Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 59 ir Pjöllunum, Fljótshlíð og Landeyj- um. Hafnaraðstaða var þar allt önnur og betri heldur en hafnlaus strönd sveitanna. Hinir aðfluttu Eyjabúar höfðu mest eigin dugnað á að treysta, því að skotsilfur var lítið hjá flestum þeirra. Upp í hug- ann kemur erindi úr aldamótaljóði Einars Benediktssonar: Sá veglegi aftur hvers íslendings þarf að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins við þrautimar stríðu og lífslgorin blíð. Lát fyllast hljóm þeirra fomu strengja, lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja við kjamann, sem stóðst, svo að kyn vort ei hvarf ’ sem kom eitt í haft sandsins. Fegurra mál á ei veröldin víð, né varðveitt betur á raunanna tíð; og þrátt fyrir tízkur og lenzkur og lýzkur það lifa skal ómengað fyrr og síð. Án þess týnast einkenni og þjóðemi mannsins, án þess glatast metnaður landsins. Um langt árabil var á heimili Tóm- asar vertíðarfólk, sem naut þar bezta atlætis, og sumir voru jafnvel „innlimaðir" í fjölskylduhópinn. Þá taldi Tómas að hann hefði verið einstaklega heppinn með for- menn á bátum sínum, þeir hefðu haft hin ágætustu tök á starfí sínu, verið útsjónarsamir með afbrigðum, þannig að bæði aflamagn og nýtni var með því bezta sem þekktist. Gott vinfengi var með Tómasi og fóstra mínum, Th. Thomsen vélsmiðameistara, sem fannst mikið til um dugnað Tómasar og árvekni. Átti fóstri minn margar góðar minningar um Tómas Guðjónsson. Þrír synir Tómasar af fyrra hjónabandi urðu allir vinir mínir og þá sérstaklega jafnaldri minn, Hannes stýrimaður, sem er heitinn eftir afa sínum. Hannesi lóðs, sem var frægur maður í Eyjum á sínum tíma. í lok þessarar greinar um heið- ursmanninn Tómas M. Guðjónsson skulu tilfærð ummæli vinar hans, Jóhanns Þ. Jósefssonar, þingmanns Eyjamanna um langan aldur og sjávarútvegsráðherra um skeið. Ummælin birtust í minningarorð- um, sem rituð voru í þetta blað 15. júlí 1958, en Tómas hafði orðið bráðkvaddur mánuði fyrr. Eru því senn liðin rétt 30 ár frá andláti hans. Þar segir m.a.: „Við Tómas höfðum frá æsku- árum náin kynni hvor af öðrum og alla tíð til dauðadags hans. Við sættum svipuðum örlögum í æsku vegna ástvinamissis og urðum báð- ir hvor í sínu lagi mjög ungir að leggja fram alla krafta okkar í þágu heimila okkar til stuðnings mæðr- um okkar, þegar hafíð hafði hrifíð til sín feðuma. í þessu sem öðru var Tómas einskis manns eftirbát- ur. Hann gerðist sjómaður á unga aldri og varð „háseti snemma harð- ur og snar/við hryðjur vos og svakk" eins og segir í kvæðinu um Þorgeir í Vík. En Tómas lét ekki lengi við það sitja að vera háseti, hann varð brátt formaður í vélbát og eigandi að sínum parti. Útgerð rak hann síðan ásamt öðmm störf- um alla ævi og alltaf af góðri fyrir- hyggju og mesta myndarskap. Annars vann hann verzlunarstörf og að skipaafgreiðslu, sem hann hafði með höndum til æviloka, fyrst í annarra þjónustu, meðan hann var starfsmaður hjá Gísla J. Johnsen konsúl, en síðan fyrir eigin reikning og tókst jafnan vel, þótt oft væri við ramman reip að draga meðan vöm- og póstskip varð að afgreiða fyrir opnu hafí, oft í vondum veðr- um. Kom honum þá mjög að haldi hin meðfædda kunnátta til sjós og reynsla hans sem bátsformanns. Tómas Guðjónsson var maður félagslyndur og ötull við hvert það starf, sem hann tók sér fyrir hend- ur, hvort heldur einn eða í félagi með öðmm. Hann var traustur fylg- ismaður allra helztu framfaramála, sem Vestmanneyingar komu á fót eftir aldamótin, til þess að treysta atvinnulífíð, og starfaði að þessum hugðarefnum sínum til æviloka. Þegar Björgunarfélag Vestmanney- inga var stofnað var hann frá upp- hafí ein af sterkum stoðum þess félagsskapar. í stjóm Lifrarsam- lagsins var hann áratugum saman og reyndist þar tillögugóður og for- sjáll, eins og vænta mátti. Af Olíusamlagi Eyjamanna hafði hann frá byijun og alla tíð, meðan kraft- ar leyfðu, hin farsællegustu af- skipti. Munu hér þó ekki talin öll þau trúnaðarstörf er Tómasi vom Jóhann Þ. Jósefsson, alþingis- maður og ráðherra. falin, því að þau vom mörg, en góður málstaður átti sér vísan stuðning hvarvetna þar sem hann var. i félagsskap Oddfellowa í Eyj- um var hann áhugasamur meðlimur allt frá því að félagið var stofnað og til dauðadags. í ágætri minningargrein um Tómas, er birtist í Vestmannaeyja- blaðinu Fylki 27. júní, segir ritstjór- inn m.a.: „Ef leitast væri við að fínna Tómasi M. Guðjónssyni stað í sögu Vestmannaeyja mundi hann hiklaust verða settur á bekk með þeim mönnum, sem stundum em nefndjr aldamótamenn, þ.e. þeir sem vom ungir og fullir starfsorku og starfsþrár í dögun íslenzks sjálf- stæðis. Það vom einmitt þeir ungu menn, sem sýndu, svo að ekki varð um villzt, að íslendingar gátu vel staðið á eigin fótum og höfðu hug og dug til að afla sér þeirra tækja, sem þurfti til að sækja björgunina, leggja gmnninn að þeirri framtíðar- höll, sem allir þráðu að risi sem fyrst af gmnni, fijálst land, sjálf- stæð þjóð. Þeim fækkar nú óðum, sem þátt tóku í því gmndvallar- starfí. En starf þeirra verður til eftirbreytni ungum framfarasinn- uðum mönnum á öllum tímum, það verður niðjunum hvöt til að feta dyggilega í fótsporin. Tómas M. Guðjónsson skilaði miklu dagsverki. Nú þegar því er lokið ber að þakka öll störf Tómasar, unnin af trú- mennsku og ríkri réttlætiskennd. Við eigum á bak að sjá hjartaprúð- um dreng, góðri og göfugri sál, sem ávallt var reiðubúin til að rétta hönd, þar sem þörf var á hveijum tíma.“ Frá árinu 1952 var Tómas skip- aður konsúll Danmerkur í Vest- mannaeyjum og var hann í því starfí sem öðm samvizkusamur og mjög vel látinn og naut góðs álits danska sendiráðsins hér. Tómas var tvíkvæntur. Var fyrr?- kona hans Hjörtrós, dóttir Hannes- ar hafnsögumanns Jónssonar á Miðhúsum og Margrétar Brynjólfs- dóttur frá Norðurgarði í Eyjum, en Hjörtrós lézt árið 1926. Síðari kona Tómasar, Sigríður Magnúsdóttir frá Brekkum í Oddasókn á Rangárvöll- um, lifír mann sinn. Tómas var jarðsunginn í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 21. júní og var svo mikið fyölmenni þar sam- an komið, að kirkjan tók langt frá því allan þann mannfjölda. Sýnir þetta hinar miklu almennu vinsæld- ir hins látna og hluttekningu Eyja- manna við fráfall þessa þraut- reynda fomstumanns þeirra á ýms- um sviðum." Þannig skrifar Jóhann Þ. Jósefs- son, vinur og samstarfsmaður Tóm- asar M. Guðjónssonar, um athafna- manninn, sem hann þekkti frá fyrstu tíð og kunni að meta. Báðir þessir látnu ágætismenn reistu sterkar stoðir undir velferð Vest- manneyinga og sjálfstæði þjóðar- innar í heild. Höfundur er tseknifræðingur. KOSTA AQKYNNAST SKÍDA- BAKTERIUNNI I SUMAR Námsfteið í Skíðaskðlanum erfiolloggóðgjöf. Verð (allt innlfalið)■■ frá fri: 14.300 til kr. 17.900 Innritun er hafin og bœklingar með öllum upplýsingum liggja frammi á Ferðaskrifstofunni Úrval. UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: FHmSKRIFSTOfAN ÚRVAL VID AUSTURVOIL SÍMI 26900 OG UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT Frábært úrval litsjónvarpstækja í öllum stærðum Frábær greiðslukjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.