Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 42

Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Ráðstefna í Verkmenntaskóla: \ Rætt um tengsl háskólans og atvinnulífsins RÁÐSTEFNA verður haldin um háskólann og atvinnulífið laug- ardaginn 26. mars í Verk- CFTIR flRTHUR ÍTIILLGR Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. 5.. sýningföstud. 18. marskl. 20.30. 6. sýning laugard. 19. mars kl. 20.30. MIÐASALA iA mmm 96-24073 laKFéLAS AKUHEYRAR LAND - ROVER Varahluta verslun 96-21365 Nöldursf. Akureyrl (Umboðsaðili Heklu hf. á Norðurlandi.) Reynslubílar ávallt til reiðu hja bíla- leigu Interrent, Skeifunni 9, Reykjavik. V^terkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! menntaskólanum á Eyrarlands- holti. Framsöguerindi flytja þeir Björn Dagbjartsson, mat- vælaverkfræðingur og for- stöðumaður Þróunarsamvinnu- stofnunnar íslands, og Brynjólf- ur Sigurðsson, prófessor í við- skiptafræði. Þeir veittu báðir námsbrautarnefndum forstöðu fyrir Háskólann á Akureyri sem ætlað var að undurbúa kennslu í matvælafræði og rekstrar- hagfræði. Auk þeirra munu þeir Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri og Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss flytja framsöguerindi. Að loknum erindum þeirra heljast umræður í tveimur hópum, annars vegar um matvæli og vinnslu og hinsvegar um verslun og þjónustu. Hópunum munu stýra þeir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar og for- seti bæjarstjórnar, og Þórarinn Sveinsson, mjólkurbússtjóri hjá KEA. Verkstæði - Verktakar - Sportmenn athugið! Hendið ekki gamla Land-Rovernum. - Við eigum mikið af ódýrum varahlut- um. Bjóðum á hagstaeðu verði: Boddý hluti - Sæti - Klæðningar - Vélar- hluti - Gírkassahluti - Allt í undirvagn. Nýir Land- , Rover bílar ■ 7 og 10 manna - til afgreiðslu j strax. Disel turbo bilarnirslá igegn. I/insamlega hafiö samband og fáiö bæklinga og upplýsingar. Morgunblaðið/GSV Gunnar Ragnars vígði veggtennissalina formlega sl. laugardag eftir að Snæbjörn Þórðarson formaður Sjálfsbjargar hafði flutt ávarp. Sjálfsbjörg: Nýir veggtennissalir teknir í notkun fyrir almenning 5-7 millj. kr.tjóná Stálvíkinni TJÓN útgerðarfyrirtækisins Þormóðs ramma vegna árekstr- ar Stálvíkur við danska flutn- ingaskipið Kongsaa fyrir skömmu nemur 5 til 7 milljónum króna. Stálvíkin hefur verið í slipp á Akureyri í rúma viku og verður til- búin á veiðar aftur á morgun, mið- vikudag. Þá heldur skipið til Siglu- fjarðar til að taka ís og kassa og heldur þaðan á miðin. Tjón vegna veiðitaps hefur hinsvegar ekki verið metið, að sögn Róberts Guðfinns- sonar framkvæmdastjóra fyrirtæk- NÝIR veggtennissalir voru formlega vígðir sl. laugardag í nýrri 400 fermetra viðbyggingu við hús Sjálfsbjargar við Bugðusíðu 1 á Akureyri. Salirnir eru ætlaðir til almennra nota og lofar aðsókn mjög góðu. Gunnar Ragnars formaður bæjarsljórnar vígði nýju salina eftir að formaður Sjálfsbjargar, Snæbjörn Þórðarson, hafði flutt ávarp. „Eitt af helstu viðfangsefnum Sjálfsbjargar hefur verið að bæta líkamsástand fatlaðra. Félagið hef- ur tvívegis á fáum árum byggt húsnæði við endurhæfingarstöð sína. Þegar húsnæðið við Bugðu- síðu 1 var byggt lögðu félög ðg einstaklingar fram verulegt fé sem gerðu bygginguna mögulega. Vegna þess og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stöðin í æ ríkari mæli boðið almenningi afnot af húsnæði stöðvarinnar bæði í formi líkamsræktar og forvarna atvinnusjúkdóma. Með tilkomu þessa húss, sem hýsir veggtennis- sali félagsins, er bætt við þjónustu við byggðarlagið. Áætlanir um byggingu íþróttahúss og sundlaug- ar hafa verið lengi á dagskrá hjá félaginu en fjárhagslega ekki verið framkvæmanlegt. Þess vegna þeg- ar hugmyndin um byggingu vegg- tennissala kom upp og það varð ljóst að með góðri nýtingu gæti þannig hús að miklu leyti staðið undir byggingar- og rekstrar- kostnaði, ákvað stjórn Sjálfsbjarg- ar þar með að brjóta blað í sögu félagsins og reisa þetta hús þó svo að það þjóni ekki fötluðum fyrst ög _fremst.“ Ákvörðun um bygginguna var tekin í lok september sl. Hönnuðir og verktakar hófust handa síðustu daga septembermánaðar og fyrsta skóflustungan var tekin 3. októ- ber. Öllum verkþáttum var hraðað eins og kostur var og veðráttan hjálpaði til við framkvæmdir. Hús- ið var fokhelt 5. febrúar sl. og er nú tilbúið til notkunar tæpum fimm og hálfum mánuði eftir að fram- kvæmdir hófust. Snæbjörn sagði að veggtennis væri mjög ung íþrótt hérlendis en nyti mikilla vinsælda Sími sölumanns 96-27015 Jóhann stendur best að vígi Veikindi hrjá keppendur og starfsfólk skákmótsins JÓHANN Hjartarson stendur best að vígi eftir að fimm um- ferðir hafa verið tefldar á alþjóðlega skákmótinu sem nú fer fram i Alþýðuhúsinu á Akureyri. Hann er með þrjá og hálfan vinning eftir fjórar skákir, en hann á eina skák óteflda við Helga Ólafsson. Tefla átti þá skák í gær, en sökum veikinda Helga varð að fresta skákinni þangað til á föstudag. Veikindi hafa hijáð bæði keppendur og starfsfólk skákmótsins síðustu dagana og hafa þeir Helgi, Jóhann, Karl og Margeir verið við það að leggjast í rúmið sökum lasleika. Margeir Pétursson og sovéski stórmeistarinn Mikhail Gurevich eru einnig með þrjá og hálfan vinning. Með þijá vinninga eru þeir Karl Þorsteins, Dolmatov, Adoijan og Polugaevski. Helgi Ólafsson er með tvo og hálfan vinning og eina óteflda skák. Tisdall frá Noregi er með tvo vinninga, Jón L. Árnason er méð einn og hálfan vinning, Jón Garð- ar Viðarson heldur hálfum vinn- mgi og Ólafur Kristjánsson hefur enn ekki hlotið vinning. I fjórðu umferði, sem tefld var á laugardag, vann Margeir Ólaf Kristjánsson, Polugaevski vann Jón Garðar, Jóhann vann Karl, Gurevich vann Jón L., Adoijan vann Tisdall og jafnteli varð hjá Dolmatov og Helga. Fimmta umferðin var mjög skemmtileg og lentu flestir keppenda í tíma- hraki. Polugaevski vann Ólaf Kristjánsson, Karl vann Jón Garðar, Jóhann vann sína þriðju skák í röð og lagði Tisdall, jafn- tefli varð hjá Dolmatov og Mar- geir og einnig hjá Jóni L. og Adorjan. í dag klukkan 17.00 fer fram 6. umferðin á skákmótinu þar sem búast má við stórmeistara- slag, en þá keppa stórmeistararn- ir átta innbyrðis. Jóhann teflir við Jón L., Helgi við Margeir, Dolmatov við Polugaevski og Gurevich við Adoijan. Akureyrin- garnir tefla við alþjóðlegu meist- arana. Ólafur teflir við Karl Þor- steins og Jón Garðar við Tisdall. Teflt verður þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag. Frí er á föstudag, en síðan er lokasprett- urinn á laugardag, sunnudag og mánudag og þá um kvöldið fer fram verðlaunaafhending. erlendis. Þátttakendur í veggtennis væru tveir og slægju þeir boltanum í vegginn til skiptis. Yfirumsjón með framkvæmdunum hafði Tryggvi Sveinbjörnsson. Sveinbjöm sagði í samtali við Morgunblaðið að langþráður draumur Sjálfsbjargar á Akureyri væri bygging sundlaugar, en vegna skorts á fjármagni hefði sá draumur ekki enn ræst. „Jafn- framt er mjög dýrt að reka sund- laug fyrir slíka endurhæfingar- starfsemi, en endurhæfingarstöðv- ar eru yfirleitt reknar á ábyrgð hins opinbera. Því viljum við ekki fara út í sundlaugarbyggingu, fyrr en ljóst er að ríkið muni borga hugsanlegt tap á rekstrinum." Sjálfsbjörg á Ákureyri hefur í æ ríkari mæli farið út í að þjóna hin- um almenna borgara og getur hann nú sótt ýmsa þjónustu í Bjarg, sem er heiti Sjálfsbjargar- hússins á Akureyri. Bjarg býður upp á almenna líkamsrækt undir leiðsögn þjálfara, forvarnarstarf á sviði atvinnusjúkdóma auk vegg- boltans nú. Þá eru jafnframt heitir pottar og gufuböð í Bjargi sem almenningur getur nýtt sér. Sjálfsbjörg verður 30 ára í haust. Reknir eru á vegum hennar tveir verndaðir vinnustaðir í bæn- um þar sem eru á launaskrá milli 40 og 50 manns. Plastiðjan var sett á stofn 1968 og framleiðir sogrör utan á drykkjarfernur. Sjálfsbjörg keypti fyrirtækið Ako- pokann fyrir tveimur árum sem framleiðir plastpoka fyrir stór- markaði og er nú jafnframt að hefja prentun á þá. Snæbjörn gerði ráð fyrir að hafist yrði handa um byggingu verndaðs vinnustaðar við Bugðusíðu áður en hafist yrði handa við byggingu sundlaugar. Sótt hefur verið um 14 milljóna króna framlag úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra vegna byggingarinn- ar og sagði Snæbjörn að framlagið yrði að vera umtalsvert svo hægt yrði að byggja þá 800 fermetra sem til þyrfti til að hýsa alla þá atvinnustarfsemi sem fram færi á vegum Sjálfsbjargar á Akureyri. Veggtennissalimir nýju verða opnir frá kl. 8 til 23 á virkum dögum, frá 8 til 17 á laugardögum, en lokað verður á sunnudögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.