Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 72
Morgunblaðið/Bjöm Bjömss«»n Starfsmaður Steinullarverksmiðjunnar við hina nýju vélasamstæðu, sem framleiðir iausull. Reykjavíkurdeild ■ RKÍ heldur nám- skeið i skyndihjálp. Það hefst þriðjud. 15. mars kl. 20 í Ármúla 34 (Múlabæ) og stendur yfir 5 kvöld. ■Skráning í síma 28222. Notað verður nýtt náms- | efni sem margir hafa beðið eftir lengi. Öllum heimil þátttaka. Athygli skal vakin á því aö Reykjavikurdeildin út- vegar kennara til að halda námskeið fyrir skóla, fydrtæki og aðra sem þess óska. Rauói Kross'lslands + IConica U-BIX UÓSRITUNARVELAR MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Sauðárkrókur: Lausullarvél tekin í notkun hjá Stein- ullarverksmiðjunni Samningur gerður við breskt fyrir- tæki um sölu og dreif ingu Sauðárkróki. NÝ vélasamstæða, sem framleið- ir lausull, var tekin í notkun í Steinullarverksmðjunni í síðustu viku. Lausullin er unnin úr af- skurði og öðrum þeim afgöngum, sem fram til þessa hefur orðið að fleygja. Iðnaðarráðherra, Friðrik Sophus- son, heimsótti Steinullarverksmiðj- una af þessu tilefni og með ráð- herra voru ráðuneytisstjóri, Páll Flygenring, Lára Ragnarsdóttir, fulltrúi fjármálaráðuneytis, og Halldór Kristjánsson, fulltrúi iðnað- arráðuneytis í stjóm verksmiðjunn- ar. Framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar, Þórður Hilmars- son, bauð iðnaðarráðherra og aðra gesti velkomna. í ræðu Þórðar kom m.a. fram að nú horfir mun betur um rekstur verksmiðjunnar heldur en gert var ráð fyrir og taldi hann bjart framundan í rekstrinum. „Við höfum treyst stöðu okkar vel á hinum íslenska byggingavöru- markaði," sagði Þórður. Nú væru næstu skrefin að þróa ýmsar vörur úr steinullinni svo sem hljóðein- angrunarplötur og ýmislegt fleira, og væru þar ýmsir ónýttir mögu- leikar, vegna þeirra mörgu eigin- leika sem sameinuðust í steinullinni umfram flest eða öll önnur einangr- unarefni. Þá hefur nú verið gerður samn- ingur við fyrirtæki í Bretlandi um sölu og dreifingu steinullar þar. Þá ræddi Þórður um hina nýju vél sem nú er verið að taka í notk- un en hún nýtir alla þá úrgangs- steinull sem nú fellur til, en það eru um það bil 350 til 400 tonn árlega. Samið hefur verið við Húsein- angrun hf. sem nýta mun um það bil 25% af framleiðslunni fyrir inn- anlandsmarkað, en allt sem umfram það er framleitt verður selt í Finn- landi, og hefur verið gengið frá þeirri sölu. Að lokinni ræðu Þórðar Hilmarssonar var verksmiðjan skoðuð undir leiðsögn Einars Ein- arssonar, framleiðslustjóra. Var fyrst komið í stjómstöð fyrirtækis- ins þar sem framleiðslulínan var kynnt en síðan gengu gestir um og sáu einangrunarplötur verða til stig af stigi. Að síðustu fór svo hópurinn að hinni nýju vélasamstæðu þar sem iðnaðarráðherra ræsti vélamar og framleiðsla lausullar hófst. Við þetta tækifæri ávarpaði ráðherra viðstadda og lýsti ánægju sinni með þann áfanga sem nú hefur náðst hjá Steinullarverksmiðjunni. Einnig lýsti ráðherra ánægju með þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri fyrirtækisins og þeirri end- urskipulagningu sem gerð hefur verið. Teldu nú forráðamenn og eig- endur allar vísbendingar gefa til kynna að rekstrarhorfur séu í þeim farvegi, sem talið var að þær yrðu í þegar endurskipulagning ætti sér stað. Benti ráðherra á að verksmiðj- an hefði með tilvist sinni stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar hérlendis, og meðal annars þannig sannað tilverurétt sinn. Ánægjulegt kvað ráðherra það að samningar hefðu náðst við Húseinangrun hf. sem nýtir nú innlent hráefni til allr- ar sinnar starfsemi og einnig hversu vel hefði til tekist með sölu á erlend- um mörkuðum. Áður en gestir héldu suður aftur sátu þeir, ásamt með ýmsum heima- mönnum, kvöldverðarboð Steinull- arverksmiðjunnar á Hótel Mælifelli. - BB Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Páll Flygenring ráðuneytisstjóri, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Einar Einarsson frainleiðslustjóri og Lára Ragnarsdóttir fulltrúi fjármálaráðuneytis. NYR VOR-OG SUMARLISIIKOMIHN! þ/EGILEGUR OG SPENNANDI VERSLUNARMÁTI TVEIR NÝIR AUKALISTAR íl BYMAIlf Fullt nafn Heimillsfang Póstnúmer I Nafn.nr: t7_________ Ég undirritöuö/aður óska eftir aö fá sendan nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. □ freemansy Daukalistar SENDIST TIL : (taúuD@atf Greiöir póstburöargjaldiö Má setja ófrimerkt ipóst PONTUNARLISTINN BÆJARHRAUN114 220 HAFNARFJÖRÐUR Pöntunarlistinn kostar 160 kr. ♦ póstburöargjald. S. 53900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.