnun í aukinni verðbólgu sem óhjákvæmilega myndi fylgja í kjölfarið. Þar með myndi fast- gengisstefnan falla, en hún hefði verið hornsteinninn í 40% kaup- máttaraukningu síðustu 2 ár, sagði Víglundur. Víglundur sagði að krafan um betri laun handa hinum lægst laun- uðu væri gamall söngur sem þjóðin hefði æ ofan í æ sýnt að hún meinti ekkert með. Tilraunir til að bæta hag hinna lægst launuðu væru ein- faldlega ekki þolaðar af öðrum hóp- um launþega, sem kæmu á eftir og vildu byggja á þeirra samningum, en fá aukalega hækkanir þar á of- an. Ef vilji værí fyrir hendi gæti Alþingi tryggt fólki lágmarkstekjur gegnum skatta- og tryggingakerfí. „Lífskjör á íslandi hafa aldrei verið betri, en óánægja með laun hefur aldrei verið rneiri," sagði Víglundur. Hann sagði að ráðstöf- unartekjur fólks á Islandi að frá- dregnum sköttum væru 15-20% hærri en í Skandinavíu. Það hefði verið auðveit að gera „skynsemis- samningana" 1986 á tíma batnandi efnahags, en verkalýðshreyfingin hefði aðeins einu sinni, árið 1975, þorað að taka tiilit til samdráttar í kaupmætti og gengið að því. A öðrum tímum hefði verkalýðs- hreyfingin grjpið til tveggja ráða þegar séð hefði verið að kaup- máttarrýmun væri óhjákvæmileg; annarsvegar að „fela“ hana með því að semja um háar prósentu- hækkanir, sem yrðu þó strax étnar upp af gengisfeilingu og verð- hækkunum, og hinsvegar að fírra sig ábyrgð með því að láta ríkisvald- ið lögleiða kaupmáttarrýmunina. Víglundur sagði að honum sýndist að nú ætti að grípa til fyrri að- ferðarinnar og eyðileggja þannig fastgengisstefnuna, sem hann kall- aði „öflugustu teigutryggingu sem völ væri á“. Víglundur sagði að hluti af vand- anum væri sá að umræða um launa- og kjaramál í fjölmiðlum risti mjög gmnnt og færi fram af lítiili þekk- ingu. Margir þættir kæmu alls ekki fram þar, svo sem það að vaktaálag hér væri líklega það hæsta í hinum vestræna heimi, og að fískvinnslu- fólk hefði 10-15% hærri laun en nokkur annar hópur ófaglærðs verkafólks. Þá sagði hann að meira væri um pólitíska íhlutun í samn- ingamál nú en verið hefði um ianga hríð og það væri hluti af skýring- unni á því að nú virtist svo sem harðvítugar vinnudeilur væru fram- undan, þrátt fyrir góð lífskjör. Grindavíkursamningar: Viljum grunnhækk- un, en ekki óörugg- ar aukagreiðslur - segir Elsa Valgeirsdóttir * BELDRAY STRAUBORÐIN ERU LÉTT OG MEÐFÆRILEG og standast kröfur um góða aðstöðu jyrir þig og straujámið. Þannig eiga góð strauborð að vera. ic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.