Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 49 Helgihald í Laugar- neskirkju FJÖLBREYTT helgihald verður sunnudaginn 20. mars í Laugar- neskirkju. Kl. 11 verður messa með altarisgöngu. Einnig verður barnastarf um leið eins og verið hefur í vetur. Eftir messuna bjóða félagar úr Æskulýðsfélagi Lauganieskirkju upp á heitar vöfflur. Vijja unglingamir með þessu efla samfélagið í kirkjunni og gera það ánægjulegra. Þennan sama dag verður helgi- stund á föstu kl. 17.00. Þá mun Kirkjukórinn syngja undir stjóm Ann Toril Lindstad, en hún mun einnig leika einleik á orgelið. Þá verður lesið úr píslarsögunni og höfð bænastund. (Fréttatilkynning.) Þjóðarflokkurinn: Kjaradeilur verði leystar með tilfærslu fjármuna ÞJÓÐARFLOKKURINN hefur sent frá sér ályktun þar sem seg- ir að lausn kjaradeilna felist í tilfærslu fjármuna innan þjóð- félagsins. Það sé staðreynd að miklar krónutöluhækkanir séu bein ávísun á verðbólgu, þar sem ekkert bendi til að tekjur út- flutningsgreina muni aukast. Þvi telur flokkurinn að kjarabætur lágalunafólks verði fyrst og fremst að felast i verulegri lækk- un á daglegum tilkostnaði heimil- anna. Flokkurinn leggur til að þessu markmiði verði náð með lækkun lánskjaravísitölu, sem hafi hækkað of mikið undanfarin ár, og með því að binda lánskjör við gjaldeyrisvog Seðlabanka. Þetta muni bæði lækka fjármagnskostnað atvinnuveganna og virka sem veruleg kjarabót fyrir mikinn hluta launafólks þar sem fjármagnskostnaður skulda þess yrði reiknaður af réttri upphæð höfuðstóls. Loks segir í ályktuninni að því §ármagni sem sóað sé í verslunar- og þjónustuhallir væri betur varið til uppbyggingar og þróunar at- vinnuveganna. Fjáraustur í óarð- bærar framkvæmdir á vegum versl- unar og þjónustugreina bitni á öll- um landsmönnum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Gjöf Margrétar Jónsdóttur Myndlist Bragi Ásgeirsson Um síðustu helgi var í fáeina daga opið hús í Listasafni ASÍ í sambandi við listaverkagjöf Margrétar Jónsdóttur til safns- ins, en hún er nú nýlátin. Margrét var sem kunnugt er eiginkona Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, og voru þau hjón um árabil fastagestir á opnanir flestra meiri háttar myndlistar- sýninga í höfuðborginni og settu svip sinn á þær. Þau voru og persónulegir vinir og kunningjar margra myndlist- armanna og mun Margrét fljót- lega hafa farið að festa sér myndlistarverk, eftir að þau hófu búskap. Smátt og smátt varð þetta að hinni myndarlegustu eign, enda hafði Margrét gott auga fyrir myndlist, svo sem ljós- lega kom fram á sýningunni, þar sem voru 40 verk, aðallega olíudúkar. Það er og merkilegt, að Mar- gréti skyldi takast að koma upp jafn góðu safni ákveðins tímabils í framsækinni íslenzkri myndlist, þegar þess er gætt, að fjárráð þeirra hjóna munu hafa verið af skomum skammti og lítill af- gangur til listaverkakaupa. En vafalítið munu listamennimir margir hveijir með ánægju hafa komið til móts við Margréti, enda talið sér heiður að eiga myndir í húsi stílsnillingsins, sem átti aðdáun þeirra óskipta. Allt um það þá er áhuginn að baki lofsverður og gjöfin dijúg búbót við myndaeign safnsins, sem bætir sjálft litlu við eign sína, en nýtur sem fyrr gjafmildi einstaklinga, safnara sem lista- Margrét Jónsdóttir manna. En það er í hæsta máta undarlegt að láta jafn ágæta sýningu höfðinglegrar gjafar og milljónavirði standa aðeins íjóra daga, þegar þess er gætt að önnur sýning og sýnu risminni stóð þar yfír í mánuð eða svo við nánast enga aðsókn. Það er áberandi að það vom öðm fremur ljóðræn hálfóhlut- læg myndverk, sem höfðuðu helzt til Margrétar, ásamt mynd- um hugræns andrúmslofts og þá gjaman af húsum og frá sjávars- íðunni — vettvanginum eins og hann var, áður en stríðsgróðinn flæddi yfír landið og skolaði svo mörgu í burt tengdu hinum svo- nefndu kreppuárum — en sem var í senn fagurt og myndrænt, enda stórhugur í mannfólkinu. Auðvitað safnaði Margrét ekki skipulega myndum sínum, heldur eftir hjartanu og auraráðum hveiju sinni, og þó er árangurinn býsna heillegur og viðbótin á eftir að verða mikilvægur hlekk- ur í uppbyggingu listasafnsins. Frjáls á fjórum hjóíum ogí„eigin“húsi! Að velja sér ferðamátann Flug og bíl er sjálfsagt mál fyrir hvem þann sem vill fá sem mest út úr ferðalaginu. Þessi möguleiki verður enn álitlegri ef þú velur sumarhús að auki, fyrir þig og fjölskyiduna (eða ferðafélagana)! Auktu nýrri vídd í Mið-Evrópuferðina með því að ráða ferðinni sjálfur og búa í „eigin“ húsi! Verðdæmi: LUXEMBORG: Flug + bíll í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki. WALCHSEE: Flug + íbúð í Hgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst. BQl í B-flokki í 2 vikur kr. 22.160. BIERSDORF: Flug + íbúð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.* Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 17.940. SALZBURG: Flug + bíll í 2 vikur frá kr. 22.780 á mann.* Bíll í B-flokki. * Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fuilorðna og 2 böm, 2ja —11 ára. FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- Allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um allt land og ferðaskrifstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.