Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Sovétríkin: Sérstök rannsókn á óeirðunum í Sumgajt Moskvu. Reuter. SÉRSVEIT innan sovésku lög- reglunnar hefur verið send til Azerbajdzhan til að finna þá, sem höfðu sig mest í frammi í óeirð- unum i borginni Sumgajt fyrir KTPEHH ; T P y A £1IU M M H C 51 Forsíða Kommunist, málgagns armenska kommúnistaflokksins, þar sem skýrt var frá rannsókn- inni á uppþotunum í Sumgajt. og um síðustu mánaðamót. Urðu þá 32 menn múgnum að bráð, aðallega Armenar. Var frá þessu skýrt með tilkynn- ingu, sem birtist í Kommunist, málgagni armenska kommúnista- flokksins, og kom þar einnig fram, að rannsakendur frá skrifstofu ríkissaksóknara og glæparann- sóknadeild innanríkisráðuneytisins yrðu einnig sendir á vettvang. Hef- ur bl'aðið það eftir Vasflíj Trúshín, fyrsta aðstoðarinnanríkisráðherra, að „sérstök áhersla verður lögð á rannsókn glæpanna, sem framdir voru í Sumgajt". Augljóst þykir, að með þessu vilji Sovétstjómin fullvissa Armena um, að fram fari hlutlaus rannsókn á atburðunum í Sumgajt en ekki að- eins á vegum yfirvalda í Azerbajdz- han. Míkhafl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, sagði í yfírlýsingu í fyrradag, að versnaði ástandið og þjóðemisólgan í Sovétrílqunum gæti það orðið til að gera að engu það, sem áunnist hefði á þeim 70 ámm, sem liðin eru frá bylting- unni. Önnur ummæli hans benda einnig til, að Armenum verði ekki skilað hinu umdeilda héraði, sem nú tilheyrir Azerbajdzhan. Kverka- tak Til átaka kom milli Tíbeta og indverskra lögregluþjóna nálægt forsetahöllinni í Nýju Dehlí í gær. Tíbetarnir hugðust ganga að kínverska sendiráðinu til þess að minnast þess að 29 ár væru liðin frá uppreisnarinnar í Tíbet. Lögregla varnaði göngumönnum að komast til sendiráðsins og sló þá í brýnu. Slösuðust 12 Tíbetar í átökunum og 10 lögregluþjón- ar. Tíbetarnir, sem voru um 500 talsins, báðust síðar afsökunar á þvi að hafa lagt til atlögu gegn lögreglunni. Á myndinni má sjá indverskan lögregluþjón taka tíbezkan munk kverkataki í átök- unum í Nýju Dehlí í gær. Reuter Moskva: Heil fjölskylda stóð að baki fliigráninu - þar á meðal sjö bræður, kunnjasshljómsveit í Sovétríkjunum Samstöðuleiðtogar fá ekki að sækja verkalýðsþing Varajá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hinna útlægu óháðu verka- lýðssamtaka f Póllandi, sagði í gær að sér og þremur öðrum Samstöðuleiðtogum __ hefði verið meinað að fara til Ástralíu. Walesa og félagar hans hafði verið boðið að sækja þing Alþjóða- sambands óháðra verkalýðsfélaga (ICFTU), sem hefst í Melboume í Ástralíu í næstu viku. „Mér þykir leitt að þurfa að til- kjmna að sendinefnd Samstöðu á þess ekki kost að sækja þing sam- bandsins. Pólsk yfirvöld ákváðu að koma í veg fyrir að af þátttöku Samstöðu yrði,“ sagði í yfirlýsingu frá Walesa, sem Janusz Onyszki- ewicz, talsmaður verkalýðssamtak- anna, afhenti fréttamönnum í gær. Að sögn Walesa hafa yfírvöld ekki svarað umsókn Samstöðuleið- toganna um leyfí til að fara til Ástralíu. Pólska stjómin hefur gefíð út yfírlýsingu um að leyfi til ferðar- innar fáist ekki þar sem heimsókn- in myndi bijóta gegn pólskum hags- munum. Walesa þakkaði áströlsku verka- lýðssamtökunum og ríkisstjóminni í Canberra fyrir að bjóða fulltrúum Samstöðu til Ástralíu. Bill Haydn, Gaddaf i vill að dauðarefsing verði afnumin Beirut. Reuter. MUAMMAR Gaddafi Libyuleið- togi vill, að dauðarefsing verði afnumin í landi hans, að því er hin opinbera fréttastofa Libyu, JANA, sagði í gær. í frétt JANA sagði, að Gaddafi hefði lagt fram tillögu þessa efnis á þjóðþingi landsins á miðvikudag. „Libyski leiðtoginn lagði til, að dauðarefsing yrði afnumin og ævin- langt fangelsi kæmi í hennar stað,“ sagði í fréttinni. Gaddafí lagði til, að ævilöngu fangelsi yrði aðeins beitt gegn þrenns konar ódæðisverkum: njósn- um, beitingu vopna eða landráðum. Libysk stjómvöld segja sjaldan opinberlega frá aftökum. í síðasta mánuði sökuðu mannréttindasam- tökin Amnesty Intemational Libyu- stjóm um að Iáta taka stjómmála- andstæðinga sína af lífi. utanríkisráðherra Ástralíu, hefur látið í ljós óánægju með afstöðu pólsku stjómarinnar. Vegna afstöðu pólsku stjómar- innar hafa ástralskir verkalýsðleið- togar gripið til hefndarráðstafana gegn pólsku ræðismannsskrifstof- unni í Sydney. Sorp er ekki hirt frá skrifstofunni og hún fær engan póst afhentan. Hebron. Reuter. MIKIL spenna ríkti í gær í borg- inni Hebron á Vesturbakkanum og héldu Palestínumenn því fram, að ísraelskir landnemar hefðu gengið berserksgang um borgina en ísraelarnir kváðust aftur óttast, að Palesínumenn hygðust drepa þá alla. Þúsundir Palestínumanna fóm í nótt sem leið upp á húsþök og hróp- uðu þaðan „Allah akhbar", „Mikill er guð“, en þá höfðu ísraelskir land- nemar og aðrir ísraelar farið hópum saman um götur borgarinnar og Moskvu. Reuter. ELLEFU manna fjölskylda frá Síberíu stóð að baki flugráninu í Sovétríkjunum í fyrradag en þegar yfir lauk lágu fimm úr fjölskyldunni í valnum, þrír far- þegar og ein flugfreyja. Dagblaðið Ízvestía, málgagn stjómarinnar, sagði, að meðal flug- ræningjanna hefði verið heil jass- hljómsveit, „Símonamir sjö“, allt bræður, móðir þeirra og líklega þijár systur. Tass-fréttastofan sagði, að fímm þeirra hefðu fallið þegar hermenn réðust um borð í flugvélina en hún hafði verið að eyðilagt bfla í eigu Palestínumanna. ísraelamir segjast aftur hafa vakn- að við hrópin „Slátmm gyðingun- um“ og þá gripið til vopna sér til vanjar. í Hebron, sem er helg borg í augum gyðinga sem múhameðs- trúarmanna, búa nokkur hundmð gyðinga innan um 100.000 Pal- estínumenn. í fyrradag vora tveir Palestínu- menn skotnir og hafa þá að minnsta kosti 90 fallið frá því upp úr sauð á hemumdu svæðunum 9. desemb- er. Myndin var tekin á Vesturbakkanum í gær þegar ísraelskir hermenn handtóku palestínska unglingsstúlku. + Israel: Mikil spenna á Vesturbakkanum koma frá borginni írkútsk og hafði verið lent á herflugvelli í Leningrad. Kunnir skemmtikraftar Ízvestía sagði, að flugræningj- amir, Ovetsjkín-fjölskyldan, væm þekkt fólk í sinni heimaborg. Væm bræðumir kunnir skemmtikraftar og hefðu m.a. nýlega komið fram í Japan. Móðir þeirra, Nínel Ovetsjkín, hefði verið kona á sex- tugsaldri með sæmdarheitið „Hetju- rnóðir" vegna þess, að hún hafði alið að mestu ein upp tíu böm. Fólkið fór um borð í flugvélina f írkútsk ásamt nokkmm bömum, sem ekki var gerð nánari grein fyr- ir, en eftir viðkomu í Kúrgan nokk- uð fyrir austan Úralfjöll dró fólkið hlaupstýfðar haglabyssur upp úr pússi sfnu og krafðist þess, að flog- ið yrði „til kapitalísks ríkis, til Lon- don“. Klúður hjá hernum Flugmennimir sögðu flugræn- ingjunum, að þeir ætluðu að lenda í Kotka í Finnlandi en lentu þess í stað á herflugvelli fyrir utan Leníngrad Jjar sem hermenn vom til taks. í Izvestíu var raunar gefíð í skyn, að herinn hefði klúðrað málinu því þegar vélin lenti sáu bæði farþegar og flugræningjar hermenn hlaupa á móti henni og það var þá, sem fyrstu skotunum var hleypt af inni í vélinni. Hörfuðu undan skot- hríðinni Flugfreyjan, Tamara Zharkaja að nafni, fékk talið ræningjana á að leyfa eldsneytistöku en þegar þeir sáu, að hermenn höfðu mannáð bensinbflana, skutu þeir hana um- svifalaust. Fimm hermannanna bmtust nú inn í flugstjómarklefann og reyndu að komast þaðan inn í farþegaiýmið en fjölskyldan tók á móti þeim með ákafri skothríð svo þeir urðu að hörfa, tveir illa særð- ir. Tíu mínútum síðar varð spreng- ing aftast í vélinni og þegar örvænt- ingarfullir farþegar reyndu að kom- ■ ■■ ERLENT, ast burt um neyðarútgang mddust hermenn inn á móti þeim með byss- ur á lofti. Skutu móður sína Ízvestía hefur það eftir vitnum, að þegar Ovetsjkín-bræðumir hafi séð, að öll von var úti, hafí þeir skotið móður sína og síðan styttu tveir þeirra sér aldur en sá þriðji lést við sprenginguna. Einn bróðir- inn, ígor Ovetsjkín, komst út úr vélinni innanum farþegana en fannst síðar þar sem hann hafði falið sig í bfl á flugvellinum. Ekk- ert sagði um örlög hinna úr fjöl- skyldunni en gefið í skyn, að þau hefðu verið handtekin. Ízvestía segir í frétt frá írkútsk, að kunningjar Ovetsjkín-fjölskyld- unnar séu mjög undrandi á því, sem gerst hefur, en nágrannar hennar vissu þó, að undanfamar vikur hafði hún verið að selja húsgögn og aðr- ar eigur sínar. Um franska þýðingu á Snorra-Eddu í Morgunblaðinu 10. mars var sú frétt, að franska for- lagið Gallimard í París hefði ákveðið að gefa út franska þýðingu Snorra-Eddu (reyndar Gylfaginningu og nokkurs hluta Skáldskapar- mála) ásamt Ynglingasögu. Frétt þessi er komin úr norska blaðinu Aftenposten og er þar sagt, að Frakkar telji Snorra Sturluson hafa verið norskan rithöfund. Þessi full- yrðing stafar af einhveijum misskilningi. Frakkar — eink- um fræðimenn á þessu sviði — vita vel, að Snorri var íslenskur rithöfundur og auðvitað kemur ekki til mála að kynna Snorra sem „norsk-íslenskan rithöf- und“ í Frakklandi. Undirritaður hefur nú um skeið unnið í Stofnun Árna Magnússonar á íslandi að nefndum þýðingum, sem vænt- anlega koma út næsta ár. Dr. Fran^ois-Xavier Dill- mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.