Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
ogskúffur
i
i
Fyrir skrúfur, rærog aðra
smáhluti. Einnig vagnarog
verWærastatíf. Hentugt á
verkstæðum og vörugeymslum.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HE/LOVERSL UN
BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44
Símar 35408
og 83033
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Laufásvegur 58-79 o.fl.
UTHVERFI
Sogavegur 112-156
Sogavegur127-158
GARÐABÆR
Mýrar
AUSTURBÆR
Sigtún
VESTURBÆR
Tjarnargata 3-40
plwpililfltib
AF ERLENDUM VETTVANGI
Kreml, Vatíkanið og kaþólska kirkjan í Úkraínu:
Hittast Jóhannes Páll II og
Grorbatsjov á einkafundi?
Breska blaðið The Universe (kaþólskt) segir frá því nýskeð að
Míkhafl Gorbatsjov þjóðarleiðtogi Sovétmanna og Jóhannes Páll II
páfi muni hittast á einkafundi í Vatíkaninu í aprílmánuði. Þykir nokk-
um veginn víst að höfuðumræðuefni þeirra verði kaþólska kirkjan í
Úkraínu sem berst nó fyrir opinberri viðurkenningu. Virðist sú bar-
átta vera helsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að páfinn geti komið í
heimsókn til Sovétríkjanna í tilefni af 1000 ára aftnæli kristninnar þar
í landi sem haldið verður hátíðlegt í sumar. Horfumar á viðurkenn-
ingu kirkjunnar virðast ekki vera miklar þegar höfð er hliðsjón af
harðnandi afstöðu bæði Vatíkansins og Sovétstjómarinnar varðandi
örlög þessa stærsta trúfélags sem bannað hefur verið í Sovétríkjunum.
(Kaþólska kirkjan í Úkraínu var neydd til að sameinast orþodoxu kirkj-
unni rússnesku 1946. Þýð.)
Jóhannes Páll páfi hélt fund
með fréttamönnum 17. janúar
sl. og lét þess getið á þeim fundi
að sig langaði til að heimsækja
Sovétríkin en viðurkenndi að sér
hefði ekki verið boðið þangað.
Hann hlakkar til þess að fá tæki-
færi til að hitta orþodoxu kirkjuna
rússnesku á heimavelli hennar,
en þar sem hann er leiðtogi allra
kaþólskra manna í heiminum,
krefst hann þess að vera um leið
fijáls að því að heimsækja kirkju
sína í Litháen, Hvíta Rússlandi,
Kasakstan (þar sem margt er um
kaþólska menn frá Þýskalandi og
Póllandi) og Úkraínu. Hann tók
fram við áheyrendur sína að hann
mundi ekki hætta stuðningi sínum
við hina bönnuðu kaþólsku kirkju
í Úkraínu þótt það kynni að bæta
samband hans við orþodoxu kirkj-'
una rússnesku.
Talsmaður Sovétstjómarinnar,
Gennadíj Gerasímov, sagði í tilefni
af þessum fréttamannafundi páfa,
að enginn hefði í huga að bjóða
páfanum til Sovétríkjanna. „Þess-
vegna," sagði hann, „hefur enginn
sett nein skilyrði eða krafist neins
sem jafn ómögulegt er og að við-
urkenna kaþólsku kirkjuna í
Úkraínu."
Orþodoxa kirkjan rússneska
neitar því, eins og hún hefur gert
að undanfömu, að nokkur vanda-
mál séu á ferðinni varðandi ka-
þólska menn í Úkraínu. Makarity
erkibiskup í Ivano-Frankovsk og
Kolomiya talaði nýlega í útvarps-
dagskrá sem miðar að því að auka
samhug milii Kíev og Chicago og
hélt því fram að réttindi og frelsi
allra trúaðra í Úkraínu væru vel
tryggð og hvað kaþólsku Úníat-
ana (Kaþólsku kirkjuna í Úkraínu)
snerti sagði ^ hann: „Allt fólk í
vesturhluta Úkraínu hefur nú —
raunverulega — sameinast or-
þodoxu kirkjunni rússnesku .. .
Þetta er raunveruleikinn í því
máli.“
Jóhannes Páll páfi vék aftur
að þessu máli 25. janúar þegar
yfir stóð vika helguð einingu kris-
tinna manna. Þá hélt hann ræðu
í Pálskirkju utan múra og vék í
henni að orþodoxu kirkjunni rúss-
nesku og kaþólsku kirkjunni í
Úkraínu sem arftaka þess að
Rússar í Kíev hefðu látið skírast
988. Um síðamefndu kirkjuna
sagði hann: „Þeir em í fullu sam-
félagi við Róm, fara eflir rödd
samvisku sinnar og standa vörð
um hina austrænu arfleifð sína.“
Árásir sovéskra
talsmanna
Novosti fréttastofan í Róm tók
páfann til bæna og sakaði hann
um að styðja þjóðemissinna í
Úkraínu sem ógnuðu heimsfriðin-
um. Var fréttastofan sýnu ómyrk-
ari í máli en Gerasímov talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins.
Novosti bar enn á borð þær lygar
að kaþólska kirkjan í Úkraínu
hefði haft samvinnu við hemá-
msstjóm nasista í stríðinu; hún
væri ekki lengur til innan sovéts-
amveldisins en íhaldssamir land-
flóttamenn héldu í henni lífínu og
hefði utanríkisþjónusta Vatíkans-
ins veitt þessum útlögum hæli til
þess að geta notfært sér deilumál-
ið um kaþólsku kirkjuna í Úkr-
aníu til að blanda sér í innanríkis-
mál Sovétríkjanna.
Konstantín Khartsjov, formað-
ur trúmálaráðs Sovétríkjanna, tók
sinn þátt í þessari deilu í janúar.
Þegar Johannes Schwarzenberg,
formaður sendinefndar Helsinki-
samtakanna sem kom til Moskvu,
spurði hann, hvort möguleiki væri
á því að kirkjan yrði viðurkennd,
svaraði hann því til að þetta væri
„öllu leyti innankirkjulegt mál“
og það yrði ekki leyst með öðm
en samkomulagi milli orþodoxu
kirkjunnar rússnesku og kaþólsku
kirkjunnar í Úkraínu. Hvað af-
stöðu Sovétstjómarinnar snertir
sagði Khartsjov að viðurkenning
á kirkjunni væri „á engan hátt
til umræðu."
Síðar átti Khartsjov viðtal við
fréttamann frá Le Monde og þá
var engu líkara en hann hefði
gleymt því sem hann hafði sagt
áður, því nú sagði hann að ka-
þólska kirkjan í Úkraínu væri
ekki til í raun og vem. Hann
sagði: „Við metum mikils trú-
málastarfsemi páfans, síðustu
yfirlýsingu hans þar sem hann
lýsir yfir stuðningi við baráttuna
fyrir friði. Við gagnrýnum hann
ekki í fjölmiðlunum. En hann hef-
ur töluverða möguleika til pólití-
skra áhrifa. Ég er til dæmis að
hugsa um hina svonefndu ka-
þólsku kirkju í Úkraínu sem gekk
í orþodoxu kirkjuna rússnesku af
ftjálsum vilja. Það mál veldur
vanda í samskiptum milli Vatík-
ansins og orþodoxu patríarka-
tanna rússnesku.
Þessar klaufalegu tilraunir páf-
ans efla ekki gagnkvæman skiln-
ing. Páfinn vill gjama nota þessa
úkraínsku kirkju sínum eigin
markmiðum til framdráttar og nú
er Vatíkanið að ýta þessu máli,
viðurkenningu „kaþólsku kirkj-
unnar í Úkraínu" fram á sviðið.
Hvers vegna ekki Kadettaflokkn-
um? (Kadettaflokkurinn var
flokkur iýðræðissinna fyrir bylt-
ingu sem vildi fara eftir gildandi
stjómarskrá.) Kirkjan í Úkraínu
ataði hendur sínar á samvinnu við
fasistana. Ef menn em kaþólskir
hér, geta þeir sótt kaþólska kirkju.
Enginn hindrar þá í því. Hún (ka-
þólska kirlqan) er til í Sovétríkjun-
um.“
Þannig hafa mörg hitamál
komið upp út af kirkju sem sagt
er að sé ekki til lengur en ein-
hvem veginn em þau deilumál þó
nógu mikilvæg til að koma í veg
fyrir heimsókn páfa til Sovétríkj-
anna.
Leita að málamiðlun
Erfitt er að koma auga á skjóta
eða auðvelda lausn á þessu viður-
kenningarmáli og úr því verður
áreiðanlega ekki greitt á apríl-
fundi þeirra Jóhannesar Páls páfa
og Gorbatsjovs aðalritara. Hins-
vegar getur verið að Vatíkanið
og Sovétstjómin séu að leita fyrir
sér um málamiðlun, ef til vill fæst
Sovétstjómin til að viðurkenna
opinberlega að kirkjan sé til og
að láta sér lynda takmarkaða
starfsemi hennar meðal almenn-
ings í Sovétríkjunum, sem nálgast
það fulla frelsi sem úkraínsku
kaþólikkamir krefjast. Bæði ríkin
gætu litið á slíka skammtímalausn
sem mikilvægt samkomulag, til
þess gert að efla „gagnkvæmt
traust", enda þótt leiðtogar
kirkjuhreyfingarinnar úkraínsku
kynnu að hafna því samstundis.
Auk þess gæti slfld samkomulag
haft hagkvæm áhrif á önnur mál.
Hvað Sovétstjómina snertir gæti
fýrirheit um takmarkaða undan-
látssemi rekið fleyg milli róttæku
og hófsömu aflanna í kaþólsku
kirkjuhreyfingunni í Úkraínu og
hvað Vatíkanið snertir gæti það
verið bending til orþodoxu kirkj-
unnar rússnesku um að það ætli
sér ekki að grafa undan sérstöðu
hennar í Úkraínu svo að ekki sé
hætta á að hún þurfi að fara að
takast á við áhangendur hinna
bönnuðu Úníata þar um fylgi.
En hver sem niðurstaðan af
aprflfundinum verður, er þó allur
framgangur þessara mála undir
því kominn hvað úkraínskum ka-
þólikkum í Sovétríkjunum finnst
um hana. Þeir hafa nú borið fram
kröfur sínar frammi fyrir öllum
heiminum, eftir fjörutíu ár í felum,
og þeir ætla ekki að láta reka sig
út í myrkrið á ný. ^
Keston News Service — fréttabréf frá
Keston College, stofnun í Engflandi
sem fylgist með málum kirkjunnar í
kommúnistalöndunum.
Reuter
Mlkhaíl Gorbatsjov
Jóhannes Páll páfi II