Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Stórhugnr Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikill kraftur og stór- hugur í myndverkasmiðnum Sig- urði Örlygssyni um þessar mundir. Ekki er ýkja langt síðan hann sýndi í Galleríi Svart á hvítu og vakti sú sýning mikla athygli fyrir kraftmikil og lifandi vinnubrögð. Þar áður hafði hann sýnt í vestri sal Kjarvalsstaða og fyllti hann með aðeins 12 eða 14 myndum og fór það ekki framhjá neinum, sem á annað borð fylgist vel með fram- vindu myndlistar hér á landi. Og nú er Sigurður aftur mættur til leiks og að þessu sinni með sjö (7) risastór myndverk, sem fylla fullkomlega vestri skal Kjarvals- staða. Ég minnist þess ekki að hafa í annan tíma séð slík vinnubrögð hjá íslenzkum myndlistarmanni né sýn- ingargleði, sem í þessu tilviki á fullan rétt á sér. Er líkast sem um eldgos sé að ræða, sem þarf að fá útrás — afhlaða sig til að safna nýjum kröftum. Maður verður að taka hattinn ofan fyrir Sigurði Örlygssyni, og sé hann ekki til, ber að festa sér einn, því að tim ieið og Sigurður fer þessum hamförum hefur hann staðið í erfiðum húsbyggingum og að auki er lítillar sem engrar hagn- aðarvonar að vænta af slíkum óhömdum og þó yfirveguðum vinnubrögðum hér á landi. Á Sigurð og raunar marga fleiri myndlistarmenn má það heimfæra, sem Jón Engilberts sagði eitt sinn og fleygt varð — að það væri hart að hafa fæðst á þessu útskeri, eða eitthvað á þá leið. Jón var þar í engu að hallmæla sínu kæra landi, heldur skilningsleysi og mótlæti. — Sigurður sameinar í voldugum mýndverkum sínum, skúlptúr, mál- verk og skabalónstækni og magnar upp á myndfletinum mikinn kraft með þessum samruna. Og eiginlega virka mjmdirnar meira sem vegg- skreytingar en stök myndverk, a.m.k. má slá því föstu að þær þurfa mikið rými til að njóta sín, sem og vissulega er fyrir hendi á Kjarvalsstöðum. Þá eru slíkar myndir ákaflega skemmtilegar við breytilega lýsingu og fela í sér mikla sjónræna möguleika. Ekki geri ég mér fyllilega grein fyrir hvemig slíkar myndir eldast, því að til þess þyrfti maður að hafa þær fyrir augunum um lengri tíma, en fyrstu áhrifín eru sannarlega yfírþyrmandi sterk. Sé ég efíns um eitthvað, þá er það hið vélræna skabalónsform og eiginlega sýnir það sig í sumum myndanna, að listamaðurinn þarf ekki endilega á þessum aukaáhrifum og hlutum að halda til að ná fram sterkum áhrif- um, því að á köflum eru myndimar mjög vel og kröftuglega málaðar. og gætu alveg staðið undir sér þannig. Nefni ég hér sem dæmi myndimar „Óboðnir gestir" (2), „Stefnumót í óbyggðunum" (3) og „Hugboð" (5). Þá er myndin „Golgata" (1) sér- kennilegt og sterkt verk með trúar- legum undirtóni og hæfði sem slík ágætlega í guðshús. — Þessi sýning ber þess ljóslega vitni, hvílíkur kraftur er í íslenzkri myndlist um þessar mundir, þrátt fyrir að trúlega sé engri listgrein gert jafn lágt undir höfði í vörpun- Húseignin Suðurlandsbraut 8 er til sölu auk byggingarréttar Hér er um að ræða 3ja hæða verslunar- og skrifstofubyggingu, auk lagerhúsnæðis og byggingarréttar, við eina fjölförnustu viðskiptaæð borgarinnar. Samtals er eignin um 3.600 fm auk 1.500 fm byggingarréttar. VERSLUIMARPLÁSS: Á götuhæð er 878 fm glæsilegt verslunarrými með góðum sýn- ingargluggum. Einnig eru um 656 fm á 2. hæð nýttir sem verslun, að mestu leyti, en skipt í skrifstofur að hluta til. SKRIFSTOFUR: Á 2. og 3. hæð eru 877 fm vandaðar skrifstofur, fundar- herbergi mötuneyti, fólkslyfta o.fl. BÍLASTÆÐI: Auk bílastæða við framhús eru um 34 bílastæði á baklóð og þar er gert ráð fyrir 44 LAGERRYMI: Á baklóð er samtengt vandað lagerhús 1.200 fm með inn- keyrslu og vörulyftum milli hæða. Lagerhúsið er tengt aðalbyggingu. BYGGINGARRÉTTUR: Byggingarróttur fylgir til að byggja þrjár hæðir til viðbótar, ofan á framhús, samtals um 1.500 fm (3 x 502 fm). bílastæðum til viðbótar. Elnkasala. Talknlngar, Ijósmyndlr og allar upplýsingar veittar á skrifstofunni EicnnmiÐLunih ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 sími27711 Sverrir Kristinsson sölustjóri — Þorleifur Guðmundsson sölumaöur — Unnsteinn Beck hrl. — Þórólfur Halldórsson lögfræöingur. Oplð kl. 1-4 Einbýlis- og raðhús Krosshamrar: Glæsil. 100 fm parh. m. 25 fm bílsk. Fullfrág. utan, tllb. u. tróv. innan. Getur skilast lengra kom- ið. Áhv. veðdeild 2 mlllj. til 40 ára. Keilufell: Fallegt 140 fm einbhús á tveimur hæðum. 4 svefnh., stór lóð. Skipti óskast á 3ja-4ra herb. ib. Grettisgata: Fallegt 80 fm timb- urh. á tveimur hæðum. Mikið endurn. Verð 3,8 millj. Álfhólsvegur: Fallegt 156 fm raöhús á tveimur hæðum ásamt bílsk. 4 svefnherb. 2 stofur. Fallegur suður- garður. Verö 7 millj. 5 glstiherb.: v/Ránarg. Öll m. snyrtiaðst. Húsnæðið mikiö endurn. Verð 5 millj. Gistiheimili: með 20 herb. Snyrtiaðstaða i öllum herb., matst. og eldh. Bilsk. Húseignin er 500 fm á þremur hæðum. Sérinng. á hverri hæð. 4ra-6 herb. íbúöir Austurberg: Falleg 110 fm endaíb. á 4. hæð. Bflsk. 3 rúmg. herb. Fallegt útsýni. Verð 4,7 millj. Frakkastfgur: 80 fm íb. á 1. hæö í timburh. 2 stofur, 2 svefnherb. Verð 3,3 millj. Rauðaiækur: Falleg 100fmjarð- hæð í fjórb. Sérinng. og sérhiti. Mjög góð grkjör. Ákv. sala. Verð 4,5 millj. 3ja herb. íbúöir Seilugrandi: Glæsll. 90 fm Ib. á 2. hæð ásamt bilskýli. Fallegt útsýni. Nýtt parket. Verð 4,7 millj. Hverfisgata: Falleg 100 fm 3ja- 4ra herb. ib. á 1. hæð. Eign i toppstandi. Ugluhólar: Falleg 3ja herb. 80 fm ib. á jarðh. í litlu fjölbhúsi. Há lán áhv. Verð 3,8 millj. 2ja herb. Njálsgata: Góð 50 fm rísib. i timb- urh. Tryggvagata Falleg 40 fm einstaklib. á 2. hæö. Fossvogur: Falleg 35 fm ein- staklib. á jarðh. Öll í mjög góðu standi, 29077 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A SÍMI: 29077 VIÐAR FRIÐRIKSSON H.S. 27072 TRVGGVI VIGGÓSSON hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.