Morgunblaðið - 20.03.1988, Page 53

Morgunblaðið - 20.03.1988, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 53 Ingibjörg Sigurgeirs- dóttir - Minning Fædd 1. apríl 1919 Dáin 11. mars 1988 Kveðja frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur Hún Ingibjörg okkar er látin. Hún lést 11. mars sl. Við félagskon- ur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur minnumst hennar sem einstakrar félagskonu. Ingibjörg var vinur vina sinna, hún var samviskusöm og vandvirk svo af bar. Ingibjörg starfaði um árabil með okkur í félaginu. Með okkur störf- uðu einnig tvær systur hennar, Katrín Bergrós og Þórunn, sem látnar eru fyrir nokkrum árum. Þær systur voru allar einstaklega mynd- arlegar hannyrðakonur. Þórunn systir Ingibjargar rak hannyrða- verslunina Refil við Aðalstræti um árabil. Þær systur voru einstaklega örlátar á efni og garn til félags- kvenna til þess að vinna úr fyrir basar félagsins. Með þeim systrum komu einnig á fundi til okkar fjöld vinkvenna og náinna skyldmenna. Reyndust allar þessar konur félag- inu vel. Sólargeislinn í lífi Ingibjargar var Katrín, einkadóttir hennar. Katrín er gift Sigurði Svavarssyni og héldu þau heimili saman. Katrín og Sig- urður eiga 3 börn og er okkur fé- lagskonum ógleymanleg gleði Ingi- bjargar þegar fyrsta langömmu- bamið faeddist, og var Ingibjörg svo lánsöm að hafa heilsu til þess að gæta bamsins meðan móðirin lauk námi. Við félagskonur eigum ógleym- anlegar minningar um margar skemmtiferðimar sem famar hafa verið á vegum félagsins og síðast en ekki síst frá dvöl þeirra mæðgna, Ingibjargar og Katrínar með okkur I orlofsbúðum í Danmörku vorið 1983. Ingibjörg vann allan sinn starfs- aldur í Sundhöll Reykjavíkur og em því ekki ófáir sundhallargestir sem minnast hennar frá þeim tíma. Fé- lagskonur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur hittast eftir hádegi á hveijum mánudegi og dvelja þar saman með handavinnu og gerð basarmuna. Ingibjörg var ein þess- ara kvenna sem aldrei lét sig vanta í hópinn. Dapurlegt verður því að sjá stólinn hennar auðan. En við konumar vitum að hún dvelur með okkur þessa dagstund eins og áður, ,og er það huggun í harmi. Við félagskonur í Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur sendum Katrínu og fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir góðar stundir með Ingibjörgu og við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Félagskonur MENNT ER MÁTTUR Byrjendanámskeið á PC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi DAGSKRÁ * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson tölvunarfræðingur. Tími: 22., 24., 29., og 30. mars TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. kl. 20-23 Upplýsingar og innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu Birting afmælis- og minningargreina. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 1 ■Bl :LAR IX UÓSRITUNARVÉ Ml( 2RÖSOI HUGBÚNAÐUR FT GÆÐADYNUR IB I Mölle Fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðufn: Teg. Standard 105 x 200cm -kr.11.500.- Teg. Melle 80 x 200 cm - kr. 13.300.- 90x200cm -kr. 13.600,- 105X200cm -kr. 18.300,- 120x200cm -kr.22.600,- - ’ 160X200cm -kr. 31.300.- Teg. Uni-lux 90x200cm -kr. 19.100.- 105x200cm -kr. 22.800.- 120x200 cm -kr. 27.000.- 160X200cm -kr. 37.700.- Nokkrar tegundir af höfða- göflum og tilheyrandi lappir eða bogar fyrirliggjandi. HÖNNUNl • GÆÐI • ÞJÓNUSTA !■■■ KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Húsgagnadeild - Laugavegi 13 - Sími 625870 SACCO hrúgöldin f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.