Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 26

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Um kjamann og hísmið Hugleiðingar í tilefni af grein Eiríks Tómassonar í Morgunblaðinu 8. marz sl. eftir Sigvrð Gizurarson Eiríkur Tómasson, hrl., skrifaði grein í Morguriblaðið 8. mars sl., sem hann nefndi „Bæjarfógetanum svarað". Fjallar hann þar um grein mína „Um uppstokkun dómstóla og átjómsýslu í héraði" frá 2. marz. Ég vil þakka Eiríki fyrir innlegg hans í umræðuna um dómstóla og stjómsýslu í héraði, jafnframt því sem ég tek enn upp þráðinn, þar sem viðmælandi minn lét hann nið- ur falla. Eru enn leifar einveldis- stjórnar hér á landi? Eiríkur tekur svo til orða í grein sinni: „Sigurður vill halda í ein- veldisstjóm". Að vísu sagði ég það hvergi, en hæstaréttarlögmaðurinn hefur skilið mig svo. En orð hans segja mér einnig, að hann álítur Islendinga enn vera í viðjum danskrar einvéldisstjómar. Og Eiríkur vill uppræta þessar „síðustu leifar einveldisstjómar". Sú skipan, sem Eiríkur hefur hér í huga, varð þannig til, að einvalds- konungur Dana gerði 1736 lög- fræðinám við Kaupmannahafnar- háskóla að skilyrði þess, að menn gætu tekið að sér dómarastörf í ríkinu. í sýslumannsstöður hér úti á íslandi var og tekið að velja menn, eftir því hvort þeir voru sigidir og höfðu lagapróf frá kóngsins Kaup- mannahöfn. Þar með urðu sýslu- menn dómarar jafnframt því, sem þeir gegndu stjómsýslu. Þessari skipan vill Eiríkur nú breyta, eða m.ö.o. leggja sýslumanns- og bæj- arfógetaembættin niður í núverandi mynd. Eflaust gengur Eiríki Tómassyni gott eitt til, þegar hann fínnur hjá sér ríka hvöt til að berjast fyrir afnámi embætta sýslumanna og bæjarfógeta. En upphaf beinna dómsstarfa sýslumanna var samt mikil framför fyrir landslýð, þegar konungur gerði 1736 að skilyrði, að dómarar hefðu lögfræðipróf frá Hafnarháskóla. Þá tóku lærðir dómarar við af kviðdómum. Hin nýja skipan var í anda upplýsing- arstefnunnar. Margir fylgismenn FERMINGARBORN á Isafirði söfnuðu fé í landssöfnun Heila- vemdar 4. mars. Guðfinnur Þórð- arson, formaður Heilanefndar, var á ísafirði fyrir skömmu og veitti þá söfnunarfénu viðtöku en alls söfnuðu bömin 130 þúsund krónum. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur á Isafirði, hafði for- göngu um málið og lýsti hann ánægju sinni með hversu drengilega þeirrar stefnu börðust fyrir „mennt- uðu einveldi" þ.e. að einvaldurinn væri þjónn þegnanna. Og einn af forvígismönnum stefnunnar var Montesquieu, sem kenningin um þrískiptingu ríkisvaldsins er svo oft kennd við. Að hverjum kemur röðin næst? Einhvem veginn hefur það farið fyrir ofan garð og neðan hjá Eiríki Tómassyni, að stóran hluta . íslenzkrar menningararfleifðar má relqa til Dana og konunga þeirra, þ.á.m. einveldskonunga. Danakon- ungur þröngvaði á sínum tíma Lút- erstrú upp á kaþólska íslendinga á 16. öld og gerði kirkjuna að ríkis- kirkju (þjóðkirkju) og hluta af valdakerfí sínu. Þegar menn hengja merkimiða á stofnanir með þeim hætti, sem Eiríkur Tómasson gerir, og vilja þær fyrir þær sakir feigar, er hætt við, að þeir viti ekki, hvar stanza skal. Þó held ég, að ekki þurfi að óttast, að röðin komi næst að þjóðkirkjunni og Lúterstrúnni, þegar búið verður að leggja emb- ætti sýslumanna og bæjarfógeta í rúst. Eiríkur Tómasson er skynsam- ur hófsemdarmaður. Við búum ekki lengur við ólögbundna stjórnsýslu eins og var á 18. öld Á 18. öld þágu sýslumenn og bæjarfógetar framkvæmdarvald sitt með umboði frá kanseílíi og konungi, og urðu að fara eftir fyrir- mælum þeirra, þótt þau fyrirmæli hefðu enga skýra lagastoð. Nú á dögum eru handhafar framkvæmd- arvalds hins vegar í einu og öllu bundnir að lögum í störfum sínum. Ákvarðanir þeirra eru í eðli sínu allsendis sambærilegir við athafnir þeirra sem dómara, enda er löggjaf- anum í sjálfsvald sett, hvort tiltekin athöfn þessara embættismanna er með lögum lýst stjómsýslugeming- ur eða dómsathöfn. Þetta er sá kjami málsins, sem Eiríki Tómas- syni og félögum hans sést yfir, þegar þeir kalla fmmvarpsdrög sín „fmmvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði“. þessi 40 fermingarböm bmgðu við til hjálpar skjólstæðingum Heila- vemdar. Alls söfnuðust yfír fímm milljónir á landinu og var það framar björt- ustu vonum félagsmanna. Guðfínnur Þórðarson færði bömunum þakkir og gat þess að helsta von margra skjólstæðinga Heilavemdar um líf og heilsu væm rannsóknir þær sem ætlunin væri að kosta með söfnunar- fénu. Úlfar í hveiju felst gagnrýni mín Eiríkur Tómasson kveður mig hafa vegið að sér og umbjóðanda hans, Jóni Kristinssyni á Akureyri. Ég gagnrýndi Jón ekki, heldur fór um hann lofsamlegum orðum, enda er hann greinilega um margt merki- legur maður. Tek ég mér hér það bessaleyfí að þakka honum framtak hans að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur. Rétt er hins vegar, að ég gagnrýndi Eirík, þótt mér detti ekki í hug, að honum gangi annað en gott eitt til. Gagnrýni mín lýtur eingöngu að afleiðingum þess fmmkvæðis, sem hann hefur tekið sér. Hann álítur sig vera að þjóna mikilvægu „principi" í stjóm- skipan landsins. Én afleiðingar af brambolti hans em líklegar til að kosta almannasjóði mikið fé og til að svipta heila landshluta þjónustu, sem þeim er lífsnauðsynleg. Bramboltsreikningur Kostnaðarreikningur þess bram- bolts, sem nú á sér stað í því skyni að kljúfa dómsstörf frá embættum sýslumanna og bæjarfógeta og flytja til á nokkra stóra staði á landinu, gæti litið svo út. 1. Orðstír íslands á alþjjóðavett- vangi bíður hnekki, þegar mál er sótt á hendur íslenzka ríkinu á þeirri forsendu, að mannréttindi séu brotin hér á landi. 2. íslenzka ríkið verður að kosta miklu fé í málsvöm úti í Strassborg. 3. Ríkissjóður þarf að greiða störf níu manna sérfræðinganefnd- ar, sem dómsmálaráðherra hefur skipað til að fjalla um tillögugerð í málinu. Sæti í þessari „hlutlausu“ nefnd hefur Eiríkur Tómasson einn- ig tekið sjálfur. 4. Ef fmmvarp nefndarínnar um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði verður að lögum, þarf að reisa stór dómhús á sjö stöð- um á landinu. Það er fjárfesting upp á hundmð milljóna króna, ef ekki meira. Halda þarf við húsum, sem nýlega hafa verið reist yfir sýslumanns- og bæjarfógetaemb- ætti víða um land, en munu standa ónotuð eða lítt notuð. Þar að auki þarf að greiða laun úr ríkissjóði fjöjda lögfræðinga, sem ráða verður til starfa við hið nýja kerfi. Ekki verður heldur séð, hvar á að taka þá lögfræðinga, því að framboð og eftirspurn eftir þeim er þegar úr skorðum gengið. 5. Fámennari kaupstaðir og sýslur hringinn í kringum landið munu missa lífsnauðsynlega þjón- ustu til stærri staða. Þannig munu t.d. Húsavík, Suður- og Norður- Þingeyjarsýslur missa talsverðan meirihluta þeirra starfa og þjón- ustu, sem nú fer fram á sýsluskrif- stofunni á Húsavík. Þar er þó ein- mitt ríkið nú í fyrsta sinn að reisa hús yfír starfsemina. Vafalítið mun þá t.d. fyrsta lögfræðiskrifstofan, sem þar var stofnsett fyrir nokkmm ámm, einnig verða lögð niður og lögmaðurinn flytjast til Akureyrar eða jafnvel Reykjavíkur. Lögfræði Eiríkur vitnar í það, sem hann kallar j,nýstárlegar kenningar" mínar: „I grein sinni segir Sigurð- ur: „Þótt Alþingi fari að megin- stefnu með löggjafarvald, er mikill urmull lagaákvæða settur með reglugerðum framkvæmdarvalds, þ.e. reglugerðum ráðuneyta." Hér virðist sem bæjarfógetinn geri ekki neinn greinarmun á lögum, sem Alþingi setur með eftirfarandi stað- festingu forseta, og fyrirmælum stjómvalda. Þetta er þó gmndvall- aratriði í lögfræði, atriði sem hver laganemi lærir strax á fyrsta náms- ári í lagadeild." Hér benti ég aðeins á, að reglu- gerðir framkvæmdarvalds, t.d. ráðuneyta, hafa fullt lagagildi til jafns við lög sett af Alþingi. Ætlar Eiríkur virkilega að neita því, að reglugerðir ráðuneyta séu einn þáttur landslaga og það ekki lítil- Sigurður Gizurarson „Enginn lýðræðislegur .vilji er á bak við þær hugmyndir, sem Eirík- ur Tómasson hampar. Ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika, þá yrði það með afar sér- kennilegum hætti: Fyrst málssókn á hend- ur íslenzka ríkinu fyrir dómstóli úti í Frakk- landi og síðan iagaboð til að framfylgja hinum erlenda dómi. Breyt- ingarnar kæmu sem þvingunarboð að utan og ofan.“ vægur? Reglugerð nr. 299/1976 um fískveiðilandhelgi íslands var t.d. sett með stoð í lögum nr. 44/1948 um vísindalega verndun lands- gmnnsins. Hún ákvað, að íslenzka landhelgi skyldi vera 200 sjómílur frá gmnnlinum en ekki 50 sjómíl- ur, svo sem áður hafði verið. ís- lenzku varðskipin framfylgja þeirri skipan, sem kveðið var á um með nýmælum þessarar reglugerðar. Og það getur varðað erlend fiskiskip viðurlögum upp á tugi milljóna króna að btjóta gegn þessari reglu- gerð. Ætlar Eiríkur virkilega að neita því, að reglugerð þessi sé íslenzk landslög með fullu lagagildi? Þá bendir Eiríkur og á, að ég hafi vitnað til 59. gr. stjórnarskrár- innar, þar sem segir að skipun dómsvaldsins verði ekki ákveðin nema með lögum. Og sé réttilega gerður skýr greinarmunur „á lögum annars vegar og reglugerðum hins vegar“. Við Eiríkur vitum það full- vel báðir, að þegar í nefndri grein stjómarskrárinnar er talað um „lög“, er átt við lög sett af Al- þingi. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að reglugerðir settar af ráðuneytum hafa og fullt lagagildi, svo fremi þær hafa stoð í lögum settum af Álþingi. Ennfremur segir Eiríkur í grein sinni: „Annað dæmi um nýstárlega kenningu Sigurðar er, að hann telur nánast engan greinarmun vera á dómsvaldi og stjómsýsluvaldi. Fyrst bæjarfógetinn er þeirrar skoðunar fæ ég ekki skilið hvers vegna hon- um er í mun að bæjarfógetar og sýslumenn skuli fara áfram með dómsstörf, úr því að enginn munur er á þessu tvennu." Með rökvísi Eiríks mætti spyrja hann að því hvort honum væri ekki alveg sama þótt laun hans sem hæstaréttarlögmanns yrðu lækkuð um helming, af því að báðir helm- ingamir væm eins! Með því að benda á, að enginn eðlismunur er á úrskurðum fram- kvæmdarvaldshafa og dómstóla Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Fermingarbörn afhentu Heilavernd 130 þúsund krónur í safnaðar- heimilinu á ísafirði. Frá vinstri: Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson sókn- arprestur, Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, Njáll Gíslason, Agnar Guðmundsson, Fanney Pálsdóttir og Sigurlaug Bjarnadóttir, en þau voru fulltrúar fermingarbarnanna, og Guðfinnur Þórðarson formað- ur Heilavemdar. ísafjörður: Fermingarbörn söfn- uðu fvrir Heilavernd Isafirði. ^ vildi ég hins vegar leiða Eiríki og félögum hans fyrir sjónir, að ekki er unnt að greina þar á milli á grundvelli eðlismunar þessa tvenns. Nú á dögum grundvallast vald stjómarvalda á framkvæmdar- valdsgeira jafnt með vald dómstóla á skýmm lagaheimildum, og stjórn- sýslan er lögbundin með sama hætti og athafnir dómstólanna. Úrskurðir sjávanítvegsráðuneytis um kvóta- brot eða úrskurður Ríkisskatta- nefndar um skatta em sambærileg- ir við dóma dómstóla, hvað gagna- söfnun, forsendur og lögskýringu snertir. Enginn lýðræðislegur vilji er að baki tillögum um afnám embætta sýslumanna — og bæjarfógeta Embætti sýslumanna og bæjar fógeta hafa gegnt geysimikilvægu og gagnlegu þjónustuhlutverki fyrir íslenzka landsbyggð og dreifbýli. Af þeirri ástæðu fyrst og fremst leggst ég gegn því, að rasað verði um ráð fram og' byggðingar sviptar þessum lífankerum sínum. Enginn lýðræðislegur vilji er á bak við þær hugmyndir, sem Eirík- ur Tómasson hampar. Ef þessar hugmyndir yrðu að vemleika, þá yrði það með afar sérkennilegum hætti: Fyrst málsókn á hendur íslenzka ríkinu fyrir dómstóli úti í Frakklandi og síðan lagaboð til að framfylgja hinum erlenda dómi. Breytingarnar kæmu sem þvingun- arboð að utan og ofan. Kjarni þessa máls er, að við Is- lendingar emm fámenn þjóð í stóm landi. Vil viljum ekki, að allir lands- menn flytjist á suðvesturhorn lands- ins, og að þau efnahagslegu og menningarlegu verðmæti, sem tengjast byggð á öllum landshorn- um fari í súginn. Til þess að hið opinbera geti staðið undir þjónustu- stofnunum úti í hinum fámennu byggðarlögum, má ekki kljúfa þær stofnanir, sem nú hafa þessa þjón- ustu á hendi, niður í smærri eining- ar, því að þá verður þjónustan of dýr til að henni verði haldið uppi á litlum stöðum. Viðjar þversagna Þær fyrirhuguðu breytingar, sem miða að því að koma til móts við hugsjónir Eiríks Tómassonar, stefna að því að kljúfa embætti sýslumanna og bæjarfógeta í tvennt. En jafnframt er ætlunin að flytja þjónustuna — þjónustu dóm- stólanna — á nokkra stærri staði. Til uppihalds meintri meginreglu er fórnað hagsmunum byggðarlag- anna og fólksins, sem í þeim býr. í stjórnarskrá okkar er kenningin um þrískiptingu ríkisvaldsins ekki útfærð bókstaflega, heldur gert ráð fyrir, að hinar þtjár greinar ríkis- valdsins fléttist saman. Þannig er gert ráð fyrir, að framkvæmdar- valdið verði beygja sig fyrir lögum settum af löggjafarvaldinu, og að ríkisstjórnir skulu samkvæmt þing- ræðisreglunni ekki sitja í óþökk Alþingis. Dómstólar skulu dæma um, hvort stjómarvöld framkvæmd- arvalds hafa farið að lögum, og einnig er — þótt ekki sé tekið fram í stjórnarskránni, litið svo á, að dómstólar geti dæmt um, hvort lög- gjafarvaldið hafí virt boð stjórnar- skrárinnar við lagasetningu. Þá má og benda á, að ráðherrar eiga sæti á Alþingi, þótt þeir séu fram- kvæmdarvaldshafar. Með fyrirhuguðu frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði er gert ráð fyrir, að meirihluti dómarastéttarinnar í landinu verði sviptur störfum sínum. Þar að auki er gert ráð fyr- ir því frumvarpinu, að dómsmála- ráðherra fái mikið vald til að ákveða skipan dómstóla með reglugerðum, en ákvæði 59. gr. stjórnarskrárinn- ar kveður svo á, að Alþingi skuli setja lög um dómstólana. Frum- varpsdrögin um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði eru orðin að ögrun við sjálfstæði dóm- stólanna. Vitaskuld er það ekki í anda kenningarinnar um þrískipt- ingu ríkisvaldsins, að afrakstur af starfi níu manna nefndarinnar verði frumvarp um yfirráð framkvæmd- arvalds yfir dómsvaldi. Höfundur er bæjarfógeti & Akra- nesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.