Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 STUTTAR ÞINGFRETTIR Þrír varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær: Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk), Elín Jó- hannesdóttir (F/Rn) og Guð- rún Halldórsdóttir (Kvl/Rvk). Nálægt 35 varaþingmenn hafa tekið sæti, tímabundið, á Al- þingi, í fjarveru aðalmanna, á þessu fyrsta þingi kjörtíma- bilsins. Tíu tillögur til þingsályktunar ’vóru afgreiddar til þingnefnda í sameinuðu þingi í gær. Þær spanna fjölbreytt svið að efni til: 1) eflingu RÚV, 2) mat á heimil- isstörfum, 3) endurskoðun lán- skjaravísitölu, 4) néyðarsíma á Qallvegum, 5) verðtryggingu, 6) veiðieftirlitsskip, 7) steinatöku í náttúru landsins, 8) þjónustu og ráðgjöf sérskóla, 9) vamargarða sunnan Markarfljótsbrúar og 10) starfshætti umboðsmanns Al- þingis. Þá vóm ennfremur ræddar til- lögur um björgunar- og slysa- vamaskóla, jafna skólaskyldu og haf- og fiskirannsóknir. * * * Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) fiytur ásamt fleiri þingmönnum tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að félagsmálaráðherra skuli í samráði við Jafnréttisráð „móta og leggja fyrir Alþingi til- lögur um sérstakar tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þannig að koma megi sem fyrst við jafnrétti og jafnri stöðu kynj- anna, samanber 3. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla". * * * Jóhann A. Jónsson (SJF/Ne) og fleiri þingmenn flytja tillögu sem felur ríkisstjóminni, verði tillagan samþykkt, að skipa nefnd til að kanna „mismunandi starfsskilyrði atvinnugreina og þróunarforsendur byggða með sérstöku tilliti til stjómarstefn- unnar í gengis- og peningamál- um“. * * * Jón Kristjánsson og Guðmund- ur G. Þórarinsson, þingmenn Framsóknarflokks, flytja tillögu til ályktunar um að „efla beri Menningarsjóð félagsheimila og felur menntamálaráðherra að láta fara fram endurskoðun á lagaákvæðum um sjóðinn". Umboðsmaður Alþingis: Réttaröryggi og mannrétt- indi þegnanna betur tryggð - sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings Tillaga allra þingf lokka nema Borgaraflokks „Það var mikill og sögulegur viðburður þegar Alþingi ákvað að setja á stofn embætti um- boðsmanns. Með því er komið á sérstöku eftirliti löggjafar- valdsins með framkvæmdavald- inu, sem er á sinn hátt hliðstætt því eftirliti, sem Alþingi tók sér með því að taka Ríkisendur- skoðunina til sín frá fjármála- ráðherra." Samstaða þingf lokka Það er Þovaldur Garðar Kristj ánsson, forseti sameinaðs þings, sem þanng komst að orði er hann mælti fyrir tillögu til þingsálykt- unar um störf og starfshætti um- boðsmanns Alþingis. Tillagan fel- ur í sér reglugerð um framkvæmd laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis. Flutningsmenn tillög- unnar eru forsetar Alþingis, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Karl Steinar Guðnason og Jón Kristj- ánsson, með og ásamt formönnum allra þingflokka nema Borgara- flokksins, sem eru Ólafur G. Ein- arsson, Páll Pétursson, Eiður Guðnason, Steingrímur J. Sigfús- son og Þórhildur Þorleifsdóttir. „Reglum þessum er ætlað að marka nánar starfssvið umboðs- manns og setja nákvæmari reglur um starfshætti hans,“ sagði Þor- valdur Garðar þegar hann gerði grein fyrir þingsályktunartillög- unni. Orðrétt sagði forseti: Almenningi til trausts og halds „Umbosðmaður Alþingis hefur miklu hlutverki að gegna. Honum ber að hafa í umboði Alþingis eftir- lit með stjómsýslu ríkisins og sveitarfélaga. Og Alþingi skapar einstaklingum tækifæri til að leita réttar síns með skjótum og áhri- faríkum hætti. Umboðsmaður Al- þingis tekur við kvörtunum á hendur stjómvöldum og stjóm- sýslumönnum frá fólki sem þykir misgert við sig. Umboðsmaður rannsakar þessar kvartanir og ef þær teljast á rökum reistar gerir hann tillögur um á hvern hátt menn skuli fá leiðréttingu mála sinna. Þannig á umboðsmaður að geta orðið borgurunum til trausts og halds gegn mistökum og van- rækslu frá hendi stjómvalda. Með Ljósm. Mbl. Ó1.K.M. Þingmenn Borgaraflokks, Guðmundur Lárusson og Hreggviður Jóns- son, kampakátir í sameinuðu þingi. þessum hætti er stuðlað að auknu réttaröryggi borgaranna, mann- réttindi þeirra betur tryggð en nú er og stjómsýslan jafnframt gerð réttlátari og virkari." Þorvaldur Garðar sagði og að það væri „afar mikilvægt að sem víðtækust samstaða sé um slíkt mál, er varðar svo mjög stöðu og hlutverk Alþingis. Sú hefur raunin líka verið..." Valdastofnun — bákn Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði mikilvægt að hinn almenni þegn hafi aðgang að umboðsmanni, sem þessum, telji hann á rétt sinn gengið. Hér væri hinsvegar stefnt að víðfeðmara embætti en nauðsyn bæri til, valdastofnun, bákni. Hér væri ekki starfað í anda kjörorðsins: Báknið burt! Umboðsmanni Alþingis mætti korría fyrir innan veggja Ríkisendurskoðunar. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagðist samsinna anda laganna um umboðsmann Alþingis. Hann hafi þó tvær athugasemdir. Sú fyrri væri það ákvæði 5. greinar að kvörtun þurfi að bera upp inn- an árs frá því lokaákvörðun máls liggur fyrir. Hin síðari væri ákvæði 6. greinar, þess efnis, að umboðs- maður geti ekki krafist upplýsinga sem varða öryggi ríkisins eða ut- anríkismál, er leynt skulu fara, nema með leyfi ráðherra, sem í hlut á. Samstaða Þorvaldur Garðar Kristjáns- son sagði forseta þingsins hafa lagt sig fram um að ná sem víðtækastri samvinnu um þetta mál. Forsetar töldu, sagði Þorvald- ur, að samkomulag væri orðið við formenn allra þingflokka, einnig þingflokk Borgaraflokksins. Þor- valdur sagði gagnrýni Alberts Guðmundssonar á misskilningi byggða. Varðandi fyrri athuga- semd Svavars væri það að segja að þau tímamörk, sem þar væru greind, væru í lögunum sjálfum. Ekkert bannaði hinsvegar um- boðsmanni að taka upp mál þó þessi tímamörk væru að baki. Um síðara atriðið hafi ekki verið ágreiningur milli forseta og form- anna þingflokka, er að tillögunni standa. Þorvaldur sagði viðkom- andi lög og reglur byggjst á reynslu frænda okkar á Norðurl- öndum, einkum Dana. Fleiri þingmenn tóku til máls þó hér sé ekki frekar rakið. Tillagan var síðan afgreidd til þingnefndar. Alexander Stefánsson: Endurbætur á fé- lagslegum þætti hús- næðislánakerfisins Skortur á leiguíbúðum Bær eða kaupstaður: Réttarstaða bæja hin sama og kaupstaða Blöndúósbær 4. júlí 1988 „í kaupstöðum og bæjum nefnist sveitarstjórn bæjar- stjórn, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins bæjarstjóri og byggðaráð sveitarfélagsins bæjarráð. Ákveða má í sam- þykkt um stjóm sveitarfélags, þar sem meirihluti íbúanna býr í þéttbýli og íbúafjöldinn hefur náð a.m.k. 1.000 í þrjú ár sam- fellt, að sveitarfélag nefnist kaupstaður eða bær, þótt annað heiti sé notað í einstökum lög- um. Réttarstaða bæja skal vera sú sama og kaupstaða sam- kvæmt sérlögum." Þannig hljóðar fyrri grein stjómarfrumvarps til breytinga á sveitarstjómarlögum nr. 8/1986. Síðari grein: „Lög þessi öðlast þegar gildi." I greinargerð segir m.a.: „Óskir hafa borizt frá bæjarstjórnum ýmissa kaupstaða um að mega nota orðið bær í stað kaupstaðar í heiti sveitarfélags ...“ Fjögur sveitarfélög fengu kaupstaðarréttindi 1987: Stykkis- hólmur, Egilsstaðir, Hveragerði og Mosfellshreppur. Þau nota öll orðið bær í heiti sínu. Blönduós fær kaupstaðarréttindi 4. júlí næstkomandi. „Ákveðið hefur verið að Blönduóshreppur verði Blönduósbær," segir í frétt í Sveit- arstjórnarmálum. „Það er flestum ljóst að mik- ill og vaxandi skortur er á leigu- íbúðum á húsnæðismarkaðin- um, hvort heldur er í þéttbýli eða strjálbýli. Þess vegna verð- ur að veita auknu fjármagni til lausnar á þessu vandamáli svo hægt verði að byggja leiguhús- næði sem hægt er að leigja út á hóflegu verði sem fólk ræður við að greiða. En skortur á leiguíbúðum sprengir upp verð- lag á leigu ...“ sagði Álexander Stefánsson (F/Vl) er hann mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur til breytinga á lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins. Alexander sagði að í starfs- samningi ríkisstjómarinnar væri lögð áherzla á endurskoðun og uppbyggingu og fjármögnun fé- lagslega íbúðakerfisins. Hann vitnaði og til IV. kafla laga um Byggingarsjóð verkamanna, 33. greinar, stafliða b og c. Þar væri ijallað um byggingu leiguíbúða . I fyrsta lagi leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, sem ætlaðar væm til útleigu á hóflegum kjömm. í annan stað leiguíbúða á vegum ríkis og/eða sveitarfélaga, sem ætlaðar væm fýrir námsfólk, aldr- aða og öryrkja. Þingmaðurinn sagði að skortur á fjármagni í Byggingarsjóði verkamanna hafí hamlað bygg- ingu íbúða samkvæmt framan- greindum lagaákvæðum. Hann sagði að 1986, 1987 og það sem af væri 1988 hafi verið veitt 'án til 412 íbúða, sem flokka megi undir þessi ákvæði, þar af til nýrra stúdentagarða með 160 íbúðir. „Ljóst er,“ sagði þingmaðurinn, „að hér er um valkost að ræða sem getur haft jákvæð áhrif til þess að leysa mikið vandamál," ef fyigt væri betur eftir. „Mismunurinn á þessu fmm- varpi, sem hér er Iagt til, það er að lengja lánin úr 31 ári í 43 ár, hann er nálægt því að vera 48.000 krónur á ári sem leigan mundi lækka miðað við núverandi lög...“ Þingmaðurinn kvaðst vona að fmmvarpið fengi af- greiðslu á þessu þingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.