Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 9 Þroskaþjálfar Starfsdagur þroskaþjálfa verður haldinn mánu- daginn 14. mars nk. á Grettisgötu 89, 4. hæð, kl. 09.00-17.00. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi föstudaginn 11. mars nk. kl. 14.00-15.30 í síma 29678. Fólag þroskaþjálfa. Skákkeppni framhaldsskóla 1988 hefst á Grensásvegi 46föstudaginn 18. mars nk. kl. 19.30. Keppninni verðurfram haldið laugardag- inn, 19. mars kl. 13-19 og lýkur sunnudaginn, 20. mars kl. 13-17. Keppt er í fjögurra manna sveitum (fyrir nemend- ur f. 1966 og síðar) og er öllum framhaldsskólum heimil þátttaka í mótinu. Þátttöku í mótið má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20-22, í síðasta lagi fimmtudaginn, 17. mars. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, Rvk. Símar: 8 35 40 og 68 16 90. ]feolfskóli /\ John Drummond Lærið að leika golf RÉTT hjá atvinnumanni. * Fullkomin kennsla og ráðgjöf jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna: • Kennt alla daga vikunnar • Hópkennsla — Einkakennsla • Fullkomin æfingaaðstaða opin öllum • Sala á nýjum og notuðum golfbúnaði • Sérfræðileg ráðgjöf við val á búnaði • Leiga á kennslumyndum á myndböndum • Allar frekari upplýsingar veittar í síma 67-38-22 jfGolfskóli /1 John Drummond Nýja Bflaborgarhúsinu, Fosshálsi 1 - gengið inn að norðvestanverðu Hvar er Ás- mundur? Hið fyrsta, sem vekur athygfli er, að Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðnftflmhflnHft íslands, hefur alls ekki verið aðili að þeim viðræðum um kjaramál, sem staðið hafa undanfama mán- uði. Þetta er umhugsun- arefni, ekki sizt vegna þess að þing AJþýðusam- bands íslands kemur saman í haust og Ás- mundur stefnir vafalaust að endurkjöri. Það er ljóst, að skiptar skoðanir eru innan verkalýðsfé- laganna um það, hvort rett sé að endurkjósa hann forseta Alþýðusam- bandsins. Staða Ásmundar Stef- ánssonar í verkalýðs- hreyfingunni tengist stöðu hans í Alþýðu- bandalaginu. Sfðustu ár- in hefur hann stefnt á aukin pólitísk áhrif og gekk m.a. í pólitiskt bandalag með Svavari Gestssyni, þótt kærleikar hafi ekki verið miWlír með þeim fram að þeim tíma. Vafalaust hefur forseti ASÍ hugsað sem svo, að vðld og áhrif for- vera hans í ASÍ, Bjöms Jónssonar og Hannibals Valdemarssonar, hafi mn. byggzt á því, að báðir áttu sætí á þingi. Hann hafi því viljad treysta stððu sína, sem forseti ASÍ með þing- mennsku og pólitiskum áhrifum. Tilraun Ás- mundar til þess að kom- ast tíl pólitískra áhrifa á vettvangi Alþýðubanda- lagsins mistókst og litil pólitísk vinátta er milli hans og Ólafs Ragnars Grimssonar, núverandi formanns flokksins. Jafnframt hefur sam- bandið milli forseta ASÍ og forystu Verkamanna- sambandsins verið kulda- legt. Hann nýtur þvi ekki stuðnings úr þeirri átt og þegar þar við bætist, að fylgismenn Ólafs Ragnars i verkalýðsarmi AljþýdutymdaljkgwinH hafa Guðmundur J. Ásmundur Bjöm Grétar Sviptingar í verkalýðshreyfingu Aö vonum beinist athygli manna mjög að þeim verkalýðsfélög- um, sem felldu kjarasamninga þá, sem Verkamannasambandið og vinnuveitendur gerðu á dögunum. Hins vegar hefur minna verið rætt um þá staðreynd, að mismunandi afgreiðsla kjara- samninganna í verkalýðsfélögunum, endurspeglar að hluta til mikil átök í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Að sumu leyti má segja, að hér sé um að ræða framhald þeirra pólitísku átaka um völdin í Alþýðubandalaginu, sem staðið hafa undanfarna mánuði, að öðru leyti má vera, að hér séu á ferðinni átök milli kynslóða og hagsmunaárekstrar á milli starfshópa. Um þetta verður fjallað í Staksteinum í dag. snúizt gegn honum, þarf kyiISlÓð? engan að undra, þótt for- seti ASÍ sé að einangrast í verkalýðssamtðkunum. Dagsbrun og hinir Þá er augfjóst, að lftil vinátta ríkir á milli for- ystumanna Dagsbrúnar, þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar og Þrastar Ólafssonar og forystumanna félaganna, sem felldu samningana. Guðmundur J. og Þröst- ur tóku vissa áhættu með þvi að skrifa undir samn- inga við VSf. Það hafa þeir vafalaust gert vegna þess, að þeir gerðu sér þ'óst, að félagsmenn þeirra mundu fá meira út úr samningum án verkfalla en samningum í kjölfar verkfalla. Það breytir ekki því, að það er álhshnekkir fyrir þá, að samningamir voru samþykktir svo naum- lega i Dagsbrún og það er líka áfall fyrir þá, sem verkalýðsforingja, að samningamir vom felld- ir svo víða. Þegar svo er komið er þeim tæpast annt um , að það komi i ljós, að aðrir geti gert betur. Þess vegna sitja þeir hjá og fylgjast með framhaldinu. Það hefur óneitanlega verið ákaflega lítil hreyf- ing á forystuliði verka- lýðsfélaganna. Guð- mundur J. Guðmunds- son, formaður Dags- brúnar og Verkamanna- sambandsins, var einn lielzti foringinn i verk- fallsátökunum miklu 1955, fyrir 33 árum. Sennilega er minni hreyfing á forystusveit verkalýðsfélaganna en i nokkurri annarri félags- málahreyfingu i landinu, hveiju nafni, sem nefn- ist- Þess vegna má auð- vitað spyija, hvort sá mismunur á afstöðu, sem • fram kemur þjá Dags- brúnarforystunni annars vegar og formönnum verkalýðsfélaga út á landsbyggðinni hins veg- ar, stafi af því, að ný kynslóð sé að ryðja sér braut á vettvangi verka- lýðsfélaganna. Og ef svo er, má vera, að það komi í ljós, að sú kynslóð, eins og allar aðrar, getí ekki lært nema af eigin reynslu. Þess vegna verði þessir menn að kynnast þvi af eigin raun, til hvers verkföll leiða. Einn þeirra nýju manna, sem tekið hefur verið eftir nú er Björn Grétar á Homafirði. En að hve mikln leyti er þar um að ræða markvissa upp- byggingu forystu Al- þýðubandalagsins á nýju nafni, til þess að skáka hinum eldri verkalýðs- leiðtogum, sem eru flokksforystunni ekki jafn leiðitamir og hinir nýju? Óeining og oroi Innan verkalýðshreyf- ingrftrinnflr eru átök milli Ásmundar Stefánssonar og Dagsbrúnarforyst- unnar. Ennfremur milli forseta ASÍ og formanns Alþýðubandalags. Þá eru átök milli fylgismanna Alþýðubandalagsforystr unnar i verkalýðshreyf- ingunni og forystu ASÍ. Ennfremur milli fvlgis- mnnnft Ólafs Ragnars og Dagsbrúnarforystunnar. Þegar á þetta er lrtið þarf engum að koma á óvart, þótt erfitt sé að festa hendur á því, hvað er að gerast i verkalýðs- félögunum. Þegar við bætast hugsanlega kyn- slóðaátök og jafnvel hagsmunaárekstrar á milli fiskvinnslufólks og annarra starfshópa, get- ur niðurstaðan orðið verkalýðshreyfing, sem engin leið er að ná samn- ingnm við. Brúðkaupsgjafir sem þú velur fyrir vini þína og þá sem þér þykir vœnt um-' N * ) studio-line studiohúsið A HORNI LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR SÍMI 18400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.