Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 9 Vinningstölurnar 12. mars 1988. Heildarvinningsupphæð: 4.731.238,- 1. vinningur var kr. 2.369.330,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, faerist hann yfir á fyrsta vinning i næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 709.280,- og skiptist hann á milli 220 vinningshafa, kr. 3.224,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.652.628,- og skiptist á milli 6.718 vinn- ingshafa, sem fá 246 krónur hver. TVÖFALDUR FYRSTI VINNINGUR LAUGARDAGINN 19. MARS 1988 STEFNIR í 6-7 MILUÓNiR Heimamarkað- urinnog Island Allir sem áhuga hafa á málefnum Evrópu- bandalagsins (EB) ættu að vita, að stefnt er að samræmdum innri mark- aði eða heimamarkaði bandalagsþjóðanna og á hann að koma til fram- kvæmda 1992. í ræðu á fræðslufundi íslands- deildar Norðurlanda- ráðs, sem haldinn var 2. febrúar sl., sagði Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri utanrfkisráðuneyt- isins, að sér hefði fundist eins og gætti einhvers óskiljanlegs kviða um það, hvað yrði um íslend- inga þegar EB hefði náð markmiðinu um hindrun- arlausan heimamarkað. „Það er eins og ýmsir haldi að þetta skref f þróun Evrópu marki þáttaskii i samskiptum Islands við Vestur-Evr- ópu og að við stöndum eftir sem munaðarleys- ingjar í samfélagi þjóð- anna," sagði Hannes. Hann sagðist hins vegar ekld sjá, að raunveruleg- ur heimamarkaður innan EB leiddi sem slfkur til neinna breytinga á mark- aðsstöðu íslenskra fiskaf- urða i Vestur-Evrópu. Og Hannes Hafstein bætti við: „Engar líkur benda til þess að Evrópubandalag- ið segi upp gildandi friverslunarsamningi við tsland, né að þær gagn- kvæmu tollalækkanir sem orðið hafa milli EFTA-ríkjanna á grund- velli Stokkhólmssáttmál- ans falli niður, jafnvel þótt EFTA kunni að riðl- ast sem samtök. Mengun- in á hafsvæðunum við Vestur-Evrópu hverfur heldur ekki á einum degi svo að miðin þar fyllist af fiski sem síðan kalli á innflutningstakmarkanir af háifu ríkjanna á meg- inlandi Evrópu.“ Taldi Hannes Haf- stein, að raunverulegur heimamarkaður EB ætti að auðvelda íslendingum að selja iðnvarning í Evr- Hannes Hafstein Norðurlöndin, EFTA og EB Norðurlandaráðsþing var haldið í Ósló í síðustu viku. Þar var meðal annars rætt um Norðurlöndin og Evrópubandalagið. Danireru eina norræna þjóðin, sem á aðild að banda- laginu. Aðild er ekki á dagskrá annars stað- ar, en margir telja þróunina stefna ríkjunum í átt að nánari tengslum við EB-ríkin 12. Svíar, Norðmenn, Finnar og íslendingar eru í EFTA, en Per Kleppe, framkvæmdastjóri þeirra samtaka, dvelst hér á landi um þessar mundir og ræðir um framtíð samvinnu Evr- ópulanda. íslandsdeild Norðurlandaráðs efndi til fræðslu- og umræðufundar undir yfir- skriftinni: Hvert stefnir Vestur-Evrópa? hinn 2. febrúar sl. Þar voru flutt erindi og var Hannes Hafstein, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, í hópi ræðumanna. Er vitnað í erindi hans í Staksteinum í dag. ópu. Því smærri sem út- flutnmgsfyrirtækin væru þvf meiri hag ættu þau að hafa af þvi að þurfa ekld að laga vörur sínar að mismunandi stöðlum í ríkjum V-Evrópu. Framtíð EFTA Undir lok ræðu sinnar ræddi Hannes Hafstein um framtíð EFTA eða Friverslunarsamstaka Evrópu en hann lét einn- ig í ljós skoðun sina á afstöðu EB til íslands. Er vitnað til þessara lokakafla hér: „Hvort boðið verður upp á einhveija sérskil- mála fyrir ísland, bæði varðandi fiskimiðin, fjár- magnsflutninga og fijálsan innflutning vinnuafls, fer eftir pólitískri þróun og mati á mikilvægi íslands frá öryggissjónarmiði ríkja Evrópubandalagsins. Frá efnahagslegum sjónar- hóli skiptir Ísland Evr- ópubandalagið minna máli en flest önnur riki á jarðarkringlunni. Ef við snúum okkur loks að EFTA, eða þvi sem eftir kann að verða af þeim samtökum, þá hljótum við að líta á mál- ið raunsæjum augum. EFTA var stofnað af Bretum og ýsmum öðr- um þjóðum, sem af pólitiskum ástæðum vildu ekki á þvi stigi ganga til svo náins sam- starfs sem stofnsamning- ur Evrópubandalagsins gerði ráð fyrir. Bretar og fleiri litu á samtökin sem undirbúning að nán- ari samvinnu Evrópu- ríkja, innan eins Evrópu- bandalags, þ.e.a.s. fyrst og fremst sem vettvang til þess að aðlagast fyrir- sjáanlegri niðurfellingu tolla milli ríkja Evrópu og aukinni samkeppni sem af sliku mundi leiða. Þessi ríki litu hins vegar ekki á EFTA sem neitt lokamarkmið i sjálfu sér. Bretland og Danmörk fóru síðan inn i Evrópu- bandalagið 1972 og Port- úgal fór sömu leið 1986. Norðmenn höfnuðu aðild að bandalaginu i þjóðar- atkvæðagreiðslu 1972. Eftir standa þvi sex riki EFTA og við getum væntanlega orðað það þannig, að án tilvistar Evrópubandalagsins væri EFTA ákaflega tor- skilið fyrirbæri. í ljósi þessa get ég þvi ekki litið svo á, að EFTA sé valkostur i þeim skiln- ingi að innan þess bjóðist lausn á þeim framtiðar- viðfangsefnum sem biða aðildarríkja þeirra sam- taka. Aðildin að EFTA bauð upp á möguleika á sérstökum samningum við Evrópubandalagið og var í þvi tilliti ómetan- legt. í dag er EFTA aðal- lega tæki fyrir aðild- arrikin sex til þess að koma sinum sérsjónar- miðum á framfæri við Evrópubandalagið. Þar samræma þessar þjóðir afstöðu sina til ýmissa samskiptamála og njóta þess, að sameiginlega eru þau stærsti viðskiptaaðili bandalagsins, auk þess sem margháttaðir aðrir hagsmunir bandalagsins gagnvart einu eða fleiri af aðildarrikjum EFTA vega oft þungt og koma þeim öllum til góða þegar þau standa sameinuð. Aframhaldandi aðild að EFTA, meðan þau sam- tök eru til, er þvi ómetan- legur styrkur fyrir ís- Iand.“ SKULDABRÉF GLITNIS Ávöxtunin er 11J% yfir verðbólgu. □ Glitnir hf. er stærsta fjármögnunar- leigufyrirtækiö á innlendum markaði. Eig- endur eru Iðnaðarbankinn, A/S Nevi í Bergen og Sleipner Ltd. í London. □ Eigið fé og eigið áhættufé Glitnis hf. er um 245 millj. króna og niðurstaða efna- hagsreiknings um 2.400 millj. króna. □ Skuldabréf Glitnis hf. njóta mikilla vinsælda sparifjáreigenda. Þau bera háa örugga ávöxtun og velja má milli 11 gjald- daga frá 15. apríl 1989 til 15. okt. 1992. □ VIB sér um kaup og sölu á skuldabréf- um Glitnis hf. Komið við í afgreiðslunni að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-681530. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármula 7, 108 Reykjavik. Simi 68 1530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.