Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Hörður í Mosfellsbæ heldur landsmót í hestaíþróttum Mosfellsbæ. AÐALFUNDUR Harðar var haldinn fyrir skömmu og var þar saman- komið mikið fjölnieimi, en 330 manns eru í félaginu. Formaður fé- lagsins er Bjarni Mathiesen og flutti hann skýrslu sljórnarinnar. Það helsta má nefha að félagið er að Ijúka framkvæmdum við sýn- ingarvöll á félagsheimili suð-austan við Völlinn og dómpallur rís þar í vor. Áformað er að haida landsmót í hestaíþróttum 12.—14. ágúst í sum- ar og er það fyrsta mót sinnar teg- undar sem haldið er í landinu innan vébanda ÍSÍ. Svæðið þarna er hið ákjósanlegasta og talið henta mjög vel fyrir svona mót: Þá er einnig áformað að vera þar með kynbóta- sýningu. í félaginu starfa ýmsir dugmiklir tamninga- og sýninga- menn sem eru með á sínum snærum ung kynbótahross í tamningu og hugsa sér gott til þessa móts. Þá verða einnig ýmsar árvissar uppá- komur, t.d. firmakeppni, námskeið og tilheyrandi sýningar. ' Félagið er í Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands og hefír náið sam- starf við Sunnlendinga um kyn- bótahesta sem eru í girðingu félags- ins að írafelli til afnota fyrir hryss- ur félagsmanna. Þá rekur félagið unghestagirðingu á Kjalamesi, en þar eru geymdir yfir sumarið efni- legir stóðhestar og oft þar til kom- in er reynsla á þá. í Kynbótanefnd Harðar eru þeir Pétur Lárusson í Káranesi, Guðmundur Jónsson, Reykjum, og Leifur Jóhannesson, formaður LH. Félagið hefir til af- nota jörðina Þverárkot á Kjalamesi og notar svæðið til áningar og ungl- ingastarfs. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir starfsemi félagsins og reyndar samtaka hestamanna í landinu. Formaður LH, Leifur Jó- hannesson, sem starfar í Herði eft- ir að hann fluttist í héraðið, sagði fréttir af málefnum LH. Mosfellsbær er sennilega fyrsta bæjarféiagið sem hefir tekið reið- vegi inn í sitt aðalskipulag og feng- ið það staðfest af ráðherra. Þetta kemur sér vel þegar verið er að tengja reiðvegi skipulagi nærliggj- andi sveitarfélaga. Eftir tvö ár verður félagið 40 ára og em menn famir að hyggja að þessum tímamótum. Líklegt er að afmælishátíð eða að minnsta kosti hluti hennar verði í tengslum við landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður að Varmá í Mosfells- bæ sumarið 1990. Formaður félagsins var endur- kjörinn Bjami Mathiesen, en aðrir stjómarmenn em Sveinbjöm Ragn- arsson, Gígja Magnúsdóttir, Sess- élja Guðjónsdóttir, Kristján Finns- son, Jón Jónsson jr., Þórður Axels- son og Öm Harðarson. í byggingar- nefnd félagsheimilisins vom kosnir þeir Öm Kemested, Pétur Jökull og Hreinn Ólafsson. - JMG KEPPNIN Kaupmannahöfii: HOTEL BORG DANSLAGA- Morgunblaðið/Guðrún L Ásgeiredóttir Hjálmar Þorsteinsson, sem sýnir um þessar mundir í Panum-stofnun- inni í Kaupmannahöfn. Undanúrslit fyrra kvölds 13. mars. Lögin sem leikin verða: 1. Hálkublettir. Höfundur: Snati. 2. Þannig leið nóttin. Höfundur: Heiðarbúi. 3. Tannaleit. Höfundur: Ari Ormur 4. Sjómannapolki. Höfundur: Krúsi. 5. Kveðjustund. Höfundur: Öðlingur. BV Hand lyftr vagnar BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML672444 Malverkasýmng Hjálm- ars Þorsteinssonar Kaupmannahöfn. SÁ HLUTI Kaupmannahafharháskóla, sem rúmar rannsóknastofúr og tannlæknadeildina, heitir Panum Institutet og stendur við Tagens- veg beint á móti Ríkisspítalanum. Peter Ludwig Panum var prófessor í lífeðlisfræði við Hafiiarháskóla og stofiiaði fyrstu norrænu deildina í læknisfræðirannsóknum 1867. Panum-stofnunin er byggð á lóð gamla Blegdams-sjúkrahúsisins, sem íslendingar þekkja frá fyrri tíð, og var hafizt handa um bygginguna 1970. En flestir íslenzkir sjúklingar, sem koma hingað til lækninga nú, dvelja á Ríkisspítalanum, og þekkja þeir vel hina marglitu reykháfa rannsóknabyggingarinnar, sem blasa við handan götunnar. Þessir skæru litir setja víðar svip á bygg- inguna, en hún er björt og rúmgóð innan og víða prýdd listaverkum. íslenzkur listamaður eykur eiin á Qölbreytileika litanna í Panum- stofnuninni þessa dagana, er Hjálm- ar Þorsteinsson listmálari sýnir þar olíumálverk og vatnslitamyndir. Skreyta myndimar hluta af Iífefna- fræðideildinni og eru andstæða við hvítt og sótthreinsað umhverfi rann- sóknarstofanna, þar sem unnið er að genasplæsingu. Formaður Listafélags stofnunar- innar, Ellen Höyer, er ánægð með framlag Hjálmars til félagsins, en það gengst fyrir 6—7 sýningum ár- lega og komast færri að en vilja, því að fjöldi fólks sér sýningamar og vel gert við sýnendur. Næst mun norska listakonan Anna Karen Landraae sýna hjá Panum Institut- ets Kunstforeiiing. Það fer vel á með þeim systrun- um, vísinda- og listagyðjunni, sagði Hjálmar í viðtali. Hann mun næst sýna með Listafélagi Amager í maí í ráðhúsinu í Tamby, og mun Finn Falkersby, kunnur sýningamaður og uppboðshaidari, sjá um þá sýningu. — G.L. Ásg. Félagsvist kl. 9.00 Gömlu dansamir kl. 10.30 HrHljómsveitin Tíglar ÍT Miðasala oprtarkl. 8.30 ÍT Cóð kvöldverðlaun ★ Stuð og stemmning á Gúttógleði S.G.T._____________________ Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010 Staður allra sem vilja skemmta sér án áíengis. Lífsins lagermaður Gaui hélt sína fyrstu stórtónleika sl. sunnudags- kvöld í Lækjar- tungli. Eitthvað virðist þó kynn- ing á tónleikun- um hafa mis- farst, því ekki gat gagnrýn- andi betur séð en áheyrendur innan við ann- an tuginn. Með Gaua leikur sveitin Gíslarnir, sem er líklegast þekktari undir nafninu Cen- taur. Það voru og Kentárar sem voru fyrstir á svið og sögð- ust ætla að hefja leikinn á Gaui, lífsins lagermaftur. Ljósmynd/BS óæfðu efni. Ekki var annað að heyra en efnið væri samt eitt- hvað æft því sveitin small lygi- lega saman á köflum. Helst galli hennar er að hún leikur jafnan blúsa sem eru orðnir ofspilaðir fyrir áratugum og því vantar oft spennu í flutninginn sem lyftir lögunum. í þeim þrem eða fjórum lögum sem sveitin lék, nær óæfð, þetta kvöld var þó fyrir hendi spenna, enda voru menn að spila hver upp í annan. Sérlega skemmtilegt var framlag píanóleikara sveitarinnar sem sýndi á sér góðar hliðar, en gítarleikari og munnhörpuleik- ar sýndu og tilþrif. Gaui Næstur á svið var Gaui, sem byrjaði á að syngja fjögur lög við eigin undirleik á kassagítar. Þar mátti heyra að hann stend- ur nokkuð í skugga Bubba Morthens í flutningi, en betur hefði hann dregið meiri dám af lagasmíðum Bubba, því lög- in voru hvert öðru líkt og höfðu ekkert merkjanlegt við sig. Lög sem lítið erindi eiga til áheyr- enda, þrátt fyrir góða texta, með jafndaufar útsetningar og voru á þeim þetta kvöld. Þegar Gíslarnir tóku við und- irleiknum var annað upp á ten- ingnum. Allar úsetningar laga þeirra sem voru á plötu Gaua fyrir áramót höfðu verið hreinsaðar af mestallri tilgerð- inni sem dró þau niður þar og gerðu plötuna að einum mestu vonbrigðum ársins í íslenskri hljómplötuútgáfu. Svo vel tókst til að á köflum urðu úr áheyrilegustu rokklög; Gaui sýndi fram á að hann er áheyri- legur rokksöngvari og hljóm- sveitin bar hann uppi enda fyr- irtakssveit. Lögin er þó því marki brennd að þótt þau hafi batnað mikið þá eru þau enn sama miðjumoðið og Gaua skortir mikið á að semja lög sem festast í minni. Þar til það verður fær hann ekki mikið fleiri gesti á tónleika hjá sér en þetta kvöld í Lækjartungli. Kentárar blúsa af krafti. Ljósmynd/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.