Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 57

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 57 Jón M. Benedikts- son — Kveðjuorð Fæddur 26. maí 1928 Dáinn 24. febrúar 1988 Hann Nonni Ben., en við vinir hans kölluðum hann aldrei annað, er kominn yfir móðuna miklu. Já, við erum svo uppteknir af lífinu, að dauðinn kemur okkur ávallt í opna skjöldu, er við verðum að horfa skyndilega eftir vinum og vanda- mönnum. Nonni fæddist í Hnífsdal, sonur hjónanna Solveigar Sigur- þrúðar Magnúsdóttur og Benedikts Rósa sjómanns. Nonni var ættstór maður, en þar hafa aðrir gert betri skil en ég kann. Snemma byijaði Nonni Ben. að stunda sjóinn, aðallega á togurum og var eftirsóttur í því starfi, enda duglegur og. samviskusamur í hveiju er hann tók fyrir. Nonni var trygglyndur maður, vinur vina sinna og á ég honum margt að þakka, ekki síst hvað hann var Snjólfi, bróður mínum, alla tíð með- an sá bróðir minn lifði. Drengskap- ur hans birtist í mörgum myndum eins og hann var konu sinni, þeirri einu er hann giftist, að þó að þau siitu samvistum, var hann henni ávallt hin mesta hjálparhella og get ég fullyrt, að hún hefur misst mik- ið og fær aldrei bætt. Hún heitir Soffía Theódórsdóttir, fædd í Reykjavík 12.9. 1928. Þeim varð ekki barna auðið og nú á hún ekk- ert nema minningar og söknuð, bundinn fögrum minningum um ástríkan mann og vin. Guð gefi henni styrk og Guðsljós í dimmum harmi, það er stærsti styrkurinn. Nonni og þau systkini voru alls fímm, en nú þijú eftir á lífí. Nonni Ben. átti stormasamt líf og þurfti stundum að leita sér lækn- ingar við því og varð ég þá oft vitni að því að systir hans, Rúna, var ávallt reiðubúin að leysa vanda hans. En Nonni komst yfír þá erfíð- leika og lausnin var bæn og trú, enda hlaut þessi maður að fínna réttu leiðina fyrir sig eins og hann hafði gefíð öðrum allt það besta af sjálfum sér. Þetta eru síðbúnar fátæklegar línur því hann var jarðsunginn 4. mars, en ástæður hjá mér eins og er eru ekki góðar til að skrifa langt mál, en væri verðugt við betri að- stæður. Að endingu bið ég systkin- VELA-TENGI ijBBr" Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SGtairtMtyigJiyF ©CQ) Vesturgötu 16, sími 13280 um hans Guðsblessunar og Nonna Ben. þakka ég allt. Mest þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að kynn- ast manni eins og honum. Ég vil kveðja Nonna Ben. méð ljóði eftir föður minn. Mér þykir það eiga svo vel við hann. Andinn og efnið öfl eru tvenn sumt eru aðeins svipir, en sumt eru menn. Mildingur að morgni manna hefur ráð, en hvað hann er að kveldi kemur út sem náð. Andinn og efnið, öfl eru tvenn, sumt eru aðeins svipir, en sumt eru menn. (Ásgeir H.P. Hraundal, „Daggir“.) Hvíli Nonni Ben. í friði og Guð blessi hann. Asgeir H.P. Hraundal Einn af mínum albestu kunningj- um, Jón Magnús Benediktsson, er nú farinn þá leið sem við öll förum að lokum. Hann var frá Hnífsdal, en kom hingað til Reykjavíkur ung- ur að árum. Okkar minnisstæðasti kunningsskapur var í Hlaðgerðar- koti, einnig austur í Gunnarsholti, öðru nafni Akurhóll. Yfírborðs- kennd, og þeir hvimleiðu ókostir sem henni fylgja, var ekki til í huglífí Jóns heitins, sem var dreng- ur góður. Hann átti á tímabili við sama böl að stríða og enn er að hijá undirritaðan. Með þssum kveðjuorðum til vinar míns, Jóns Magnúsar, vildi ég að- eins undirstrika hið hreina huglíf hans, sem er vissulega mikill kostur í fari hvers manns. Hans nánustu sendi ég innilega hluttekningu og samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Þorgeir Kr. Magnússon BV Hand lyftí vttgnor . Eigum ávallt fyrirliggjandi V hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA T6 SIML6724 44 • ■&, LADA SPORT 4x4 LADA LUX LADA STATION 1500, KR. 250 LADA SAFIR mik . • —•■• ■ i Verð frá 261 LADA 1200 2800 Lada bílar seldir ’87 1300, KR. 229.000,- Hugsaðu málið Ef þú ert í bilahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- timinnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýirbílarsími: 31236 Notaðirbílarsími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEÐ- AN BIRGÐIR ENDAST BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.