Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 59 Nokkrir aðilar skyndihjálparráðs. Standandi frá vinstri: Gestur Þorgeirsson, hjartasérfræðingur, Þórar- inn Ólafsson, svæfingalæknir, Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennaraskólans á Laugarvatni og Kristinn Guðmundsson, heila- og taugaskurðlæknir. Sitjandi frá vinstri: Örn Egilsson frá Félagi leið- beinenda i skyndihjálp, Ásgerður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur RKÍ, Nína Hjaltadóttir, Landssam- bandi hjálparsveita skáta og Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri RKÍ. Rauði kross íslands: Nýtt námsefni í skyndihjálp RAUÐI kross íslands hefur gefið út nýtt námsefni i skyndihjálp. Efnið skiptist í kennslubók og vinnubók fyrir nemendur. Einnig fylgir efninu handbók fyrir leið- beinendur í skyndihjálp. Bæk- urnar verða seldar á skyndihjálp- arnámskeiðum. Námskeið í skyndihjálp verða auglýst með reglulegu millibili í dagblöðun- um. í kennslubókinni er skýrt frá al- gengustu tegundum slysa og hvaða hjálp leikmaður getur veitt á slys- stað þar til læknir og sjúkraflutn- ingafólk kemur á staðinn. Auk þess er fjallað um endurlífgun, þ.e. hjartahnoð og blástursmeðferð sem ekki hefur verið í skyndihjálpar- námsefni til þessa. Bókin var prent- uð í Noregi en setning hennar gerð hjá Prentsmiðjunni Eddu. í henni er fjöldi skýringarmynda í lit. í vinnubókinni eru verkefni sem nemendur eiga að leysa heima eftir að farið hefur verið í efnið á nám- skeiðinu. Vinnubókin var prentuð hjá Prentsmiðjunni Eddu. Hólm- fríður Gísladóttir deildarstjóri fé- lagsmáladeildar RKÍ þýddi náms- efnið. Handbókin fyrir leiðbeinendur inniheldur 28 litprentaðar glærur og einnig kennsluleiðbeiningar fyrir hvem kafla fyrir sig í kennslubók- inni. Ásgerður Þórisdóttir hjúkr- unarfræðingur RKÍ hefur haft um- sjón með útgáfu og yfirlestri efnis- ins í samvinnu við skyndihjálparráð Rauða kross íslands. í skyndihjálp- arráði eru 4 sérfræðingar skipaðir af landlækni, 2 aðilar RKÍ, 1 frá Slysavamafélagi íslands, 1 frá Landssambandi hjálparsveita skáta, 1 frá Landssambandi flugbjörgun- arsveita, 1 frá menntamálaráðu- neytinu og 1 frá Félagi leiðbeinenda í skyndihjálp. Hlutverk ráðsins er að vera ráðgefandi um útgáfu á kennsluefni og bæklingum sem skyndihjálp varðar. Með tilkomu nýja námsefnisins lengist skyndihjálpamámskeiðið úr 12 stundum í 20 stundir og fá nem- endur skírteini að því loknu. Nám- skeiðin eru opin fyrir alla sem hafa náð 14 ára aldri. Til þess að leið- beinendur geti kennt nýja námsefn- ið er ætlast til að þeir mæti á kynn- ingarfund. Kynningarfundir verða haldnir 16. og 22. mars kl. 20.00 í sal Hótels Lindar Rauðarárstíg 18. Reykjavík. Kynningarfundir verða einnig haldnir úti á landi með vorinu og verða þeir auglýstir síðar. DAGVIST BARNA Ægisborg sérstuðningur Sérmenntaður starfsmaður óskast til stuðn- ings barni á Ægisborg. Um er að ræða heila eða hálfa stöðu. Upplýsingar veitir sálfræðingur á skrifstofu Dagvist barna í síma 27277. Lagerbúsnæði Hagkaup hf. óskareftirað leigja lagerhúsnæði á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Stærðfrá 1800-3200 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lager- 4576" fyrir föstudaginn 1 1. mars nk. HAGKAUP Skeifunni 15.— KÖRFULYFTUR Á VAGNI Vegna niðurfellingar á tollum oa vörugjáldi getum við nú boðið körfulyftur á góðu verði Armlyfta 12m vinnuhæð kr. 862800,- (O o Armlyfta 13m vinnuhæð kr. 1.032.100,- n m Skotbóma 15m vinnuhæö kr. 1.185.000,- O) 3 Armlyfta/skotbóma 16m vinnuhæð kr. 1.380.000,- Skotbóma 20m vinnuhæð kr. 1.623.800.- M/v gengi Þ 28/1 '88. Fáanlegar með keyrslumótor eða til ásetningar á bílpall. Einnig er hægt að tá vökvaknúna útdragara. Ath. Afgreiðslufrestur allt að 8 vikur. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Fallar hf. Vesturvör 7. 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.