Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni lauk um helgina: Sjö af átta sveitum úr Reykjavík í úrslitum Áttunda sveitin kom inn sem varasveit í undanúrslitin Morgunblaðið/Arnór Bræðurnir Grettir og Frímann Frímannssynir og félagar þeirra, Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjónsson komu inn í undankeppnina sem varasveit. Þeir höfðu allt að vinna sem þeir og gerðu og koma aftur í bæinn um páskana til að spila um íslandsmeistaratitilinn. Talið frá vinstri: Grettir, Pétur, Frímann og Stefán. __________Brids______________ Arnór Ragnarsson SVEITIR Pólaris, Grettis Frímannssonar, Fatalands, ^Braga Haukssonar, Atlantik, Flugleiða, Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans og sveit Sverris Kristinssonar spila til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í 8 sveita úrslitakeppni sem fram fer á Hótel Loftleiðum um bænadaga og páska. Þennan rétt unnu sveit- irnar sér í 32 sveita úrslita- keppni sem lauk sl. sunnudags- kvöid í Gerðubergi i Breiðholti. Hörkukeppni var í þremur riðlum af flórum og var ekki útséð hvaða sveitir kæmust í úrslit fyrr en í mótslok að B-riðlinum undanskild- um. Þar sigraði sveit Flugleiða með 169 stigum af 175 mögulegum, vann alla sína leiki með miklum mun. í öðru sæti varð sveit Atlant- ik sem vann sína leiki einnig mjög sannfærandi og tapaði aðeins fyrir Flugleiðum 9-21. I A-riðli var sveit Asgríms Sigur- bjömssonar efst fyrir síðustu um- ferðina, en spilaði gegn Pólaris í síðustu umferðinni. Sveit Pólaris hafði tapað fyrsta leiknum í mótinu illa og fóru hamförum eftir það og var því við illan að eiga fyrir Sigl- fírðingana, enda fór það svo að þeir töpuðu leiknum 2—25 og kom- ust því ekki í úrslitin, en sveitin hefír oft spilað í 8 Iiða úrslitum undanfarin ár. Hins vegar kom sveit Grettis Frímannssonar á óvart og varð í öðru sæti í riðlinum eftir að hafa fengið gott veganesti í fyrstu umferðinni þegar þeir sigruðu Pól- aris 25—4. Sveit Grettis kom ann- ars inn sem varasveit fyrir Aust- firðinga. Lokastaðan í A-riðli: Pólaris 131 Grettir Frímannsson 126 Asgrímur Sigurbjörnsson 116 Jón Þorvarðarson 116 Sigfús Öm Ámason 111 Guðjón Einarsson 88 Hörður Pálsson 83 Sævar Guðjónsson 53 í B-riðlinum voru strax teikn á lofti eftir tvær umferðir og hélt fram sem horfði. Lokastaðan í B-riðli: Flugleiðir 169 Atlantik 151 Delta 106 Þorsteinn Bergsson 89 Sigmundur Stefánsson 88 Jón Andrésson 78 Kristján Guðjónsson 64 Erla Sigurjónsdóttir 62 Sveit Fatalands var í nokkrum sérflokki í C-riðli. Sveitin hafði þeg- ar tryggt sér sæti í úrslitunum fyr- ir síðustu umferðina en hörku- keppni var um annað sætið. Fyrir síðustu umferðina stóð sveit Braga Haukssonar best að vígi með 106 stig en átti að spila við Fataland. Tvær sveitir voru með 97 stig og ein með 94 stig. Þrátt fyrir að Bragi tapaði fyrir Fatalandi 13—17 marði hann annað sætið þótt naumara gæti það ekki orðið. Lokastaðan í C-riðli: Fataland 145 Bragi Hauksson 119 Dröfn Guðmundsdóttir 118 Sigfús Þórðarson 115 Sigurður Steingrímsson 106 Gunnar Berg 89 ÆvarJónasson 76 Bemhard Bogason 55 í D-riðli voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Þar stóð sveit Verð- bréfamarkaðar Iðnaðarbankans best að vígi fyrir síðustu umferðina með 115 stig. Valtýr Jónasson frá Siglufírði hafði 109 stig og-Sverrir Kristinsson 104 stig. Þá vom 3 sveitir með yfir 90 stig og áttu fræðilegan möguleika á 2. sæti. Hamingjudísimar vom hliðhollar Sverri og hans mönnum og hafði hann eins stigs forskot á Valtý þegar upp var staðið og spilar í 8 liða úrslitum. Lokastaðan í D-riðli: Verðbréfamarkaðurinn 139 Sverrir Kristinsson 125 Valtýr Jónasson 124 Samvinnuferðir/ Landsýn 120 Alfreð Viktorsson 114 Jón Steinar Gunnlaugsson 102 Sigurður Ámundason 65 Halldór Tryggvason 27 Hin unga sveit Samvinnu- ferða/ Landsýnar verður að bíta í það súra epli að komast ekki í úr- slitin. í næstsíðustu umferð gerðist sá atburður að sveit Bemhards Boga- sonar mætti ekki fullmönnuð tl leiks — aðeins 3 af 6 spilumm mættu og má búast við einhverjum eftir- köstum af því. Þá er eftir að sjá hvemig verður með keppni sem hugsuð var sem B-úrslitakeppni samhliða úrslitunum. Var að heyra á utanbæjarmönnum að þeir myndu ekki allir láta sjá sig í þeirri keppni. Þó nokkuð var af áhorfendum á mótinu. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson. Sjálfstæða bændastétt í stað eyðibýlastefnu eftir Ólaf Björnsson Verkefnastjóm ungs sjálfstæðis- fólks í landbúnaðarmálum vinnur nú að mótun tillagna varðandi framtíð landbúnaðar á íslandi. Ljóst er að hér er um mjög viðamikinn og viðkvæman málaflokk að ræða og mörg sjónarmið og ólíkir hags- munir sem taka þarf tillit til. Þetta verk verður því ekki hrist fram úr erminni en hálfnað er verk þá hafíð er. Hinsvegar er mjög mikilvægt að hafíst er handa nú þegar bændur hafa einungis fjögur ár eftir til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Spumingin er því: Að hveiju eru bændur að aðlaga sig? Hvernig er staðan? Eins og flestir vita er staða land- búnaðar á íslandi afar slæm og kemur þar margt til. Ef við byijum á að skoða dökku hliðamar má nefna eftirfarandi. 1. Neysla kindakjöts dregst stöð- ugt saman á innanlandsmark- aði, jafnhliða hruni á erlendum mörkuðum. 2. Stöðug skerðing framleiðslurétt- ar ógnar mjög afkomu margra bænda, en veldur einnig of háu verði, því minni framleiðsla þarf samt að standa undir auknu milliliða- og afætubákni. 3. Sífelld aukning milliliðabáknsins leiðir til sífellt meiri óhag- kvæmni í rekstrinum. 4. Alltof hátt verð til neytenda miðað við það sem gerist í ná- vgrannalöndunum dregur bæði úr sölu og veldur lakari lífskjör- um en ella þyrfti. 5. Einokun á sölu og vinnslu er allt of mikil. 6. Styrkir til nýbúgreina eru fálm- kenndir og hafa nýst mjög illa. Ymsar bjartar hliðar má þó nefna: 1. -íslendingar eiga ómengaða nátt- úru og geta framleitt heilbrigða og góða vöru lausa við lyf og eiturefni. 2. Vegakerfí, rafmagnslínur og önnur uppbygging í sveitum landsins er í þokkalegu horfi. 3. Víða eru miklar auðlindir ónot- aðar; bæði jarðhiti og önnur nýting vatns, t.d. fískirækt í ám og tjörnum. Þá er ræktun nytja- skóga og ferðamannaiðnaðar í sveitum óplægður akur. 4. Ungt sjálfstæðisfólk er reiðubúið til að leggja mikið á sig til þess að landbúnaður verði sjálfstæð atvinnugrein og losni úr þeirri kerfísáþján sem er að gerá bændur og skattgreiðendur gjaldþrota og mun að lokum leiða tii þess að sveitir landsins leggjast í auðn. Hvað viljum við? Verkefnastjórnin er í tengslum við fjölda ungs fólks víðs vegar um landið. Við sendum þessu fólki spurningar og hugleiðingar okkar og þannig verður þetta stór hópur sem vinnur að málefnastarfinu. Meginniðurstöður úr fyrstu gögn- um eru eftirfarandi: a) Flestir vilja leggja núverandi búvörulög niður og þar með kvótakerfí í núverandi mynd. Nokkrir vilja halda kvótanum en þá verður hann að vera versl- unarvara. b) Flestir 'vilja styðja við nýbú- greinar og þá með leiðbein- ingaþjónustu og skattaíviln- unum. c) Búvörusamninga vilja menn almennt feiga. d) Ungir sjálfstæðismenn vilja hafa það fijálst hvaða rekstr- arform menn kjósa við bú- rekstur. e) Ýmis sjónarmið eru uppi varðandi niðurgreiðslur allt frá því að leggja þær niður til þess að segja þær nauð- synlegt hagstjómartæki. f) Útflutning vill ungt sjálf- stæðisfólk aðeins stunda sé hann hagkvæmur. Það er því ljóst að mikil breyting þarf að verða á núverandi kerfí svo ungt sjálfstæðisfólk telji það full- nægjandi. Jafnframt er ljóst að þrátt fyrir mismunandi áherslur er ekki svo langt milli þeirra sem búa úti á landsbyggðinni og þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu þó stundum bafí verið reynt að láta líta svo út. Við sem í verkefnastjóm- inni störfum bindum miklar vonir við þetta starf og víst er að það fer vel af stað. Búvörulögin þarf að afnema í dag eru í landinu í gildi lög nr. 46 frá 27. júní 1985 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum, með síðari breytingum. í daglegu tali eru þau nefnd búvöru- lög og á þeim byggist allt það bákn sem landbúnaðarkerfi er í dag. Þessum lögum verður að breyta í veigamiklum atriðum eða fella þau alveg niður eigj að verða breyting á þeirri eyðibýlastefnu sem nú ríkir. Sem dæmi um möguleika sem þá sem þá myndu opnast væru kjöt- markaðir, ekki ósvipaðir fiskmörk- uðunum sem við þekkjum, þar sem selt yrði kjöt á uppboði. Til greina kæmu einkum tvær tegundir af uppboðum, annarsvegar á sláturfénaði á fæti, en hinsvegar á óunnum kjötvörum. Sami markað- ur gæti reyndar haft hvort tveggja á boðstólum. Slátrun væri einfald- lega þjónusta sem hver og einn gæti fengið keypta, bæði einstakl- ingar og fyrirtæki. Þetta gæfí t.d. þann möguleika að viðskiptavinur- inn gæti komið og valið sér það sem honum líst best á, með aðstoð bón- dans. Uppboðsfyrirtækin væru í einkaeign eða hlutafélög, væru fjar- skiptamarkaðir og gætu því verið hvar sem er á landinu. Reksturinn væri íjármagnaður með uppboðs- Ólafur Björnsson „Það er því ljóst að mikil breyting þarf að verða á núverandi kerfi svo ungt sjálfstæðisfólk telji það fullnægjandi. Jafnframt er ljóst að þrátt fyrir mis- munandi áherslur er ekki svo langt milliþeirra sem búa úti á landsbyggðinni og þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu þó stundum haf i verið reynt að láta líta svo út.“ gjaldi á selda einingu. Starfsmenn þyrftu ekki að vera margir en af- köstin gífurleg, hér er því um mjög ódýrán millilið að ræða. Ekki er óhugsandi að varan sé flutt á mark- aðinn og boðin upp í stórum skemm- um en slfkt virðist þó fjarlægara en fjarskiptamarkaðir, einkum varðandi lambakjöt, vegna þess hve stuttan tíma ársins mesta slátrunin og kjötvinnslan fer fram. Kostirnir við markaði af þessu tagi eru marg- ir og nefna má: 1. Framleiðslu- og vinnslukostnað- ur lækkaði vegna aukinnar hag- kvæmni í framleiðsluferlinu. Jafnframt myndi söluvaran batna, því samkeppni yrði virk. 2. Framleiðendur væru sjálfkrafa hvattir til að lengja sláturtíð vegna hærra verðs sem kaup- endur vildu greiða fyrir nýmeti á þeim árstímum sem það er illfáanlegt. Sláturtíð stæði minnst frá 1. júlí til 1. des ár hvert. 3. Bændur fengju umbun fyrir hag- sýni og dugnað en ekki fyrir hæfíleikann að snapa sér fé úr opinberum sjóðum. M.ö.o.; þeir sæktu afkomu sína til neytenda fremur en til embættismanna og almenningur nyti góðs af. í stað hálfopinberra verkamanna kæmu sjálfseignarbændur í sveitirnar og byggð myndi eflast samhliða þessar þróun. 5. Hin óæskilega og ósanngjarna andúð almennings á bændum og landbúnaði snerist til betri veg- ar. 6. Möguleikar á útflutningi mundu stóraukast því að með þessum hætti ættu einstaklingar og fyr- irtæki aðgang að hráefninu á aðgengilegan hátt. T.d.. gæti skapast grunnur að öflugu út- flutningsfyrirtæki, hugsanlega að hluta til í eigu erlendra að- ila/kaupenda (veitinga- og hótel- kveðjur), en í dag getur slíkt fyrirtæki ekki fengið hráefni því SIS græðir meira á því að geyma kjötið en selja það. Fijáls og sjálfstæður land- búnaður Ég varpaði í upphafí greinarinnar þeirri spumingu fram að hveiju bændur ættu að aðlaga sig á næstu fjórum árum. Svar mitt er: Fijálsum og sjálfstæðum landbúnaði þar sem afkoma bænda yrði betri en hún er í dag vegna aukins frelsis og minna bákns, kerfis þar sem krónur skatt- borgaranna fara í annað en greiða fyrir vöru sem fer á öskuhaugana. Það er svo margt sem þeir nýttust betur til, en þó best, fengju þeir' að vera áfram hjá fólkinu sjálfu. Höfundur er formaður verkefnis- stjórnar Sambands ungra sjálf- stæðismanna um landbúnaðarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.