Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Hólar,
Guðbrandarbiblía
og móðurmálið
Kirkjur og söfnuðir skipa
ekki háan sess í íslenzkri
fjölmiðlun nema helzt á hátíðar-
og tyllidögum. Svo bar þó til í
lok síðustu viku að tvær kirkjur
risu upp úr fréttafíóðinu. Elzti
en minnsti söfnuður Breiðholts-
hverfís í Reykjavík vígði nýja
kirkju: Breiðholtskirkju í Mjódd.
Þá hún er risin er engin ný
kirkja í byggingu í höfuðborg-
inni. Sú hefur ekki verið raunin
á um langt árabil. Hin kirkjan
sem rauf fréttamúrinn var Hóla-
dómkirkja í Hjaltadal, elzta
guðshús úr steini í landinu. Á
hausti komandi eru 225 ár liðin
frá því dómkirkjan var vígð.
Nu er unnið að gagngerðum
endurbótum á kirkjunni. Má
raunar tala um endurreisn
hennar. Þess er hinsvegar gætt
að færa allt, er kirkjunni heyrir
til, í sitt upprunalega horf eða
form.
Dómkirkja var fyrst reist á
Hólum í Hjaltadal 1106-1121 á
biskupsárum Jóns Ögmunds-
sonar. Jörundur biskup Þor-
steinsson reisti nýja dómkirkju
um 1280. Pétur biskup Nikulás-
son reisti þriðju dómkirkju stað-
arins um 1395. Allt vóru þetta
stórar og virðulegar kirkjur.
Þorlákur Skúlason reisti fjórðu
dómkirkjuna, minni en hinar
fyrri. Bygging fímmtu dóm-
kirkjunnar, sem enn stendur,
hófst 1775, í biskupstíð Gísla
Magnússonar. Hún var vígð
1763 sem fyrr segir.
Kirkjan var reist úr rauðum
sandsteini, sem unninn var úr
Hólabyrðu. Fjármunum til
byggingarinnar var safnað í
Danmörku og Noregi. Danskur
biksup, Ludvig Harboes, sem
dvalizt hafði hér á landi nokkur
ár, beitti sér mjög fyrir bygg-
ingu kirkjunnar. Húsameistari
konungs, de Thurah, teiknaði
kirkjuna, en þýzkur múrsmiður,
Sabinsky, hafði verkstjóm á
hendi. Bændur úr Eyjafírði,
Skagafírði og Húnavatnssýslum
reistu síðan kirkjuna í „skyldu-
vinnu“.
ísland er ekki ríkt land af
gömlum byggingum. Dómkirkj-
an á Hólum í Hjaltadal er einn
af fáum byggingarsögulegum
gimsteinum okkar. Hitt vegur
þó þyngra, hvað Hólar í Hjalta-
dal, staður og kirkja, standa
fyrir í menningar-, kirkju- og
þjóðarsögu íslendinga. Þar er
af mörgu og merku að taka, ef
rekja ætti Islands sögu. Máske
rís hæst, ef grannt er gáð, út-
gáfa Guðbrandarbiblíu 1584.
Sennilega hefur enginn betri
eða árangursríkari varnarmúr
verið reistur um móðurmálið,
íslenzkuna. Þá eins og oft síðar
var að henni höggvið með utan-
aðkomandi máláhrifum. Hvað-
an kemur móðurmálinu „Guð-
brandarbiblía“ á öld tækni, ljós-
vaka og gervitungla? Oft var
þörf en nú er nauðsyn!
Það er öllum góðum íslend-
ingum fagnaðarefni að nú er
unnið að gagngerðri endurreisn
Hóladómkirkju. Það eykur á
gleðina að jafnframt er unnið
að tímabærri viðgerð á
Hólabríkinni, söguríkri altaris-
töflu dómkirkjunnar, einum
verðmætasta kirkjugrip lands-
ins.
Hólar í Hjaltadal vóru í raun
höfuðstaður Norðurlands um
aldir. Þar var ekki einvörðungu
miðstöð kristnihalds í stórum
landshluta, heldur jafnframt
menntasetur, sem gegndi mikil-
vægu menningarhlutverki. Og
það er reisn yfir Hólastað enn
í dag. Þar situr vígslubiskup.
Þar er rekinn bændaskóli, sem
á sér langa og merka sögu. Þar
hefur ný framleiðslugrein, fisk-
eldi, haslað sér völl. Þar eru
sumarbúðir fyrir börn. Þar
geymir hver þúfa og hver steinn
mikla sögu. Þangað leggja
ferðamenn leið sína á fögrum
sumardögum, enda sjón sögu
ríkari.
En fyrst og síðast eru Hólar
og Skálholt höfuðból íslenzkrar
kristni. Þar standa rætur kirkju
okkar. Líkur standa að vísu til
að kristnir landnámsmenn, eins
og Örlygur gamli á Esjubergi á
Kjarlamesi og Ketill fíflski á
Kirkjubæ á Síðu, hafí reist
guðshús þegar á landnámsöld.
Þau hús munu þó ekki hafa
staðið lengi. Á kristniboðstím-
anum, frá því um 984, hófst
bygging kirkna á ný, þegar
Þorvarður Spak-Böðvarsson
reisti kirkju að Ási í Hjaltadal
og flutti til hennar við frá Eng-
landi. Eftir kristnitöku, um árið
1000, reistu ýmsir stórbændur
kirkjur á jörðum sínum.
Rætur íslenzkrar kristni ná
aftur til landnáms. Hjaltadalur
í Skagafírði geymir langa
kristnisögu. Það fer vel á því
að íslenzk þjóð sýnir Hóladóm-
kirkju slíka ræktarsemi sem nú
er gert. Það er landsmönnum
ljúf „skylduvinna".
Vonbrigði í Ósló:
Bilið milli Norðma
og Sovétmanna bre
'eftir Áke Sparring
BÆÐI norska ríkisstjórnin og
stjórnarandstaðan hafa lýst yfir
miklum vonbrigðum með heim-
sókn forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, Nikolajs Ryzhkovs, til Ósló-
ar í fyrri hluta janúar.
Eftir samskiptaörðugleika sem
staðið höfðu í sautján ár, voru Norð-
menn famir að vonast eftir sam-
komulagi við viðræður við Sovét-
menn um lausn á deilum ríkjanna
um lögsögumörk á Barentshafi.
Nú er hið umdeilda „gráa“ svæði
undir sameiginlegri stjóm ríkjanna
beggja. Norðmenn vilja hins vegar
skipta því upp. Samningur, sem
gerður var árið 1977, kveður á um
að bæði ríkin skuli „gera sitt ýtr-
asta“ til að ná samkomulagi um
skiptingu svæðisins.
I þau ellefu ár, sem liðin em síðan
samningurinn var gerður, hefur
gengið á ýmsu í sambandi Noregs
og Sovétríkjanna.
Þegar svo Ryzhkov loks kom,
lagði hann einungis til áframhald-
andi sameiginleg yfirráð yfir svæð-
inu umdeilda og hvatti til samvinnu
um olíu- og gasvinnslu þar.
Þetta kom eins og köld gusa
framan í Norðmenn. Aframhaldandi
samstjóm myndi einungis þýða
áframhaldandi vandræði, en Bar-
entshaf hefur lengi valdið Norð-
mönnum meiri vandræðum í ut-
anríkismálum en flest annað.
Vonir Norðmanna
Það var margt sem gerði Norð-
menn vongóða um árangur af heim-
sókn Ryzhkovs.
I fyrsta lagi var það fundur Gro
Harlem Bmndtland, forsætisráð-
herra, og Míkhaíls Gorbatsjov í des-
ember 1986. Ryzhkov sagði á há-
degisverðarfundi að fundur þeirra
hefði „opnað möguleika á bættum
samskiptum Noregs og Sovétríkj-
anna“.
I öðru lagi var ræða Gorbatsjovs
í Murmansk, í október 1987, en þá
hvatti hpnn öll ríki, sem liggja að
Norður-Ishafí, til að hagnýta sér
svæðið í sameiningu og að draga
úr hernaðarlegri spennu þar.
I þriðja lagi má telja ákvörðun
um landamæri milli Eystrasalts-
landanna annars vegar og Gotlands
hins vegar, en hún var tekin meðan
á heimsókn Ryzhkovs í Stokkhólmi
stóð. í fyrstu höfðu Sovétmenn kraf-
ist yfirráða yfir öllu hinu umdeilda
svæði á Eystrasalti, en undir lokin
létu þeir sér fíórðung þess nægja.
Norðmenn vonuðust til að ná samn-
ingi við þá sem væri ekki verri þess-
um.
Fyrir utan allt þetta var sú stað-
reynd að þetta var í fyrsta skipti í
sautján ár að sovéskur stjómarherra
lét svo lítið að koma til Noregs.
Heimsóknin varð til þess að auka
bilið milli Noregs og Sovétríkjanna,
svo að nú virðist enn lengra í land
að samningar takist milli ríkjanna.
Þessi óvissa er erfíð fyrir Noreg og
raunar einnig fyrir önnur norðlæg
ríki.
Mótleikur Norðmanna
Þegar viðræður um skiptingu
Barentshafs fóru fyrst fram hafði
Noregur enga efnahagslögsögu
nema það svæði sem takmarkaðist
af landgrunni.
Hinn fyrsta janúar árið 1977
lagði Noregur fram beiðni um 200
sjómílna efnahagslögsögu. Þetta"
var fímm árum áður en hafréttar-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna tók
ákvörðun um 200 mílna lögsögu.
Af nágrannaríkjum Noregs voru
það einungis Sovétríkin og Svíþjóð
sem settu sig upp á móti þessu.
Strax sumarið 1977 sneru Svíar við
blaðinu og færðu út fiskveiðiland-
helgi á Eystrasalti, nágrönnunum
til mikils ama. Síðar varð þessi fisk-
veiðilandhelgi að efnahagslögsögu.
Engin vandamál komu upp varð-
andi Norðursjó. Þar hafði verið far-
ið eftir gamalli hefð og miðlína dreg-
in. Þar féllu landgrunnslína og efna-
hagslögsaga saman.
I vestri áttu Norðmenn ekki við
neina nágranna að kljást nema við
Jan Mayen, sem þeir sömdu um við
íslendinga. Það var hins vegar í
Barentshafí sem alvarlegustu
vandamálin biðu þeirra.
í fyrsta lagi vildu Sovétmenn bíða
eftir niðurstöðum hafréttarráðstefn-
unnar en þær hefðu veitt þeim þægi-
lega samningsstöðu. I öðru lagi
höfðu Sovétmenn í marga áratugi
viljað nota svokallaða „geiraaðferð“
til að skipta Norður-íshafi. Hún felst
í því að dregin er lína frá ystu
mörkum meginlandsins og beint að
norðurpólnum. Sovétmenn hafa not-
að slíkar línur á kortum allt frá
1926, þó ekki sé þar með sagt að
geiraaðferðin sé almennt viður-
kennd.
Þeir þjóðréttarfræðingar sem
þekkja til mála telja geiraskipting-
una hæpna, sé miðað við alþjóðlegar
reglur. Raunar segjast Sovétmenn
aldrei hafa mælt með henni í viðræð-
unum. (Leikmann hlýtur samt að
undra hvers vegna hún er þá notuð
á öllum sovéskum kortum yfir ríkja-
skiptingu á svæðinu kringum norð-
urpólinn.)
Norðmenn vildu, líkt og Svíar,
styðjast við miðlínuregluna, þrátt
fyrir að hún hafi þegar verið orðin
úrelt. Mismunandi reikningsaðferðir
Norðmanna og Sovétmanna höfðu
í för með sér ágreining um 60.000
km2 svæði sem lá innán efnahags-
lögsögunnar. Norðan þess er annað
umdeilt hafsvæði, 95.000 km2 að
stærð, en það snertir aðeins land-
grunnið. — Efnahagslögsaga nær í
mesta lagi 200 sjómílur frá landi,
en landgrunnsyfiráð geta náð allt
að 150 sjómílum utar.
Árangurinn af viðræðum Norð-
manna og Sovétmanna varð sá, að
afmarkað var svokallað „grátt
svæði“, undir sameiginlegri stjórn,
innan 200 mílna markanna. Þetta
svæði er ekki af sömu stærð og
svæðið, sem veldur deilum um yfír-
ráð. Eins og sjá má á kortum tekur
„gráa svæðið" einnig til stórs hluta
af norsku hafsvæði. Annar hluti
þess, en minni, tilheyrir Sovétríkjun-
um. Á sovéska hlutanum eru gjöful
fiskimið, en það hefur haft mikil
Gervihnattamynd af sovéska kafb;
Noregs við Barentshaf.
áhrif á ákvarðanir Norðmanna varð-
andi svæðið.
Norska Stórþingið samþykkti
samninginn með naumum meiri-
hluta. Þeir sem gagnrýndu hann
töldu að ákvörðun um samstjórn
veikti mjög stöðu Noregs og gerði
landið háðara Sovétríkjunum en
sæmandi væri. Sovétmenn gætu nú
notað gráa svæðið sem stökkpall til
að gerá sig heimakomna á hafsvæði
Noregs sem liggur utan þess.
Fyrirkomulag viðræðnanna hlaut
einnig mikla gagnrýni. Það var
Noregur sem hafði átt frumkvæðið'
og Norðmenn höfðu sterka samn-
ingsstöðu, sem var sott til yfirstand-
andi hafréttarráðstefnu. Efnahags-
lögsaga ríkjanna beggja var al-
mennt viðurkennd, einnig af Sovét-
mönnum. Öðru máli gegndi um
miðlínuna. Krafan um hana var
byggð á „equity", þ.e.a.s. að hún
væri réttmæt og sanngjöm. En hvað
er réttmætt og sanngjamt þegar
um er að ræða svæði sem er hemað-
Þannig hefur kafbátastöð Sovétmanna verið teiknuð af sérfræðingun
isins.