Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 39

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 39 Umdeilt f svæSi I I Novajal á|-l Zemljal HbarentsI haf GRÆNLANDÍ Svalbarði NOREGUR' Færeyjar Jane’s Defence Weekly ítalæginu 50 km frá landamærum i bandaríska varnarmálaráðuneyt- arlega mikilvægt fyrir stórveldi? Þegar málið 'snýst um samband jafn misöflugra ríkja og Noregs og Sovétríkjanna, er einnig hægt að þýða „equity" með orðinu „vald“. Gagnrýnendur samningsins töldu, að norsku samninganefndinni hefði sést yfir þetta. Takmark Sovét- manna á Barentshafi væri að teygja yfirráðasvæði sitt svo langt til vest- urs sem auðið væri. Grátt svæði var þeim mjög hentugt til þess. Margir voru efins um að Noregur losnaði nokkru sinni úr viðjum þessa samkomulags, nema með því að draga til baka allar kröfur um yfir- ráð yfir sovésku hafsvæði. Formlega séð gildir samningurinn í eitt ár í senn. Gagnrýnendur minntu á að stjómkænska Sovétmanna í þessu máli væri í raun ekki ný af nálinni. I heimsstyijöldinni síðari lagði Stalín til við norsku útlagastjómina, að Noregur og Sovétríkin sæju sam- eiginlega um stjóm Svalbarða. Til- formaður norsku samninganefndar- innar (en með honum eyddi ég kvöldi í byijun níunda áratugarins), sagði orðrétt við mig: „Um leið og okkur tekst að færa landamærin austar um einn metra, nær norsk utanríkisstefna miklum áfanga.“ Það var eins og salti væri stráð í sárin þegar upp komst um njósnir Arne Treholts fyrir Rússa, en Tre- holt var aðstoðarmaður Evensens. Menn vissu nú að Treholt hafði veitt Sovétmönnum upplýsingar um áætl- anir norsku samninganefndarinnar. Með •árunum hefur mikilvægi Barentshafs aukist mjög. Jarðfræð- ingar hafa uppgötvað þar miklar — eða eins og Ryzhkov sagði: „I sann- leika sagt, gríðarlegar" — birgðir olíu og gass. Að því er varðar olíu- vinnslu hafa Sovétmenn ekki farið leynt með áhuga á samvinnu við Noreg eða önnur vestræn ríki, tii að njóta tækniþekkingar sem þeir sjálfir hafa ekki. En það er viðvan- ingum enginn hægðarleikur að fást við Bkrentshaf. Hernaðarlegt mikilvægi Barents- hafs hefur einnig aukist. Miklar tækniframfarir hafa orðið síðan fyrstu nothæfu kafbátamir voru smíðaðir. Nú geta kafbátar beðið átekta nærri bækistöðvum sínum og jafnframt skotið eldflaugum yfir á umráðasvæði óvinaríkis. Tíminn sem það tekur að fara frá heima- stöðvum og á vígvöllinn hefur styst og því er minni hætta á að bátamir finnist. í þessu sambandi hefur Barents- haf þann mikla kost, að haldi kaf- bátarnir sig undir rekísnum er ómögulegt að finna þá með hlustun- artækjum, því vélarhljóðið drukknar í braki íssins. Norðar er svo íshafið, en þar má fela kafbáta í neðansjáv- arhellum sem myndast í ísjökum. Bandaríkjámenn hafa nú tekið upp nýja áætlun um sjóhemað, sem gengur út á að grípa óvininn glóð- volgan við hans eigin bækistöðvar. í ljósi þessarar stefnu sést glöggt hve Barentshaf er Rússum mikil- vægt. Norðmenn þarfnast vissulega flotastyrks frá Bandaríkjunum á hafsvæðum kringum landið, en um leið em þeir hræddir við þá ögrun við Sovétmenn sem slíkt fæli í sér. Sú stefna Norðmanna, að vera aðil- ar að NATO án þess að ögra með því Sovétmönnum, og að sækjast jafnframt eftir hluta Barentshafs, getur aldrei gengið upp. Eftir að Ryzhkov sneri heim frá Ósló, sagði norska leyniþjónustan frá nýjum sovéskum bækistöðvum fyrir nýjustu gerð þeirra af kaf- nina ‘ikkar boðinu var hafnað og lét hann mál- ið þar með falla niður. Síðan þá hefur Sovétmönnum reynst erfitt að sætta sig við yfirráð Noregs yfir eyjunum og hafa á óbeinan hátt endurtekið tilboð Stalíns. Meðal annars hafa þeir krafist sérréttinda til handa rússneskum starfsmönn- um á Svalbarða. Norðmenn voru fljótir að átta sig á þessu og hafa því reynt að fá aðrar þjóðir til sam- starfs um rannsóknir á auðlindum eyjanna, en með misjöfnum árangri þó. Svalbarðasáttmálinn veitir öllum aðildarríkjum sama efnahagslegan rétt á eyjunum og Norðmenn hafa. Olía og' kjarnorkukafbátar Hin rótgróna norska bjartsýni snerist skyndilega upp í andstæðu sína. Samningaviðræðurnar stöðv- uðust og Sovétmenn sýndu yfirburði sína á svæðinu á ýmsan hátt. Jens Evensen, sjávarútvegsráðherra og —Miolina — Lengdarbaugslina —200 mílna lögsaga / o Franz- “oJósefsland cV-— ÍÍSLAND Kortið sýnir hin umdeildu svæð á Barentshafi. bátum (Typhoon-báta) einungis 50 km frá norsku landamærunum. Gorbatsjov í Murmansk ... Með ræðu sinni í Murmansk í lok síðastliðins árs,. vakti Gorbatsjov vonir manna um að slökunarstéfna Sovétmanna kæmi einnig fram í umsvifum þeirra í norðri, en þegar til kom var ræðan fremur innihalds- lítil. Gorbatsjov vildi gjaman draga úr hemaðarumsvifum á norðurslóð- um, en minntist þó hvergi á Barents- haf í því sambandi. Hann lagði áherslu á óskir sínar um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum, en því fylgdu engin ný rök, né skuld- bindingar af hálfu Sovétmanna.' Hann sagði Sovétmenn nú hafa tek- ið niður mikinn hluta meðaldrægra eldflauga sinna á Kólaskaga, í um- dæmi hersins í Leníngrad og í Eystrasaltslöndunum, en minntist hins vegar hvergi á nýjar eldflaugar sem Sovétmenn hafa komið fyrir á beitiskipum sínum, og einnig er hægt að beina að Norðurlöndum. Hins vegar var tal hans um mögu- leika á efnahagslegri samvinnu, bæði á Kólaskaga og hafinu í kring, mun raunhæfara. Einnig beindi hann athygli manna að umhverfis- málum á hinu viðkvæma norður- heimskautssvæði. Hann minntist ekki einu orði á landamæradeilurnar við Noreg. ... og Ryzhkov í Ósló í Ósló flutti Ryzhkov mál sitt af þeirri kurteisi sem nú á dögum ein- kennir sovéska diplómata. Hann sagðist þess fullviss, að Norðmenn vonuðust eftir að han kæmi með endanlega lausn á landamæradeil- unum. Einnig Sovétmenn vildu ekk- ert fremur en að skipta hinu um- deilda svæði í eitt skipti fyrir öll, en „skipting landgrunnsins og Bar- entshafs, sem báðir gætu sætt sig við, væri gersamlega óhugsandi eins og málum væri nú háttað“. Ástæð- urnar fyrir þessu sagði hann marg- ar. Norðmenn og Sövétmenn hefðu mörg og mismunandi áhugamál varðandi svæðið og ein lína á landa- korti gæti aldrei tryggt það öryggi og jafnvægi sem bæði ríkin væntu. Ryzhkov sagði, að ættu samning- ar að takast yrðu aðilar að bera traust hvor til annars. í ræðu sinni í Murmansk hefði Gorbatsjoy bent á leið til að auka gagnkvæmt traust. Traustið ykist ef höfð væri sam- vinna um öryggismál og um efna- hagsþróun á svæðinu. Varðandi ör- yggismálin mætti nefna hugmyndir um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og samdrátt í hemaðarumsvifum á norðurhöfum, þ.m.t. Barentshaf. í efnahagssamvinnu hefðu komið fram hugmyndir um „sérstakt svæði fyrir samvinnu Noregs og Sovétríkj- anna“, en um afmörkun þess mætti ræða síðar. í fyrstu mætti hefja samvinnu um olíu- og gasvinnslu. Það væri ekkert sem kæmi í veg fyrir þátttöku þriðja aðila í sam- starfinu og menn gætu komið sér saman um slíkt síðar. Meira var það nú ekki Það má líta svo á að því stærra sem sameiginlegt svæði yrði, því meira traust myndu ríkin bera hvort til annars. Það er því rökrétt að álykta, að Sovétmenn vilji hafa svæðið sem stærst. Mjög stórt sam- eiginlegt svæði veitti þeim þau áhrif á Barentshafí sem þeir hafa lengi sóst eftir. Á þann hátt má týlka orð Ryzhkovs. Ög upplýsingarnar um hið nýja sovéska kafbátalægi renna stoðum undir þá túlkun. Eða á maður að leyfa sér að trúa því, að Sovétmenn vilji í raun og veru skapa heim, þar sem öll ríki hafa rétt til sama öryggis, eins og Gorbatsjov hefur margsinnis haldið fram? Eg held að við megum ekki útiloka þann möguleika strax. En þá verðum við líka að benda á þá staðreynd, að Kremlveijar hafa mjög vanþróaða tilfinningu fyrir við- brögðum umheimsins við tillögum þeirra. Höfundur er fyrrum forstjóri sænsku utanríkismálastofnunar- innar. Hann ernú dálkahöfundur ýmissa blaða á Norðurlöndum. Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK: Ríkið neitar að ræða kröfur HÍK Samnmganefndir ríkisins og kennara héldu fundi á föstudag, en Ktið þokaðist í samkomulagsátt. Samninganefnd ríkisins neitaði að ræða kröfur þær sem Hið íslenska kennarafélag hefur sett fram, að sögn Wincie Jóhannsdóttur, formanns HIK, og ekki hefur verið ákveð- ið hvenær næsti samningafundur ríkisins og HÍK verður haldinn. Hins vegar ræðast samninganefndir ríkisins og Kennarasambands Islands aftur við á fimmtudaginn. „Við viljum ræða launakjör og vinnutilhögun, en samninganefnd ríkisins vill ekkert ræða um launa- kjör og hefur ekki umboð frá stjórn- völdum til að bæta kjör kennara. Okkur finnst það hart að mega ekki ræða um okkar hugmyndir, þó að ríkinu finnist tölurnar vera of háar. Við höfum ekki í hyggju að taka okkar kröfur til baka, þannig að annar fundur var ekki ákveðinn, en það er nægur tími til stefnu ef vilji er fyrir hendi hjá ríkinu, að reyna að ná samningi," sagði Wincie Jó- hannsdóttir. Wincie sagði ennfremur að ýmis atriði í skýrslu starfskjara- nefndar fengjust ekki rædd af samn- inganefnd ríkisins í núverandi samn- ingaviðræðum. „Þeir telja sig ekki hafa heimild til að ræða þessa skýrslu. Kennarar bundu miklar von- ir við þessa skýrslu, þar sem þetta var í fyrsta sinni sem fjármálaráðu- neytið var fáanlegt til samstarfs um starfs- og launakjör kennara. Þor- steinn Pálsson og Sverrir Hermann- son þáverandi ráðherrar fjármála og menntamála sögðu á fundi með þá- verandi formanni og varaformanni HIK að skýrsla starfskjaranefndar myndi hafa bein áhrif til bættra kjara kennara. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur staðfest að þessi ummæli hafi verið viðhöfð á fundi með mér og fyrrverandi form- anni og varaformanni HIK. Núver- andi íjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson og samninganefnd ríkissins vilja hins vegar ekkert við þetta kannast. Samninganefndin tel- ur sig einungis hafa umboð §ármála- ráðherra til að ræða vinnutilhögun, en ekki breytingar á launum í ljósi þessarar skýrslu,“ sagði Wincie Jó- hannsdóttir formaður HÍK. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands fslands, sagði að samninganefnd KÍ hefði kynnt samninganefnd ríkisins tillögur sínar um málefni skólastjórnenda og sér- kennara, en ríkið hefði ekki borið fram neinar breytingar á tillögum sínum um launamál. Áhugasamir gestir kynna sér starfsemi Tannlæknadeildar BAR Góð aðsókn á opn- um degi Háskólans FJÖLMENNI var á opnum degi Háskóla Islands sl. sunnu- dag. Þóra Magnúsdóttir deildar- stjóri skrifstofu Háskólans sagði i samtali við Morgunblaðið að um 1000 manns hefðu komið i aðal- byggfingTi Háskólans, en endan- legar tölur um fjölda gesta í öll- um byggingum Háskólans lægju ekki fyrir ennþá. „Markmið okkar var að fá sem flesta framhaldsskólanema í heim- sókn og upplýsa þá um möguleika til háskólanáms og starfsemi Há- skólans. Þetta sýndist mér takast, því hér var straumur ungs fólks allan daginn," sagði Þóra Magnús- dóttir. Deilur um staðsetningu gjaldheimtu: Undrandi á þessarri hótun Siglfirðinga - segir Þorbjörn Arnason, forseti bæjarstjórnar á Sauðárkróki „ÉG VARÐ mjög undrandi þegar ég sá það haft eftir Birni Jónas- syni í Morgunblaðinu að Siglfirð- ingar íhugi nú úrsögn úr kjör- dæminu ef gjaldheimta Norður- landskjördæmis vestra verður ekki staðsett á Siglufirði,“ sagði Þorbjörn Árnason, forseti bæjar- stjórnar á Sauðárkróki í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist telja það eðlilegt að gjaldheimta kjördæmisins yrði stað- sett á Sauðárkróki, eins og nefnd sem ijalla átti um staðarvalið hefur lagt til, þar sem Sauðárkrókur væri miðsvæðis og stærsti byggðakjarn- inn í kjördæminu. Sauðárkrókur hefði stækkad mikið á meðan fólki hefði fækkað á Siglufirði, en ein helsta ástæða þess væri einmitt lega bæjarins og það hve góðar samgöng- ur eru við hann. Þorbjöm sagði að endanleg ákvörðun í málinu hefði ekki verið tekin enn og yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með staðarvalsnefnd og fulltrúum sveitarstjórna, sem hald- inn verður á Sauðárkróki i dag. Hann sagðist ekki geta sagt margt um hótun Siglfirðinga um að segja sig úr kjördæminu, enda sæi hann ekki að það væri tæknilega hægt. „Ég gat lítið gert annað en að hlæja þegar ég sá þessa yfirlýsingu,“ sagði Þorbjörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.