Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 2

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Nauðsynlegt að skípta viðræðunum - segir Guðlaugnr Þorvaldsson ríkissáttasemjari „Að mínu mati var nauðsynlegt að taka þessa ákvörðun. Hvort hún flýtir fyrir samningagerð eða ekki skal ég ekkert segja um, en ég tók hana í samræmi við þá samvisku sem ég hef til þessa embætt- is. Hvort hún er rétt eða ekki verður að koma í ljós, en ég taldi og ég tel að hún hafi verið nauðsynleg," sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið um þá ákvörðun að við- ræður við verkalýðsfélög fari fram á Egilsstöðum og á Akureyri, auk Reykjavíkur. Guðlaugur sagði að til fundarins í gær hefði verið boðað að beiðni Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna eftir að samböndin hefðu vísað kjaradeilum við yfir 40 félög til ríkissáttasemjara. Þá hefði ekki verið ljóst af hálfu viðkomandi fé- laga, nema Alþýðusambands Aust- urlands, hvemig þau ætluðu að haga samningagerðinni, hvort þau ætluðu að semja hvert fyrir sig eða í samfloti. í millitíðinni hefði það gerst að Norðlendingar hefðu ákveðið að hafa samflot undir merki Alþýðusambands Norðurlands og í gær hefði það orðið ljóst að félög á Vesturlandi og á Suðurlandi, auk Framtíðarinnar úr Hafnarfirði og Framsóknar úr Reykjavík, yrðu saman að undanskildum félögunum á Akranesi 'og í Vestmannaeyjum. Hann sagði að hafnar yrðu við- ræður strax við félögin í Vest- mannaeyjum og um samræmda kröfugerð félaganna af Suðvestur- landinu. „Síðan verður fundað á Egilsstöðum eftir hádegi á fimmtu- daginn og í framhaldi af því á Akur- eyri. Þannig er komið til móts við ósk vinnuveitenda, sem vilja hafa eina samhenta samninganefnd á hverjum fundi. Ég hef kvatt til tvo aðstoðarríkissáttasemjara, Sigurð Eiríksson sýslumann á Eskifirði fyrir Austurlandið og Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómara við bæj- arfógetaembættið á Akureyri fyrir norðan," sagði Guðlaugur Þorvalds- son. Líst vel á að flytja samn- ingaviðræður á heimavöll - segir Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls og varaformaður ASA „OKKUR líst nyög vel á að ríkis- sáttasemjari skuli hafa ákveðið að flytja samningaviðræðurnar út á land,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls og varaformaður Alþýðusambands Austurlands, en Guðlaugur Þor- valdsson rikissáttasemjari hefur skipað tvo aðstoðarsáttasemjara, annan fyrir Norðurland en hinn fyrir Austurland. Munu samn- ingaviðræður hefjast á Egilsstöð- um á fimmtudag fyrir Austur- land. „Fyrir austan erum við á heima- velli og með okkar viðsemjendur‘í okkar fjórðungi. Þeir skynja þá kannski betur þessa þörf að vera í tengslum við þá sem við erum að semja fyrir. Þar eigum við einnig auðveldara með að kalla til okkar fólk. Þetta eru sömu forsendur og vinnuveitendur hafa haft, að frum- kvæðið væri fyrir sunnan í Garðar- strætinu. Nú verðum við á heima- velli," sagði Bjöm. „Það veit enginn hvort viðræðumar koma til með að taka lengri tíma eftir að þær hafa verið fluttar austur. Um það er ekki hægt að spá en það hljóta all- ir að vita að tíminn er heldur betur orðinn naumur.“ Morgunblaðið/RAX Svo virðist sem margir, sem voru á ferli i miðbænum aðfaranótt laugardags, hafi nælt sér í skartgriþi eft- ir að rúða var brotin í Uraverslun Hermanns Jónsson- ar við Veltusund. Alls hurfu skartgripir fyrir 6-700 þúsund krónur. Þeim, sem hafa þá undir höndum, er bent á að gefa sig fram við Rannsóknarlögregluna. Úraverslun Hermanns Jónssonar; Vegfarendur stálu skart- gripumfyrir um 700 þúsund SKARTGRIPUM að verðmæti um 6-700 þúsund krónur var stolið úr sýningar- glugga Úraverslunar Hermanns Jónsson- ar, Veltusundi 3, um helgina. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum, sem stol- ið er úr þessari verslun og er fyrri þjófnað- urinn ekki upplýstur enn. Að sögn lög- reglu virðast vegfarendur hafa gripið með sér skartgripi, eftir að rúða í versluninni var brotin. Lögreglan hefur fengið fjöl- margar visbendingar um hveijir voru þarna að verki og hvetur hina sömu til að gefa sig fram. Hermann Jónsson sagði, að rúða í glugga verslunarinnar hefði verið brotin um kl. 2 aðfaranótt laugardagsins og hefði Ijölmörgum skartgripum verið stolið. „Það sem er undar- legast við þetta, er að um þetta leyti er allt- af fjöldi fólks á ferli fyrir utan verslunina, á Hallærisplaninu," sagði Hermann. „Þetta er mikill skaði fyrir mig. Að vísu voru þessir skartgripir tryggðir, en ég fæ vörur mínar varla tryggðar endalaust. Það var brotin rúða í versluninni og stolið skartgripum fyrir um 100 þúsund krónur í september og þá fékk ég um helming skaðans bættan. Núna verð ég að setja rimla fyrir gluggana, til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“ Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlög- reglu ríkisins virðist sem rúðan hafi verið brotin og síðan hafi margir, sem leið áttu hjá, nælt sér í skartgripi. Mannmargt var í miðbænum og fjölmörg vitni að þjófnaðinum. Rannsóknarlögreglan hefur fengið margar vísbendingar um þá, sem röltu á brott með skartgripi og hafa nokkrir verið yflrheyrðir nú þegar. Aðrir eru hins vegar hvattir til að spara lögreglunni sporin og gefa sig fram hjá Rannsóknarlögreglunni, Auðbrekku 6 í Kópavogi. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra um íslenska aðalverktaka: Almennt útboð á fram- kvæmdum vamarliðsins „MÍN skoðun er sú að þessi verk eigi að vera í almennu útboði,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra um þá ályktun aðalfundar Verktakasambands íslands, að framkvæmdir á vegum varnarliðsins verði boðnar út á almennum markaði. Þorsteinn sagðist ennfremur allt- af vera hlynntur sölu á hlutabréfum ríkisins og fagnaði hveijum nýjum Mun torvelda og tefja viðræður - segir Þórarinn V. Þórarinsson „VIÐ ERUM að tala um kjaradeilu við yfir 40 verkalýðsfélög, sem öll semja fyrir fiskvinnslufólk og leggja megináherslu á laun þeirra. Við höfum talið að það væri nauð- synlegt á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin 30 ár að semja við þessi félög öll á sama stað. Vinnuveitendasambandið er ein og óskipt samtök og við komum ekki til með að semja með mismun- andi hætti við þessi 40 félög,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambands íslands. „Við gerðum sáttasemjara og við- semjendum okkar grein fyrir því með formlegum hætti að við værum reiðu- búnir til viðræðna með þessum hætti hvar sem er á landinu. Sáttasemjari ákvað hins vegar að þessar viðræður skyldu fara fram á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri. Við skiljum það að sáttasemjari lá undir miklum þrýst- ingi að taka þessa óvanalegu ákvörð- un, en við metum það hins vegar svo að þetta fyrirkomulag samningavið- ræðna muni torvelda þær og tefja og við hörmum það fyrir okkar parta. Það er alveg ljóst að það verður ekki meira til skiptanna, þó það verði skipt um samningaherbergi eða sa- mið með skiptum hætti hingað og þangað á landinu. Það mun ekki skila launafólki í þessu landi meiri kaupmætti. Þessi ákvörðun er þegar tekin og samninganefnd VSÍ mun ferðast á milli þessara staða í sam- ræmi við það sem sáttasemjari kann að ákveða,“ sagði Þórarinn. manni, sem bættist í þann hóp. Jón Baldvin Hannibalsson íjármálaráð- herra hefur lýst sig fylgjandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Islenskum aðalverktökum. „Það kom mér ekki á óvart, að fjármálaráðherra væri tilbúinn að koma í þann flokk," sagði Þorsteinn. „Ég tel að þær forsendur, sem áður voru fyrir hendi fyrir rekstri íslenskra aðal- verktaka séu ekki lengur í gildi, að einoka þessar framkvæmdir. Sú ákvörðun studdist við góð og gild rök á sínum tíma þegar tryggja þurfti, að verktaki hefði nægileg tæki og mannskap. Núna hafa orð- ið mjög miklar framfarir í þessum efnum og þess vegna eðlilegt að þessi verk séu boðin út, þannig að verktakar geti keppt um þau og að einkarétturinn verði afnupninn." „Það hefur verið á stefnuskrá Verktakasambands íslands, í þau 20 ár sem það hefur starfað, að framkvæmdir á vegum Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli verði boðn- ar út á almennum útboðsmarkaði," sagði Gunnar Birgisson formaður Verktakasambandsins. „Þetta fyr- irkomulag var kannski ekki óeðli- legt í upphafi, í kringum 1950, þegar sáralitil verktakastarfsemi var í landinu en nú á tímum er þetta eins og aftan úr grárri fom- eskju. Við höfum um árabil barist fyrir þessu en þrátt fyrir jákvæðar undirtektir ýmissa stjórnmála- manna hefur lítið orðið úr efndum. En nú virðast vera teikn á lofti um að stjómmálamenn séu að ná sam- stöðu um að breyta þessu í fijáls- ræðisátt," sagði Gunnar Birgisson formaður Verktakasambands ís- lands. Á vegum ríkisstjómarinnar starf- ar nú nefnd að úttekt og tillögu- gerð um skipan þessara mála og er ráðgert að nefndin skili áliti í vor. Ingólfur Theódórsson netagerðameistari látinn MARTEINN Ingólfur Theódórs- son netagerðameistari lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í gær, 75 ára að aldri. Ingólfur hafði átt við vanheilsu að striða hin síðari ár. Ingólfur Theódórsson var fæddur 10 nóvember 1912 á Siglufirði, son- ur hjónanna Theódórs Pálssonar skipstjóra og Guðrúnar Ólafsdóttur. Hann hóf ungur nám í netagerð hjá Bimi Benediktssyni í Reykjavík og stofnaði netagerð, ásamt öðrum, í Hafnarfirði 1937. Hann fór til Vest- mannaeyja á vegum útgerðarmanna þar 1939, settist þar að og stofnaði Netagerðina Ingólf, sem hann vann við til dauðadags, árið 1949. Ingólfur starfaði mikið að félags- málum. Hann var heiðurfélagi Fél- ags netagerðameistara og lengi í stjóm þess félags. Hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja. Ingólfur var sæmd- Sigríður Sigurðardóttir frá Skuld í ur riddarakrossi Fálkaorðunnar Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 1984 fyrir störf sín. sex böm og eru fímm á lífi. Ingólfur Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er átti fyrir þtjú börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.