Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ Helga Einars- dóttir - Minning Fædd 3. mars 1902 Dáin 5. mars 1988 Síminn hringdi, Elsa frænka var í símanum: Fanney mín hún amma þín er dáin. Nei, það gat ekki ver- ið. Fyrir nokkrum klukkustundum vorum við tvær systumar hjá henni. Já, hún amma er dáin, hún amma á Baró eins og við kölluðum hana alltaf. Helga Einarsdóttir hét hún og var fædd 3. mars 1902 en hún dó 5. mars, hún var nýlega orðin 86 ára. Það er að vísu hár aldur en hann segir ekki allt, okkur fannst hún ekki gömul, alltaf var hún svo ánægð að sjá okkur og tók svo vel á móti okkur. Okkur systurnar langar að þakka elsku ömmu fyrir allar indælu stundimar sem við áttum með henni. Aldrei leið það aðfangadags- kvöld að hún kæmi ekki þar sem fjölskyldan var saman komin í það og það skiptið, kom hún þá með Elsu og Dóra og alltaf sagðist hún ekki hafa komist til að kaupa neitt en samt var alltaf eitthvað handa öllum. Oft var farið til ömmu uppá Baró, við systumar áttum heima upp í Arbæ og við eldri þurftum að sækja skóla í bæinn, þá var farið til ömmu sem var tilbúin með heitt kókó, brauð og margt annað, og ef við gátum ekki borðað allt sem hún lagði fyrir okkur varð hún sár. Það var sama hvort það voru menn eða málleysingjar öllum vildi amma gefa að borða. Margs er að minn- ast, en við hugsum það hver um sig í hljóði. Amma hafði gaman af að vera innan um fólk en síðustu árin var hún farin að heyra illa og háði það henni mjög. Amma mundi eftir öll- um afmælum og öllu sem til stóð, alltaf kom eitthvað frá henni til allra eða hún hringdi til þeirra. Síðasta daginn sem hún lifði var hún að spytja okkur um ferminguna sem stendur fyrir dyrum í fjölskyld- unni. Við þökkum ömmu aftur allar stundirnar er við áttum saman, indælt er að hugsa til þess að nú fái hún að hitta dóttur sína Sillu (móður okkar) sem dó fyrir 11 árum, aðeins 49 ára gömul, og hún ávallt saknaði mjög. Við söknum allar ömmu og hugsum hlýtt til hennar. Megi góður guð gefa eftir- lifandi bömum og öllum ástvinum hennar styrk í sorg þeirra, hvíl hún í friði. Ástarkveðja frá Margréti Gylfa- dóttur sem búsett er í Svíþjóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpunum er og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Fanney, Laufey Ninna, Eygló og Anna Björg. Aðeins nokkur orð vegna fráfalls minnar indælu tengdamóður. Helga Einarsdóttir eða amma á Baró eins og bamabömin kölluðu hana jafnan var fædd í þennan heim þ. 3. mars 1902 á Grund á Eyrarbakka, dóttir hjónanna Oddnýjar Guðmundsdótt- ur og Einars Jónssonar, ein úr stór- um systkinahópi. Helga var liðlega 86 ára gömul er hún lést að kvöldi 5. mars á Landakotsspítala töluvert um aldur fram. Um aldur fram hugsar fólk kannski, konan orðin 86 ára gömul, en Helga var svo ungleg og hress að engum sem ekki þekktu hana datt í hug að hún væri komin á þennan aldur. Helga gekkst í október sl. undir mjaðma- raðgerð á Landskotsspítala, sem hún hafði lengi beðið eftir. Síðast- liðið sumar og haust var hún orðin svo slæm að hún átti mjög erfítt um gang vegna mikilla kvala í mjöðminni. Helga var þannig mann- eskja að annað kom ekki til greina en að gangast undir þessa aðgerð, þó vissulega fylgdi því veruleg áhætta. Það var því mikið áfall er hún fékk heilablóðfall mánuði eftir aðgerðina, en þá var hún farin að ganga í grind og allt hafði gengið mjög vel í alla staði. Eftir þetta áfall var Helga í Hafnarbúðum til hvíldar og endurhæfíngar. Kunni hún vel við sig þar og reyndist starfsfólkið henni frábærlega vel í alla staði. Á það þakkir skildar fyr- ir góða umönnun henni til handa. Einnig eru þakkir til starfsfóíks 3-B á Landakotsspítala sem var frábært við hana eftir aðgerðina. Við Helga kynntumst fyrir 25 árum þegar ég og yngsta dóttir hennar, sem nú er konan mín, felld- um hugi saman. Víst er að Helga var ekki allra, og henni var, ekki kynnst á einum degi. Tel ég það mikla gæfu í lífi mínu að hafa kynnst og fengið að vera samferða þessari góðu konu sem reyndist mér sem besta móðir í þessi 25 ára. Margs er að minnast á 25 ára tímabili og víst er að ekki var lífíð henni alltaf dans á rósum. Hún var búin að sjá á eftir manni sínum og einni dóttur og ungum syni sínum og tilviljun er það að hún skuli til moldar borin 15. mars á afmælis- degi sambýlismanns dóttur hennar, sem Ástþór hét, en hann lést fyrir 10 árum. Vissulega eru margar ánægju- stundir sem koma upp í hugann við fráfall hennar. Árið 1975 fór hún með okkur hjónunum og dætrum okkar til Bandaríkjanna og Kanada á 100 ára afmæli Islendingabyggð- ar, en áður hafði hún farið mpð okkur til Parísar, Spánar og víðar. 1988 --í . . Mann sinn missti Helga ung og mátti hún koma bömunum sínum upp með dugnaði og vinnusemi, en vinnu stundaði hún fram á áttræðis- aldur. Helga átti 5 böm og þau eru Ingimundur, giftur Kristrúnu Dan- íelsdóttur, böm: Ragnheiður, Guð- munda og Daníel Gunnar. Guð- mundur dó 7 mánaða, Sigurlaug dó fyrir 11 ámm, gift Stefáni Aðal- bjömssyni, böm; Fanney, Laufey Ninna, Eygló, Aðalbjöm, Anna Björg, Guðmundur Helgi, Guðni Falur og einnig sonur sem lést hálfs mánaða gamall. Sigrún var gift Atla Sigurðssyni, þau skildu, börn: Helga Berglind, Sigurður Atli og ívar Ómar. Sambýlismaður hennar var Astþór Ólafsson en hann lést fyrir 10 árum. Elsa, gift undirrituð- um, börn: Helga Dóra og íris Rós. Einnig eru bamabamaböm og barnabamabamabörn svo hópurinn er orðinn stór. Eftirlífandi ástvinum votta ég innilega samúð mína og bið þeim guðs blessunar í sorg þeirra. Ég kveð Helgu mína og þakka henni fyrir allar indælu stundimar sem ég og fjölskyldan mín áttum með henni. Veit ég að algóður Guð tekur á móti henni með gleði' og býður hana velkomna til dvalar hjá sér. Megi góður guð geyma hana um eilífð. Hvíli hún í friði, friður guðs blessi hana. við kveðjumst að sinni. Halldór Orn Svansson Hún amma á Baró er dáin, það var hún kölluð af okkur krökkunum. Ég var hjá henni á miðvikudags- kvöldið, þá var hún hress. Hún átti afmæli 3. mars á fimmtudegi, þá fór mamma að deginum og um kvöldið fór ég með mörrimu og pabba, þá var hún mjög lasin, en hjúkrunarfólkið í Hafnarbúðum hélt það sama og við að það væri kom- ið ofan í hana kvef eða lungna- bólga. Við fórum með hana uppá Landakotsspítala á deild 2-A. Hún andaðist þar 5. þ.m. Mér datt þetta ekki í hug, hún var búin að vera hjá okkur sunnudaginn áður. Við amma gátum setið og rabbað um svo margt, við spiluðum, hún passaði mig líka þegar mamma og pabbi fóru eitthvert út eða þá að hún kom til okkar. Ég borðaði hjá henni i hádeginu fjóra vetur, þegar mamma var að vinna. Hún fór með okkur til útlanda og einnig ferðað- ist hún með okkur víða um landið, • svona gæti ég lengi talið upp. Hún amma mín var dul, var ekki að flíka með tilfínningar sínar. Ekkert aumt mátti hún sjá, t.d. hafði hún yndi af því að gefa smá- fuglunum mat, í grennd við vinnu- stað hennar gaf hún krummunum. Margar sögur sagði hún mér úr sveitinni, t.d. þegar hún var að læra kverið sitt, þá sat hún á naut- inu úti í fjósi, en þau voru góðir vinir. Ég var ánægð þegar mamma sagði mér frá því að hún fengi að fara í göngugrind núna á næst- unni. Af hveiju fékk hún það ekki? Ég spyr en fæ engin svör. Hún var orðin fullorðin, en svo ung í anda. Hún bar aldur sinn vel. Guð geymi elsku ömmu mína. Ég þakka henni fyrir indælar stundir, sem aldrei gleymast. Megi hún sofa rótt. íris Rós Mig langar með fáeinum orðum að minnast hennar Helgu, tengda- móður hans litla bróður míns. Mig langar að þakka henni hve góð hún var honum. Þar sem við misstum móður okkar þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall má segja að þegar hann kynntist Elsu, dóttur hennar, nokkrum árum seinna hafi Helga tekið við hlutverki móðurinn- ar. Ohætt er að segja að ekki hefði Halldór bróðir getað fengið betri tengdamóður. Mér, Þóri og okkar bömum var hún alltaf sérstaklega vinveitt. Ljósið í jólakirkjunni sem hún sendi Olgu Sonju, okkar fyrsta bamabami, á síðustu jólum mun á komandi árum minna á Helgu og hlýjan hug hennar í okkar garð. Þegar hún vissi að ég ætlaði að líta inn með Elsu, bakaði hún pönnukökur „þær bestu sem maður fékk“ og þá þýddi nú ekkert að tala um aukakíló, helst skyldi allt klárað sem á borð var borið. Ég ætlaði að koma svo mikið oftar til Helgu, en svona er lífið, við yngra fólkið höfum alltaf svo mikið að gera „að okkar dómi“. Og áður en varir er gamla fólkið horfið á braut. Elsku Elsa mín, Lilla og Ingi. Við Þórir, okkar böm og tengda- böm, vottum ykkur systkinunum og fjölskyldum ykkar innilega sam- úð við fráfall hennar. Sonja Minning: Páll Þorsteinsson * Alftártungu Fæddur 3. febrúar 1913 Dáinn 8. mars 1988 í dag verður til moldar borinn frá Álftártungukirkju Páll Þorsteinsson, bóndi í Álftártungu og fyrrum hrepp- stjóri Álftaneshrepps. Páll var fæddur 3. febrúar 1913 en lést á heimili sínu 8. mars sl. og var því nýorðinn 75 ára. Móðir hans var Egilína Jónsdóttir þá starfsstúlka í Reykjavík, síðar ráðskona séra Friðriks Friðrikssonar, en faðir Þorsteinn Bjamason, kenn- ari við Verslunarskóla íslands. Komabami var Páli komið í fóstur hjá Guðmundi Jónssyni og Steinunni Jónsdóttur konu hans að Hundastapa í Hraunhreppi en fósturforeldra sína missti hann með fárra mánaða milli- bili árið 1926 þegar hann var aðeins 13 ára, má nærri geta hversu þung- bært það var bami á þessu aldurs- skeiði, eftir það fylgdi hann fóstur- systur sinni, Önnu Guðmundsdóttur og manni hennar, Þórði Sigurðssyni, sem gengu honum í foreldra stað. Þau Anna og Þórður bjuggu á nokkr- um stöðum í Hraunhreppi en fluttu síðast að Álftártungukoti áður en þau fluttu til Borgamess. Þegar þau bjuggu í Álftártungu- koti kynntist Páll eftirlifandi konu sinni, Gróu Guðmundsdóttur, frá Álftártungu, og réðist þar framtíð þeirra, því þar settust þau að, fyrst í sambýli við fjölskyldu Gróu. Síðar tóku þau við búskap í Alftártungu, réðust í landbrot og ræktun og end- urbyggingu annarra mannvirkja. Páll var mikilvirkur áhlaupamaður til vinnu, jafnframt stórhuga og bjartsýnn og lagði oft mikið undir. Þrátt fyrir það að Páll hafí alist upp í hinni svörtu kreppu, sem sneið þeim eignalitlu enn þrengri stakk, fjötraði það hvorki hug eða hendur hans, því þegar birti eftir stríðið réðst hann í sérstæðar framkvæmdir, hann vildi láta drauma sína rætast. Mörgum þótti uppátæki hans meira af ætt kapps en forsjár, þegar hann réðist í að reisa vatnsaflsstöð og síðar er hann lagði vatnslögn marga kíló- metra. Páll gaf fordæmið, hann þorði að láta hugsjónir rætast, hann elsk- aði frelsið og sniðgekk þurrar hag- fræðikenningar, hans mælistika var manngildi ofar auðgildi. Átthagatryggð Gróu og frelsisþörf Palla hafa eflaust bundið þau við Álftártungu. Þau eignuðust sjö böm sem öll bera-góðu heimili vitnisburð, heimili glaðværðar, félagslyndi og átthagatryggðar. Páll var vinsæll og naut trausts utansveitar sem heima fyrir og gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa af trúmennsku og tókst oft á hendur störf sem voru lausn á viðkvæmum og erfiðum málum, því aldrei skorað- ist hann undan vanda, hann var maður samvinnu og samhjálpar, sem ávallt gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Það þjónaði ekki hans lund að betja sér eða kvarta, það duldist engum heilsteypt skapgerð Páls, ef honum þótti stóð hann þá fastur fyrir og fóru skoðanir hans ekki framhjá neinum sem í hlut átti. Páll var félagslyndur og mann- blendinn, var hann jafnan hrókur alls fagnaðar á mannfímdum, söngv- inn og gæddur ríkri kímnigáfu, vin- margur og höfðingi heim að sækja. Gestrisni var aðalsmerki þeirra hjóna, sjaldan virtust mér annir það miklar að ekki væri hægt að taka á móti gestum og sinna þeim á viðeig- andi hátt. Ég er einn þeirra mörgu sem nutu þeirrar gæfu að fá að lifa með þess- ari fjölskyldu sem sumardrengur í leik og starfí. Þeim Palla og Gróu hef ég aldrei getað fullþakkað það sem þau veittu mér, ég vona að mér auðnist að til- einka mér margt það helgasta frá þessum árum. Hlýja og vinátta þessa fólks er gulli betri, skilningur og næmi við allt það sem minnimáttar var hvort sem um var að ræða menn eða mál- leysingja lýsa best gildismati þeirra. Með Páli er genginn góður dreng- ur sem margir kveðja og sakna í dag vegna óvenjulegra mannkosta hans, og munum geyma minninguna um glaðværð og glettnina í hugskotum um langa tíð. Ég og fjölskylda mín biðjum algóð- an Guð að styrkja Gróu og afkom- endur þeirra á þessari kveðjustundu. Vottum þeim og Önnu Guðmunds- dóttur, frænku minni, ásamt Láru Vilhelmsdóttur, uppeldissystur Páls, okkar dýpstu samúð. Megi daumur Páls rætast um betra og réttlátara þjóðfélag. Blessuð sé minning hans. Ingimundur E. Grétarsson Leirulæk Þriðjudaginn 8. marz 1988 lézt Páll Þorsteinsson hreppstjóri í Álft- ártungu í Mýrasýslu 75 ára að aldri. Útför hans fer fram í dag frá Álftártungukirkju. Segja má að það fari vel á því að Páll fái notið þeirra forréttinda að fá hinzta hvíldarstað sinn svo nærri heimili sínu, því að heimakærari mann var vart hægt að hugsa sér. Mér er það í minni, þegar ég heimsótti Pál á Borgarspítalanum í Reykjavík, eftir að hann var orð- inn sjúkur, að þá komst bara ein hugsun að, að hann gæti náð þeirri heilsu að komast aftur heim að Álftártungu. Honum varð að þeirri ósk sinni og gat dvalizt á heimili sínu, unz kallið kom. Ávallt mun mér koma Páll Þor- steinsson í hug, þegar ég heyri minnst á sveitarhöfðingja, því í sjón og raun uppfyllti hann þá mynd, sem ég hef gert mér um mikilhæfa og mæta bændur, sem verðskulda þann titil. Annars voru kynni okkar Páls fyrst og fremst tengd sameig- inlegu áhugamáli, sem var laxarækt og laxveiði í Álftá á Mýrum. Páll heitinn sat í stjórn Veiðifélags Álft- ár í áratug og lengi sem stjórnar- formaður. Samskipti okkar veiði- mannanna og Veiðifélagsins undir handleiðslu Páls voru alla tíð með miklum ágætum. Páll vildi ætíð gera sem flestum til hæfis við út- hlutun veiðileyfa. Einnig skildi hann vel nauðsyn þess að rækta ána, setja í hana seiði og taka físka í klak. Þannig vildi hann hlúa að ánni á allan hátt, og aldrei brást Páll, hvorki í sambandi við kostnað, vinnu við seiðin eða annað, er laut að viðgangi árinnar. Margt kemur í hugann, er ég kveð Pál vin minn, en sterkastar eru þó minningarnar um þær unaðs- stundir, þegar við stóðum á pallin- um við veiðihúsið að kvöldi eftir góðan veiðidag. Við lyftum glasi í gleði okkar og horfðum á ána góðu líða hjá hægum straumi. Og ef lax bylti sér í Bæjarhylnum, þá fannst okkur allt fullkomið. Að lokum vil ég, fyilskylda mín og félagar óska Gróu Guðmunds- dóttur, bömum, tengdabörnum og öðrum ástvinum Páls Guðs blessun- ar um ókomin ár. Með þakklátum huga og bless- unaróskum kveð ég Pál Þorsteins- son hreppstjóra í Álftártungu og þakka honum samfylgdina. Vilberg Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.