Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
51
um, hafa þeir annað hvort ekki les-
ið Nýal nógu vel eða hreinlega ekki
skilið rétt. í Nýal er ekki einvörð-
ungu að finna kenningar um nýja
heimsmynd, sem Helgi hafði fram
að færa sem náttúrufræðingur,
heldúr líka á stöku stað fagra sið-
fræði. Helgi leggur t.d. áherslu á
að menn láti gjörðir sínar stjómast
af kærleik. Vel má vera að unnt
sé að slíta setningar í Nýal úr sam-
hengi og halda því fram að þar
með hafi Helgi verið úr hófi fram
þjóðemissinnaður. En samhenginu
má ekki gleyma og nógu vandlega
verður að lesa.
Látið verður nægja að benda á
eitt dæmi úr Nýal, sem sýnir hugs-
anir Helga um þetta atriði. í þess-
ari tilvitnun má greina ábendingu
um að menn þroski sig frá öllum
kynþáttafordómum:......þá munu
hvítir menn læra að líta öðrum
augum hina lituðu frændur sína,
og sjá hversu þeir verða að styðja
að framsókn þeirra, ef þeir vilja
ekki bijóta á móti tilgangi lífsins.
Og hvítir menn munu sjá, að hin-
ir Situðu frændur þeirra eru þeim
þó að sumu leyti fremri, svo að
félagsskapurinn er einnig hvítra
manna vegna nauðsynlegur, og
getur orðið öllum til góðs ..
(Úr ritgerðinni Framtíð mannkyns-
ins, sem birtist í Morgunblaðinu
árið 1919.)
Tilraunaf élagið
Meginhluti greinar Óskars er
kynning á fyrrnefndu félagi. Hafi
undirritaður skilið greinina rétt,
muni Magnús, og kannski aðrir fé-
lagsmenn, aðallega hafa talað og
Óskar lítið spurt. Þeir segja t.d.:
„Það þykir einstætt hversu
margir miðlar starfa með okk-
ur ...“ Óskar sér enga ástæðu til
að spyija hve margir þeir þá séu
og hvort þeir séu allir í félaginu
o.s.frv. Annað dæmi: „ ... við er-
um að reyna að vinna vísindalega
í fyrsta lagi í rannsókn á dulsál-
arfræði, í öðru lagi að þjálfun
miðla og í þriðja lagi að kerfis-
bundnum rannsóknum og út-
gáfustarfsemi.“ Óskari dettur ekki
í hug að spyija hvaða vísindalegu
kerfisbundnu rannsóknir þetta séu,
eða hvort þeir hafi virkilega hinn
nauðsynlega tækjabúnað sem þarf
til slíks. Erlendis hefur þetta í ein-
hveijum mæli verið gert. Þannig
t.d. rannsökuðu læknar og lífeðlis-
fræðingar kunnan brasilískan
líkamningamiðil á nokkrum miðils-
fundum til að kanna hvort ein-
hveijar vefrænar breytingar yrðu á
miðlinum í svefni eða breytingar á
líkamsstarfsemi hans. Til þess arna
þurfti m.a. tækjabúnað e.o. heila-
og hjartaafritara (til að fá heila-
og hjartalínurit). Fýlgst var með
sveiflum í viðnámi húðar miðilsins
o.s. frv. Slík tæki eru gjarnan notuð
í sumum rannsóknum í dulsálar-
fræði, e.o. dr. Erlendur Haraldsson,
sálfræðingur, getur staðfest. Stundi
Tilraunafélagsmenn slíkar rann-
sóknir, er ekki unnt annað en að
samgleðjast þeim.
Ein er sú fullyrðing Tilraunafé-
lagsmanna sem vís er til að vekja
undrun. Félagamir telja að „þeir
séu nánast eini félagsskapurinn
sem vinni skipulega að miðilstil-
raunum og -þjálfun í Iandinu“.
Hvað á „nánast“ að merkja þarna.
I Félagi áhugamanna um stjörnulíf-
fræði eru nú 3—4 miðlar sem mæta
reglulega á fundi. Þrír þeirra hlutu
þjálfun á sínum tíma í FN en sá
fjórði í FÁS og er einn félagsmaður
í þjálfun um þessar mundir. Undir-
ritaður leyfir sér að nefna þetta hér
vegna þess að utanfélagsmenn
(gestir félagsmanna) hafa átt kost
á því ^ð dæma um getu þessara
miðla og má fullyrða að sumir hafi
verið mjög ánægðir. Þess skal og
getið að frammámenn í Sálarrann-
. sóknarfélagi Suðumesja buðu FÁS
á liðnu ári að halda sameiginlegan
fund í húsakynnum félagsins í
Keflavík. Fundurinn var reyndar
ekki auglýstur en mættir voru
áhugamenn úr báðum félögum, þar
á meðal þrír miðlar úr FÁS. Verður
ekki annað sagt en að fundur sá
hafi tekist mjög vel og áttum við
góð samskipti við stjórnarmenn fé-
lagsins að fiindi loknum. Gátum við
eitt og annað af þeim lært og þar
kom í ljós að þeir voru a.m.k. með
einn miðil í þjálfun.
Þessi dæmi um þjálfun miðla em
aðeins þau sem undirritaður veit
um. Ekki má gleyma því að það
eru fleiri Sálarrannsóknarfélög hér-
lendis og hver veit nema að verið
sé að þjálfa miðla ananrs staðar en
í Reykjavík og á Suðurnesjum. Að
minnsta kosti er ekki laust við að
fullyrðing Magnúsar Skarphéðins-
sonar og sveina hans um að þeir
séu nánast eini hópurinn hér á
landi, sem vinni að þjálfun miðla,
beri vott um vissan hroka. Á það
skal einnig bent, að í Sálarrann-
sóknarfélagi Suðumesja og í FÁS
eru menn sem hafa jafnvel áratuga
reynslu af sambandsmálum við
framliðna og hafa sumir setið
marga fundi með Hafsteini miðli
Bjömssyni.
Niðurlag
Sá er þetta skrifar fann sig knú-
inn til að taka penna í hönd, því
að svo maijrt í téðri grein var at-
hugavert. Oskari er ef til vill vor-
kunn; hann hefur sennilega talið
að treysta mætti heimildamanni
sínum í einu og öllu, en það hefði
mátt leita staðfestingar. Hitt er svo
annað mál að það er ástæða til að
þakka ritstjóra Þjóðlífs fyrir um-
fjöllun þessa málefnis og er kominn
tími til að landsmenn kynnist félög-
um þessum. FÁS hefur eiginlega
verið lokað félag (þó að sérhver
geti sótt um inngöngu í það) og
lítið kynnt starfsemi sína, en það
mun breytast. Seinna stendur til
að halda kynningarfund og að gera
fólki kleift að sækja miðilsfundi.
Vonandi hyggja Tilraunafélags-
menn ekki, þrátt fyrir ábendingar
hér að framan, að undirrituðum sé
í nöp við félag þeirra. Hann óskar
þeim alls hins besta á þessum vett-
vangi í framtíðinni, og fagnar því
að þessir ungu námsmenn, sem
nefndir eru í grein Þjóðlífs, sýni
slíkum málefnum svona mikinn
áhuga nú á tímum efnishyggju og
dýrkunar veraldlegra gæða. Hafi
þeir í hávegum vönduð vinnubrögð
og temji þeir sér sjálfstæða hugsun
ásamt hógværð í orði og verki, er
framtíðin þeirra.
Höfuodur er formaður FÁS.
ajungilak.
SÆNGUR OGKODDAR
MJÚKT OG HLÝTT
í miklu úrvali
eg: ELKE K,. 18.980.-
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM
E] GREIÐSLUKJÖR
húsgagna»höllin B
REYKJAVlK
33S3I3
ÞAÐERMAIiÐ!
Eigum til svefnsófa fyrir alla, hjónafólk,
einstaklinga, börn, unglingaogallahina.
Teg: HELSINKI Kr. 31.280.-
N
Teg: AFRODITE Kr. 27.680.-
Teg: PAX
Kr. 18.260.-
Kr. 33.980.-
Teg: FRAUKE