Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988
Hörður í Mosfellsbæ heldur
landsmót í hestaíþróttum
Mosfellsbæ.
AÐALFUNDUR Harðar var haldinn fyrir skömmu og var þar saman-
komið mikið fjölnieimi, en 330 manns eru í félaginu. Formaður fé-
lagsins er Bjarni Mathiesen og flutti hann skýrslu sljórnarinnar.
Það helsta má nefha að félagið er að Ijúka framkvæmdum við sýn-
ingarvöll á félagsheimili suð-austan við Völlinn og dómpallur rís þar
í vor.
Áformað er að haida landsmót í
hestaíþróttum 12.—14. ágúst í sum-
ar og er það fyrsta mót sinnar teg-
undar sem haldið er í landinu innan
vébanda ÍSÍ. Svæðið þarna er hið
ákjósanlegasta og talið henta mjög
vel fyrir svona mót: Þá er einnig
áformað að vera þar með kynbóta-
sýningu. í félaginu starfa ýmsir
dugmiklir tamninga- og sýninga-
menn sem eru með á sínum snærum
ung kynbótahross í tamningu og
hugsa sér gott til þessa móts. Þá
verða einnig ýmsar árvissar uppá-
komur, t.d. firmakeppni, námskeið
og tilheyrandi sýningar.
' Félagið er í Hrossaræktarsam-
bandi Suðurlands og hefír náið sam-
starf við Sunnlendinga um kyn-
bótahesta sem eru í girðingu félags-
ins að írafelli til afnota fyrir hryss-
ur félagsmanna. Þá rekur félagið
unghestagirðingu á Kjalamesi, en
þar eru geymdir yfir sumarið efni-
legir stóðhestar og oft þar til kom-
in er reynsla á þá. í Kynbótanefnd
Harðar eru þeir Pétur Lárusson í
Káranesi, Guðmundur Jónsson,
Reykjum, og Leifur Jóhannesson,
formaður LH. Félagið hefir til af-
nota jörðina Þverárkot á Kjalamesi
og notar svæðið til áningar og ungl-
ingastarfs.
Á fundinum kom fram mikill
áhugi fyrir starfsemi félagsins og
reyndar samtaka hestamanna í
landinu. Formaður LH, Leifur Jó-
hannesson, sem starfar í Herði eft-
ir að hann fluttist í héraðið, sagði
fréttir af málefnum LH.
Mosfellsbær er sennilega fyrsta
bæjarféiagið sem hefir tekið reið-
vegi inn í sitt aðalskipulag og feng-
ið það staðfest af ráðherra. Þetta
kemur sér vel þegar verið er að
tengja reiðvegi skipulagi nærliggj-
andi sveitarfélaga.
Eftir tvö ár verður félagið 40 ára
og em menn famir að hyggja að
þessum tímamótum. Líklegt er að
afmælishátíð eða að minnsta kosti
hluti hennar verði í tengslum við
landsmót ungmennafélaganna sem
haldið verður að Varmá í Mosfells-
bæ sumarið 1990.
Formaður félagsins var endur-
kjörinn Bjami Mathiesen, en aðrir
stjómarmenn em Sveinbjöm Ragn-
arsson, Gígja Magnúsdóttir, Sess-
élja Guðjónsdóttir, Kristján Finns-
son, Jón Jónsson jr., Þórður Axels-
son og Öm Harðarson. í byggingar-
nefnd félagsheimilisins vom kosnir
þeir Öm Kemested, Pétur Jökull
og Hreinn Ólafsson.
- JMG
KEPPNIN
Kaupmannahöfii:
HOTEL BORG
DANSLAGA-
Morgunblaðið/Guðrún L Ásgeiredóttir
Hjálmar Þorsteinsson, sem sýnir um þessar mundir í Panum-stofnun-
inni í Kaupmannahöfn.
Undanúrslit fyrra
kvölds 13. mars.
Lögin sem leikin verða:
1. Hálkublettir.
Höfundur: Snati.
2. Þannig leið nóttin.
Höfundur: Heiðarbúi.
3. Tannaleit.
Höfundur: Ari Ormur
4. Sjómannapolki.
Höfundur: Krúsi.
5. Kveðjustund.
Höfundur: Öðlingur.
BV
Hand
lyftr
vagnar
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML672444
Malverkasýmng Hjálm-
ars Þorsteinssonar
Kaupmannahöfn.
SÁ HLUTI Kaupmannahafharháskóla, sem rúmar rannsóknastofúr
og tannlæknadeildina, heitir Panum Institutet og stendur við Tagens-
veg beint á móti Ríkisspítalanum. Peter Ludwig Panum var prófessor
í lífeðlisfræði við Hafiiarháskóla og stofiiaði fyrstu norrænu deildina
í læknisfræðirannsóknum 1867.
Panum-stofnunin er byggð á lóð
gamla Blegdams-sjúkrahúsisins,
sem íslendingar þekkja frá fyrri tíð,
og var hafizt handa um bygginguna
1970. En flestir íslenzkir sjúklingar,
sem koma hingað til lækninga nú,
dvelja á Ríkisspítalanum, og þekkja
þeir vel hina marglitu reykháfa
rannsóknabyggingarinnar, sem
blasa við handan götunnar. Þessir
skæru litir setja víðar svip á bygg-
inguna, en hún er björt og rúmgóð
innan og víða prýdd listaverkum.
íslenzkur listamaður eykur eiin á
Qölbreytileika litanna í Panum-
stofnuninni þessa dagana, er Hjálm-
ar Þorsteinsson listmálari sýnir þar
olíumálverk og vatnslitamyndir.
Skreyta myndimar hluta af Iífefna-
fræðideildinni og eru andstæða við
hvítt og sótthreinsað umhverfi rann-
sóknarstofanna, þar sem unnið er
að genasplæsingu.
Formaður Listafélags stofnunar-
innar, Ellen Höyer, er ánægð með
framlag Hjálmars til félagsins, en
það gengst fyrir 6—7 sýningum ár-
lega og komast færri að en vilja,
því að fjöldi fólks sér sýningamar
og vel gert við sýnendur. Næst mun
norska listakonan Anna Karen
Landraae sýna hjá Panum Institut-
ets Kunstforeiiing.
Það fer vel á með þeim systrun-
um, vísinda- og listagyðjunni, sagði
Hjálmar í viðtali. Hann mun næst
sýna með Listafélagi Amager í maí
í ráðhúsinu í Tamby, og mun Finn
Falkersby, kunnur sýningamaður og
uppboðshaidari, sjá um þá sýningu.
— G.L. Ásg.
Félagsvist
kl. 9.00
Gömlu dansamir
kl. 10.30
HrHljómsveitin Tíglar
ÍT Miðasala oprtarkl. 8.30
ÍT Cóð kvöldverðlaun
★ Stuð og stemmning á Gúttógleði
S.G.T._____________________
Templarahöllin
Eiriksgötu 5 - Simi 20010
Staður allra sem vilja skemmta sér án áíengis.
Lífsins
lagermaður
Gaui hélt
sína fyrstu
stórtónleika sl.
sunnudags-
kvöld í Lækjar-
tungli. Eitthvað
virðist þó kynn-
ing á tónleikun-
um hafa mis-
farst, því ekki
gat gagnrýn-
andi betur séð
en áheyrendur
innan við ann-
an tuginn.
Með Gaua
leikur sveitin
Gíslarnir, sem
er líklegast
þekktari undir
nafninu Cen-
taur. Það voru
og Kentárar
sem voru fyrstir
á svið og sögð-
ust ætla að
hefja leikinn á
Gaui, lífsins lagermaftur.
Ljósmynd/BS
óæfðu efni. Ekki var annað að
heyra en efnið væri samt eitt-
hvað æft því sveitin small lygi-
lega saman á köflum. Helst
galli hennar er að hún leikur
jafnan blúsa sem eru orðnir
ofspilaðir fyrir áratugum og því
vantar oft spennu í flutninginn
sem lyftir lögunum. í þeim
þrem eða fjórum lögum sem
sveitin lék, nær óæfð, þetta
kvöld var þó fyrir hendi
spenna, enda voru menn að
spila hver upp í annan. Sérlega
skemmtilegt var framlag
píanóleikara sveitarinnar sem
sýndi á sér góðar hliðar, en
gítarleikari og munnhörpuleik-
ar sýndu og tilþrif.
Gaui
Næstur á svið var Gaui, sem
byrjaði á að syngja fjögur lög
við eigin undirleik á kassagítar.
Þar mátti heyra að hann stend-
ur nokkuð í skugga Bubba
Morthens í flutningi, en betur
hefði hann dregið meiri dám
af lagasmíðum Bubba, því lög-
in voru hvert öðru líkt og höfðu
ekkert merkjanlegt við sig. Lög
sem lítið erindi eiga til áheyr-
enda, þrátt fyrir góða texta,
með jafndaufar útsetningar og
voru á þeim þetta kvöld.
Þegar Gíslarnir tóku við und-
irleiknum var annað upp á ten-
ingnum. Allar úsetningar laga
þeirra sem voru á plötu Gaua
fyrir áramót höfðu verið
hreinsaðar af mestallri tilgerð-
inni sem dró þau niður þar og
gerðu plötuna að einum mestu
vonbrigðum ársins í íslenskri
hljómplötuútgáfu. Svo vel
tókst til að á köflum urðu úr
áheyrilegustu rokklög; Gaui
sýndi fram á að hann er áheyri-
legur rokksöngvari og hljóm-
sveitin bar hann uppi enda fyr-
irtakssveit. Lögin er þó því
marki brennd að þótt þau hafi
batnað mikið þá eru þau enn
sama miðjumoðið og Gaua
skortir mikið á að semja lög
sem festast í minni. Þar til það
verður fær hann ekki mikið
fleiri gesti á tónleika hjá sér
en þetta kvöld í Lækjartungli.
Kentárar blúsa af krafti.
Ljósmynd/BS