Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Miðborgarskipulag Reykjavíkur Kvosin, Ijörnin og* flugvallarsvæðið eftirÞórberg Ólafsson Full ástæða er til að ætla að þeir sem á Stór-Reykjavíkursvæð- inu búa og raunar landsmenn allir, hafi mikinn áhuga á því, hvemig höfuðborg landsins verður upp byggð í náinni framtíð. Svo sem augljóst má vera, er sá miðbær Rdtykjavíkur, Kvosin, sem mótaðist að mestu fyrir allt að 100 árum, orðinn'of lítill og aðalum- ferðargötur of þröngar til þess að geta gegnt miðbæjarhlutverki framtíðarinnar þ.e. að bæta við stóraukinni umferð ört fjölgandi ökutækja, er verða m.a. samfara fjölgun stórbygginga sem stefnt er að koma fyrir inn á milli eldri húsa miðbæjarins. Talið er að bifreiðum hafi fjölgað í Reykjavík úr 24.000 árið 1970 í 64.000 árið 1986. Sú hugmynd að höfuðborgin mótist í glæsilegum miðborgarstíl, virðist mér vera háð því, að Kvosin, Tjömin, svo og svæðið allt í beinu framhaldi að Skeijafirði, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú, verði sem fyrst miðborg Reykjavíkur. Ástæða er til að ætla að allt þetta svæði, þar sem Ijörnin hefur sérstöðu til aukinnar fegurðar og fjölbreytni geti orðið stolt komandi kynslóða, ef Tjöminni og umhverfi hennar er viðhaldið af fyrirhyggju og smekkvísi. Á okkar stormasama landi skipt- ir máli að borgarsvæðið er hvað lægst þar sem flugvöllurinn er og hæðir á ýmsa vegu, svo að ætla má að þama verði fremur skjól- sælt, umfram ýmis önnur borgar- svæði, hagstætt allri umferð og gott að koma upp ýmsum gróðri, borginni til yndisauka. Ráðhús á flugvallarsvæðinu Vel færi á því, að háreist ráðhús- bygging risi á flugvallarsvæðinu, gegnt Norræna húsinu, með stóm bílaplani. Þaðan væri einnig hægt að fá útsýni yfir Tjömina. Á flugvallarsvæðinu ættu að rísa stórbyggingar í nútíma- og framtíð- arstíl, sem engan veginn falla inn í Kvosarsvæðið, þar sem meiri þörf er á að takmarka en auka bifreið- aumferð, m.a. vegna loftmengunar, sem stafar af hinum mikla fjölda bifreiða í þröngu umhverfi. Við þetta bætist svo hávaðamengúnin frá flugvellinum inni í borginni og mikil slysahætta. í skrifum um þetta mál, hefur komið fram,_ að flugumferð muni stóraukast. Árið 1980 hafi farþegaflöldi verið um 360 þús. en muni verða um 900 þús. 1990. Stefna í landsbyggðarmálum virðist nú skýrt mótuð á þann veg, að fólk víðsvegar úr landsbyggðinni flytist á næstu árum ört inná höfuð- borgarsvæðið og ekki þenslu borg- arinnar. Höfuðborgarsvæðið hefur feikna möguleika á að leysa vanda Á þessu korti er tillaga um hrað- og tengibrautarkerfi. Nýja flug- vallarsvæðið sést ofarlega til vinstri. Ejns og sjá má, er gert ráð fyrir, að það sé á fyllingu í Skeijafirði. Öll kort, sem fylgja greinar- gerðinni, gerði Trausti Valsson arkitekt, sem fyrstur manna varp- aði hugmyndinni um flugvöll í Skeijafirði fram. umræddrar þenslu, með því að fjar- lægja flugvöllinn sem uppfyllir alls ekki þær öryggiskröfur sem al- þjóðareglur setja. Er þama um að ræða nálæg íbúðar- hverfi, háar byggingar og hæðir í nágrenni vallarins. Nýr Flugvöllur Hér verður ekki rætt um öryggis- atriðin nánar, en bent á þingsálykt- unartillögu sem um þetta fjallar og skýrir vel öll þessi atriði, þeir Steingrímur Hermannsson og Guð- mundur G. Þórarinsson alþingis- 'menn bám fram tillögu á Álþingi um tilfærslu flugvallarins og benda á nýjan flugvöll á grynningum út af Skeijafirði, svæði sem kemur til móts við kröfur um flugöryggi og getur jafnframt bætt úr þeim gífur- lega umferðarþunga á höfuðborgar- svæðinu, sem er samfara því að flugvöllurinn er staðsettur inni í borginni. A stríðsárunum heyrði maður á það minnst að flugvöllurinn hlyti að verða fluttur til vegna öryggis og eðlilegrar stækkunar borgarinn- ar. Það vekur spumingar hjá mörg- um hvort ekki hefði verið langtum æskilegra, að þær stórbyggingar, sem risið hafa í Kringlumýrinni, hefðu risið á flugvallarsvæðinu. En En undanfama áratugi hefur ekki mikið orðið vart við, að for- ráðamenn borgarinnar sýndu þessu áhuga. Virðist augljóst að þarna hefur skort yfirsýn og áhuga á sviði stjómunar. I stað þess hafa umræð- ur mest snúist um að þrengja inná Kvosarsvæðið stórbyggingar og fjarlægja eldri hús. Þótt eitthvað megj eflaust gera í þessa átt er löngu fyrirsjáanlegt að þessi stefna leysir ekki umræddan vanda hvorki í nútíð eða framtíð. Gamli miðbærinn er saga þeirra kynslóða, sem stóðu að uppbygg- ingu Reykjavíkur og má ekki glata henni með gjörbyltingu þessa borg- arhluta. Þetta er ekki eingöngu mál Reykjavíkur, heldur landsmanna allra. Önnur fjárfesting á höfuðborgar- svæðinu hlýtur að vera meira að- kallandi en að byggja í 14 metra djúpri for Tjarnarinnar, bílageymsl- ur undir fokdýra ráðhúsbyggingu við ofhlaðnar umferðargötur. Svo sem kunnugt er, hafa í um- ræðum þettamál, komið fram skipt- ar skoðanir. Ymsum finnst gleðiefni við ráðhúsbygginguna í Tjörninni að þama er á ferðinni bresk-íslensk- ur „arkitektur". Ráðhúsbyggingin í Tjörn- inni minnir á hernámsárin Mörgum finnst ráðhúsbygging með kúptu þaki minna helst á Bretabragga stríðsáranna, og sýn- ist betur fara á því að þetta form endurspegli þau ár sem landið var hemumið á öðmm stað en tjamar- svæðinu. Þingsályktunartillagan um bygg- ingu nýs flugvallar sýnist mér vera albesta lausn til að mæta vaxandi þenslu borgarinnar og ört vaxandi umferðarþunga. Það ætti kannske engum að koma á óvart að þessi þýðingarmikla tillaga um úrbætur í uppbyggingu höfuðborgarinnar er fram borin af Steingrími Her- mannssyni sem sýnt hefur, að margra dómi, fomstuhæfíleika sem forsætisráðherra og utanríkisráð- herra. Ekki kæmi mér á óvart að óvænt sókn hans í kosningum á Suðumesj- um eigi einnig eftir að endurtaka sig á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sú skipulagsbreyting á höfuð- borgarsvæðinu, sem hér er rætt um, kostar mikla fjárfestingu, en það sýnist þó mun æskilegra að veija þeim milljörðum sem fara í stór- byggingar í Kvosinni til þess að auka miðbæjarsvæðið með því að fjarlægja flugvöllinn. • Nýr flugvöllur á grynningum við Skerjafjörð kostar vissulega mikið með brimbijótum og uppfyllingu. En ástæða er til að benda á að í Reykjavík einni falla til árlega um 160.000 rúmmetrar af uppgreftri er nýta mætti til uppfyllingar. Auk þess fellur til gífurlegt sorpmagn frá höfuðborginni og nágrannabæj- unum. Ástæða er vissulega til að gera könnun á því, hvort sé æskilegra forgangsverkefni í fjárfestingu, að gera brú eða göng undir Hvalíjörð eða veija svipaðri upphæð til þess að bæta umferðaröryggi og skipu- lag höfuðborgarinnar. Þá má geta þess að mörgum finnst að betra hefði verið að veija minna fé til að byggja Seðlabankahús sem fer illa í nálægð við Amarhól. Sú ofsalega fjárhæð sem fór í þá byggingu virðist illa hafa skilað sér, ef marka má umræður ýmissa forustumanna þjóðarinnar um úr- ræði sem komið hafa frá því húsi til lausnar íjárhagsvanda þjóðfé- lagsins. Svipað sýnist vera í sjón- máli um mörghundruð milljóna ráð- húsbyggingu í for Tjarnarinnar. Bent hefur verið á að húsnæði sé til fyrir þá starfsemi, svo sem Odd- fello, Landsímahúsið, Hótel Borg o.fl. Hver hlýtur frægð fyrir bætt skipulag? Það sem hefur verið að gerast á þessu sviði má kannske segja að „Stefnubreyting borg- arstjórá Reykjavíkur ' mundi örugglega skapa honum viðurkenningu sem mikiihæfum for- ustumanni um ókomna framtíð.“ sé mannlegt þ.e. að vilja veija al- mannafé til þess að reisa stórbygg- ingar. En það dugir vart til þess að fá viðurkennda forustuhæfileika í þjóðfélaginu að geta glápt út um glugga úr rándýrum byggingum í fögru umhverfi, ef sú fjárfesting tefur fyrir nauðsynlegri framþróun á höfuðborgarsvæðinu. Gluggagæj- ar hafa hingað til ekki verið í miklu uppáhaldi. En bætt skipulag á höfuðborgar- svæðinu virðist kjörið verkefni fyrir snjallan forustumann, hver sem í hlut á, Davíð Oddsson eða Steingrímur Hermannsson, því eng- inn vafi er á því að Reykjavíkurflug- völlur verður íjarlægður í náinni framtíð. Stefnubreyting borgarstjóra Reykjavíkur mundi örugglega skapa honum viðurkenningu sem mikilhæfum forustumanni um ókomna framtíð. í grein Leifs Sveinssonar sem hann skrifaði um ráðhúsbygging- una í Mbl. segir „Óvíst er hvort tæknilega sé kleift að byggja húsið á 14 metra djúpri for í Tjörninni, og þar leiðbeinir guðspjallamaður- inn Mattheus, skrifað stendur: Hygginn maður byggir hús sitt á bjargi". (7,24) Tilvitnun lýkur. Þegar þessi kristilega hugleiðing kemur upp í hugann er greinar- höfundur tilbúinn að endurskoða allt það sem hér hefur verið sagt, ef í ljós kemur, að sú tilgáta Dag- fara í DV reynist rétt að borgar- stjórinn muni ganga á vatninu í Tjöminni. Höfundur er akipasmíðameistari og var framkvæmdastjóri Báta- ións hf. á fjórða áratug. Reykjavíkurflugvöllur: Flugvélar frá rómönsku Ameríku tíðir gestir UNDANFÁRIÐ hafa flugvélar á leiðinni til og frá löndum róm- önsku Ameríku verið tíðir gestir á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir skömmu voru saman hér tvær nýjar Casa-flutningaflugvélar í feijuflugi frá verksmiðjum Casa á Spáni til flughersins í Panama. Stuttu síðar áttu hér viðdvöl tvær flugvélar frá flugfélagi Kúbumanna sem voru á leiðinni til Kænugarðs í Sovétríkjunum þar sem þær áttu að fara í gagngera skoðun hjá Antonov-flugvélaverksmiðjunum. Nú í byijun vikunnar voru aftur á ferðinni hér tvær suður-amerískar flugvélar í feijuflugi. Önnur þeirra var tíu manna einshreyfils flugvél af gerðinni Pilatus Turbo Porter, sem var í afhendingarflugi frá verk- smiðjum 'Pilatus í Sviss til flug- hersins í Ecuador. Flugvélar af þessari gerð eru þekktar fyrir það að geta athafnað sig frá stuttum og lélegum lendingarstöðum og eru kjömar til notkunar í fjöllóttum löndum eins og Ecuador. Hin flugvélin var Fokker F.27 Friendship sem var komin alla leið frá Bolivíu. Þessi flugvél tilheyrði flutningadeild flughers Bolivíu og var á leiðinni í gagngera skoðun hjá verksmiðjum Fokker í Hollandi. Það er ekki óalgengt að flugvélar fari langar leiðir í stærri skoðanir þar sem kostnaðurinn við flugferð- ina er lítið brot af heildarkostnaðin- um sem fylgir slíkum skoðunum. Margir kunna að furða sig á því að flugvél frá Bolivíu skyldi velja norðurleiðina um ísland yfir Atl- Morgunblaðið/PJJ Flugvél af gerðinni Pilatus Turbo Porter, sem var á leið til Ecuad- or, brunar eftir Reykjavíkurflugvelli. antshaf til Evrópu en því er til að öruggari vélum sem hafa takmark- svara að á þessari leið em stystu að flugþol heldur en flugleiðin sem vegalengdir yfir sjó og leiðin talin liggur um Azor-eyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.