Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
3
Bj örgunarsveitamenn
fjörur hjá Garði.
ganga
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
Þrír menn fórust
með Knarramesinu
ÞRÍR menn fórust með Knarr- vestur af Garðskaga. Mennirnir vegi 1, Ytri-Njarðvík, 41 árs,
arnesi KE 399, sem sökk á laug- voru: Gunnlaugur Þorgilsson, þriggja barna faðir; sonur
ardaginn um 8 sjómílur norð- skipstjóri, til heimilis á Hjalla- hans, Arni Knstinn Gunnlaugs-
Gunnlaugur Þorgilsson
Arni Kristinn Gunnlaugsson Birkir S. Friðbjörnsson
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
Þorvaldur Halldórsson, skip-
stjóri á Gunnari Hámundarsyni
GK, stendur hér við brakið úr
Knarrarnesi; bjarghringi, neta-
hringi, fjöl og plötu. Skipveijar
á Gunnari Hámundarsyni
fundu brakið um 12.30 á laug-
ardag, um klukkustund eftir
að síðast heyrðist frá Knarrar-
nesinu.
son, til heimilis á Hólagötu 5,
Ytri-Njarðvík, 20 ára, ókvænt-
ur og barnlaus; Birkir S. Frið-
björnsson, til heimilis á Garða-
vegi 2, Keflavík, 17 ára.
Félagar úr fjórum björgunar-
sveitum hafa gengið fjörur á
svæðinu frá Stafnesvita að Stapa
í Vogum. Leitinni er stjórnað af
björgunarsveitinni Ægi í Garði,
en auk þess hafa félagar frá Sig-
urvon í Sandgerði, Stakki í
Keflavík og Hjálparsveit skáta í
Njarðvík tekið þátt í leitinni.
Björgunarbáturinn Sæbjörg frá
Sandgerði fór á svæðið þar sem
Knarrames sökk á sunnudag, en
varð að snúa við vegna ísingar.
Áhafnir báta, sem stunda neta-
veiðar á þessum slóðum, munu
halda áfram að svipast um. Einn-
ig verða fjörur gengnar áfram.
BP f ékk leyfi til borana á
RockaUsvæðinu á síðasta ári
íslenzk stjórnvöld hljóta að láta í sér heyra vegna þessa segir
Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkisnefndar Alþingis
London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Geir hefur
lokið könn-
un sinni
GEIR Geirsson, endurskoðandi,
hefur lokið könnun á launamálum
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
Sambandsins, er Guðjón var for-
stjóri Iceland Seafood, dótturfyr-
irtækis Sambandsins í Banda-
rikjunum. Geir sagðist í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi
ekkert vilja segja um skýrsluna
og það væri ekki í hans valdi að
ákveða hvort hún ýrði gerð opin-
ber.
Guðjón B. Ólafsson sagðist ekki
hafa séð skýrsluna og gæti því ekki
ekkert um hana sagt. Spurningu
blaðsins um það, hvort og þá hvenær
stjóm Iceland Seafood myndi fjalla
um skýrsluna sagðist hann ekki geta
svarað.
Valur Amþórsson, stjórnarfor-
maður Sambandsins, sagðist heldur
ekki vera búinn að sjá skýrsluna og
gæti því ekkert um hana sagt annað
en að hann reiknaði með að hann
og stjómarmenn Iceland Seafood
fengju hana í hendur í dag, þriðju-
dag. Hann vildi heldur ekki segja
til um hvort og þá hvenær stjórn
Sambandsins myndi fjalía um skýrsl-
una.
Fiskverð lágt
íBretlandi
MIKIÐ framboð af fiski, einkum
úr Norðursjó og nálægum höf-
um, veldur lágu verði á ferskum
fiski á brezku fiskmörkuðunum.
Meðalverð fyrir afla úr tveimur
skipum í gær var aðeins rúmar
i 55 krónur á kíló. Verð í Þýzkal-
andi er hins vegar betra, nálægt
70 krónum fyrir kíló af karfa.
Víðir HF seldi 216 tonn, mest
karfa í Bremerhaven á mánudag.
Heildarverð var 14,8 milljónir
króna, meðalverð 68,59. Verð fyrir
karfa á þýzku mörkuðunum í gær
var nálægt 70 krónum og hátt verð
fékkst einnig fyrir ufsa af milli-
stærð. Stærsti ufsinn fór á mun
lægra verði.
Halkíon VE seldi 105,5 tonn,
mest smáan „loðnuþorsk" í Hull.
Heildarverð var 5,8 milljónir króna,
meðalverð 55,34. Klakkur VE seldi
.108 tonn 'af 190 tonna farmi í
Grimsby sama dag. Aflinn var að
mestu þorskur af smærra taginu
og heildarverð fyrir hann var 6
milljónir króna, meðalverð 55,59.
í þessari viku selur eitt skip til
viðbótar í Bretlandi og eitt í Þýzkal-
andi. Þá er eftir að selja úr 45
gámum, um 570 tonn, í Bretlandi.
Framboð í næstu viku er ekki ljóst
enn.
„St. Jósefsspítali á nú í miklum
rekstrarvanda vegna hallarekstrar
undanfarinna ára,“ sagði Logi.
„Halli ársins 1986 var 70 millj. kr.,
en af honum eru óbættar 35 millj.
kr. Halli 1987 er 115 millj. kr. og
hafa ekki fengist nein fyrirheit um
greiðslu hans. Skuldir spítalans eru
nú um 180 millj. Um 90% af þessum
skuldum eru við ríkið eða ríkisstofn-
„VIÐ FENGUM það staðfest í dag
að BP, British Petroleum, fékk í
fyrra leyfi til tilraunaborana á
anir. Er svo komið, að ýmsar af eign-
um spítalans eru komnar undir ham-
arinn af þessum sökum. Ofmælt er
þó, sem sagt var í einu dagblaðanna
á laugardag, að spítalinn væri gjald-
þrota.
Landakotsspítali er síður en svo
eini spítalinn, sem á í þessum vanda,
heldur á þetta bæði við um stóru
spítalana í Reykjavík og á Akur-
Rockall-svæðinu. íslensk stjórn-
völd munu auðvitað láta í sér
heyra vegna þessa máls áður en
eyri, sem þá smærri úti um landið.
Þessa örðugleika má rekja til þess,
að fjárveitingar hafa ekki verið í
neinu samræmi við raunverulegan
rekstrarkostnað.
Fjárveiting fyrir árið 1988 er að
þessu leyti eins og hinar fyrri, fyrir-
sjáanlega of lág. Þar sem greinilega
er til þess ætlast, að rekstrarkostn-
aði sé haldið innan fjárveitinga, hef-
ur stjórn spítalans talið nauðsynlegt
að draga úr rekstri.
Til þess að unnt sé að lækka
kostnað nægilega mikið, er talið
nauðsynlegt að loka tveimur deildum
með samtals 53 rúmum. Óhjákvæmi-
leg afleiðing af því er að spítalinn
hætti bráðavöktum hinn 1. apríl
næstkomandi,“ sagði Logi Guð-
brandsson.
langt um Iíður,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson formaður ut-
anríkismálanefndar alþingis eftir
fund, sem hann og tveir aðrir
nefndarmenn áttu í gær með
Lindu Shalker aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bretlands.
Eyjólfur Konráð er þessa dagana
í heimsókn í Lundúnum ásamt þeim
Guðmundi G. Þórarinssyni og
Kristínu Einarsdóttur, sem einnig
eiga sæti í utanríkismálanefnd al-
þingis. í gær hittu þau þremenning-
arnir að máli Lindu Shalker aðstoð-
arutanríkisráðherra og bar einkum
á góma Rockall-svæðið og þær deil-
ur, sem risið hafa á milli Breta og
íslendinga um lögsögu yfir því. Ey-
jólfur Konráð sagði í samtali við
Morgunblaðið að íslensku fulltrúam-
ir hefðu lagt fram ýmisleg gögn um
þetta mál en megin kjarninn í mál-
flutningi þeirra hefði verið áhersla
á að bæði ríki virtu alþjóðalög.
Á fundinum með Lindu Shalker
fengu íslensku nefndarmennirnir
staðfest að BP hefur þegar verið
úthlutað leyfí til tilraunaborana á
svæði, sem enn hefur ekki náðst
samkomulag um milli Islendinga og
Breta. „Okkur var tjáð að fyrirtæk-
inu hefði verið veitt leyfi í fyrra til
að bora á Lousy-bank á svæðinu
suð-vestur af Færeyjum. Það var
auðvitað fróðlegt að fá þessar frétt-
ir en ekki ánægjulegt að sama skapi.
Þetta svæði er umdeilt og ég geri
fastlega ráð fyrir að ekki líði á löngu
áður en íslensk stjórnvöld láti frá
sér heyra vegna þessarar leyfisveit-
ingar," sagði Eyjólfur Konráð.
I dag munu þremenningarnir úr
utanríkismálanefnd alþingis hitta að
máli embættismenn í breska ut-
anríkisráðuneytinu og er fyrirhugað
að ræða einkum um Evrópubanda-
lagið og Fríverslunarbandalag Evr-
ópu. Á morgun munu íslensku al-
þingismennirnir síðan ræða við full-
trúa varnarmálaraðuneytisins
breska og iðnaðaráðuneytisins. Auk
þess sem utanríkismálanefnd breska
þingsins verður sótt heim.
*
I gæslu vegna
fíkniefna
MAÐUR hefur verið úrskurð-
aður í gæsluvarðhald í 21
dag, eða til mánaðamóta,
grunaður um fíkniefnamis-
ferli.
Lögreglan varðist allra frétta
af málinu í gær og sagði ekki
tímabært að veita upplýsingar
um það. Ekki fengust svör við
því hvers konar fíkniefni er um
að ræða.
Landakotsspítali:
Tveimur deildum með
samtals 53 rúmum lokað
Spítalinn hættir bráðavöktum 1. apríl
STJÓRN Landakotsspítala hefur ákveðið að loka tveimur deildum
með 53 rúmum og í framhaldi af því hættir spítalinn bráðavöktum
1. apríl nk. Logi Guðbrandsson, framkvæmdasljóri Landakotsspítala,
sagði í samtali við Morgunblaðið, að rekstrarerfiðleikar spítalans stöf-
uðu af of lágum fjárveitingum síðustu ára og fyrirsjáanlega væri fjár-
veitingin fyrir þetta ár líka of lág. Þess vegna hefði stjórn spítalans
ákveðið að grípa til þessara ráðstafana.