Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Hörmulegt slys á knattspyrnuvelli í Nepal: Hlíðín voru læst — hundr- uð manna tróðust undir Katmandu, Reuter. SYRGJENDUR 70 látinna knattspyrnuáhugamanna í Nepal söfnuð- ust um helgina saman á bökkum árinnar Bagmati. Líkin voru brennd samkvæmt siðvenju hindúa en siysið á laugardag er hið mesta á síðari tímum í Nepal. Talið er að um 25 þúsund áhorf- endur hafi verið á knattspymuvell- inum í Katmandu á laugardaginn en þá áttust við lið heimamanna og félag frá Bangladesh. Skyndi- lega skall á haglél og fólkið þusti að hliðum vallarins. Ekki tókst að opna þau sem leiddi til þess að fjöldi fólks tróðst undir. 70 manns létust og á annað hundrað slasað- ist, þar af eru 15 taldir í lífshættu. Að sögn lækna torveldar lyfjaskort- ur alla umönnun hinna slösuðu. „Þetta var hræðilegt. Fólk æpti skelfíngu lostið,“ sagði Hans Jak- ob-Hegge, 19 áragamall Norðmað- ur sem er við nám í Nepal. „011 hlið vallarins voru lokuð utan eitt sem var hálfopið." Hann sagði að öngþveitið hefði staðið í einungis tvær mínútur. „Ég sá lík út um allt. Ég sá að minnsta kosti 60 en það voru fleiri. Lögreglan notaði kylfur til að brjóta niður girðinguna og komast að fómarlömbunum.“ Að sögn opinberra embættis- manna snýst rannsókn á tildrögum slyssins um það hver beri ábyrgð á því að hliðin vom læst og hver hafi haft lyklavöld. Nokkur vitni segja að lögreglumenn hafi upp á sitt einsdæmi neitað að opna hliðin. Talsmaður lögreglunnar neitar því og segir að starfsmenn vallarins hafi haft lyklana. Hann sagði að lögreglumenn hefðu í örvæntingu reynt að bijóta upp hliðin þegar troðningurinn hófst en án árangurs. Til mótmæla kom á laugardags- kvöld í miðborg Katmandu en í borginni býr hálf milljón manna. Sumir kenndu lögreglunni um hvemig fór og vörpuðu gijóti að opinbemm bifreiðum. Að sögn lög- reglu er nú allt með kyrmm kjömm í landinu og em landsmenn harmi slegnir yfir slysinu. Reuter Á sunnudag safnaðist fólk saman fyrir framan hlið knattspyrnuleik- vangsins í Katmandu. Þar mátti sjá skó sem orðið höfðu eftir í öng- þveitinu sem skapaðist er haglél gekk yfir. Búlgaría: Minnast byltingar- hetjunnar Byrons Reuter Fremst á myndinni má sjá hindúaprest leggja eldivið á bálköst við útför hinna látnu. Sofiu í Búlgaríu. Rcuter. í Englandi er Byron lávarður jafn frægur fyrir ósiðlegt lífernj sem ódauðlegar ljóðaperlur. í Búlgaríu er ósæmilegri hegðan hans hins vegar lftt flíkað. Þar er hans minnst sem byltingar- hetju. Ætla Búlgarar bráðlega að halda það hátfðlegt að 200 ár eru liðin frá fæðingu Byrons. Byron lávarður lést 36 ára að aldri, árið 1824. Hann tók þátt í frelsisbaráttu Grikkja sem á þess- um tíma vom undir Tyrkjum. Vin- sældir hans í Búlgaríu má rekja til þátttöku hans í gríska frelsisstríð- inu en Búlgaría var undir yfirráðum Tyrkja í 500 ár. Til að minnast þess að 200 ár em liðin frá fæð- ingu Byrons ætla Búlgarir í ár að efna til kynningar á verkum hans og lífí, verður einn dagur í ríkisút- varpinu helgaður Byron lávarði. Stjómvöld hafa af þessu tilefni efnt til samkeppni um þýðingar á verk- um hans. Búlgarska vikuritið Narodna Kultura (Menning þjóðarinnar) birti fyrir nokkm grein um Byron lávarð. í greininni er hann sagður vera „frábær fulltrúi rómantískra byltingarsinnaðra skálda. . . í Grikklandi og á Ítalíu verður nafn hans og verk að eilífu tengt bylt- ingu,“ segir í greininni. ÞAR SEM GÆÐI OG LÁGT VERÐ FARA SAMAN ER HÆGT AÐ GERAGÓÐ KAUP í varahlutaverslun Heklu hf. eru ein- göngu seldir viðurkenndir varahlutir með ábyrgð, sem standast ýtrustu kröfur bílaframleiðenda. Með hag- stæðum samningum og magninn- kaupum ávarahlutum hefurokkurtek- ist að ná jafn lágu verði og raun ber vitni. Tollalækkunin um áramótin hefur einnig haft veruleg áhrif til lækkunarvarahlutaverðs. Nú erhægt að spara án þess að slaka á kröfum um gæði. Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.