Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 11 Meðlag ennþá talið til tekna námsmanna: Beðið eftír Birgi... eftír Svanhildi Bogadóttur Undanfamar vikur hefur mikið veri ritað og rætt um það hvort stjóm Lánasjóðs ísienskra náms- manna væri lagalega heimilt að telja meðlag til tekna foreldris, og nota það til lækkunar á fram- færsluláni viðkomandi náms- manna. Lagastofnun Háskóla íslands telur að sjóðinn skorti lagalega heimild til þess og hæstvirtur menntamálaráðherra hefur, með tiivitnun í álit Lagastofnunar, ósk- að eftir því við stjóm LÍN að hætt verði að telja meðlög til tekna frá og með næsta hausti. Stjóm LIN hefur nú ákveðið að hætta að telja meðlag til tekna frá 1. júní nk. Hins vegar í dag er meðlag ennþá talið tii tekna náms- manns og engin leiðrétting hefur átt sér stað. Skýlaus krafa allra námsmanna- hreyfínganna er að skerðingin sem af þessu hefur hlotist verði leiðrétt afturvirkt, en hins vegar hefur þær. greint á hvaða leiðum skuli beita til þess. Fjallað var um málið á Alþingi fyrir þremur vikum og töldu flestir þingmannanna sem um málið ræddu, að það bæri að hætta að telja meðlag til tekna á þessum vetri, en ekki bíða með það til næsta hausts. Hæstvirtur menntamálaráðherra sagði við þetta tækifæri að hann myndi ræða þetta mál við stjóm LIN. Síðan em liðnar þrjár vikur og enn hefur ekkert heyrst til menntamálaráðherra. Námsmenn bíða nú spenntir eftir að heyra skoðun hans á þessu máli. Nú er bráðum liðið heilt ár síðan fulltrúar ríkisstjómarinnar í LIN gerðu þau mistök að setja þetta ákvæði inn í úthlutunarreglur fyrir árið 1987—88 og er því ekki úr vegi að rifja aðeins frekar upp gang málsins. Ákvæðinu þröngvað inn Síðastliðið vor, við endurskoðun á úthlutunarreglum Lánasjóðs ísl. námsmanna fyrir veturinn 1987—88, ákvað meirihluti stjórnar LIN að fara að telja bamsmeðlög til tekna foreldris. Þessu mótmæltu allir fulltrúar námsmanna í stjóminni og efuðust um lögmæti þessa ákvæðis, auk þess sem það væri siðlaust að ráð- ast að einstæðum foreldmm til þess að draga úr útgjöldum sjóðs- ins. Reynt að fá mis- tökin leiðrétt Sl. haust lögðu fulltrúar náms- mana í stjóm LÍN fram greinar- gerð fyrir stjómina, þar sem færð vom rök fyrir því að fyrmefnd regla stangaðist á við lög. Vitnað var til bæði bamalaga og dóms Hæstaréttar, þar sem fram kom að meðlag taldist vera eign bams en ekki foreldris. í framhaldi af þessu lögðu full- trúar námsmanna fram tillögu þess efnis að ákvæðið yrði fellt út og þar með hætt að draga meðlög frá lánum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í sjóðsstjóminni vísuðu þessu frá og neituðu að ræða þetta frekar. Þá óskuðu fulltrúar námsmanna eftir að leitað yrði eftir umsögn lögfræðings sjóðsins um lögmæti þessa ákvæðis. Það var fellt af fulltrúum ríkisstjórnarinnar, án umræðu. Álit Lagastofnunar og bréf ráðherra Eftir að tillögur fulltrúa náms- manna fengu ofangreinda meðferð í sjóðsstjóminni, varð ljóst að meiri- hluti stjórnarinnar hafði ekki áhuga á að leiðrétta þessi mistök, þrátt fyrir að fyrir lægi mikil óánægja með þessa reglu bæði meðal lán- þega og starfsmanna LÍN og að ýmis rök hnigu í þá átt að hér væri um lögbrot að ræða. Stúdentaráð Háskóla íslands, í samráði við hinar námsmanna- hreyfingamar, sendi því greinar- gerð sem áður var minnst á til Lagastofnunar Háskóla Islands og óskaði eftir áliti frá henni. Álit Lagastofnunar barst í lok nóvember og var ótvírætt; þ.e. að stjóm LÍN skorti lagaheimild til þess að setja slíkt skerðingar- ákvæði í úthlutunarreglurnar. Í framhaldi af þessu sendi stjóm Stúdentaráðs Háskóla íslands, í samráði við SÍNE og BÍSN, hæst- virtum menntamálaráðherra bréf þar sem vísað var í lagaálit og ósk- aði eftir að hann tæki málið til athugunar og beitti sér fyrir leið- réttingu. Viðbrögð menntamálaráðherra komu þann 21. desember sl. þegar hann sendi stjóm LÍN bréf þar sem vitnað var í álit Lagastofnunar og mælst eindregið til þess að stjóm LÍN félli frá því að líta á bamsmeð- lög sem tekjur lánþega við endur- skoðun úthlutunarreglna og að ákvæðum úthlutunarreglnanna yrði breytt í samræmi við það. Tillaga um niðurfellingu og leiðréttingu Námsmannafulltrúamir í stjóm LÍN töldu að með bréfi sínu hefði menntamálaráðherra viðurkennt að lögum samkvæmt hefði stjóm LIN ekki lagaheimild til að hafa þetta ákvæði í úthlutunarreglum. Því töldum við að það væri ekki einung- is rétt að afnema þetta næsta vet- ur, heldur einnig í núverandi út- hlutunarreglum. Á fyrsta fundi stjómarinnar eftir áramót, þann 28. janúar, lögðu fulltrúar námsmanna því fram til- lögu þess efnis að viðkomandi ákvæði yrði fellt út í núverandi úthlutunarreglum og yrði sú skerð- ing sem af því hefði hlotist leiðrétt með afturvirkum hætti. Við töldum að þessi tillaga væri mjög eðlilegt framhald af bréfi ráð- herra þar sem hann lýsti eindregn- um vilja sínum um að þetta yrði leiðrétt og við töldum að það kæmi því ekki annað til greina en að þetta yrði samþykkt. Ríkisstjómarfiilltrúamir voru hins vegar ekki sammála því og felldu þessa tillögu án efnislegrar umræðu. Þeir höfðu engan áhuga á að ræða þetta mál, frekar en áður. Hins vegar gerðist það hálfum mánuði síðar að ríkisstjómarfull- trúarnir ákváðu að fara eftir þess- um eindregnu tilmælum ráðherra. Með mjög furðulegri málsmeðferð var samþykkt að hætta að telja meðlög til tekna foreldris frá og með 1. júní, þegar nýjar úthlutun- arreglur tækju gildi. Það á sem sagt að láta lögleysuna gilda í að- eins ár. Umræða á Alþingi Þetta svokallaða meðlagsmál Grindavíkurradíói lokað Grindavík, Morgunblaðið/Kr.Ben. Þær Birna Bjarnadóttir og Jóna Þorsteinsdóttir voru glaðlegar á svipinn vegna myndatökunnar en ekki vegna lokunnar á talstöðvun- um sem þær hafa hlustað á undanfarin tíu ár og borið upplýsingar á milli bátanna og lands. ALMENN farsímanotkun og stöðugt færri bátar sem nýta sér þjónustu Grindavíkurradíós er þess valdandi að því hefur nú verið lokað eftir að hafa verið starfrækt áf Útvegsmannafé- laginu í Grindavík í rúm 25 ár. Að sögn Birnu Bjamadóttur og Jónu Þorsteinsdóttur, sem hafa skipts á að vakta talstöðvamar undanfarin ár, hefur radíóið verið opið í 5 vikur á þessu ári og að- eins fjórir bátar nýtt sér þjón- ustuna. „Við höfum séð um þessa þjón- ustu síðan 1977, þegar hún flutti hingað í húsnæði Vörubílastöðvar Grindavíkur og sinnum við henni samhliða vörubílunum,“ sögðu þær stöllur. „Þetta em mikið breyttir tímar eftir að farsímarnir komu því þeg- ar við byijuðum voru fyrstu árin bijálæðisleg. Um sjötíu bátar höfðu þá samband daglega og við þurftum að koma þeim upplýsing- um og skilaboðum áfram. í fyrra datt fjöldi báta sem höfðu reglulega samband við okkur niður í 24 báta og var nú komið niður í Qóra báta svo ekki var orðinn neinn gmndvöllur að halda þjón- ustunni. áfram. Ljóst er að þessi lokun á eftir að valda sambandsleysi milli báta og aðila í landi sem þurfa að fylgj- ast með komutíma. Nú þegar eru hafnarverðir og vigtarmenn farnir að kvarta yfir þessari þróun og þá einkum á kvöldin og nóttinni,“ sögðu þær Bima og Jóna. Kr.Ben. Svanhildur Bogadóttir „Mál er að innbyrðis deilum námsmanna linni. Það er álíka fár- ániegt að halda því fram að Vaka, f.l.s. stiili sér upp með full- trúum ríkisins í stjórn LIN gegn námsmanna- hreyfingunni og að halda því fram að við LIN — fulltrúar náms- manna höfum aðeins lagt fram tillöguna 28. jan. um afturvirka leið- réttingu til þess eins að fá hana fellda.“ kom til umræðu utan dagskrár á Alþingi mánudaginn 15. febrúar sl. I umræðunni kom í ljós að þing- menn úr bæði ríkisstjóm og stjóm- arandstöðu voru sammála um að mjög hæpið væri að telja meðlag til tekna foreldris. Einnig töldu þeir að ekki væri nóg að ákvæði um að meðlag skyldi teljast til tekna foreldris yrði afnumið á kom- andi skólaári. Skomðu þingmenn á ráðherra að beita sér strax á þessu námsári fyrir leiðréttingu. Menntamálaráðherra sagðist engar yfirlýsingar hafa í farteskinu um hvemig fara ætti með fortfð- ina, en sagði að hann myndi að sjálfsögðu ræða um þessi mál við stjóm LÍN. Deilt um aðferðir Mál þetta hefur vakið geysimikla athygli meðal námsmanna og þeir fylgjast vandlega með því. Námsmannahreyfingamar hafa í heild sinni unnið saman að þess- ari árslöngu baráttu fyrir því að meðlag teljist ekki til tekna foreldr- is. Áhersla hefur verið lögð á vönd- uð vinnubrögð og röksemdafærslu. Námsmannahreyfingamar hafa unnið þetta mál í sameiningu og sameinast um hvert skref. Það er aðeins nú á síðustu vikum sem örlítill ágreiningur hefur orðið um aðferðir við að ná fram leiðrétt- ingu á þessum mistökum. Eins og áður Sagði þá fluttu full- trúar námsmanna í stjóm LÍN þá tillögu að umrætt ákvæði yrði þeg- ar afnumið og leiðrétt afturvirkt. Aðrir, svo sem Vaka f.l.s., telja að við höfum farið fullgeyst í þetta og að réttara hefði verið að gera þetta í fleiri skrefum. Við því er það að segja að við töldum og teljum enn þessa aðferð réttasta og eðlilegasta en alltaf má deila um baráttuaðferðir. Sýnu alvarlegri fyrir baráttu okkar í þessu máli eru þær ásakanir sem hafa verið látnar íjúka í báðar átt- ir í fjölmiðlum undanfarið. Mál er að innbyrðis deilum náms- manna linni. Það er álíka fáránlegt að halda því fram að Vaka, f.l.s. stílli sér upp með fulltrúum ríkisins í stjóm LIN gegn námsmanna- hreyfíngunni og að halda því fram að við LIN — fulltrúar námsmanna höfúm aðeins lagt fram tillöguna 28. jan. um afturvirka leiðréttingu til þess eins að fá hana fellda. Markmið okkar allra er jú það sama, þ.e. að fá þetta umrædda ákvæði í úthlutunarreglunum af- numið og fá afturvirka leiðréttingu, og til þess þarf órofa samstöðu allra námsmanna. í biðstöðu Þannig standa málin nú. í sam- ræmi við álit Lagastofnunar hefur stjóm LÍN ákveðið að hætta að telja meðlag til tekna frá 1. júní. Hins vegar virðist afturvirk leið- rétting vegna þessara mistaka, sem gerð voru, ekki vera á döfinni hjá meirihluta stjómarinnar. í þessu sambandi er rétt að geta þess að fyrir sjóðinn er ekki hér um teljandi útgjaldaaukningu að ræða. Það er því skrítið að ráðast á þennan hóp lánþega sém síst skyldi, en í hópnum em einkum einstæðir foreldrar. Þetta er ekki svo stór hópur, eða um 260 manns. Hins vegar skiptir þetta ákvæði mjög miklu máli fyrir þennan hóp, þar sem um er að ræða 52.044 kr. skerðingu á ári fyrir bam. Þetta getur í mörgum tilfellum orðið til þess að fylla mælinn þannig að þetta fólk þurfi að hverfa frá námi. Fyrir það fólk er ekki nóg að ákvæðið verði afnumið á næsta skólaári. Enn hefúr meirihluti stjómar LÍN ekki leiðrétt þetta í núverandi úthlutunarreglum og gert leiðrétt- inguna afturvirka. Ljóst er að ríkis- stjómarfulltrúamir í stjóm LÍN ætla ekkert að gera í þessu máli nema fyrirmæli þar um komi frá hæstvirtum menntamálaráðherra. í bréfi menntamálaráðherra frá 21. des. vitnar hann í álit Laga- stofnunar HI og viðurkennir hann þar með úrskurð hennar. Við teljum að annaðhvort sé heimild í lögum til þess að telja meðlag tekjur for- eldris eða ekki. Ef ekki er heimild fyrir þessu í lögum er ekki nóg að þetta verði afriumið á næsta skóla- ári, heldur ber þá að afnema þetta ákvæði nú þegar og leiðrétta þá skerðingu sem af því hefur þegar hlotist. Á Alþingi þann 15. febrúar sl. lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann ætlaði að ræða þetta mál við stjóm LIN. Við teljum að hann verði nú að taka af skarið og taka ákvörðun í þessu máli. Við fulltrúar námsmanna í sljóm LIN emm til- búin til að hitta ráðherra til að ræða þetta mál. En nú bíðum við eftir viðbrögðum hæstvirts menntamálaráðherra. Höfundur er fulltrúi SÍNE í stjóm LÍN. Hafnarfjörður Nýjar íbúðir í byggingu Kynning verður á íbúðum í byggingu við Suðurhvamm og Fagrahvamm laugardaginn 12.3. og sunnudaginn 13.3. frá kl. 1-6. Teikningar á staðnum. HRAUNHAMARhf Sími 54511 áA FASTEIGNA-OG ■ SKIPASALA aB Reykjavíkurvrgl 72. ■ Hafnarfírði. S- 54511 Sölumaður. Magnús Emilmson, hm. 53274. Lögmann: Cíuðmundur Krimtjénmmon hdl., HlöAver KJartanmmon hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.