Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 23

Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 23 Það sem gerist þegar úrkölkun hefst (meira kalk tapast úr beinum en það sem myndast í staðinn) er að beinin gisna að innan og hafa því ekki þann styrk sem þau ættu að hafa. Þau þola því minna álag. Það er algengt vándamál hjá öldr- uðu fólki sem er með beingisnu á háu stigi að brotna við lítið álag. í kennslubók í læknísfræði í Háskóla íslands er sagt um being- isnu: „Beingisna er stórt heilsufars- legt vandamál meðal aldraða, sér- staklega meðal kvenna og orsakar aukna hættu á alvarlegum brotum, hreyfihömlun og dauða.“ An þess að fullyrða að neysla mjólkur og mjólkurvara sé alls- heijarlausn á þessum vanda er ljóst að kalkskortur vegna ónógrar neyslu á mjólkurvörum getur verið verulegur orsakaþáttur. Einn mikil- vægasti orsakaþátturinn hjá kven- fólki er talinn vera breytingar á hormónastarfseminni eftir tíða- hvörf. Aðrir þættir eru m.a. hreyf- ingarleysi og D-vítamínskortur eða vanhæfni aldraðra til að breyta því í calcitriol. Ýmsar aðrar ástæður eru fyrir því að konur verða svo illa fyrir barðinu á þessum sjúkdómi. An þess að fara nánar útí það hér væri ef til vill ástæða til að vera konur við því að fara í megrun og sleppa algjörlega mjólkurmat, ekki síst þegar uppbygging beina stend- ur enn yfir. Þar sem léttmjólk og undanrenna innihalda fáar hitaein- ingar en mikið af bætiefnum er hlutfall bætiefna mjög hátt miða við fjölda hitaeininga og eru þessar mjólkurvörur því í raun tilvalin megrunarfæða. Einnig er varasamt að sleppa stórum hluta eða jafnvel með öllu heilum fæðuflokki úr dag- legu mataræði okkar. Ekki eru öll „hollráð" holl Allir sem læra næringarfræði ættu að hafa kynnst fæðuflokkun- um fjórum (kjötafurðir og mjólkur- matur úr dýraríki og kornmeti og garðávextir úr jurtaríkinu) og mikil- vægi þess að neyta fjölbreytts fæð- is, einnig innan sama fæðuflokks. Þetta er sú regla sem venjulegt heilbrigt fólk getur verið rtokkuð öruggt með að fara eftir. Hvað varðar sjúklinga, geta tak- markanir á vissum fæðutegundum átt rétt á sér. Er þá réttast að hafa samráð við lækna og (eða næringar- fræðinga þar um. Þetta eru þeir aðilar, sem hafa staðist lágmarks- kröfur viðurkenndra framhalds- skóla og hafa löggilt starfsréttindi. Vilji grasalæknar að þeir séu teknir alvarlega er ljóst að þeir verða að vanda hollráðin sín betur en kom fram í umræddri grein. 'nuifiHiig 'mnfning^ Þvottheldni oq styrklc í hámarki í fjórum gljást i gum • Kópal innimálnlngln fæst nú í fjórum gljástigum. • Nú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngin er tilbúln beint úr dóslnni. ® l\lú heyrir þaö fortíðinni tll að þurfa að blanda málnlnguna með herði og öðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJASTIGUM: feöpai ÉÉÉtSUH DYROTON Höfundur er matvælafræðingur. ÞÚFÆRÐ ÞEGAR ÞU KAUPIR 500g DOS!* * Eöa réttara sagt 102 g þegar miöaö er viö verö á jógúrt í 180 g dósum. Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVERVIIIEKKIGERAGÓÐ KAUP?TT\S" leiöbeinandi verö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.