Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Stranglers setja ofan Plötudómur Arni Matthiasson Hljómsveitin Stranglers hefur nú starfað f ein tfu ár og allan þann tfma náð að halda sórstöðu og virðingu tónlistaráhuga- manna. Þeirra nýjustu plötu, tón- leikaplötuna All Day and All of the Night er þó ekki hœgt að telja framlag til að viðhalda þvf. Á plötunni er að finna tónlei- kaupptökur af nokkrum af helstu iögum sveitarinnar auk Kinkslags- ins All Day and All of the Night. Ólíkt eldri tónleikaplötu hljómsveit- arinnar og um leið bestu plötu hennar, X Certs, bætir þessi plata engu við ánægjuna af gömlu lög- unum og má segja að sem tón- leikasveit hafi Stranglers heldur sett ofan síðan sveitin lék í Laugar- dalshöllinni. í lögunum Always the Sun, Goiden Brown og North Wind tekst sveitinni þó þokkalega upp, en lakar í lögunum No More Hero- es og Strange Little Girl. Lokalag plötunnar, All Day and All of the Night, er í hálf vandræðalegri út- setningu sem kemst ekki nálægt kraftinum í upprunalega laginu frá því fyrir rúmum tuttugu árum, hvað þá að náð sé kraftinum af tónleika- plötu Kinks frá 1980. Það fer ekki milli mála að Stranglers, eins og svo margar samtímasveitir, fengu sitthvað frá The Kinks og lengi vel var sem sveitin væri búin að full- nýta sér innblásturinn til að skapa sér sérstakan sjálfstæðan stíl. Þessi plata vekur þó ýmsar spurn- ingar en svarar þeim fæstum. Örvænting Plötudómur Ámi Matthiasson Leornard Cohen var f miklu uppáhaldi á tfma þegar auðveft var að meta vfsanir hans f myrk- ur, þunglyndf og dauða f textum. Aldrei þóttl hann þó mikill bógur f lagasmfðum. Þegar tilgerðin rennur af mönn- um verður þó inntak texta hans og tónlistar heldur ókræsilegt. Cohen hélt þó sínu striki í texta- gerð og tónlistin breyttist lítið fram að Death of a Ladies Man, sem út kom 1977. Þá plötu vann hann með Phil Spector og að flestra mati fór hann þá yfir strikið tónlist- arlega þó textar hans hafi ekki áður verið betri (eða verri). Síðan eru komnar ein eða tvær plötur og fyrir stuttu söng Jennifer Warn- es inn á plötu lög eftir Cohen. Það hefur ýtt við Cohen og nýlega kom frá honum platan l'm Your Man. Það er hann viö sama heygarðs- horniö í textum og tónlistin er meira í átt að því sem var á undan Death of a Ladies Man og í fyrstu plötu á eftir. Bestu lögin minna á Cohen um 1970 og tónlistin er ferskari en oftast áður. Ekki er ég fjarri því að greina megi grísk áhrif, enda bjó Cohen lengi vel á grískri eyju. Bestur er hann í lögun- um Pm Your Man, I Can’t Forget og Everybody Knows og í þeim lögum er hann einmitt að yrkja um sitt uppáhald, vonleysið og ör- væntinguna. Kannski rís þó texta- gerðin hæst í háðskum texta Tow- er of Song. Cohen er semsé enn á lífi og enn marktækur tónlistar- maður, sem er meira en nokkur átti von á er Death of a Ladies Man kom út. Fastir liðir eins og venjulega Plötudómur ____Andrés Magnússon ☆ ☆ Einu sinni fannst mér gaman að AC/DC, en svo dó Bon Scott. Ég er reyndar alls ekki viss um að það hafi verið það, sem gerði mig þreyttan á AC/DC því óg hafði líka gaman að Back In Black. Nýjasta platan með andfætl- ingum vorum heitir Biow Up our Video og er alls ekki slæm. Maður hefur bara heyrt hana hundrað sinnum áður. AC/DC hljóta að vera komnir í heimsmetabók Guinness fyrir að semja sama lagið aftur og aftur. Karlar eins og Paul McCartney og U2 komast ekki einu sinni á blað í samanburði við AC/DC. Meira segja sólóin hans Angusar Young eru orðin eins! Ég spyr nú bara „Hver er punkturinn Friðrik?" eins og rit- stjóri Ranimosk gerði um árið. En þrátt fyrir að hljómsveitar- meðlimum AC/DC hljóti að vera farið að leiðast þetta eina lag, sem þeir semja aftur og aftur, er greinilega fullt af fólki, sem kann að meta tónlistina, og það mun kaupa þessa plötu sama hvað ég segi. Það sem mig langar að víta er: Hvernig þekkir þetta fólk lög- in í sundur? Ekki á tindinn enn ☆ ☆ ☆ V2 Einn af skrautlegustu furðufuglum rokksins, David Lee Roth, var að gefa út nýja plötu, Skyscraper. DLR kom fyrst fram á sjónarsviðið fyr- ir um ellefu árum, en þá steig hann fyrst á stokk með hljómsveitinni Van Halen. í fyrra slitnaði svo upp úr því samstarfi og Dave stofnaði eigin hljómsveit, en Sammy Hagar gekk til liðs við Van Halen. Báðar hljómsveitir gáfu svo út plötur á sama tíma og þreyttust poppgúrúar vitaskuld ekki á samanburði þeirra. Um það verður ekki deilt að plata Van Halen, 6150, seldist miklu betur og frómt frá sagt voru lagasmíðar Eddies Van Halens og Sammy Hagars miklu faglegri. Undirrituðum fannst þó plata DLR, Eat’Em And Smile, mun hrárri og skemmtilegri og getur ennþá rennt henni á fóninn og heyrt nýja hluti. Vandinn við Skyscraper er sá, að hún fylgir þeirri fyrri alls ekki nógu vel eftir. Ef út í það er farið, er ávallt þegar litið er til Eat'Em And Smile erfitt að fylgja góðri plötu eftir og hlýtur það að vera martröð. ) Guðaseiður Plötndómiir Baldur A. Kristinsson Guðir eru þekktir að þvf að hafa tveggja heima sýn: annars vegar inn í heim guða og djöfla, hins veg- ar f heim manna. Þessir guðir héma eru ungir, en guðir engu að sfður. Sýn þeirra er ennþá ögn takmörk- uð, en krafturinn og hnitmiftunin gera meira en basta upp fyrir það. Þeir bregða upp skýrum og bftandi myndum af mönnum og furðudýr- um, myndum sem ekki er ætlaft aft gleðja eða skemmta, heldur skera, brenna og nfsta. Og það er gott. Þegar ég hlusta á þessa plötu sé ég fyrir mér tómlegt stórborgarlífið: molnandi steinsteypu, kolaryk, sorta og þoku, stál við gler við stál, sprengjur á bláþræði. Mannskeljar, brotnar, á víð og dreif um ströndina. Eða þá að ég sé ógnaundraland: afmyndaöar furðuskepnur og hálf- menni reika markmiðslaust um auðnina, sem stundum virðist frum- skógur, stundum miðaldakastali eöa nornalundur. Ekkert af þessu er nýtt, en Young Gods tekst snilldarlega að endurskapa það, gera það frum- legt, ferskt og grípandi. Textarnir eru Ijóðrænir, magnaðir eins og tónlistin, og í meðförum söngvarans, Franz Treichler, falla þeir afburðavel að henni. Þeir eru á frönsku, en þeim sem ekki eru mæltir á það mál kunna að gagnast meðfylgjandi enskar þýðingar, sem mér virðast alveg bærilegar þegar á heildina er litið. Hinir Ungu guðir eru aöeins þrír: söngvari, trommari og sampler-leik- ari. Kannski má líta á tónlist þeirra sem eins konar framhald þeirrar bandarísku „sampler-menningar" sem þar tengist rappi, í bland við áhríf frá meginlandshljómsveitum á borð við Einsturzende Neubauten og frá framúrstefnusveitum bresk- um. Með þetta í huga kemur sviss- neskt ættemi guöanna kannski ekki svo mjög á óvart: Sviss er miðsvæð- is á Vesturlöndum, hlutlaus blettur þar sem flestir straumar koma sam- an. En f raun skiptir litlu hvaða straumar eða þættir sameinast í Young Gods. Það sem skiptir máli er að úr þeim hefur orðið órofa, óháð og snilldarleg heild. öll lögin á plötunni eru mjög góð. Sums staðar mætti laglínan vera fastheldnari á hugann og takturinn hraðarí eða þyngri, en þetta eru smámunir, hinn mesti tittlingaskítur. Og hvergi þarf að spyrja að kraftin- um, nema kannski í einu lagi, „A ciel ouvert", þar sem mór finnst trommuleikarinn mætti vera örlítið, bara pínupínupons kröftugri. í tveimur lögum nálgast Young Gods fullkomnun, sem ég veit ekki almennilega hvort er guðdómleg eða djöfulleg. Þetta eru lögin „Nous de la lune“ og „Jimmy". Þau eru ólýsan- leg — hamra sífellt í sálinni og halda því áfram löngu eftir að síðasti tónn- inn er þagnaður efta jafnvel hálf- gleymdur. Kaupið þessa plötu, stelið henni, fáið hana lánaða eða gefins, en þið verðið að hlusta á hana. Oft. Young Gods eru ódauölegir, eins og sönnum guðum sæmir. Þaö er víst ekki hægt að kom- ast hjá samanburði við Van Halen, en við nánarí umhugsun finnst mér sú hljómsveit aldrei (hvorki fyrr né síðar) fylgt fyrstu plötu sinni eftir, en hún er líkast til sú eina, sem hægt er að kalla klakkíska rokk- plötu. Skyscraper er rosalega góö plata, svo að það fari nú ekki á milli mála. Við fyrstu hlustun koma nokkur lög mjög sterkt út en önnur síður og við frekari hlustaleggingar vinnur platan mjög á. Hún hefur því miður bara ekki nógu sterkan heildarsvip og hugsa ég að helst sé hægt aö kenna um þeirri stað- reynd að nú útsetur DLR sjálfur með aðstoð gítarleikara síns, Steve Vai, en gamla brýnið Ted Templeman er illa fjarri góðu gamni. Það ber að harma. Á plötunni eru sömu snillingar DLR til aðstoðar og á fyrri plöt- unni, að viðbættum hljómborðs- foringjanum Brett Tuggle, sem sýnir yndislega takta á Hamm- ond-orgelið. Aður hefur verið fjall- að um gítarsnillinginn Steve Vai á þessum stað og afgangur sveitar- innar gefur honum lítt eftir. Þess ber þó að geta að eftir upptökur Skyscraper, hætti bassaleikarinn Billy Sheehan í hljómsveitinni (allt í góðu), en litli bróðir trommuleik- arans tók við. Á plötunni er gott úrval ágætis laga, en ekki nógur mörg eru nógu grípandi til þess að standa undir nafni DLR. Það hefði líklegast ver- ið sniðugra af honum að taka eitt eða tvö gömul lög óg endurflytja þau, því kappinn hefur margsann- að að það ferst honum hreint prýðilega úr hendi. Ágætustu lög plötunnar eru „Knuclebones", „Just Like Para- dise“, sem þegar hefur klifið lista, og „Two Fools A Minute". Fyrir tryllta aðdáendur Steve Vai og aðra þungarokkara má ennfremur nefna „The Bottom Line“ og „Hot Dog And A Shake". Það lag, sem gagnrýnandi hafi þó einna mest gaman af, er rólegheitaballaðan „Damn Good“, sem fær mann til þess aö leiða hugann að löngu látnum vinum og gömlum kær- ustum. Á heildina litið er hér um ágæta plötu að ræða, en varla skýjakljúf eins og nafnið gefur til kynna. Aðdáendur Dave Lee Roth verða því að bíða enn um sinn eftir nýju meistarastykki frá foringjanum, en þangað til dugar þessi ágætlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.