Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 71
4- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 71 Þessir hringdu . . Meira um nautsmerkið Rósa . hringdi: „Mig langar að koma þeirri áskorun á framfæri til Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings að hann skrifi meira um nauts- merkið í dálk sínum. Ég hef áhuga fyrir stjömuspeki og les dálka hans alltaf. Af einhvetjum ástæð- um hefur nautsmerkið orðið út- undan hjá honum. Vona ég að Gunnlaugur sjái sér fært að verða við áskorun minni.“ Sorphreinsun B.G. hringdi: „Mig langar til að koma eftir- farandi fyrirspurn á framfæri. A maður rétt á að sorptunnur séu tæmdar oftar en einu sinni hálfs mánaðarlega? Tunnurnar hjá mér em alltaf orðnar fleytifullar löngu áður en þær em losaðar og er ég í hreinustu vandræðum þess vegna. Hvað getur maður í þessu gert? Á maður kannski rétt á að fá plastpoka með tunnunni ef hún dugar ekki fyrir allt sorp frá heim- ilinu.“ 42 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugdr Guðmundsson „Kæri spekinguri Ég er fædd á Akureyri 28.6. 1963 um kl. 15. Getur þú frætt mig eitt- hvað um t.d. persónuleika minn og hvaða merki eiga best við mig.“ Svar: Þú hefur Sól f Krabba, Tungl í Rfsandi merki f Vog, Merkúr og Venus f Tvíbura, Mars f Mejju og Ljón á Miðhimni. Heildarmyndin Sú heildarmynd sem ég fæ þegar ég horfi á stjömukort þitt er að þú sért tilfinninga- rík og ljúf persóna og jafn- framt félagslynd, tillitssöm og vingjamleg. Tilfinningarík Það að hafa Sól f Krabba Rás 2 M.G. hringdi: „Ég tel að rás 2 taki ekki nógu mikið tillit til hlustenda sem þang- að hafa samband. Ég hringdi þangað um daginn vegna þess að mér fannst þeir spila of lítið af lögum með ákveðinni hljómsveit. Sá sem fyrir svörum varð sagði bara að þessi hljómsveit væri ekki í tísku lengur eða eitthvað á þá leið. Ég benti á að hljómsveitin hefði átt mörg lög í fyrsta sæti til skamms tíma en þó fékk ég litlar undirtektir við ósk minni.“ Sorpeyðingarstöð nauðsynleg 7279-0340 hringdi: „Er ekki tími til kominn að Reykjavík og nágrannabæirnir komi sér upp sorpeyðingarstöð. Ég skil ekki hvers vegna náttúru- verndarfólk lætur þetta mál ekki til sín taka, það gengur ekki að urða allt rusl í nágrenni bæjamis. Þá er það mengunin frá bílunum, hún er að verða vandamál. Og eitt enn. Að undanförnu hefur verið mikið slabb á götunum. Sumir ökumenn eru alveg tillits- lausir, þeir aka hiklaust hratt framhjá gangandi vegfarendum og ausa yfir þá. Eru ökumenn ekki bótaskyldir vegna óþæginda vegfarenda af þessum sökum og tjóns á fötum þeirra?" Suður-Afríka og ísrael Til Velvakanda. Fyrir _ nokkru hætti ferðaskrif- stofan Utsýn við fyrirhugaða ferð til S-Afríku. Utanríkisráðuneytið mun hafa beint þeim tilmælum til ferðaskrifstofanna að þær stæðu ekki fyrir skipulögðum hópferðum til þessa lands kynþáttakúgaranna. Þessi ákvörðun þeirra Utsýnar- manna er vissulega ánægjuleg. Meiri hefði þó gleðin verið hefðu þeir sjálfir átt frumkvæðið með að gangast alls ekki fyrir neinum ferð- um til þessa lands. Það er ömurleg tilhugsun að þjóðir heimsins skuli ekki geta komið sér saman um að- gerðir er verða mættu til þess að hvíti minnihlutinn láti af þessari vitfirringu. Það er aleildis yfir- gengilegt að það skuli vera stað- reynd á því herrans ári 1988, að aðeins vegna þess að menn eru ekki hvítir á hörund, þá skuli þeir hinir sömu sviptir öllum mannrétt- indum og aðeins litið á þetta fólk sem vinnudýr, eins og raun ber vitni. I S-Afríku búa um 24 milljón- ir manna, þar af eru 73% íbúanna þeldökkir, en þeir ráða alls engu, eru kúgaðir og niðurlægðir á allan hátt. Allar tilraunir til þess t.d. að setja viðskiptabann á landið hafa runnið út í saiídinn og þeir er hvað hatrammast hafa barist gegn slíku banni á alþjóðavettvangi eru Bandaríkjamenn. Hræsnin og tvískinnungurinn hjá þeirri þjóð er alveg ótrúlegur. Engin þjóð talar jafn mikið og oft um frelsi og lýð- ræði og linnulítið er Reagan forseti fyrir framan kvikmyndavélarnar þar sem hann berst við tárin þegar hann t.d. talar um íbúa Nicaragua undir stjórn sandinista. Ekki tárað- ist Reagan eða forverar hans þegar Sómóza og hyski hans réð þarna ríkjum. Ekki fer það fyrir brjóstið á þeim Washington-mönnum þó að Pinochet-skúrkurinn traðki á lönd- um sínum í Chile og seint koma tárin út á Bandaríkjaforseta vegna grimmilegra örlaga Palestínuþjóð- arinnar, enda eiga þeir Hvítahúss- menn sjálfir sökina á þeim engu síður en ísraelsmenn, ef taumlaus stuðningur Bandaríkjanna væri ekki fyrir hendi og hefði ekki verið frá fyrstu tíð, hefði Israelsmönnum aldrei tekist ætlunarverk sitt, sem er og hefur alltaf verið að leggja allt þetta landsvæði undir sig. Við höfum þeirra eigin orð fyrir því, enda fóru þeir ekkert leynt með það í ræðu og riti. Áhrifamikill zíonisti, Josef Waitz, sagði t.d. þegar árið 1940: „Það verður að vera ljóst að ekki er rúm fyrir báðar þjóðirnar í þessu landi. Flytja verður alla araba burt til nærliggjandi landa. Við megum ekki skilja eitt einasta þorp eftir, ekki einn einasta ættbálk.“ Svo mörg voru þau orð. Dyan, fyrrum landvarnaráð- herra, sagði meðal annars þegar hann ávarpaði skólanema fyrir all mörgum árum: „Byggð voru gyð- ingaþorp í stað arabískra þorpa. Þið vitið ekki einu sinni hvað þessi þorp hétu og lái ég ykkur ekki þekk- ingarskortinn, ekki bara þorpin sjálf eru horfin heldur eru landafræði- bækurnar ekki lengur til.“ Allt sem sagt á „réttri leið“. Þessi tvö ríki, S-Afríka og ísra- el, eru nánir bandamenn og helstu skjólstæðingar Bandaríkjamanna. Margt er líkt með skyldum er stund- um sagt og ef nokkuð er þá eru ísraelsmenn enn meiri fantar en kynþáttakúgararnir, enda sigla þeir hraðbyri inn í söguna sem hinir .verstu skúrkar og mun framferði þéirra verða skráð sem eitt af ,al- Velvakandi góður. í upphafi árs er landi og þjóð spáð viðskiptahalla svo milljörðum skiptir. Hvað geta þessi ósköp gengið lengi? Erum við ekki að eyða hér meiru en aflað er og ætlum við að gleyma þeim heilræðum æsku vorrar að það sé hrein firra og skömm að eyða meiru en aflað er. I æsku minni held ég að þetta hafi ekki verið hægt, og hafi það verið hægt held ég að fáum hafi dottið það í hug. Má ekki fara að minnka eitthvað af þessum alls kyns munaði sem ekki bætir þjóðlífið? 0g þegar menn eru farnir að tala um að flytja inn frá öðrum verstu níðingsverkunum í gervallri mannkynssögunni. Þessa dagana ferðast fulltrúar Bandaríkjastjómar um heiminn og reyna að slá ryki i augu manna með sýndartillögum um frið og lausn Palestínuvandamálsins. Og hvað skyldi nú. felast í þessum til- lögum? Jú. Palestínumenn eiga að fá takmarkaða stjóm eigin mála um tíma til reynslu. Að hugsa sér. Menn eiga að fá að stjórna sér og sínum í sínu eigin landi og þá er aðeins verið að tala um vesturbakka Jórdanárinnar og Gaza, ekki er orð að finna um hvað á að verða um þær milljónir er hraktar hafa verið burt. Þetta fólk bjó vítt og breitt á því landsvæði er nú heitir ísrael. Hún ríður ekki við einteyming, ósvífnin hjá þeim er svona setja á blað. Er ekki kominn tími til þess að ferðaskrifstofurnar sjái sóma sinn í því að hætta við ferðalög til þessa blóðidrifna lands. Það fossar blóð í frelsarans slóð, segir í ljóðinu. Það gerir það svo sannarlega og sem beljandi stór- fljót. Kristur hafði ýmislegt við framferði gyðinganna að athuga í sinni tíð. Hvað halda menn að hann segði við þá erl andið byggja í dag? Guðjón V. Guðmundsson þjóðum landbúnaðarafurðir meðan við eigum bestu afurðir þess konar hjá sjálfum okkur. Þær þjóðir sem standa sig best í dag, leggja alla áherslu á að nýta hið innlenda sér og landi til vegs, jafnvel þótt það sé dýrara en hægt er að fá annars staðar. Þeir vita að um leið og þeir kaupa það sem innlent er, þá eru þeir að styrkja þá sem að þessum afurðum vinna, og með því fær þjóðarbúið tvöfaldan styrk. Hver er sjálfum sér næstur. Og einu sinni var mikið talað um þjóð- hollustu. Ég vil elska mitt land, sungu menn þá fullum hálsi. Árni Helgason Gang’a þessi ósköp lengi? Engin verðbólga í húsgagnaJiöllin REYKJAVlK eitt hlýtur að veravið þitthæfi Við á Hótel Loftleiðum leggjum okkur ávallt fram um að gestum okkarlíði vel. Öll herbergin okkar hafa nú verið endurnýjuð og bætt svó og öll aðstaða fyrir gesti okkar. Anna Lllja og Haraldur eru tll- búin tllað velta þér allar nánarl upplýslngar um hvað hótellð hefur uppáaðbjóða. her~ berg'^irifla00' 1.2*5 Þvíekki að hafa samband við okkur áður en þú leitar annað. HÚTEL i ncn rmip FLUGLEIDA jSf HÓTF.L ,Heimur út af fyrir sig‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.