Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Fjárlög’in lögð fram St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NIGEL Lawson fjármálaráð- herra leggur fram fjárlagafrum- varp sitt fyrir næsta ár í dag. I siðustu viku kom í Ijós alvarlegur ágreiningur hans og Margretar Thatcher forsætisráðherra um stefnuna í gengismálum. Fjárlög í Bretlandi eru ævinlega lögð fram 15. mars. Fyrir ári gerði fjármálaráðherrann ráð fyrir, að fjárlagahallinn yrði um fjórir millj- arðar punda næsta árið. I septemb- ermánuði síðastliðnum var vitað, að hallinn yrði minni, um einn millj- arður punda. Nú er vitað, að það verður hagnaður á ríkissjóði í fyrsta skipti í tæp 20 ár. Búist er við, að hann verði milli tveir og þrír millj- arðar punda. Vegna þessarar óvenjugóðu stöðu ríkissjóðs er búist við, að tekjuskattur verði lækkaður og skattþrepum fækkað. Talið er líklegt, að lægsta tekjuskattsþrep verði 25% (var 27%), en það hæsta verði 40 eða 45% (var 60%). Einnig Forkosningar í minois í Bandaríkjunum: Bush og1 Jesse Jackson njóta mestra vinsælda Chicago, Rcuter. .. ..^ i EF marka má skoðanakannanir mun George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, vinna öruggan sigur i forkosningum Repúblik- anaflokksins, sem fram fara í iví8 dag, þriðjudag, í Illinois-ríki. For- jBBá ' ^ kosningarnar fara frani vegna . . forsetakosninganna Banda- •*«<► 'gjPÁ ríkjunum næsta haust. Líklegt cr HHHH^H^H^HH JEP! talið að blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson fari með sigur af hólmi í forkosningum Demó- fcSSfjjdÍÉfa krataflokksins en samkvæmt skoðanakönnunum hafa vinsældir IrHHplft. ^^^ÉbBBSb Michaels Dukakis, ríkisstjóra wSSr Massachusetts, farið ört vaxandi að undanförnu meðal kjósenda í Illinois. Nýjustu skoðanakannanir í gær bentu til þess að Bush myndi sigra helsta keppinaut sinn, öldungadeild- arþingmanninn Robert Dole, með miklum yfirburðum. Var talið að varaforsetinn hefði allt að 34 pró- senta forskot'á Dole. Dole kvaðst ekki ætla að leggja árar í bát þrátt fyrir þetta, og sagði bandarísku þjóð- ina eiga rétt á því að geta valið ann- an frambjóðanda en Bush. Þriðji frambjóðandi Repúblikanaflokksins, sjónvarpsprédikarinn fyrrverandi Pat Robertson, nýtur lítilla vinsælda meðal kjósenda í Illinois ef marka má skoðanakannanir. Samkvæmt skoðanakönnun dag- blaðsins Chicago Tribune er Jesse Jackson vinsælastur frambjóðenda Reuter George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, á fundi með stuðnings- mönnum sínum i Ulinois. Demókrataflokksins og var honum spáð 32 prósentum atkvæða. Poul Simon, öldungadeildarþingmaður, var í öðru sæti með um 29 prósenta fylgi en þriðji var Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, með um 20 prósent. Fram hefur komið í könn- unum blaðsins að fylgi Dukakis fer vaxandi í ríkinu og virðist hann eink- um taka fylgi frá Simon. Þeir Jack- son og Simon búa í Ulinois og hefur Simon sagt að hann verði að bera sigur úr býtum ætli hann að halda áfram frekari baráttu fyrir að hljóta útnefningu fiokksins. telja flestir, að róttæk breyting verði á álagningu skatta á hjón. En heilbrigðisþjónustuna skortir sárlega fé, og skoðanakannanir gefa til kynna, að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar telji brýnna að leggja meira fé í hana en lækka skatta. Verkamannaflokkurinn ákvað fyrir nokkru að gera 15. mars að degi heilbrigðisþjónustunn- ar. Hann telur einnig, að þetta aukna fé ríkissjóðs eigi að fara í opinbera fjárfestingu á þeim svæð- um, sem verst eru leikin af atvinnu- leysi. Deilt um gengisstefnu I síðastliðinni viku kom í ljós ágreiningur forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans um gengis- stefnuna. Thatcher vildi, að gengi pundsins fengi að ráðast af alþjóð- legum markaðsaðstæðum og fékk því ráðið, að það hækkaði gagnvart þýsku marki og dollar umfram það, sem fjármálaráðherrann hefur vilj- að. Samkeppnisaðstæður bresks iðnaðar versnuðu að sama skapi. Það er óvenjulegt, að slíkur ágreiningur komi upp á yfirborðið. Það skapaði óvissu hjá fjármála- mönnum og jafnvel voru uppi vangaveltur um framtíð fjármála- ráðherrans í ríkisstjóminni. En hann er almennt talinn einhver slyngasti fjármálaráðherra frá lok- um seinni heimsstyrjaldarinnar. Reuter Kohl ogMitterand ræða afvopnunarmál Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, funduðu í gær um afvopnunarmál og áætlun Evrópubandalagsins um heimamarkað. Fundurinn var óformlegur og fór fram í vestur-þýsku borginni Durbach. A myndinni má sjá þjóðarleiðtogana horfa á lúðrasveit borgarinnar áður en fundur þeirra hófst. Angóla: Leiðtogi UNITA telur friðvænlegt í ár Jamba, Reuter. JONAS Sav- imbi, leiðtogi UNITA, sagði á sunnudag að samningavið- ræður gætu von bráðar leitt til þess að endi yrði bundinn á borgarastyrj- öldina í Angóla, sem staðið hef- ur í 13 ár. Hann sagðist þó ekki vilja draga sig í hlé til að greiða fyrir friðarsamkomulagi. Jonas Savimbi. Bandarískir og angólskir embætt- ismenn funduðu um helgina í Lu- anda, og fyrirhugað er að utanríkis- ráðherra Suður-Afríku, Pik Botha, ræði við bandaríska embættismenn í Evrópu í þessari viku. Þessar frétt- ir hafa vakið vonir um að friður komist á í Angóla innan skamms. Savimbi sagði, þegar hann ræddi við fféttamenn í höfuðstöðvum UN- ITA á sunnudag, að fram færu flóknar tvíhliða viðræður milli Suð- ur-Afríkumanna, Sovétmanna, Bandaríkjamanna og stjórnvalda í Angóla. Hann.sagðist sjálfur hafa rætt leynilega við P.W, Botha, for- seta Suður-Afríku, í Höfðaborg, þar sem þeir hefðu lagt á ráðin um frek- ari friðarviðræður. Hann sagði að stjórn Suður-Afríku hefði greint UNITA frá öllum tillögum varðandi friðarráðstefnu, en hann sagðist krefjast þess að fá að vera viðstadd- ur þegar hinar raunverulegu friðar- viðræður hæfust. Savimbo sagðist vongóður um að samið yrði um frið í Angóla á þessu ári. „Arið 1988 á eftir að breyta ásjónu landsins," sagði hann meðal annars. Bretland: Noregur og EB: Áhugi á aukinni þátttöku Norðmanna 1 stj órnmálasam vinnu innan EB Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, Á FUNDI utanríkisráðherra Evrópubandalagsins í Þýska- landi 5. og 6. mars sl. lýstu all- ir ráðherramir sig fylgjandi nánara samstarfi við Norðmenn um alþjóðastjórnmál innan EPC (European political cooperati- on) sem er samstarfsvettvangur aðildarríkja EB um þau efni. Ekki er verið að ræða um aðild Norðmanna að EPC heldur að gera tengsl norsku ríkisstjórn- arinnar formleg, t.d. með því að skipuleggja sameiginlega fundi þessara aðila reglulega. Undanfarin ár hefur norski ut- anríkisráðherránn, á hverjum tíma, heimsótt þann starfs- bróður sinn innan Evrópu- bandalagsins sem tekur við for- sæti ráðherranefndar þess. í janúar sl. heimsótti Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs starfsbróður sinn, Hans D. Genscher utanríkisráðherra V-Þýskalands en sá síðamefndi tók við forsæti ráðherranefnd- ar EB um áramótin. Ljóst er að á þeim fundi bar þetta sam- starf á góma. Samkvæmt heimildum í Brussel fréttaritara Morgunblaðsins. verður samstarf eða samráð Norð- manna og EB fyrst og fremst með þeim hætti að utanríkisráðherrar og háttsettir embættismenn hittist reglulega, þ.e. nokkrum sinnum á ári. Það er ekki gert ráð fyrir því að þeir sendi frá sér yfirlýsingar eða ályktanir, fyrir Norðmönnum virðist vaka að skapa sér umræðu- grundvöll eða vettvang til við- ræðna um alþjóðastjómmál. Auk Noregs hefur innan EB einnig verði rætt um Kanada og Möltu í þessu sambandi. Búist er við form- legri afstöðu utanríkisráðherra EB til þeirra ríkja fyrir vorið. Stjórnmálasamvinna innan EB Hugmyndir um stjómmálasam- vinnu EB-landanna eru jafngamlar Kola- og stálsambandinu sem er elst þeirra þriggja bandalaga sem mynda Evrópubandalagið. Sam- vinna á þessu sviði varð þó ekki að veruleika fyrr en árið 1970 og þá undir því sem kallað er EPC (European political cooperation). Hugmyndin var sú að EPC yrði vettvangur fyrir þau sameiginlegu hagsmunamál á stjómmálasviðinu sem snertu samskipti við ríki utan bandalagsins og aðildarríkin væru tilbúin til að ræða og afgreiða sam- eiginlega. í rauninni þróaðist þetta samstarf mun hraðar en nokkur hafði vænst og hefur að margra mati verið vaxtarbroddur sam- starfs bandalagsríkjanna á und- anfömum árurh. Frá upphafi var lögð á það áhersla að halda þessu samstarfi utan við hið formlega samstarf innan Evrópubandalagsins. Sú við- leitni gekk á margan hátt út í öfg- ar. Árið 1973 hittust t.d. utanríkis- ráðherrar bandalagsins á fundi um stjómmálasamvinnuna í Kaup- mannahöfn að morgni dags og flugu síðan til Brussel síðdegis sama dag, til að halda fund í ut- anríkisráðherranefndinni um mál- efni EB! Mestur árangur stjómmálasam- vinnunnar hefur orðið í sam- ræmdri afstöðu bandalagsríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og t.d. á Helsinki-fundunum um öryggi og samvinnu í Evrópu, jafn- framt í viðræðum við arabaríkin og samskiptum við hinn svokallaða þriðja heim. Fljótlega varð ljóst að ekki væri hægt að halda þessu samstarfi utan við hefðbundið samstarf ríkjanna innan EB og að sama skapi væri óhugsandi að blanda viðskiptahagsmunum bandalagsins aldrei inn í stjóm- málasamvinnuna. Rómarsáttmálanum breytt Þessi þróun var síðan staðfest með sérstökum ákvæðum um stjómmálasamvinnu aðildarríkja EB í þeim breytingum sem sam- þykktar voru á Rómarsáttmálan- um og tóku gildi 1. júlí á síðasta ári. Samkvæmt þeim ber utanríkis- ráðherrunum að hittast a.m.k. fjór- um sinnum á ári til viðræðna um aiþjóðastjómmál, jafnframt er sú skylda lögð á aðildarríkin að sam- ræma afstöðu sína innan alþjóða- stofnana og taka tillit til hinnar sameiginlegu afstöðu þegar sóttir eru fundir á alþjóðavettvangi án þátttöku allra aðildarríkja banda- lagsins. í breytingunum er einnig gert ráð fyrir samstarfi um vam- ar- og öryggismál og lögð áhersla á samvinnu um stjómmála- og fjármálahlið þeirra mála. Þetta ákvæði hefur verið frum töluvert viðkvæmt mál og ef til vill þess vegna ekki farið hátt. Thorvald Stoltenberg Breytingamar kveða á um að taka skuli upp samvinnu á milli sendiráða aðildarríkja EB í löndum utan bandalagsins og eins innan alþjóðastofnana sem bandalagsrík- in eiga aðilda að. Sett hefur verið á laggimar í Brussel stjórnmála- nefnd sem undirbýr fundi á vegum samstarfsins. Sá utanríkisráðherra sem situr í forsæti ráðherranefnd- ar bandalagsins stjórnar einnig stjómmálasamvinnunni, honum ber að skila Evrópuþinginu skýrslu um starfið. Fulltrúi framkvæmda- stjómarinnar situr alla fundi ráð- herranna. Þijú eða fleiri aðildarríki geta krafist fundar utanríkisráð- herranna með 48 klukkustunda fyrirvara. Samkvæmt breytingun- um er opin leið samstarfs við allar vinveittar þjóðir og á þeirri for- sendu byggjast m.a. viðræðumar við Norðmenn*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.