Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 76
Suðurland: Samvinna um út- flutning- á 1,2 millj- ónum laxaseiða Útflutningsverðmæti um 100 milljónir króna Selfossi. SEX seiðaeldisstöðvar á Suðurlandi hafa tekið upp samstarf um útflutning á seiðum til Noregs. Reiknað er með að í vor verði allt að 1,2 milljónir seiða seldar með þessum hætti. Söluverðmæti er um 100 milljónir króna. Forystumenn verkalýðsfélaga víðs vegar að af landinu ræða málin Morgunblaðið/BAR húsnæði ríkissáttasemjara Þetta samstarf seiðaeldisstöðv- anna hófst með því að Snorri Ólafs- son, eigandi Bakkalax í Ölfusi, seldi seiði til Noregs í gegnum umboðs- gær. Kjaraviðræður á þrem- ur stöðum á landinu — Viðræður við ASN fara fram á Akur- eyri og við AS A á Egilsstöðum GUÐLAUGUR Þorvaldsson ríkissáttasemjari ákvað í gær að viðræður um kjarasamninga við Alþýðusamband Norðurlands færu fram á Akureyri og við Alþýðusamband Austurlands á Egilsstöðum. Viðræður við Al- þýðusamband Suðurlands og verkalýðsfélög á Vesturlandi, auk verkalýðsfélaganna Fram- sóknar í Reykjavík og Framtíð- arinnar i Hafnarfirði, fara fram Lýsi hf.: Kaupir fisklifur -frá Norðurlandi Lifrinni ekið suður í plastsíldartunnum FERSK fisklifur er nú flutt land- leiðis frá ýmsum stöðum norðan- lands til vinnslu hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Sala lýsis víða um heim hefur aukizt á undanförn- um árum og eftirspurn eftir Iifur hér heima að sama skapi. Niður- suða þorsklifrar hefur einnig aukizt að undanförnu. Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf., segir að framboð hér sé nokkuð gott og menn hafi brugðizt vel við brýningu fyrirtækis hans og ann- a um að ná sem mestum verð- mætum út úr fiskaflanum og gera sér mat úr lifrinni. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið, að töluverður fjörkippur væri kominn í framboðið og nú fengi fyrirtækið lýsi frá ýmsum stöðum norðanlands og framboð á vertíðarsvæðinu hefði einnig aukizt. Lifrinni væri ekið suður, meðal ann- ars frá Siglufirði, Hofsósi og Hólmavík. Talsvert rými væri í vöruflutningabílum á leið suður og nú væri það nýtt. Lýsi hf. sendi mönnum plastsíldartunnur út á land og þeir sæju um að koma þeim á bíla. Lýsi greiddi flutningskostnað- inn samkvæmt samningi við flutn- ingafyrirtækin og greiddi því mis- hátt verð fyrir lifrina eftir því hve langt þyrfti að flytja hana. Verðið væri á bilinu 12 til 15 krónurá kíló. Ágúst sagði þessa þróun mjög 1 ánægjulega. Mikils vert væri að nýta fiskaflann sem bezt og vinna úr honum sem mest verðmæti til útflutnings. Það væri ljóst að um- ræðan um hámarksnýtingu aflans væri að skila sér. í Reykjavík, en þessir aðilar hafa lagt fram sameiginlega kröfu- gerð, sem og viðræður við verka- lýðsfélögin i Vestmannaeyjum. Fundir með þessum aðilum og vinnuveitendum hófust á nýjan leik eftir matarhlé í gærkvoldi klukkan 21 í húsnæði ríkissátta- semjara. Fundur hefur verið ákveðinn með ASA og vinnuveitendum á Egils- stöðum á fímmtudaginn kemur eft- ir hádegið og í framhaldi af honum verður fundur með ASN á Akur- eyri, en vinnuveitendur gera kröfu um að vera með samninganefnd sína óskipta á þessum fundum. Fer það því eftir hvernig viðræðurnar ganga á Egilsstöðum, hvenær boð- að verður til fundar á Akureyri. Vegna þessa hefur ríkissáttasemj- ari skipað tvo aðstoðarsáttasemj- ara, Ásgeir Pétur Ásgeirsson hér- aðsdómara við bæjarfógetaembætt- ið á Akureyri fyrir Norðurland og Sigurð Eiríksson sýslumann á Eski- firði fyrir Austurland. GuðlaugUr sagði í samtali við MorgunblaðiO að hann teldi þessa ákvörðun um að skipta viðræðunum hafa verið nauðsynlega. Björn Grétar Sveinsson, vara- formaður Alþýðusambands Austur- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að hann fagnaði ákvörðun ríkissáttasemjara um að færa samningsgerðina heim í hér- uðin. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands sagði, að þetta fyrir- komulag muni torvelda og tefja fyrir viðræðum. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sendi Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra bréf um helgina, þar sem bent er á þijár leiðir til að koma í veg fyrir að verkalýðsfélög- um sé mismunað við samningagerð- ina og það sé eðlileg krafa að samn- ingamir fari fram í heimabyggð. Sjá samtöl á bls. 2 og bréf Ólafs Ragnars Grimssonar á bls. 41. fyrirtækið Scanlax. Snorri hafði síðan milligöngu fyrir nokkrar stöðvanna um sölu á seiðum eftir sömu leiðum til Noregs. Stöðvamar sem hér um ræðir em Bakkalax í Ölfusi, íslenska fiskeldisfélagið í Ölfusi, Vatnarækt í Ölfusi, Laugalax í Laugardal, Fiskeldisstöðin á Fellsmúla í Land- sveit og Búfiskur í Landsveit. For- svarsmenn stöðvanna komu nýlega saman og ræddu sameiginlegan útflutning og samstarf þeirra ligg- ur nú fyrir. Þessi útflutningsmiðlun fer um skrifstofu Bakkalax á Hrísmýri 1 á Selfossi. Fyrirhugað er að seiðin verði sjóhert í nýrri strandeldisstöð Fjör- fisks hf. sem verið er að reisa í Þorlákshöfn og flutt út þaðan. — Sig. Jóns. Kongsaa farið frá Seyðisfirði Seyðisfirði DANSKA flutningaskipið Kongsaa fór frá Seyðisfirði i gærkvöldi, en skipið var þá búið að liggja hér í höfn langt í hálf- an mánuð. Útgerð togarans Stálvíkur frá Siglufirði hafði fengið skipið kyrr- sett vegna kröfu um björgunar- laun og setti útgerð þess ekki til- skylda tryggingu fyrr en í gær- morgun. Fréttaritari Almannavarnanefnd Reykjavíkur: Leggst ekki gegn bygg- ingu nýs anunoníakgeymis Mælist til að innflutningi verði hætt á meðan Almannavarnanefnd Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að leggjast ekki gegn byggingu nýs ammoníak- geymis við Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi, en samþykkti jafnframt að mælast eindregið til að innflutningi á ammoníaki yrði hætt á meðan eða að dreg- ið yrði verulega úr honum. Borgarráð mun taka málið til umfjöllunar á fundi sinum í dag, þar sem væntanlega verð- ur tekin ákvörðun um hvort það skilyrði skuli sett fyrir bygg- ingarleyfi að áframhaldandi notkun gamla geymisins verði stöðvuð. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra segir að fáist viðunandi verð fyrir verksmiðj- una sé sjálfsagt að skoða það. Rikisstjórnin ákvað í febrúar að fela því ráðuneyti, sem fer með málefni verksmiðjunnar að skipa nefnd til að kanna þjóðhagslega hagkvæmni verk- smiðjunnar. Ákvörðun um afstöðu til um- sóknar Áburðarverksmiðjunnar um byggingarleyfi fyrir nýjum ammoníakgeymi var frestað í borgarráði á sínum tíma. Borgar- ráð samþykkti jafnframt á fundi sínum síðastliðinn föstudag að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar að fela þegar í stað sérstakri nefnd með aðild Reykjavíkurborgar að gera alls- herjarúttekt á þjóðhagslegri hag- kvæmni verksmiðjunnar. Hákon Björnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að áætlaður bygg- ingartími nýs geymis væri 14 til 18 mánuðir. Ef notkun gamla geymisins yrði stöðvuð á meðan þýddi það um 17% samdrátt í framleiðslu á tilbúnum áburði, eða um 55 til 60 milljóna króna tap fyrir verksmiðjuna á þessu eina og hálfa ári. Hann taldi að í um- ræðum um þetta mál hefði verið gert of mikið úr þeirri hættu sem væri sarnfara notkun gamla geymisins og að ekki væri vitað um að slys hefðu hlotist af slíkum geymum annars staðar í heimin- um. Sjá frásögn bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.