Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 29

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 29 opnast margir möguleikar til að ala sjófisk. Eðlilegt sýnist að halda áfram með búrið í anddyri Hafrann- sóknastofnunar. Þar er nokkuð rúmgott og mætti koma upp fleiri kerum af svipaðri stærð. Þessi ker fengju sjó úr brunninum er getið var um hér að framan, en frá honum lægju leiðslur undir götuna í kerin. Þama yrði rekið lítið tilraunafiska- safn í næstu 2—3 árin meðan verið væri að fá reynslu á sjóinn úr brunn- inum. Slíkt safn, þótt ekki væri stórt, gæti og orðið hvati til stærri verk- efna. Þessi stærri verkefni yrðu fiskasafn með 10—12 sýningarker- um á austurhluta byggingarinnar á Skúlagötu 4. þar í endanum og í bakbyggingum er nú um 250 fer- metra húsnæði sem nær eingöngu er notað undir geymslur. Ef Haf- rannsóknastofnun fær að reisa nýtt hús upp af Ingólfsgarði leysist geymsluvandamálið af sjálfu sér. Þama við Sjávarbrautina hefur stofnunin nú netaverkstæði og veið- arfærageymslur í húsnæði sem er að falli komið. Það pláss sem fengist á Skúlagötu ef geymslumar yrðu rýmdar mundi henta nokkuð vel fyr- ir fiskasafn án mikilla breytinga og má þar margt til nefna. Hluti hús- næðisins vísar fram að götunni þar sem eðlilegt er að væri inngangur í slíkt safn. Staðurinn er svo að segja í hjarta borgarinnar. Það að safnið væri undir sama þaki og rannsókna- stofnanir sjávarútvegsins (Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins og Ha- frannsóknastofnun) býður ekki ein- ungis upp á rannsóknaraðstöðu fyrir þessar stofnanir heldur myndi slíkt safn og vera miklu hagkvæmara í rekstri í tengslum við þær. Á þessum rannsóknastofnunum ætti og einna helst að vera fyrir hendi fagþekking til að reka saftiið svo og önnur að- staða eins og frystigeymslur til að geyma fóður og rannsóknaskip til að afla físka í safnið, svo eitthvað sé nefnt. Selatjörn á Kolbeinshaus Þegar hér er komið sögu skal því ljóstrað upp að þessar hugmyndir að sýningarsafni í húsakynnum rann- sóknastofnana við Skúlagötu em ein- faldleg hirtar frá hafrannsóknastofn- uninni í Kíl í V-Þýskalandi þar sem undirritaður stundaði nám. Nú hafa margar slíkar stofnanir í heiminum sitt eigið fískasafn sem haft er al- menningi til sýnis að einhveiju leyti. En því er stofnunin í Kfl nefnd hér að þar háttar mjög svipað til og við Skúlagötuströnd; hvít og áberandi bygging rétt við flæðarmál og sem næst í sjálfum miðbænum. En Þjóð- veijamir hafa reist fleira en físka- safn, nefnilega litla selatjöm fyrir framan sitt hús. þegar fólk spásserar eftir Skúlagötuströnd þeirra Kílarbúa gengur það fram á selina í tjöminni sem alltaf grípa athygli manna. Ekkert verður svo eðlilegra en að skoða fiskasafnið inni í kjall- ara hafrannsóknabyggingarinnar sem vakin er athygli á með viðeig- andi skilti. Selatjöm hér á Skúlagötu- uppfyllingunni yrði bæði staðarprýði og uppbót fyrir Kolbeinshausinn sem á víst að færast á kaf í jarðfyllingu. Slík tjöm gæti annaðhvort verið rétt fyrir framan núverandi Skúlagötu, þ.e. innan við fyrirhugaða hrað- braut, eða alveg út við sjóinn sem yrði skemmtilegra en dýrara. Mætti hugsa sér að byggt yrði smá nes þar yfír sem nú er Kolbeinshaus, en á þessu nesi yrði selatjömin. Pram úr nesinu gengi síðan tilbúið sker þar sem skarfar og aðrir sjófuglar mættu áfram snyrta fjaðrir sínar þótt hauss- ins góða nyti ekki við lengur. Beinagrind af hval Fyrst byijað er að tala um atriði eins og selalaug sem myndi prýða fiskasafn og vekja á því athygli án þess að vera beinlínis nauðsynlegur hluti slíkrar starfsemi, má stinga upp á enn einni skrautfjöður. Hafrann- sóknarstofnun á einhverstaðar beina- grind af hrefnu sem liggur í geymslu og rykfellur, einfaldlega vegna þess að hvergi er hægt að setja slíkt ferlíki upp. Lífga mætti upp á inn- gang fískasafns á Skúlagötu 4 með því að hengja upp beinagrind af hval undir súlnagöngin sem em á fram- hlið hússins. Þama er svo mikið pláss að hæglega mætti koma þar fyrir beinagrind af stórhval, en beina- grindur stórhvala hafa líkast til aldr- ei verið settar upp hér á landi. Misheppnuð tilraun Eins og menn muna voru á sínum tíma sett upp nokkur fískabúr í Sædýrasafninu í Hafnarfirði og var notast við jarðsjó sem tekinn var úr holu í hrauninu skammt frá strönd- inni. Undirrituðum er ekki kunnugt um annað en sá sjór hafi verið vel brúklegur. Safnið var hins vegar í lélegum húsakynnum eins og reyndar flest öll starfsemi þar suður frá og lognaðist það út af eftir nokkur ár. Meðan það var enn við lýði höfðu margir áhuga á að nýta jarðsjóinn sem þarna er og byggja veglegt fískasafn. Mun hafa verið skipuð opinber nefnd í málið. menn fóm til útlanda og leituðu fyrirmynda og reynslu. Niðurstöður vom settar fram í nokkuð viðamikilli skýrslu með tillögum og teikningum að sjáv- ardýrasafni. Ekkert af þessu komst í framkvæmd enda hugmyndimar ekki smáar í sniðum og nú er sjálft Sædýrasafnið meira að segja liðið undir lok nema að nafninu til. Vafa- samt er þó að tengja alfarið saman fískasafnsleysi höfuðborgarsvæðis- ins við örlög og deilur um Sædýra- safnið, heldur sýnist undirrituðum að gamalkunnug nesjamennska hafí kæft nýtt fískasafn í fæðingu. Þessi nesjamennska lýsir sér í því að búið er við eitthvert ástand í ár og ára- tugi vegna þess að við lausn á vand- ræðaástandinu ætla menn sér að færast svo mikið í fang að aldrei eða mjög seint er byijað. Má þar til gam- ans nefna dæmi eins og óreista skautahöll sem hefur verið í bígerð í langan tíma en á víst að kosta yfír 100 milljónir króna þannig að þjóðin er enn á hrossleggjastiginu, þótt nálega hver sæmilega stór bær í Svíþjóð skarti slíku mannvirki sem reyndar eru reist með skemmulaginu en ekki „kúlusukkslaginu". Náttúruf ræðihús Víkjum þá að áætlunum um Nátt- úrufræðihús sem helst hefur verið talað um að rísi í Vatnsmýrinni. Hugmyndir munu vera um sjóker í því safni en hvemig á að útvega sjó- inn á ódýran hátt mun vera óleyst mál. Starfssemi Náttúrufræðihúss er og eðlilega ætlað að spanna vítt svið þannig að fiskasafn gæti aldrei orðið aðalatriðið í slíku húsi. Með þessum orðum er þó ekkert verið að hafa á móti sjókeijum í nýju húsi af þeim toga. Áðeins verið að benda á að með hugmyndum um fískasafn við Skúlagötu er ekki verið að bregða fæti fyrir fiskadeild í þessu húsi sem kennt er við náttúrufræði ef menn telja slíkt mögulegt. Slíkt safn við Skúlagötuströnd gæti þvert á móti orðið sá bakhjarl sem gerði það kleift að starfrælqa einhver ker með lif- andi sjódýrum og fískum í Náttúru- fræðihúsinu. Lokaorð Undirritaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir mik- inn áhuga og nokkuð góðan vilja sitj- um við Reykvíkingar og þá um leið allir fastalandsbúar enn uppi fiska- safnslausir vegna þess hversu há- timbraðar þær hugmyndir hafa verið þegar bæta hefur átt úr vandanum. Fiskasafn við Skúlagötu yrði hlið- stætt Vestmannaeyýasafninu nema hvað rannsóknaraðstaða yrði meiri í hinu nýja safni. Ef vel tekst til væri sjóbrunnur einnig órækt vitni um nytsemi skolphreinsimannvirkja sem nú eru í byggingu beint og óbeint; einskonar áþreifanlegt merki um hreinan sjó og mengunarlausar fjör- ur. Allt þetta mætti gera fyrir tiltölu- lega lítið fé þótt hvergi væri við nögl skorið þar sem mjög mikið af aðstöð- unni er þegar fyrir hendi og síðan hægt að vinna sig áfram skref fyrir skref. Þetta verk gæti borgin síðan kórónað með selalaug fyrir framan bygginguna yfír hinum gamla Kol- beinshaus. Selatjömin kæmi í staðinn fyrir einhvem útsýnistum með grísku útliti sem fyrirhugaður er á Skúlagötuströnd. Ef tekst að fá not- hæfan sjó úr brunninum margnefnda yrði það til vansa að sitja auðum höndum eftir það, og mættum við Innnesingar þá með réttu heita aum- ingjar í munni Vestmanneyinga, ef svo færi. Þá er og mikilvægt að menn hummi ekki hugmyndina um sjóbrunninn fram af sér svo aldrei þurfí á það að reyna hvort vilji er fyrir því að takast á við sjálft verkið ef tekst að skapa grundvöllinn sem er nothæfur rennandi sjór. Htifundur er fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.