Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 59 Nokkrir aðilar skyndihjálparráðs. Standandi frá vinstri: Gestur Þorgeirsson, hjartasérfræðingur, Þórar- inn Ólafsson, svæfingalæknir, Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennaraskólans á Laugarvatni og Kristinn Guðmundsson, heila- og taugaskurðlæknir. Sitjandi frá vinstri: Örn Egilsson frá Félagi leið- beinenda i skyndihjálp, Ásgerður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur RKÍ, Nína Hjaltadóttir, Landssam- bandi hjálparsveita skáta og Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri RKÍ. Rauði kross íslands: Nýtt námsefni í skyndihjálp RAUÐI kross íslands hefur gefið út nýtt námsefni i skyndihjálp. Efnið skiptist í kennslubók og vinnubók fyrir nemendur. Einnig fylgir efninu handbók fyrir leið- beinendur í skyndihjálp. Bæk- urnar verða seldar á skyndihjálp- arnámskeiðum. Námskeið í skyndihjálp verða auglýst með reglulegu millibili í dagblöðun- um. í kennslubókinni er skýrt frá al- gengustu tegundum slysa og hvaða hjálp leikmaður getur veitt á slys- stað þar til læknir og sjúkraflutn- ingafólk kemur á staðinn. Auk þess er fjallað um endurlífgun, þ.e. hjartahnoð og blástursmeðferð sem ekki hefur verið í skyndihjálpar- námsefni til þessa. Bókin var prent- uð í Noregi en setning hennar gerð hjá Prentsmiðjunni Eddu. í henni er fjöldi skýringarmynda í lit. í vinnubókinni eru verkefni sem nemendur eiga að leysa heima eftir að farið hefur verið í efnið á nám- skeiðinu. Vinnubókin var prentuð hjá Prentsmiðjunni Eddu. Hólm- fríður Gísladóttir deildarstjóri fé- lagsmáladeildar RKÍ þýddi náms- efnið. Handbókin fyrir leiðbeinendur inniheldur 28 litprentaðar glærur og einnig kennsluleiðbeiningar fyrir hvem kafla fyrir sig í kennslubók- inni. Ásgerður Þórisdóttir hjúkr- unarfræðingur RKÍ hefur haft um- sjón með útgáfu og yfirlestri efnis- ins í samvinnu við skyndihjálparráð Rauða kross íslands. í skyndihjálp- arráði eru 4 sérfræðingar skipaðir af landlækni, 2 aðilar RKÍ, 1 frá Slysavamafélagi íslands, 1 frá Landssambandi hjálparsveita skáta, 1 frá Landssambandi flugbjörgun- arsveita, 1 frá menntamálaráðu- neytinu og 1 frá Félagi leiðbeinenda í skyndihjálp. Hlutverk ráðsins er að vera ráðgefandi um útgáfu á kennsluefni og bæklingum sem skyndihjálp varðar. Með tilkomu nýja námsefnisins lengist skyndihjálpamámskeiðið úr 12 stundum í 20 stundir og fá nem- endur skírteini að því loknu. Nám- skeiðin eru opin fyrir alla sem hafa náð 14 ára aldri. Til þess að leið- beinendur geti kennt nýja námsefn- ið er ætlast til að þeir mæti á kynn- ingarfund. Kynningarfundir verða haldnir 16. og 22. mars kl. 20.00 í sal Hótels Lindar Rauðarárstíg 18. Reykjavík. Kynningarfundir verða einnig haldnir úti á landi með vorinu og verða þeir auglýstir síðar. DAGVIST BARNA Ægisborg sérstuðningur Sérmenntaður starfsmaður óskast til stuðn- ings barni á Ægisborg. Um er að ræða heila eða hálfa stöðu. Upplýsingar veitir sálfræðingur á skrifstofu Dagvist barna í síma 27277. Lagerbúsnæði Hagkaup hf. óskareftirað leigja lagerhúsnæði á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Stærðfrá 1800-3200 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lager- 4576" fyrir föstudaginn 1 1. mars nk. HAGKAUP Skeifunni 15.— KÖRFULYFTUR Á VAGNI Vegna niðurfellingar á tollum oa vörugjáldi getum við nú boðið körfulyftur á góðu verði Armlyfta 12m vinnuhæð kr. 862800,- (O o Armlyfta 13m vinnuhæð kr. 1.032.100,- n m Skotbóma 15m vinnuhæö kr. 1.185.000,- O) 3 Armlyfta/skotbóma 16m vinnuhæð kr. 1.380.000,- Skotbóma 20m vinnuhæð kr. 1.623.800.- M/v gengi Þ 28/1 '88. Fáanlegar með keyrslumótor eða til ásetningar á bílpall. Einnig er hægt að tá vökvaknúna útdragara. Ath. Afgreiðslufrestur allt að 8 vikur. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Fallar hf. Vesturvör 7. 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.