Morgunblaðið - 11.03.1988, Side 60

Morgunblaðið - 11.03.1988, Side 60
 | ALHLIÐA PRENTÞJÖNUSTA :il GuðjónÓLhf. I / 91-27233 I wgtmtfiifrlfe FOSTUDAGUR 11. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Dagsbrún: Landarekki úr Eyjabátnm Verkalýðsfélagið Dagsbrún hefur ákveðið að afgreiða ekki fisk úr bátum frá Vestmannaeyjum, að sögn Guðmundar J. Guðmundsson- ar, formanns Dagsbrúnar. Sagði hann þetta gert í samúðarskyni við verkfall Snótar í Eyjum og byggt á áratuga hefð um að verkalýðs- félög leyfðu það ekki að vinna sem félli niður vegna verkfalls yrði flutt á annan stað. Guðmundur sagðist hafa gert Samtogi í Vestmannaeyjum, útgerð Breka VE, og Fiskmarkaðinum í Reykjavík grein fyrir þessari ákvörðun Dagsbrúnar eftir að hann hefði heyrt að til stæði að Breki landaði í Reykjavík á sunnudag. Hann sagðist vita af einum bát úr Vestmannaeyjum sem hefði landað 30-40 tonnum af fiski í Reykjavík eftir að verkfall Snótarkvenna hófst, en í framtíðinni yrðu hafðar góðar gætur á að ekki yrði landað úr Eyjabátum. Guðmundur sagðist telja ólíklegt að Eyjabátum yrði leyft að landa nokkurs staðar á landinu. Hjörtur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Samtogs, sagðist vilja sem minnst segja um málið, það kæmi bara í ljós hvað gerðist. Hann sagðist ekki hafa heyrt að Dagsbrún hefði gefíð út neina sam- úðarvinnustöðvun ennþá. Landris við Kröflu: Vaxandi goshætta HÆGT landris hefur verið við Kröflu síðan í lok janúar og fer land þar enn hækkandi. Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings fer goshætta á svæðinu því heldur vaxandi á meðan þetta ástand varir, þótt ekki væri ástæða til að gera meira úr þeirri hættu nú en í fyrravetur, þegar Áhuginn á stærðfræði minnkandi „SKORTUR á kennurum, sem hafa tilskilda menntun til að kenna stærðfræði er orðinn mjög mikill. Frá þvi um 1980 hafa að meðaltali tveir út- skrifast árlega með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla ís- lands og fáir þeirra farið í kennslu," sagði Ragnar Sig- urðsson, formaður íslenska stærðfræðafélagsins, í sam- tali við Morgunblaðið „Nærtækasta skýringin er sú“ sagði Ragnar, „að laun kennara séu of lág en ég held að ástæðumar séu fleiri. Margir þeirra sem hafa útskrifast með BS-próf í stærðfræði á undan- fömum ámm tóku hagnýta stærðfræði eða tölvufræði sem aukagrein og það hefur verið auðvelt fyrir þá að fá vel borg- aða vinnu við tölvur. Fáir þeirra em með próf í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskólan- um og hafa því ekki réttindi til að kenna stærðfræði í fram- haldsskólunum. Áhugi á hreinni stærðfræði virðist hafa farið minnkandi í heiminum undan- farinn áratug, ef til vill vegna tölvanna, en einnig gæti verið að stærðfræði sé ekki sett nógu skemmtilega fram í framhalds- skólunum," sagði Ragnar. hægt landris var á Kröflusvæð- inu allt frá því í október 1986 og fram í apríl 1987. Páll sagði að greinilegt væri að aðstreymi kviku undir eldstöðinni hefði nú byijað aftur með vaxandi þrýstingi í kvikuholunum. Aðspurð- ur um hvort búast mætti við gosi á næstunni af þessum sökum sagði Páll að ómögulegt væri að spá fyr- ir um slíkt þótt slíkar kvikuhreyf- ingar væm oft undanfari gosa. '„Raunar hafa menn verið að búast við Kröflugosi í nokkur undanfarin ár,“ sagði hann. „Þegar þrýstingur- inn fer upp fyrir það sem hann hefur verið áður má alltaf búast við gosi, þótt það þurfi ekki endi- lega að koma á næstu dögum, vik- um eða mánuðum. Þetta getur líka alveg eins hætt, eins og raunin varð á í fyrra," sagði Páll. Hann sagði að þessu ástandi fylgdu spmngubreytingar og jarð- skjálftar, en síðan í byijun febrúar hefðu mælst frá 5 og upp í 20 skjálftar á dag. Þeir væm hins veg- ar svo vægir að þeir fyndust ekki heldur kæmu eingöngu fram á mælum. Morgunblaðið/Kr.Ben. Þorskurinn kominn á þurrt ÞEIR á Hraunsvíkinni GK róa stíft í Röstina og Víkurnar vestan Grindavíkur enda er þar boltafisk- ur ef hann gefur sig. Gísli Jónsson skipstjóri var að taka á móti löndunarmálinu eftir einn róður á dögunum en var ekkert alltof hress með fiskiriið. Menn lifa þó lengi í voninni um að það batni. Fólkið fær peningana eins og um var samið - segja fiskverkendur í Grindavík Grindavík. „HÉR er ennþá traust á milli manna eftir þennan fund í kvöld og fólkið fær þá peninga sem fól- ust f samkomulaginu frá því f fyrradag,“ sagði Guðmundur Þor- björnsson formaður Vinnuveit- endafélags Grindavikur eftir að fundi lauk með samninganefndum vinnuveitenda og verkafólks f Grindavík f gærkvöldi. „í fram- haldi af þessu hafa orðið þau við- brögð þjá fiskverkendum í landinu að þeir ætla að fjölmenna til viðræðna við fiskvinnslufólk hjá ríkissáttasemjara og er það gffurlega stórt skref fram á við fyrir fiskvinnsluna og fiskvinnslu- fólk,“ sagði hann. Á fundinum í gærkvöldi ræddu samningsaðilar kaupauka og premíu í saltfiskverkun í framhaldi af „Grindavíkursamkomulaginu" frá því í fyrrinótt. Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfélagsins var mjög sáttur við þessar viðræður og sagði að málið væri á góðri leið með að verða viðunandi, sérstaklega hvað varðaði bónusinn. „Það er stórmál fyrir verkafólk í saltfiski að vinnu- veitendur hafi nú viðurkennt að full þörf er fyrir lagfæringu á bónusn- um,“ sagði Benóný. Fundurinn í gærkvöldi var haldinn í beinu framhaldi af fundi fiskverk- enda í gærmorgun er þeir funduðu um þá stöðu sem upp var komin eft- ir að framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands íslands felldi Grindavíkursamkomulagið. Á fund- inn mættu menn frá framkvæmda- stjóminni og Sambandi fískvinnslu- stöðvanna. Grindvíkingamir vom reiðir vegna þeirrar afgreiðslu sem mál þeirra höfðu fengið. Kr. Ben. Sjá viðbrögð við Grindavíkur- samningunum og umfjöllun um kjaramálin á bls. 24 og 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.