Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 9 HUGVEKJA Boðunardagur Maríu Bæn móðurinnar eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON | 5. sd. íföstu Fyrir nokkrum árum kom ég á heimili vegna láts eldri manns, sem ég hafði verið beðinn um að jarða. Mér var boðið til stofu og þangað komu fímm böm á aldrinum frá sex til sautján ára, móðir þeirra og faðir og amma, sem hafði orð fyrir þeirn um lýs- ingu á manni sínum. Ég fann að stundin var öllum í stofunni helgistund. Gamla konan talaði hægt með hljómþýðri röddu um ævi hans og þeirra tveggja sem hafði liðið svo fljótt hjá. Erfíð- leikamir hefðu verið sigraðir, reyndar bætt þau og þrozkað. Sonarmissir hefði tekið mjög á þau, en síðar hefðu þau fundið í bænheyrslu að honum leið vel í húsi Drottins og hann varð bamið þeirra sem þau höfðu aldrei áhyggjur af. Allt var í orðum hennar til þakkar og trú- ar. Hún lauk máli sínu og það varð þögn, en það var eins og þögnin talaði og ég gat ekki með nokkru móti sagt neitt. Dóttir hennar, húsmóðirin á heimilinu, laut höfði og ég sá hvemig allt heimilisfólkið laut höfði og spennti greipar og bæn- in hljómaði: Faðir vor... Eftir að hafa drukkið kaffí spurði ég gömlu konuna hvað það hefði verið í lífí hennar, sem hefði gefíð henni þessa sterku trú. Hún svaraði ekki strax en sagði síðan. Ég held að það hafí verið upphafíð, hvemig mamma kenndi mér að spenna greipar og biðja. Þegar ég bið bænimar mínar, sé ég alltaf fyrir mér hendumar hennar, hendumar sem fylgdu mér, tóku á móti mér, leiddu mig og umvöfðu. Núna á efri árum gefur bænin mér enn meira en áður, því með bæninni fá vökustundimar mínar tilgang. Og gleði mín er svo mikil hér á heimilinu þegar ég fínn að dóttir mín kennir bömunum sínum bænimar, eins og ég henni og móðir mín kenndi mér. í dag, á síðasta sunnudegi föstunnar, hefur kirkjan valið til umfjöllunar köllun Maríu til móður Jesú Krists. Dagurinn er nefndur boðunardagur Maríu. Hvemig tengist hamingjudagur fæðingar föstunni og þjáning- unni? Hvemig skiljum við orð engilsins til Maríu: „Heill vert þú sem nýtur náðar Guðs. Drott- inn sé með þér“? Mér fínnst ég skilja það í dag í ljósi orða gömlu konunnar, í Ijósi reynslu hennar og margra annarra. Kemur ekki þjáning bams mest á móður. Móðurkær- leikurinn blæðir og víst er að móðirin sofnar ekki í bæn sinni og von. Við getum hugsað til móðurinnar, sem elskar ekkert eins mikið eins og dóttur sína eða son, sem hefur leiðst út í ógæfu, ef til vill tengt víni eða eiturlyfjum. Öll þjáning, óhöpp eða afbrot koma niður á móður- ina sem grætur yfír baminu sínu og biður fyrir því. Sárasta og dýpsta þjáningin er borin upp af henni. í dag, á boðunardegi Maríu, er hugsun okkar beint til móður- innar, hennar sem fékk boð eng- ilsins um að hún nyti náðar Guðs. Hún tók á móti þessari köllun með mikilli gleði og sagði: „Önd mín miklar Drottinn og andi minn hefur glaðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefur litð á lítilmótleik ambáttar sinnar." Hvað beið Maríu, sem móður Jesú? Fyrst efí mannsins hennar um bamið sem átti að fæðast, síðan morðhótun konungsins gagnvart baminu, flóttinn til Egyptalands og síðan þetta sem móðir mætir svo oft gagnvart baminu sem hún væntir svo mikils af: Efí, vonbrigði og sárs- auki. Öll þjáningin sem mætti honum kom til hennar, þegar fólkið í þorpinu hennar afneitaði honum og á ferð hans með læri- sveinunum um landið hefur spumingin áreiðanlega komið aftur og aftur til hennar: Var það sannleikur, sem engillinn hafði boðað. Var það að njóta náðar Guðs, að fylgja honum alla leið að Golgata og vera í hans þjáningu, standa við kross- inn, sjá hann hæddan með þymi- kórónu og negldan, heyra orðin hans og bænina hans og síðast bænarorð sem hún sem móðir hafði vafalaust kennt honum: / „Faðir í þínar hendur fel ég minn anda.“ Bænarorðin hennar með hon- um og fyrir honum urðu síðustu bænarorðin hans, þjáningin hans var þjáningin hennar, lífíð hans var lífíð hennar. Þannig er bæn móðurinnar. Hún lifir hjá baminu sem beðið er fyrir og verður bænarorð bamsins á örlagastundu. Bæn móðurinnar er meira. Hún er kærleikur hennar, vökustundin, sem gefur hverri stund tilgang og markmið. Bæn móðurinnar er enn meira. Hún er lykill að Drottins náð, að bænheyrslu hans og blessun. Bæn, sem er vökvuð támm móðurkærleika er sem sáðkom sem er vökvað til uppskeru. Hugsunin og kærleikurinn að baki bænarinnar kemur fram. Höfum við ekki öll orðið ein- hvem tíma vör við þessa tilfinn- ingu, þegar bömin tala, þegar helgi stundarinnar er svo mikil að við fínnum það með allri okk- ar skynjun? LIFANDIPENINGAMARKADUR IKRINGLUNNI fjármál m?V£rAmmmarP*® rÓLK , ÞJÓNUjJ^li FJÖL5KYLDUNNAR fiiEG ÞiKKING Hjá Fjárfestingarfélaginu íKringlunni erlifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. Brynhildur Sverrisdóttir Margrét Hinriksdóttir Stefán Jóhannsson FJARFESTINGARFÉIAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 - og laugardaga kl. 10 - 18 14 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 18. mars 1988: Kjarabréf 2,718 - Tekjubréf 1,387 - Markbréf 1,410 - Fjölþjóðabréf 1,268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.